Þjóðviljinn - 15.03.1991, Síða 5
mm JT
Fiármálaráðherra
Styður hækkun skattleysismarka
Alþýðubandalagið tekur undir kröfu fiskvinnslufólks um lækkun skatta og styður eins dags verkfallþeirra í næstu viku.
Samtökfiskvinnslustöðva: Olöglegar aðgerðir
Oiafur Ragnar Grímsson,
ijármálaráðherra og for-
maður Alþýðubandalags-
ins, segist styðja kröfur fisk-
vinnslufólks um skattajöfnun
með eins dags verkfalli á mið-
vikudag i næstu viku.
Þetta kom fram í ræðu fjár-
málaráðherra í eldhúsdagsum-
ræðunum á Alþingi í gærkvöldi.
Olafur Ragnar sagði að Alþýðu-
bandalagið myndi taka þátt í þess-
ari baráttu fiskvinnslufólksins og
standa með því í frystihúsunum
og vinnustöðvunum í næstu viku
til stuðnings kröfúnni um hækkun
skattleysismarkanna og jöfnun
Hfskjara. Ólafúr Ragnar segir að
til þess verði að sækja fjármagnið
til þeirra sem hafa 500-600 þús-
und krónur í mánaðartekjur og
skattfijálsar íjármagnstekjur, eins
og Alþýðubandalagið leggur til í
stefnuskrá sinni fyrir komandi
þingkosningar.
Að undanfomu hefúr sjálf-
sprottin hreyfing fiskvinnslu-
fólks, án þátttöku verkalýðsfé-
laga, undirbúið eins dags verkfall
miðvikudaginn 20. mars næst-
komandi og mun það ná til nær
allra fiskvinnslustöðva í landinu.
Þessu hafa atvinnurekendur mót-
mælt harðlega og telja vinnu-
stöðvunina vera ólöglega.
Framtíð jarðar
er í innkaupa-
körfunni
þinni
1 dag er alþjóðlegur dagur
neytendaréttar. Frá því 1983 hafa
Alþjóðasamtök neytendafélaga
haldið daginn hátíðlegan ásamt
neytendafélögum um allan heim.
Neytendasamtökin hafa reynt
að vekja athygii íslenskra neytenda
á sjálfsögðum lágmarksréttindum
þeirra. Neytendasamtökin styðja
þær sjö meginkröfúr sem neytenda-
félög víðs vegar um heiminn hafa
sett fram sameiginlega um árabil.
Atriðin sjö eru: Öryggi gegn
vömm, framleiðsluháttum og þjón-
ustu sem er hættuleg heilsu og lífi
manna. Upplýsingar, sem gera
neytendum kleifl að taka ákvarðan-
ir af skynsemi og ábyrgð. Val á fjöl-
breyttum vamingi og þjónustu á
samkeppnisverði. Áheym, þ.e. að
sjónarmiða þeirra sé gætt og tillit
tekið til hagsmuna þeirra. Bætur t.d.
ef varan reynist léleg eða gölluð.
Fræðsla og umhverfi, sem felur
m.a. í sér vemd gegn umhverfis-
spjöllum.
Neytendasamtökin hvetja fólk
til að hugleiða það hvort því séu
tryggð þau lágmarksréttindi neyt-
enda sem minnst var á hér að ofan.
Neytendasamtökin, í samvinnu
við Landvemd, Náttúruvemdarráð,
Hollustuvemd dkisins, mennta-
málaráðuneytið og umhverfisráðu-
neytið eru að hefia herferð í terunn-
skólum landsins þaf sem Vþeirri
spumingu er beint til nemenda og
foreldra þeirra hversu umhverfis-
vænir þeir eni. Vakin er athygli
neytenda á þeirra þætti í að við-
halda jörðinni\og koma í veg fyrir
frekari eyðingp og mengun náttúru \
hennar undir slagorðinu Framtíð \
jarðar er í innkaupakörfunni þinni.
, BE
Að sögn Sólveigar Vagnsdótt-
ur á Þingeyri er þetta gert til að
leggja áherslu á kröfuna um Iækk-
un skatta. Hún segir að af hverj-
um 100 krónum sem fiskvinnslu-
fólk fái í kaup eigi það aðeins 45
krónur effir að skatturinn hefúr
tekið sitt. Hún segir að fisk-
vinnslufólkið muni ekki hvika frá
þessari kröfú sinni, enda njóti hún
stuðnings um land allt.
“Við erum ekki þrælar heldur
vinnum við að undirstöðuat-
vinnugrein landsmanna og teljum
okkur eiga njóta þess eins og til
dæmis sjómenn sem njóta skatta-
afsláttar," segir Sólveig Vagns-
dóttir á Þingeyri.
Þuríður Georgsdóttir, fisk-
vinnslukona í Vestmannaeyjum,
segir að almenn samstaða sé um
þessar aðgerðir í Eyjum.
Snær Karlsson, formaður
fiskvinnsludeildar Verkamanna-
sambands íslands, segir að kröfúr
fiskvinnslufólksins um skatta-
ívilnanir í fiskiðnaði séu ekki nýj-
ar af nálinni. Þær hafi ofl verið
uppá borði við gerð kjarasamn-
inga en ekki náð fram að ganga.
Hann segist persónulega skilja
vel kröfur fiskvinnslufólksins og
hafa samúð með sínu fólki í þessu
máli. Snær sagði að i þessum efn-
um ætti jafnt yfir alla að ganga og
Sjálfsprottin hreyfing fiskvinnslufólks hefur skipulagt eins dags vinnustöðvun miðvikudaginn 20. mars f nær
öllum frsytihúsum landsins, til aö leggja áherslu á kröfur sfnar um lækkun skatta.
benti á að sjómenn um borð í
frystitogurum, sem vinna sömu
vinnu og fiskvinnslufólk í landi,
njóti skattaafsláttar og einnig
beitingamenn í landi.
Amar Sigurmundsson, for-
maður Samtaka fiskvinnslu-
stöðva, sagði að það væri ffáleitt
af fiskvinnslufólki að beina þess-
um aðgerðum að einni tegund at-
vinnurekstrar. Hann sagði vinnu-
stöðvunina á miðvikudag vera
ólöglega og því mundu fisk-
vinnslumenn mótmæla.
-grh
Lántökur ríkissjóðs verði auknar um 1,2 miljarða
Verði farið að tillögum ríkis-
stjórnarinnar varðandi
frumvarp til lánsfjárlaga
hækka fyrirhugaðar lántökur
ríkisins um 1,2 miljarða króna
frá því sem samþykkt var í efri
deild fyrir jólin auk þess sem
ríkið mun ganga í ábyrgðir fyr-
ir hundruðir miljónir króna til
viðbótar áður samþykktum
ábyrgðum, segja heimildir
Þjóviljans.
Frumvarpið fer loks að sjá
dagsljós og er það ekki seinna
vænna ef slíta á þingi í dag. Fund-
ur er í fjárhags- og viðskiptanefnd
neðri deildar fyrir hádegi í dag og
þessar tillögur kynntar þar. I gær-
dag átti enn eftir að ganga frá end-
anlegum texta varðandi lánsfjár-
heimildir til handa Landsvirkjun-
ar vegna undirbúningsfram-
kvæmda fyrir álver. Ágreiningur
er um hve miklum skilyrðum
heimildin eigi að vera háð. Ólafúr
Ragnar Grímsson fjármálaráð-
herra vill mun harðari skilyrði
heldur en Jón Sigurðsson iðnaðar-
ráðherra. Þá er einnig eftir að
ganga ftá texta um ábyrgðir
vegna jarðarkaupa undir álver.
Samkvæmt heimildum er í
þessum tillögum gert ráð fyrir að
Framkvæmdasjóðir aldraðra og
fatlaðra verði ekki skertir einsog
fyrirhugað var, sama á við um
Bjargráðasjóð. Bæta á ríkisfyrir-
tækjum tjón vegna óveðursins í
vetur uppá einar 350 miljónir
króna. Þá er fyrirhugað að taka á
vanda byggðarlaga sem illa hafa
orðið úti vegna loðnubrestsins
með því að taka 100 miljón króna
lán sem nota á til framkvæmda á
þessum stöðum. Á vanda loðnu-
verksmiðjanna verður tekið með
400 miljón króna láni til að stofna
sjóð sem stuðlar að úreldingu
loðnuverksmiðja. Þá fær Síldar-
verksmiðja ríkisins 200 miljón
króna lán sem er vegna eldri
vanda en loðnubrestsins.
Þá mun í tillögunum vera gert
ráð fyrir 100 miljón króna heim-
ild fyrir þyrlukaupum; heimild
verður til að fella niður aðflutn-
ingsgjöld vegna byggingar flug-
skýlis Flugleiða á Keflavíkurflug-
velli; Djúpbátnum hf. á Isafirði
verður heimilt að taka 45 miljón
króna lán til kaupa á nýrri ferju;
Ölfushreppur fær að taka 135
miljón króna lán til hafnarfram-
kvæmda þ.e. verði af byggingu
þilplötuverksmiðju.
Einnig er gert ráð fyrir að rík-
issjóður fái heimild til að gefa út
skuldabréf fyrir 1,7 miljarð króna
vegna búvörusamningsins til að
stuðla að fækkun fjár og að ríkis-
sjóði verði heimilt að yfirtaka 1,2
miljarða króna skuld Byggða-
stofnunar hjá Framkvæmdasjóði
íslands til að bæta eiginfjárstöðu
stofnunarinnar.
Nokkur fleiri atriði eru í til-
lögunum en nefndin á eftir að fara
yfir þetta allt saman og ekki ólík-
legt að eitthvað breytist í meðfor-
um hennar,- gpm
Búvörusamningur
Bændur sögðu já
Þingfúlltrúar á aukafulltrúa-
fúndi Stéttarsambands bænda
samþykktu með miklum meiri-
hluta nýja búvörusamninginn á
fundi þeirra sem lauk í gær á Hót-
el Sögu. Alls greiddu 45 atkvæði
með samningnum en tveir voru á
móti. Fimmtán sátu hjá og tveir
voru fjarverandi.
-grh
Siglufiörður
að er mikill misskilningur
að hanaslagur Jóns Sæ-
mundar Sigurjónssonar og Páls
Péturssonar ráði úrslitum um
hvort stálþil verði rekið niður í
Siglufirði strax í sumar,“ sagði
Ragnar Arnalds, Alþýðu-
bandalagi í samtali við Þjóðvilj-
ann.
I gær skýrði Þjóðviljinn frá
því að Jón Sæmundur, sem er í
Alþýðuflokknum, vildi ekki af-
greiða frumvarp sjávarútvegsráð-
herra um ráðstafanir vegna loðnu-
brests, úr nefnd í neðri deild, þar
sem stæði á því að framkvæmd-
um við stálþilið yrði fiýtt um ár.
Stálþil
Sagði Jón Sæmundur að stæði á
Páli Péturssyni, Framsóknar-
flokki, sem væri að þrýsta á um
hafnarframkvæmdir á Blönduósi
á móti. Þingmennimir þrír eru úr
Norðurlandskjördæmi vestra.
Ragnar sagði að hvorugur
virtist hafa áttað sig á því að þetta
mál væri nokkum veginn fullfrá-
gengið. „Það eru bráðum tvær
vikur síðan ég kynnti þetta mál
fyrir Steingrími Sigfússyni sam-
gönguráðherra og hann féllst þeg-
ar á að beita sér fyrir að stálþilið
yrði rekið niður í sumar,“ sagði
Ragnar.
Ekki er enn Ijóst hvort taka
í sumar
þurfi lán fyrir þremur fjórðu hlut-
um ríkisframlags vegna þessa eða
hvort fæst beint framlag; fáist
framlagið þarf einungis lán fyrir
hluta bæjarins.
Ragnar sagði það rétt að styrr
hefði staðið um brimvamargarð á
Blönduósi. Hann sagði að Páll,
Pálmi Jónsson, Sjálfstæðisflokki,
og fiokksbróðir Páls, Stefán Guð-
mundsson vildu allir samþykkja
160 miljón króna lántöku til að
byggja brimvamargarðinnn og
taka féð af fjárveitingum til kjör-
dæmisins á næstu ámm. En allir
þessir þingmenn em úr sama
kjördæmi.
Ragnar sagði að hann og Jón
Sæmundur hefðu ekki samþykkt
að skrifa uppá þessar fram-
kvæmdir á Blönduósi. Hann við-
urkenndi einnig að þingmenn
kjördæmisins þyrfltu að skrifa
uppá það að framkvæmdum við
stálþilið yrði flýtt. Hinsvegar
sagðist hann ekki trúa því að sam-
þingmenn hans úr kjördæminu
myndu láta afstöðu hans og Jóns í
því máli bitna á Skagaströnd eða
Siglufirði með því að vinna á
móti niðursetningu stálþilsins.
„En því hefúr verið hótað,“ sagði
Ragnar.
-gpm
Föstudagur 15. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5