Þjóðviljinn - 15.03.1991, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.03.1991, Síða 6
\ 1 Var flóttinn fjárkúgun? Því er haldið fram að Ramiz Alia, núverandi valdhafi Albaníu, hafi sleppt óánægðum þegn- um sínum í tugþúsundatali yfir Otrantosund til að reka á eftir efnahagsaðstoð frá Itölum Eitt albönsku flóttamannaskipanna ( höfninni í Brindisi - margir höfðu ekki fengið mat og vatn dögum saríían. Fjöldaflóttinn frá Albaníu yf- ir Otrantosund til „hælsins“ á Ítalíu hefur vakið mikla at- hygli. Á fáum dögum komu um 25.000 Albanir þessa leið til hafnarborganna Bari, Mono- poli, Brindisi og Otranto. Fólk- ið kom á yfirfylltum skipum, flestum mjög úr sér gengnum, sem það hafði tekið traustataki í höfnum föðurlandsins. Margt af því hafði verið matar- og vatnslaust í nokkra daga, sem það tók að komast yfir sundið. Þýska fréttatímaritið Der Spi- egel telur að Ramiz Alia, núver- andi hæstráðandi Albaníu, hafi stuðlað að þessum flótta beinlínis með það fyrir augum að knýja Italíu til að láta grannríki sínu handan sunds ríflega efnahagsað- stoð i té. Albanir í kröggum Alia, sem nú er hálfsjötugur að aldri. Framleiðsla hefur síðustu árin dregist saman um 40 af hundraði og nú eru þar allar helstu matvörur skammtaðar. Kröfur um fijálslegra stjóm- arfar hafa farið síhækkandi allra síðustu ár og beita stúdentar sér einkum fýrir þeim, en margir aðr- ir styðja þá. Alia hefur látið all-' verulega undan þeim kröfum, en hann á í þvi efni erfitt um vik, þar eð i kommúnista- og ríkisflokki landsins eru margir, sem vilja halda fast við það sem verið hef- ur. Þar í fylkingu er forysta hcrs- ins. Alia hefur tekið miðjuafstöðu og reynt að gera báðum til hæfis í einu, íhaldsmönnum í flokki sín- um og lýðræðissinnum. Stefna hans hefur í framkvæmd orðið nokkuð sveiflukennd, með þeim afleiðingum að hann sætir gagn- rýni og ákúmm frá báðum aðil- um. Alia tók við ríki af Enver Hoxha, sem ríkti einvaldur í AI- baníu frá því að skæruliðar undir forystu hans sigmðust á Þjóðvetj- um í Iok heimsstyijaldarinnar síð- ari til þess er hann lést 1985. Alia tók sér smámsaman fyrir hendur að draga úr harðri miðstýringu í stjómmáium og efnahagslífi, sem fyrirrennari hans hafði haldið fast við, og sömuleiðis að auka sam- skipti við umheiminn, en þau höfðu verið nokkuð takmörkuð á tíð Hoxha. En ekki hefur Al- bönum famast vel undir stjóm Eins og kálfar á vordegi I des. s.l. kom til mikilla upp- þota undir fomstu stúdenta í Tir- anaháskóla. Þá Ieyfði Alia að nýir stjómmálaflokkar yrðu stofnaðir í Albaníu, sem frá valdatöku kommúnista hafði verið eins- flokksríki. Hann ákvað líka að láta fara fram fijálsar kosningar innan skamms — svo skamms að stjómarandstæðingar þóttust sjá fram á að þeir hefðu ekkert ráð- Dagur Þorieifsson rúm til að skipuleggja kosninga- baráttu sína. Alia frestaði þá kosningunum að kröfu þeirra, og nú eiga þær að fara ffam á páskadag. En ekki telja allir stjómarandstæðinga miklu sigurstranglegri fyrir það. Þeir hlupu út í lýðræðið eins og kálfar á vordegi og hafa nú stofn- að nokkuð á annan tug stjóm- málaflokka. Þar að auki er óvíst hversu mikils trausts þeir njóta. Á sumum Albönum hefur heyrst að hér sé raunar um að ræða inn- byrðis erjur í gamla ríkisflokkn- um, flestir frambjóðenda nýju flokkanna séu nýgengnir úr hon- um. „Þetta em menn, sem í gær sungu Hoxha lof og dýrð og æpa sig nú hása á lýðræði,“ hefur Der Spiegel eftir hafnarverkamanni í Durres, helstu hafnarborg lands- ins. Klofinn lýðræðisflokkur Sá öflugasti af nýju flokkun- um er Lýðræðisflokkur Albaniu, sem stúdentar og aðrir mennta- menn stofnuðu í jan. En hann er þegar klofinn í tvo arma, róttækan sem vill sækja sem harðast að gamla ríkisflokknum og annan hægfara, sem vill vinna með hon- um. Helstu leiðtogar Lýðræðis- flokksins em Gramoz Pashko, sérfræðingur um efnahagsmál, og Sali Berisha læknir. Þeir vom báðir áður virkir í kommúnista- flokknum og em af fjölskyldum sem hafa mikil ítök í bákni ríkis og kommúnistafiokks. Ættemi hefur alltaf ráðið miklu um vel- gengni manna í Albaníu og svo var það einnig á tíð Hoxha. Lífskjarajöfnun! Ólafur Ragnar Grímsson, Sigríður Jóhannesdóttir og Sigurður T. Sigurðsson á opnum fundi í íþróttahúsinu við Strandgötu, Hatnarfirði þriðjudaginn 19. mars kl. 20.30. G-listinn á Reykjanesi Albanía varð sjálfstætt riki rétt fyrir heimsstyrjöldina fyrri og þaðan í frá til þess er Hoxha kom þar til valda vom ítök Itala þar mikil, yfirleitt að óvilja lands- manna. Eigi að síður virðist Italía nú vera orðin draumaland fjöl- margra Albana, sem vilja komast í betri lífskjör og framtíðarmögu- leika og meiri neyslu. Sérstaklega á þetta við um unga menn, sem telja að litlir sem engir möguleik- ar séu fyrir þá að komast í nám og fá störf sem þeir hafa áhuga á í ættlandinu. Kuldalegar viðtökur Italska stjómin lofaði Alia ekki alls fyrir löngu efnahagsað- stoð, en mun hafa ætlað að draga að efna það þangað til eftir kosn- ingamar í mánaðarlokin. Ymsa gmnar raunar að þeim kunni að verða frestað eða þá að þær verði ekki svo lýðræðislegar sem látið hefur verið í veðri vaka. Nú er sumra mál að við þess- um drætti á aðstoðinni hafi Alia bmgðist með því að sleppa flótta- mamiastraumnum lausum á ítali. Síðan í jan. höfðu Albanir farið til Italíu í smáhópum og fengið góð- ar viðtökur. Úr þeim viðtökum gerði nú albanska ríkissjónvarpið sem allra mest og jafnframt stein- hætti lögreglan í Durrés að koma í veg fyrir að fólk, sem þar hafði safnast saman, tæki á sitt vald skip og léti á þeim úr höfn til Ital- íu. Að talsverðum líkindum var þetta gert í þeirri von, að Italir létu efnahagsaðstoðina í té þegar í stað gegn því að albanska stjómin stöðvaði fióttamannastrauminn. Flóttamennimir, sem komu til Apúlíu í s.l. viku fengu kaldar viðtökur og sagt er að ítalska stjómin vilji ekkert frekar en að Albanía verði á ný lokað land eins og var á tíð Hoxha. Bæði riki munu nú hafa gert ráðstafanir til að stöðva strauminn og senda eitthvað af fólkinu til baka, en ekki hefur enn fram komið hvort þetta bragð Alia til að flýta fyrir ítölsku efnahagshjálpinni hefúr heppnast eða ekki. Sexmenningarnir frá Birmingham “ Lausir eftir 16 ára fangavist gær voru látnir lausir „sex- | menningarnir frá Birming- ham“, sem svo hafa verið nefndir, sex írar sem dæmdir voru sekir um sprengjutilræði þar í borg og til ævilangrar fangelsisvistar 1975. Hafa þeir setið í fangelsi síðan, eða í 16 ár. Hér var um að ræða mann- skæðustu tilræði írska lýðveldis- hersins (IRA) i Bretlandi til þessa. Sprungu sprengjur á tveimur krám 1974 og urðu að bana 21 manneskju og særðu og limlestu yfir 160. Mennimir sex, sem dæmdir voru, játuðu fýrir rétti, en hafa síðan haldið því fram að lög- reglan hefði neytt þá til þess með ofbeldi og auðmýkingum. Varð mál þetta eitt þeirra umdeildustu í dómsmálasögu Bretlands. Mál sexmenninganna var tek- ið fýrir að nýju, í annað sinn á Qórum ámm, eftir að Sir Allan Green, saksóknari hins opinbera, tilkynnti að hann væri ekki lengur sannfærður um að þeir væm sekir. Fór svo að áfrýjunarréttur ógilti dómana yfir þeim og fengu þeir eftir það að fara frjálsir ferða sinna. Sá elsti þeirra, Hugh Callag- han, er nú sextugur og sá yngsti, Gerard Hunter, 42 ára. r Irak Barist við Babýlon Samtök, sem standa að upp- reisninni í Suður-írak, segja að þeirra menn hafi tekið Hilla, sem er skammt þar frá sem Babýlon stóð og höfuðborg stjórnarumdæmis sem kennt er við þá fornfrægu höfuðborg Mesópótamíu. Segir í frétt frá uppreisnarmönnum að liðs- menn lýðveldisvarðliðs Sadd- ams gangi nú í lið með þeim. Teheranútvarpið sagði í gær að kúrdneskir skæmliðar hefðu gert áhlaup á stjómarherstöðvar í borginni Ranya, handtekið þar 19 emSættismenn og tekið þá alla af lífi þegar í stað. Flóttamenn frá bardagasvæðum, nýkomnir til ír- ans, segja stjómarher nýlega hafa skotið sprengikúlum á Amara, borg norðvestur af Basra, og drepið og sært fjölda óbreyttra borgara. Iraksstjóm hefur nú loks við- urkennt nokkumveginn urr.búða- laust að hún eigi við uppreisn að stríða, en fátt er um hlutlausar fréttar af átökunum. Talsmenn Bandaríkjahers héldu því ffarn í fýrradag að stjómarhemum hefði því sem næst tekist að bæla upp- reisnina niður. 6 SÍÐA— NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.