Þjóðviljinn - 15.03.1991, Blaðsíða 9
..... og lætur þá nærri aö alls Ijúki 1100-1200 íslendingar prófi á há-
skólastigi á ári, en þaö samsvarar fjóróa hverjum manni í árgöngunum
24-30 ára. - Á hinn bóginn blasir viö okkur aö margt af þvf fólki sem
stundar nám eriendis kemur ekki heim til starfa aö námi loknu. Þessi
staðreynd er kannski önnur meginástæóan fyrir nauösyn stefnumót-
unar í vísinda- og tæknimálum.
Öflug vísindastarfsemi er undirstaða þess
að Islendingar dragist ekki aftur úr öðrum
þjóðum í lífskjörum og jafnframt ein mikil-
vægasta forsenda þess að við eigum menn-
ingarsamfélag á íslandi. í því ljósi flutti ég
tillögu í ríkisstjóminni þann 15. ágúst 1989
um að undirbúa mótun vísinda- og tækni-
stefnu. Tæplega ári síðar samþykkti rikis-
stjómin eftirfarandi stefnu að undangenginni
undirbúningsvinnu á vegum samstarfsnefhd-
ar Vísindaráðs og Rannsóknaráðs rikisins:
„Ríkisstjómin markar svofellda stefnu
um hlutverk vísinda og tækni í islensku þjóð-
lífi og meðferð vísinda- og tæknimálefna á
vettvangi ríkisstjómarinnar:
Framfarir í vísindum og tækni em nú ör-
ari en nokkm sinni og stöðugt bætist við
þekking á innri og ytri gerð efhisheims og líf-
heims, svo og þekking á manninum sjálfúm,
menningu hans og þjóðfélagi.
Visindi og tækni em meðal helstu hom-
steina nútíma þjóðfélags og ný
þekking er einn aðalaflvaki ffam-
fara. Vísindaleg og tæknileg þekk-
ing er forsenda farsælla ákvarðana
og skilnings á æ fleiri sviðum þjóð-
lifsins, í hagrænum, félagslegum og
menningarlegum efnum. Iðkun vís-
inda á sem flestum fræðasviðum er
skilyrði þess að sjálfstætt menning-
arsamfélag fái staðist og eflst á Is-
landi.
Stór hluti hverrar upprennandi
kynslóðar á Islandi nýtur nú há-
skólamenntunar og þeim Islending-
um fjölgar ört sem fengið hafa vís-
indalega sérþjálfun á ýmsum svið-
um. í þessu felst auðlind sem þarf
að virkja í þágu þjóðarhags og menningar.
Tryggja verður að þetta fólk fái verkefni við
hæfi og þurfi ekki að hverfa til annarra landa.
Vísindi og tækni dafna þá best og nýtast
til framfara að unnið sé að þeim í nánum
tengslum við líf og starf þjóðarinnar. Einnig
þurfa þau bæði frelsi og aðhlynningu til að
vera fijó og skapandi, en jafnframt aðhald og
gagnrýni. Þannig geta þau bæði leyst vanda-
mál líðandi stundar og veitt leiðsögn til fram-
tiðar.
íslendingar hafa löngum varið hlutfalls-
lega minna fé og mannafla til vísindalegra og
tæknilegra rannsókna en aðrar þjóðir, sem
búa við svipuð lífskjör. Flest bendir til að nú
sé brýnt að efla vísinda- og tæknirannsóknir
og auka þróunarstarf til að tryggja áfram góð
lífskjör hér á landi í vaxandi samkeppni milli
þjóða og heimshluta á sviði viðskipta, tækni
og menningar.
Ríkisstjórnin vill stuðla að því að þjóðfé-
lagsþróun á Islandi byggist á vísindalegri
þekkingu og tækni í stað of einhliða sóknar í
auðlindir lands og sjávar. Þvi vill hún stefna
að því að auka veg visinda og tækni í þjóðar-
búskapnum með þvi að stærri hlut þjóðar-
tekna verði varið til þeirra en áður. Ríkis-
stjómin vill efna til samvinnu við atvinnulíf-
ið í landinu um að auka raungildi fjárfram-
laga til rannsóknastarfsemi um 10% á ári
næsta áratuginn.
Þannig er stefnt að því að hlutfall þjóðar-
tekna, sem varið er til rannsóknastarfsemi hér
á landi, nálgist það sem nú er annars staðar á
Norðurlöndum. Þetta verði gert annars vegar
með því að auka opinber framlög til verk-
efnabundinna rannsókna á sviði grundvallar-
vísinda og hagnýtra rannsókna, og hins vegar
með því að bæta almenn skilyrði fyrirtækja
og einstaklinga til að stunda rannsóknir og
nýsköpun.
Með auknum hlut vísinda- og tæknirann-
sókna í þjóðarbúskapnum verði leitað leiða
til að tengja þessa starfsemi enn betur við
breytilegar þarfir þjóðlífsins. Starfsemi á ein-
stökum sviðum vísinda taki mið af aðsteðj-
andi vandamálum sem og framtíðarhorfúm á
þeim þjóðlífssviðum sem best geta nýtt sér þá
vísindalegu þekkingu sem leitað er að. Jafn-
framt verði ávallt svigrúm til óheftrar leitar
að þekkingu þar sem aðeins er spurt um
fræðilegt gildi verkefnis og hæfni vísinda-
manns.
Opinberar vísinda- og tæknistofnanir
heyra undir mismunandi ráðuneyti og hlut-
verk þeirra endurspegla vcrkaskiptingu þjóð-
félagsins. Vísindaleg þekking verður hins
vegar til og nýtist þvert á þá skiptingu. Lögð
verður áhersla á samstarf milli stofnana, eiji-
staklinga og fyrirtækja til að nýta sem bést þá
þekkingu sem til er í landinu og dreifa ekki
kröftunum um of. Einstökum ráðuneytum og
stofhunum þeirra er ætlað að taka mið af
þeirri stefnu.
Unnið verði markvisst að því að auka
skilning þjóðarinnar á mikilvægi vísinda og
tækni. Efld verði kennsla á þeim sviðum í
grunnskólum og framhaldsskólum og tengsl
skólanna við vísindastarf í landinu aukin.
Menntun til vísindastarfa verði efld m.a. með
skipulegri uppbyggingu framhaldsnáms við
Háskóla Islands og aðrar æðri menntastofn-
anir landsins. Endurskoðuð verði tilhögun
opinberrar fjárhagsaðstoðar við námsmenn á
síðari stigum ffamhaldsnáms og við unga vís-
indamenn að framhaldsnámi loknu.
Búið verði í haginn fyrir virka þátttöku
íslendinga í fjölþjóðlegu vísinda- og tækni-
samstarfi, reista á skipulegu mati á forgang-
verkefnum.
Vísindaráði og Rannsóknaráði ríkisins er
falið:
sjóðnum. Af námsmönnum erlendis er talið
að a.m.k. 80% séu við háskólanám. Ætla má
að um 20% þeirra Ijúki námi árlega og lætur
þá nærri að alls ljúki 1100-1200 Islendingar
prófi á háskólastigi á ári, en það samsvarar
fjórða hverjum manní i árgöngunum 24-30
ára.
A hinn bóginn blasir við okkur að margt
af því fólki sem stundar nám erlendis kemur
ekki heim til starfa að námi loknu. Þessi stað-
reynd er kannski önnur meginástæðan fyrir
nauðsyn stefnumótunar í vísinda- og tækni-
málum. Við verðum að fá þetta fólk heim til
að nýta okkur þekkingu þess, fæmi og hæfi-
leika. Því miður er ýmislegt sem bendir til
þess að fólk með mikla sérmenntun setjist í
vaxandi mæli að erlendis vegna þess að það
fær ekki störf við sitt hæfi hér heima við nú-
verandi aðstæður. Því hefúr verið ákveðið að
láta fara fram könnun á vegum menntamála-
ráðuneytisins, á því hvað er mikið um það að
fólk komi heim, hvað er mikið um að fólk
Vísindastefna
- rannsóknir
að gera nýja úttekt á stöðu rannsókna-
mála í landinu og að fylgjast af árverkni með
þörfinni fyrir rannsóknir og vísindalega eða
tæknilega sérþjálfún Islendinga á nýjum
sviðum og miðlun niðurstaðna úr innlendum
og erlendum rannsóknum;
að gera tillögur um ráðstöfun á auknum
ffamlögum til vísindalegra og tæknilegra
rannsókna, m.a. með langtímaáætlun fyrir
einstök svið, svo og árleg framlög, þar á með-
al um forgangsröðun viðfangsefna;
að gera tillögur um leiðir til að auka hlut
atvinnulífsins og annarra aðila utan rikiskerf-
isins í fjármögnun og framkvæmd rannsókna
og hvetja til nýsköpunar í atvinnulífi lands-
manna;
að fylgjast með nýtingu ljármagns og
starfskrafta til rannsókna og gera tillögur um
endurbætur á aðstöðu, skipulagi eða ffam-
kvæmd rannsóknastarfs eftir þörfum.
í því skyni að samræma framkvæmd vís-
inda- og tæknistefnu við aðra þætti þjóðmála
er gert ráð fyrir að forsætisráðherra efni
tvisvar á ári til fundar fulltrúa Rannsóknaráðs
ríkisins og Vísindaráðs með ráðherrum
menntamála, iðnaðar, sjávarútvegs, landbún-
aðar, heilbrigðismála, umhverfismála, sam-
göngumála og fjármála. Gert verði ráð fyrir
því að fulltrúum allra þingflokka verði boðið
að sitja þessa fundi. A öðrum fundinum skulu
fulltrúar ráðanna gera grein fyrir framvindu
og meginviðhorfum í vísinda- og tæknirann-
sóknum og á hinum fundinum leggja fram til-
lögur um fjárveitingar til rannsókna á næstu
árum. Fulltrúum atvinnulífs, Háskóla Íslands
og annarra vísindastofnana skal boðið á þessa
fundi eftir því sem málefhi segja til um. Dag-
skrá og tilhögun hvers fundar skal undirbúin
af samstafsnefnd Vísindaráðs og Rannsókna-
ráðs rikisins í samvinnu við forsætisráðu-
neytið og menntamálaráðuneytið."
Fjóröi hver maður lýkur nú
háskólanámi
Gerð hefur verið spá um fjölda íslend-
inga við nám á háskólastigi fram yfir alda-
mót. Samkvæmt henni mun nemendum í
langskólanámi fjölga stórlega en nú stunda
40% af árgangi slíkt nám. A næstu 20 árum er
gert ráð fyrir að þetta hlutfalli hækki um
helming og verði 80% árið 2010.
Við Háskóla íslands eru núna skráðir
4700 nemendur og þaðan brautskrást um
570-600 manns á hverju ári. Við aðra inn-
lenda skóla á háskólastigi eru nú 800-900
nemendur og þaðan brautskrást á ári um 200
manns. Erlendis eru um 2100 námsmenn við
nám með stuðningi frá Lánasjóði ísl. náms-
manna og má réikna með að a.m.k. 20% fleiri
séu við nám með styrkjum eða á launum er-
lendis frá eða á annan hátt án stuðnings frá
\ V 1
dveljist annars staðar og hugsi sér að vera
annars staðar af þvi að það hefúr ekki trú á
því að það fái tækifæri ti að starfa hér á ís-
landi.
Framlög hækkuð um fjóröung
Háskóli íslands hefur til skamms tima
ekki boðið upp á skipulagt nám til meistara-
prófs nema í örfáum greinum og ekki til dokt-
orsprófs fyrr en núna að við- breyttum regl-
um Háskóla íslands á sl. vetri þannig að nú er
hægt að stunda þar skipulagt nám til meist-
araprófs og til doktorsprófs. Þeir sem stefnt
hafa að slíku námi hafa að mestu leyti orðið
að sækja til annarra landa. Vissulcga hefur
þetta þann kost í for með sér að íslenskir vís-
inda- og tæknimenn flytja til landsins þekk-
ingu frá öðrum löndum, en það hefur þann
ókost að þeir nýtast ekki í íslenskri rann-
sóknastarfsemi meðan á náminu stendur. Af
þessum sökum er m.a. verið að byggja upp
framhaldsnám á nokkrum sviðum og rætt er
um að taka upp lengra nám í samvinnu við er-
lenda háskóla, einkum háskóla á Norðurlönd-
um.
Opinber fjárhagsaðstoð við fólk sem hef-
ur lokið háskólaprófi en sækist eftir doktors-
prófi eða sambærilegri háskólagráðu til und-
irbúnings rannsóknastörfum er nú í engu frá-
brugðin því sem gerist um annað framhalds-
skólanám á háskólastigi. Á þessu þarf að
verða breyting. Fólk sem lokið hefur háskóla-
námi verður að geta sest að hér og stundað
rannsóknir. Gera verður rannsóknarstofnun-
um kleift að ráða tímabundið í rannsóknar-
stöður og veita einstaklingum auk þess sér-
stakan stuðning til að stunda rannsóknir eins
og áður var er Vísindasjóður veitti styrki í
þessu skyni. Með því að styrkja Vísindasjóð
eins og nú er gert mcð því að hækka framlög
til hans um 50,2% að raungildi á að vera hægt
að taka upp styrkjafyrirkomulag þannig að
þetta fólk geti hafið störf að rannsóknum á ís-
landi. í þessu sambandi er rétt að geta þcss að
framlög til tilraunastöðvarinnar á Keldum eru
nú hækkuð um 30%, framlag til rannsókna-
sjóðs er hækkað um 24,4%. í heild hækka
framlög til visinda og rannsókna úr 356 millj-
ónum i 442 milljónir eða um nál. fjóðrung.
Á vegum ráðherranefndar menntamála-
ráðherra Norðurlanda hefur verið lagt til að
samstarf Norðurlandaþjóðanna á þessu sviði
verði stóraukið og mörkuð stefna um sameig-
inlegt kerfi til vísindalegrar þjálfunar. Við
höfum verið að gerast aðilar að mjög mörg-
um erlendum samningum á undanfömum
misserum m.a. Evrópusamningum í sam-
vinnu við Evrópubandalagið. Þar má nefna
„Science“-áætlunina, iðnaðar- og efnistækni-
áætlun, fiskveiða-, matvæla-, og landbúnað-
artækniáætlun, áætlun um rannsóknir á sviði
læknis- og heilbrigðisfræði svo og hag-
fræði.Vísindaráð hefur nýlega fengið aðild
að European Science Foundation sem er ein-
hver mikilvægasti samstarfsvettvangur innan
Evrópu á sviði fijálsra grunnrannsókna. Auk
þessa höfúm við gerst aðilar að Norðurlanda-
samningum til þess að tryggja okkar ungu
vísindamönnum aðgang að áframhaldandi
visindastörfum og þannig mætti lengi telja.
Þaö sem gerist næst
I framhaldi af þeirri stefnu sem mótuð
hefur verið munu Vísindaráð og/eða Rann-
sóknaráð beita sér fyrir margvíslegum verk-
efnum eins og
- að gangast fýrir eða taka þátt í úttektum
og mati á starfsemi, starfsháttum og skipulagi
einstakra rannsóknastofnana sem kostaðar
eru af hinu opinbera,
- að gangast fyrir eða taka þátt í úttektum
á rannsókna- og þróunarstarfsemi á
einstökum sviðum vísinda og tækni,
- að gangast fyrir eða taka þátt í
úttektum og kortlagningu á nýjum
sviðum visinda og tækni, sem telja
verður mikilvæg fyrir rannsókna-
starfsemina í landinu og atvinnuvegi
þjóðarinnar,
- að gangast fyrir eða taka þátt í
úttektum og mati á því hvemig hið
opinbera, stofnanir þess og fyrirtæki
sem það á aðild að standa að því að
nýta þá þekkingu sem aflað er með
rannsókna- og þróunarstarfsemi.
Meðal þess sem lögð er sérstök
áhersla á er:
- staða íslenskra rannsókna i al-
þjóðlegu samhengi vísinda,
- samband islenskra rannsókna við skóla-
kerfið og við stofnanir er vinna að þróun á
sviði atvinnumála, félagsmála, heilbrigðis-
mála og menningar,
- áherslur í verkefnavali í ljósi hlutverks
rannsóknastofnana, þarfa þjóðarinnar og at-
vinnuvega og í ljósi þeirrar stefnu sem stjóm-
völd marka,
- og loks hvemig fjármagn, mannafli og
aðstaða nýtist sem best.
Niötvstaðan
I fyrsta lagi tel ég að aukin áhersla á rann-
sóknir og vísindi og þróunarstarfsemi sé í
raun og vem ein meginundirstaða góðra lífs-
kjara í þessu landi. Þá er ég ekki bara að tala
um þróaðar langtímarannsóknir af ýmsum
toga. Eg er líka að tala um menntun og skóla-
kerfi í heild, ég er líka að tala um bamaskóla,
ég er líka að tala um góðan grunnskóla, ég er
líka að tala um framhaldsskóla og jafnvel
leikskóla. Almennt gott menntunarkerfi er í
raun og veru mikilvægari undirstaða batnandi
lífskjara en menn fást yfirleitt til þess að við-
urkenna.
I öðru lagi eigum við að leggja meiri
áherslu á þessi svið þegar við emm að tala um
það hvemig við ætlum að byggja upp batn-
andi lífskjör í landinu, meiri áherslu en á stór-
iðju i samvinnu við útlendinga. Það að mínu
mati leysir engan vanda. Þess vegna er mjög
mikilvægt að tekist hefúr að auka vemlega
hlut vísinda og rannsókna í fjárlögum ársins
1991.
I þriðja lagi tel ég augljóst að nýting
orkulindanna verði undirstaðan undir batn-
andi lífskjömm á íslandi á komandi ámm og
áratugum. Ég tel satt að segja að íslendingar
eigi þar möguleika langt umfram það sem
menn hafa yfirleitt gert sér grein fyrir. Það er
augljóst mál að við sitjum á orkupotti sem
getur skapað hér aðstæður fyrir góð lífskjör
og traust efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.
Ef við ætlum að gera það, ef við ætlum
ekki bara að verða hráefnisframleiðendur,
ekki bara selja hráorku til stórfyrirtækja, þá
verðum við að eiga gott og öflugt mennta-
kerfi, góða skóla, og öfluga vísinda-, rann-
sókna- og þróunarstarfsemi.
Svavar Gestsson
Höfundur er
menntamála-
ráðherra
/
Föstudagur 15. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9
J
K