Þjóðviljinn - 15.03.1991, Qupperneq 14
Símasambandið
- Eyja, hvar hefurðu eiginlega
verið? Eg er búinn að hringja og
hringja og þú svaraðir aldrei.
- Ert þetta þú, Óli minn?
- Já. Hvar ertu búin að vera?
- Ég skrapp til Danmerkur.
- Hvað varstu að gera þar?
- Ég fór á fund.
- Á fund? Alla leið til Danmerkur?
- Já. Stundum þarf að fara til út-
landa á fundi. Og stundum koma út-
lendingar hingað til að fara á fund.
Það er kölluð fjölþjóða samvinna.
- Veistu að stríðið er búið?
- Já, já. Það fréttist líka til Dan-
merkur.
- Það var ekkert langt.
- Nei, guði sé lof. Það var stutt.
- Heldurðu að það hafi nokkuð
margir dáið?
- Ég held það sé ekki búið að
telja. Það er giskað á að um 100 þús-
und manns hafi fallið. Kannski fleiri.
- Er það nokkuð mikið?
- Það fer eftir því við hvað er mið-
að. 100 þúsund manns er jafn margt
fólk og nærri hálf íslenska þjóðin.
- Já, en það eiga svo margir
heima í Irak.
- Það er alveg sama Óli minn,
hvað þjóðin er stór. Fyrir hverja ein-
staka fjölskyldu, sem missir mann
eða konu eða barn í stríðinu, er miss-
irinn jafn sár. Fyrir utan alla eyðilegg-
inguna á löndunum, bæði írak og Kú-
væt.
- Það væri miklu betra ef stríðið
væri bara tölvuspil. Þá getur maður
skotið niður eins marga og maður
hittir. Það drepst enginn í alvörunni.
- Já, satt segirðu. Það væri mikill
léttir, ef hægt væri að útkljá deilumál
heimsins í tölvum.
- En af hverju er það bara ekki
gert?
- Af því lífið er ekki tölvuspil, Óli
minn. Lífið er samspil lifandi vera,
sem allar gera tilkall til einhvers pláss
á jörðinni. Allir þurfa sitt, jurtirnar, dýr-
in og mennirnir. Og allir þurfa á hin-
um að halda til þess að geta lifað.
Skilurðu?
- Ha?
- Mennirnir þurfa bæði dýrin og
jurtimar. Það veistu.
- Já.
ar líka eitthvert gagn af mönnunum.
Ég held að þannig hljóti það að vera,
úr því guð skapar okkur öll.
- Já, það hlýtur að vera.
- Og heldurðu þá ekki að við
verðum að reyna að viðurkenna rétt
hvers annars til að lifa?
- Jú. En Eyja, en ef hinir gera það
ekki?
- Já, þá erum við í vanda stödd.
Af því við erum lifandi verur og ekki
fígúrur í tölvuspili, þá erum við í al-
vöru og lifandi vanda stödd.
- Veistu þá ekkert hvað við eigum
að gera?
- Ég veit það ekki. Ég veit bara,
að það er til þess ætlast af okkur,
sem erum hugsandi manneskjur, að
við glímum við þennan vanda. Og
þegar betur er að gáð, er glíma
mannsins við það að vera svo spenn-
andi, að ég held hún slái út öll heims-
ins tölvuspil.
Börn á flótta
Það er gott að stríðinu við Persa-
flóa er lokið. Það er gott að það stóð
svona stutt. Það er gott að mannfall
varð ekki meira.
Samt skulum við ekki halda að
þetta hafi verið gott stríð. Ekkert stríð
er gott fyrir þá sem ienda í því. Það
eina sem er gott í þetta sinn, er að
það varð ekki verra.
Sérhvert stríð sem háð er, veldur
fjölmörgu fólki óbætanlegu tjóni. Fyrir
utan alla þá sem týna sjálfu lífinu, eru
mörg börn sem missa föður sinn eða
móður. Mörg börn missa heimili sín,
af því þau eru lögð í rúst. Mörg börn
lenda á flótta. Stundum eru þau alein
á flóttanum.
Hjálp við
flóttabörn
Sem betur fer fyrir börn, sem þurfa
að flýja undan stríði og hörmungum,
eru til félög sem þau geta snúið sér til
og beðið um aðstoð. Oft eru slík félög
alþjóðleg og starfa í mörgum löndum.
Þannig er um Hjálparstofnun kirkj-
unnar, þannig er um samtök eins og
Barnaheill og Rauða krossinn. Og
flest svona félög starfa einnig á ófrið-
ar- og hörmungasvæðunum sjálfum
og leita börnin og aðra bágstadda
uppi.
Rauðakrosshús í Reykjavík
En það þarf ekki alltaf stríð í útlöndum til
þess að börn þurfi að flýja. Stundum er stríð
á heimilunum og börnum getur liðið svo illa
heima hjá sér að þau geti ekki verið þar og
verði að fara. Þau lenda á flækingi eða flótta.
Börn sem lenda í slíku þurfa líka aðstoð. Og í
Reykjavík er hús sem Rauði krossinn rekur,
Rauðakrosshúsið að Tjarnargötu 35, sem
veitir „flóttabörnum" á íslandi tímabundið
húsaskjól. Þar er líka fullorðið fólk sem talar
við einmana börn í síma. Þau geta gert eins
og Óli Helgi hér á Hænsnaprikinu, sem hring-
ir alltaf í hana Eyju frænku sína þegar honum
leiðist.
Ef þér, sem þetta lest, líður eitthvað illa,
þá skaltu ekki hika við að hringja í Rauða-
krosshúsið í Reykjavík. Þar er alltaf opið og
öll aðstoð er ókeypis. Síminn er 91-622266.
622260
Bama-og
unglíngasíminn
+
- Og mennirnir þurfa hver annan.
- Já.
- Og kannski hafa dýrin og jurtirn-
Friður heitir þessi mynd. Hún er teiknuö af Valgarði Egilssyni lækni og skáldi. Þegar hann var strákur átti hann heima I litlu fiskiþorpi norð-
ur I Eyjafirði, sem heitir Grenivík. Kannski sá hann þá friöinn í kúnum, sem lágu jórtrandi í haganum í sveitunum í kring. Valgarður hefur
skrifað bók fyrir börn, sem heitir Ferjuþulur. Bókin lýsir því, hvaða ævintýri á sér stað á siglingaleiö Akraborgar tpilli Akraness og Reykja-
víkur.
14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. mars 1991