Þjóðviljinn - 28.03.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.03.1991, Blaðsíða 7
Frelsi og mannúö Fetað eftir vef ffjálshyggjunnar á íslandi með fyrirmyndir áVesturlöndum í huga Höfuðpostuli frjálshyggj- unnar á íslandi, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, hefur Iöng- um talað fyrir auknu „frelsi“ í menntakerfinu. Nú er opinber- lega viðurkennt að Hannes situr Davíð til hægri handar sem æðsti ráðgjafi í alvörumálum. Það er því ekki ósennilegt að á- herslur hins nýja formanns Sjálfstæðisflokksins taki nokk- urt mið af Frelsinu. Lögð er á- hersla á að fólk fái sjálft að ráða hvar börn þess eru vistuð í menntakerfinu. Öllum foreldr- um verði aflientar ávísanir frá ríkinu og síðan sé mönnum það í sjálfsvald sett, hvar þeir visti börnin til náms eða hvort bætt sé við fjármunum til að fá að- gang að „betri og dýrari“ skól- um. Þetta kerfi hefur verið við lýði í einni eða annarri mynd í Banda- ríkjunum undanfama áratugi. Það er því einkar fróðlegt að kynna sér stöðuna sem núverandi menntamálaráðherra, LamarAl- exander er í. Ástandið er vægast sagt hrikalegt. Hann hefúr látið hafa eftir sér að eiturlyfjavandinn í Bandaríkjunum sé léttvægur samanborið við þann vanda menntakerfisins. Alexander hefur sannarlega byr undir vængi, því bandaríska millistéttin hefúr orð- ið af þessu verulegar áhyggjur, svo notað sé orðalag íslensks for- ingja, og er reiðubúin að kosta miklu til. Brottfall úr bandarískum skólum er nú um 25% að meðal- tali. Hlutfallið verður enn hærra, þegar ákveðnir kynþættir em at- hugaðir. 35% blakkra og 45% spænskumælandi ungmenna ljúka ekki skóla. Við 90% skóla á háskólastigi verður að starfrækja sérstaka for- skóla til að tryggja lágmarks inn- tökuskilyrði á meðal „busanna". En allt kemur fyrir ekki. Nýlega var gerð samanburð- arkönnun á meðal sex velmegun- arþjóða. Lentu bandarísku ung- mennin þar í neðsta sæti í stærð- ffæði og næstneðsta í náttúm- ffæði. Þetta em hins vegar ekki ný tíðindi þar vestra. 1983 kom út skýrslan „A Nation at Risk“- Þjóð í háska. Þeim sem kunnu að lesa rann kalt vatn milli skinns og hör- unds. Menn gera sér skýra grein fyr- ir að undirstaða velmegunar í guðs eigin landi hefúr ekki síst byggst á hugviti og tækniframfor- um. En í Kísilflögudal í Kalifom- íu er tæknin farin að gamlast og á- hættufjámagnseigendur horfa nú til Asíu eftir nýjungum. Þetta smitar út í fleiri greinar. „Frelsið“ til að versla við ó- dýrasta vinnuafl veraldar hefur leitt til gífúrlegs atvinnuleysis í bandarískum bílaiðnaði. Fram- leiðslukostnaður bifreiðar, sem seld er þar í landi á 20.000 dali skiptist þannig að 6.000 dalir fara til Suður-Kóreu í vinnulaun, 3.500 dalir til Japan í vélahluti, 3.000 dalir til evrópskra auglýs- ingastofa, en aðeins 7.500 dalir verða eftir í Bandaríkjunum. Sá hluti rennur sannarlega ekki til lágtekjustéttanna! En víkjum aftur að mennta- kerfmu. Það er ekki svo að fjár- magn hafi skort í bandarískum skólum. Laun kennara hafa hækkað að raungildi um 18% á síðasta áratug. Hagtölur sýna, að það er einungis í Sviss sem meira fjármagn er notað á hvem nem- anda en í Bandaríkjunum. 1989 lýsti George Bush yfir því að við aldarskiptin yrðu Bandaríkin komin í efsta sætið í veröldinni hvað varðaði námsár- angur í raunvísindum. Á því virð- ist hins vegar ætla að verða meiri bið. Kjami málsins er nefnilega sá, að lítið samhengi er á milli greindarvísitölu nemenda og tekna foreldra þeirra. Þetta eiga maigir erfitt með að sætta sig við og viðurkenna, að það er einungis með meiri félagslegri aðstoð við hina sárfátæku, sem árangur mun nást. í skami fátækrahverfanna glóir nefnilega víða á gull, sem engar fijálshyggjukenningar geta nokkm sinni komið í verð. Sú uppskera sem þjóðir með öflugt félagshyggjukerfi hafa jafnan getað sótt til tekjulægsta hópsins hefur ekki verið rýrari, þegar kemur að hugvitinu, en hjá þeim sem meira mega sín. Slíkur er máttur almættisins, þrátt fyrir alla erfðatækni! Heilbrigöismál Mikið hefúr verið skrifað og skrafað um málefni heilbrigðis- stétta í íjölmiðlum nú undanfarið. Þar hefur nú ekki skort á mannúð- ina hérlendis. Fjöldamörg dæmi má tilgreina um „Frelsið", sem tíðkast hefúr innan heilbrigðis- kerfisins síðastliðinn áratug. Auðhringurinn Delta- Pharmaco hefúr fengið ótrúlegt ffelsi til að maka krókinn á lyfja- sölu. Margir af hluthöfum D-P eru einnig apótekarar og tryggja þar með örugga og refjalausa sölu afúrðanna. Enda hafa ijármunir skattborgaranna fossað inn í fyrir- tækið úr ríkissjóði. Mörgum ráð- herrum heilbrigðismála helúr ver- ið gert ljóst hve mikla fjármuni mætti spara með því að skera þetta samtryggingarkerfi upp, en það er ekki fyrr en í tíð Guðmund- ar Bjamasonar að tekið hefúr ver- ið á þessu. Hann á þakkir skildar. Auðvitað er í hæsta máta óeðli- legt að ofan á innkaupsverð lyfja leyfist heildsölum og apótekurum að leggja 100%! Innlend framleiðsla lyfja (blöndun og steypa) hefur einnig verið í höndum þessara manna að hluta til og þar hafa þeir m.a. ver- ið í samkeppni við Lyfjaverslun ríkisins. Eg þekki fjölmörg dæmi þess að apótekaramir keyptu ekki sambærileg lyf af ríkisfyrirtækinu vegna þess að þar vom þau of ódýr! Álagning verður sannarlega meiri ofan á hærra verð, og ekki spillir það nú fyrir að geta keypt af sjálfúm sér. Eigendur D-P hafa margofl þrætt fyrir ofangreindar ásakanir, þegar þær hafa áður verið fram bomar. Besta sönnun þeirra kem- ur raunverulega fram, þegar sett hefur verið undir „lekann“. Gróði undanfarinna ára hefúr verið svo gífurlegur, að samsteyp- an hefur getað keypt hvert stór- fyrirtækið af öðm á þessu og síð- asta ári. Um þetta þarf því ekki að hafa fleiri orð. Svona hringamyndun er klár- lega bönnuð í Bandarikjunum, svo hið íslenska „frelsi" tekur þeim ffam í þessum efnum. Umræðan um heilbrigðiskerfi Oregon hefúr skilað sér inn í ís- lenska fjölmiðla undanfarið. Þar finnst mönnum fúll mikið af fjár- magni skattborgaranna renna til heilbrigðismála, þegar hlutfallið er komið í 12%. (Á Islandi er það ríflega 20%.) Kerfi hefúr því verið tekið upp sem skilgreinir meira en 800 heilsufarsvandamál. Síðan er dregið rautt strik,-það sem er fyrir ofan skal læknað og greitt fýrir þjónustuna úr sjúkratrygginga- kerfinu Medic-Aid (ef fólk er nógu fátækt). Þeir sem lenda fyrir neðan strikið verða hins vegar að greiða sjálfir fyrir læknisþjónust- una eða deyja ella, ef sjúkdómur- inn er'alvarlegs eðlis. Hljómar þetta kannski svipað því sem læknar (úr verktakastétt) hér á Islandi hafa verið að þræta um við fjármálaráðherra nú und- anfarið? Peningana eða lífið? Helsti munurinn hér og þar er sá að hér hafaverktakalæknar fitn- að á því að „lækna“ jaðarvanda- mál á stofúm sínum, t.d. vörtur, inngrónar neglur og á að gera hvers konar fegrunaraðgerðir. Rikissjóðskraninn hefur verið að fúllu opinn, stimpilklukkumar ó- notaðar og biðlistar sjúkrahús- anna lengjast stöðugt. Vandasamari aðgerðir eru framkvæmdar á sjúkrahúsunum, ef menn mega vera að því að líta upp úr verktakabransanum eða hafa ekki „neyðst til að láta loka deildum" vegna óbilgjamra við- semjenda. Eg sé nú ekki stóran mun á því, hvort veikt fólk deyr í biðröð í „fullkomnu heilbrigðiskerfi“, eins og sagt er að sé við lýði á Is- landi, eða fær dauðadóminn strax, lendi það neðan rauða striksins í Oregon. Aðstandendur hafa a.m.k. betri tíma til að bregðast við! Aðstæður margra eldri borg- ara á íslandi, sem eiga sér ekki öfluga bakhjarla, era ofl á tíðum til stórskammar. Því hagar nú þannig til að í engum flokki era verktakalæknar jafn fjölmennir og í Sjálfstæðis- flokknum og vafalaust leggja þeir þar drjúgan skerf í kosningasjóði. Ekki kæmi á óvart þótt apótekarar gaukuðu að einhveiju smáræði líka. Hinn nýi formaður og hugs- uður hans ættu ekki að vera á flæðiskeri staddir, ofreyni þeir sig í kosningabaráttunni! Umhverfismál Nú liggur ljóst fyrir að græn stefnumörkun mun hafa gríðar- legan kostnað í for með sér fyrir þá, sem nú lifa, til hagsbóta fýrir komandi kynslóðir. Ef beitt er hefðbundnum aðferðum vaxta- reiknings til að meta „hag- kvæmni“ þessarar stefnumörkun- ar virðist hún alls ekki borga sig! Á vegum háskólans í Mar- yland gerðu bandarískir hagffæð- ingar könnun á því á meðal 1000 fjölskyldna þar um slóðir hver af- staða þeirra væri til björgunar mannslífa í nútímanum miðað við aðgerðir til að tryggja líf þeirra i framtíðinni. í ljós kom að fólk var að meðaltali jafn hlynnt því að bjarga einu mannslífi strax og átta mannslífum að 25 áram liðnum eða 28 mannslífúm að 100 áram liðnum. Sumum virðast þetta kannski heldur kaldranalegar „af- skriftareglur“. En í hagreikning- um nútímans þarf að setja verð- miða á allt. „Verðlagning" um- hverfisgæða er einfaldlega ekki rétt samkvæmt þessum niðurstöð- um. • Það er auðveldara að mæla verð húss á útsýnisstað en verð út- sýnisins! (Setja mætti þessa spumingu í íslenskt samhengi með því að hugsa sér ráðhúslausa Tjöm!) • Það er ekki hægt að „endur- skapa“ útrýmdar tegundir úr vist- kerfi okkar. Hvers „virði" hefðu þær orðið afkomendum okkar? • Er „virði“ þess að nota áffam kolflúrkolefni meira en húð- krabbamein ffamtíðar? • Er það þess „virði“ að reyna að stemma stigu við losun koldí- oxíðs út í andrúmsloftið fyrst við eram ekki algjörlega sannfærð um gróðurhúsáhrifin og áhrif þeirra á komandi kynslóðir? Hvers „virði“ er Reykjanes án álvera? Ef við hverfúm fúllkomlega á vit reikniástríðunnar eins og Maureen Cropper við háskólann í Maryland segir, hljótum við að spyija með henni: „What price posterity? - Hvers virði eru afkomendur okk- ar?“ Ingimundarson Það er mér ánægja að bjóða þér á Friðarstund sem haldin verður á föstudaginn langa kl 17:00 í Hátíðarsal Digranesskóla 0 Kópavogi og á páskadag kl. 16:00 í Víðistaðakirkju Hafnarfirði UOÐ - TONLIST - SONGUR Verk eftir: Bach, Shubert, Gluck, Halldór Laxness, Hallgrím Pétursson og fleiri öndvegisskáld Islendinga, Flytjendur m.a; Erlingur Gíslason Guðlaug María Bjamadóttir Guðrún Birgisdóttir Gunnar Kvaran Inga Bachmann Jakob Þór Einarsson Marteinn H. Friðriksson Theodór Júlíusson Með von um að þú þiggir þetta boð, Ólafur Ragnar Grímsson Fimmtudagur 28. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.