Þjóðviljinn - 13.04.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.04.1991, Blaðsíða 5
EiRLENDAR mf FIETHK Tyrkjaþing: Leyft að tala kúrdnesku Tyrkneska þingið samþykkti í gær ný lög, sem kveða m.a. svo á um að hér eftir teljist ekki til afbrota þar í iandi að tala kúrdnesku á almannafæri. í sama sinn var sam- þykkt að 43.000 af 46.000 mönnum, sem sitja í tyrkncsk- um fangelsum eftir að hafa hlotið dóm, skuli látnir iaus- ir. Þeir eru þó ekki náðaðir og brjóti þeir af sér á ný er hægt að refsa þeim fyrir fyrri brot einnig Um 270 dauðadæmdir fangar fá samkvæmt nýju lögunum frest- un refsingar og þeir af þeim sem verið hafa fangar í tíu ár eða leng- ur verða látnir lausir. Þá aflétti þingið banni á starf- semi kommúnista og íslamskra bókstafstrúarsinna, en öll starfsemi þeirra fyrmefndu hefur verið bönn- uð þar í landi í meira en hálfa öld. Það var einkum Turgut forseti Özal, sem beitti sér fyrir þessum Viðbragðssnögg Natóstórdeila fyrirhuguð Norski hershöfðinginn Vigleik Eide, formaður hermálanefndar Nató, upplýsti í gær að herráðsfor- menn aðildarríkja bandalagsins hefðu orðið sammála um að kom- ið skyldi á fót á vegum þess all- miklum her, sem hefði það helst til síns ágætis að vera sérstaklega viðbragðssnöggur. Væri út frá því gengið að hægt yrði að senda her- einingar þessar með litlum fyrir- vara hvert á land sem væri á vam- arsvæði Nató. Sagði Eide að ákvörðunin um að leggja til að slíkum liðsafla yrði komið á fót hefði verið tekin með tilliti til þess, að tímamir væm nú breyttir ftá því sem var meðan kalda stríð- ið var við lýði. Eide gaf í skyn að þessi við- bragðssnöggi her yrði að stærð heil stórdeild, en í þeim hereining- um eru þetta 70.000 - 100.000 manns. Fyrirhugað er að stórdeild þessi samanstandi af hereiningum frá evrópskum Natóríkjum, en hafi bandarískt fluglið sér til full- tingis. Talið er að aðalstöðvar liðs- styrks þessa verði í Þýskalandi en yfirhershöfðingi hans breskur. Sjöunda stjóm Andreottis Giulio Andreotti, forsætisráð- herra Ítalíu, myndaði i gær nýja ríkisstjóm. Er þetta fimmtugasta stjómin, sem ítalir hafa yfir sér frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari og sú sjöunda sem Andreotti, sem nú er kominn yfir sjötugt, veitir forstöðu. í nýju stjórninni eru fimm flokkar, kristilegir demókratar, sem Andreotti sjálfur tilheyrir, sósíalistar, lýðveldissinnar, frjáls lyndir og sósíaldemókratar. Olíuslys á Genúuflóa Tankskipið Haven, sem kvikn aði í á Genúuflóa, er að sökkva þar með um 143.000 smálesta ol- íufarmi. Segir Giorgio Ruffalo, umhverfisvemdarráðherra Ítalíu, að þar sé yfirvofandi mesta meng- unarslys til þessa á Miðjarðarhafí M.a. er ítalska Rívíeran í hættu. Skipið er skráð á Kýpur. Indverjar kjósa í maí Ákveðið hefur verið að þing- kosningar fari ffam í Indlandi dag- ana 20., 23. og 26. maí n.k. Kosið var til þings þar síðast í nóv. 1989 og hafa síðan tvær minnihluta- stjómir setið við völd og fallið báðar. lagabreytingum, í þeim tilgangi að líkindum að hækka land sitt í áliti á Vesturlöndum og að vingast við Kúrda. í tyrkneska Kúrdistan hefur verið í gangi í sjö ár uppreisn, sem Tyrkjum hefur enn ekki tekist að bæla niður, og Özal hefur sýnt áhuga á samböndum við Ir- aks-Kúrda. Frumvarpið um breytingamar var samþykkt eftir 13 klukku- stunda umræður, sem stóðu mestan Özal - flokksmönnum hans leist ekk- ert á að vinstrisinnaðir og kúrdneskir pólitískir fangar væm látnir lausir. hluta nætur, enda töldu margir að með breytingunum væri alltof langt gengið og vom þess sinnis ekki síst margir í Föðurlands- flokknum, flokki Özals sjálfs sem er íhaldssamur. Sérstaklega leist mörgum þingmönnum illa á að meðal þeirra pólitísku fanga, sem nú verða látnir lausir, em margir Kúrdar og vinstrisinnar. Tyrkneskir fréttaskýrendur telja sumir að göfuglyndið, sem stjómin telur sig sýna með þessu, sé ekki eins mikið og í fljótu bragði kunni að virðast. Þannig séu enn i gildi lög, sem nota megi til þess að koma í veg fyrir starfsemi komm- únista og bókstafstrúarmanna. Ennffemur samþykkti þingið nýjar lagagreinar sem segja fyrir um að fyrir kúrdneskan áróður skuli refs- að með fangelsisvist. Margir vilja hafa hann upp á vegg hjá sér. „Okind“ friðuð s uðurafrísk stjórnvöld hafa tekið undir sína vernd Hvíta hákarl- inn, sem kallaður hef- ur verið skæðasta rándýr i sjó. Tilkynnti Louis Pienaar, umhverfisvernd- arráðherra, í fyrradag að héðan í frá væri bannað að viðlagðri refsingu að veiða hákarla af teg- und þessari innan 325 km frá strönd Suður-Afríku. Pienaar segir að nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir ofveiði á Hvíta hákarlinum, þar eð hann sé mikil- vægur fyrir jafnvægi lífsins í sjón- um. En hákarlar þessir em mikið veiddir, því að margir telja sér upphefð að því að hafa geigvæn- lega skoltana úr þeim hangandi uppi á vegg hjá sér. Seljast tann- garðamir úr sjóskepnum þessum stundum á sem svarar um 300.000 kr. Veiðimenn á höttunum á eftir þeim sækja nú mjög til Suður-Afr- íku, af því að annarsstaðar fer þeim fækkandi. Hvíti hákarlinn er víða um höf en algengastur í nálægð við strend- ur Bandaríkjanna, Ástralíu og Suð- ur-Afríku. Hákarlafræðingar segj- ast halda að hann sé sá eini af sinni ætt sem ráðist á menn fyrirvara- laust og án sýnilegrar ástæðu. Suð- ur-Afríka mun vera fyrsta ríkið sem ffiðar hákarlategund þessa. Sjólíffræðingur að nafni Nan Rice fagnaði þessari ráðstöfun stjómarinnar. Hviti hákarlinn ræðst að vísu oftar á menn en nokkur há- karlategund önnur, en Rice vill ekki gera mikið úr því, segir að á ári hverju dmkkni þúsund sinnum fleiri Suður-Afríkumenn en þeir sem þarlendis láti lífíð af völdum hákarla. „Við getum ekki vemdað það stóra og fagra án þess að taka tillit til þess grimma og ljóta,“ sagði hún. Bandarfkjamenn fagna sigrlnum I Persaflóastrlði - sá sigur gerði Bush einna vinsælastan allra for- seta f sögu þeirra, en afstaða hans til uppreisnar Kúrda virðist nú vera farin að draga úr vin- sældum hans. Bush: Vestræn samstaða umKúrda Tyrkneska utanríkisráðu- neytið tilkynnti í gær að Banda- ríkin hefðu í undirbúningi að koma upp búðum fyrir kúrd- neskt flóttafólk á landamærum Tyrjdands og íraks „og í Norð- ur-írak.“ Jafnframt gaf Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins, í skyn að Bandaríkja- menn kynnu að beita vopnum gegn Iraksher ef hann iéti ekki af árásum á flóttafólkið. Niðurstöður skoðanakannana benda til þess að afstaða George Bush, Bandaríkjaforseta, til upp- reisnanna í Irak og fjöldaflóttans frá íraska Kúrdistan sé farin að draga úr vinsældum hans, sem voru með eindæmum fyrst eftir sigurinn í Persaflóastríði. Á þingi hefur Bush sætt harðri gagnrýni íyrir kæruleysi um máleftli Kúrda og hörmungamar sem nú ganga yfir þá. Má reikna með að það hafi einhver áhrif á afstöðu Bandaríkjastjómar í málum þess- um. Bush var stuttur í spuna við fréttamenn í gær, er þeir spurðu hann út í ágreining Bandarikjanna og Bretlands um afstöðuna til Kúrda. Sagði hann Bandaríkin, Bretland, Evrópubandalagið og framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna vera fullkomlega sam- mála um hvað gera bæri til að draga úr neyð flóttafólksins og tryggja öryggi þess. Ambassador Iraks hjá Sam- einuðu þjóðunum sagði í sjón varpsviðtali í gær að hugsanlegt væri að samkomulag gæti tekist við íraksstjóm um að sendar yrðu liðssveitir á vegum S.þ. til Norð- ur-íraks, Kúrdum til vemdar. Am- bassadorinn harðneitaði þvi að vísu að íraksher væri sekur um hryðjuverk í kúrdnesku hémðun- um, en hinsvegar mætti vera að lið ffá S.þ. yrði Kúrdum til „sál- fræðilegrar hjálpar.“ Ræðið við frambjóðendur G-listans! Frambjóðendur G-listans í Reykjavík skiptast á um að vera til skrafs og ráðagerða á skrifstofu listans, Laugavegi 3, 4. hæð, sími 628274. í,dag, laugard. 13. apríl, verður Árni Þór Sigurðsson deildarstjóri til viðtals milli kl. 17 og 22. Lítið inn í kaffi og spjall. G-listinn í Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.