Þjóðviljinn - 13.04.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.04.1991, Blaðsíða 10
K¥IKMWIM r% kvikmyndavika Cl?ekoglu. Myndin segir frá tyrk- neskum hjónum sem leggja af stað í „vonarferð" til Sviss ásamt sjö ára syni sínum. Þau vilja flýja fátækan fæðingarbæ sinn í fjöllunum í suð- austur Tyrklandi til Sviss þar sem all- ir eru rikir. Þau komast til Istanbul og þaðan sem laumufarþegar með skipi til Napólí. Á Ítalíu hitta þau sviss- neskan vörubílstjóra sem lofar að koma þeim heilu og höldnu til „Pa- radísar". En þau eru stoppuð á sviss- nesku landamærunum og send aftur til Mílanó. Ásamt öðrum flóttamönn- um fara þau með smyglurum upp i fjöllin og þrátt fyrir óveður leggja þau í ólöglega ferð í átt að Sviss. „Vonarferð“ þeirra snýst síðan brátt í örvæntingarfulla baráttu við að halda lífi. *Alain Tanner, sem er eitt stærsta nafnið í svissneskri kvikmyndagerð, skrifar bæði handritið og leikstýrir fimmtándu mynd sinni La vallée fantlme (Dalur drauganna) (1987). Hún er um kvikmyndaleikstjórann Paul sem hefur lokið við handrit að nýrri mynd og er að reyna að finna ieikkonu í aðalhlutverkið. Hann fínn- ur enga og hendir handritinu í ruslið. Dag einn finnur Paul gamla ljósmynd af ítalskri leikkonu sem heitir Dara. Hann hafði einu sinni þekkt hana og haldið mikið upp á hana en hún var hætt að leika og dottin úr umferð. Nú vill Paul lokka hana aftur inn í heim þykjustunnar en til þess verður hann að gefa sig allan. ♦Leikstjórinn Anne-Marie Mié- ville, sem vann lengi með Jean-Luc Goddard, kemur hér með fyrstu mynd sína I fullri lengd Mon cher suject (Uppáhaldsagan mín) (1988). Myndin er um þijár konur, 20, 40 og 60 ára dóttur, móður og ömmu. Framtíð, nútíð og fortíð. Myndin fléttar líf þeirra saman, sýnir hvemig þær taka á vandamálum varðandi kynslóðabil, atvinnu og einkalíf. Ajngéle er tvituga dóttirin sem er að læra söng og veit ekki hvort hún á að eignast bam. Hin fertuga Agnés er einstæð og er að reyna að ákveða hvemig hún á að haga sér gagnvart mönnunum í lífi sínu. Odile er sex- tuga amman sem upplifir sína gömlu drauma og væntingar í gegnum af- komendur sína um leið og hún verður vitni að breyttu hlutskipti konunnar í þjóðfélaginu. *I1 bacio di Tosca (Koss Toscu) (1984) er heimildarmynd eftir Daniel Schmid. Hún lýsir Casa Verdi í Míl- anó, sem er heimili fyrir aldraða lista- menn. Það var Giuseppe Verdi sem stofnaði það og í dag búa þar u.þ.b. 65 söngvarar, tónlistarmenn og tón- skáld. „Öll búa þau í ímyndunarver- öld, og enginn veit hvað er eða var rétt,“ segir Schmid sem gerði líf þeirra að dramatískri heimildarmynd. Meðal þeirra sem fram koma eru söngkonan Sara Scuderi og stór- söngvarinn Giuseppe Manacchini. *Kvikmyndaklúbburinn tekur upp þá nýbreytni að sýna svissneska stuttmynd á undan öllum myndunum. Allar myndirnar eru með enskum texta. Sif -- sm Það er heldur betur um auðugan garð að gresja í bíóum þessa dagana. í Háskólabíói eru finnsk og dönsk kvikmynda- vika nýliðnar og sunnu- daginn 14. apríl befst svissnesk kvikmyndavika í Regnboganum. Við fáum sjaldan tækifæri til að sjá kvikmyndir þaðan svo það er um að gera að grípa gæsina á meðan hún gefst. Kvikmyndaklúbbur ís- lands, Kvikmyndasafn íslands og Pro Helvetia (Svissneska menning- arstofnunin) standa að hátíðinni. * Hátíðin hefst á myndinni Hö- henfeuer (1985) og leikstjóri hennar og handritshöfundur, Fredi M. Murer, er gestur hátíðarinnar. Höhenfeuer (Hæðaeldur) fjallar um heymarlausan strák, Bub, og systur hans, Belli, sem búa hjá foreldrum sínum á afskekkt- um bóndabæ í svissnesku Ölpunum. Belli dreymir um að verða kennari en pabbi hennar lætur hana hætta í skóla og hún einbeitir sér í staðinn að því að kenna bróður sínum skrift og reikning. Frá því í æsku hafa systkin- in verið óaðskiljanleg og þegar þau vaxa úr grasi verða þau ástfangin. Murer (f. 1940) fékk hugmynd- ina að myndinni þegar hann var á ís- landi fyrir 10 árum og segir að þetta sé mynd um ást - eðlilega ást á milli systkina. Murer á líka aðra mynd á hátíð- inni, heimildarmyndina Der griine Berg (Græna Qallið 1990) um fjallið Wellenberg, 1300 metra hátt fjall i Engelbergdal í Sviss. í dalnum hafa bændur búið og ræktað jarðir sínar áratugum saman en nú gæti orðið breyting á, því undirbúningur er haf- inn til að gera fjallið að geymslustað fyrir geislavirkan úrgang. *Hápunktur hátíðarinnar er Reise der HofTnung (Vonarferð) (1990) sem vann Óskarinn nú í ár sem besta er- lenda kvikmyndin. Leikstjóri hennar er Xaiver Koller (1944) en hann skrifaði líka handritið ásamt Feride Smurbrauð á er danska kvik- myndavikan komin og farin og ég vona að sem flestir hafi haft ánægju af henni því nú þurfum við að bíða í ár eftir næstu. Að vísu fá ísbirnirnir að dansa aðeins lengur í Háskólabíói og Regitze fer líka brátt að dansa uppi í Laugarásbiói. Hátíðin hófst með myndinni Dagens Donna eða Nútímakona sem var gerð árið 1990. Unglinga- bókahöfundurinn Hanne Vibeke Holst skrifaði handritið en Stefan Henzelman leikstýrði. Þetta var ósköp sæt mynd um tvær vinkonur og ólíkar hugmyndir þeirra um „ástina“. Donna (Birgitte Simon- sen) er hress stelpa og góður ljós- myndari. Hún elskar stráka og kyn- lif en frelsið þó meira, þessvegna hendir hún þeim alltaf út eftir ævin- týri næturinnar og þolir ekki þegar þeir verða tilfinningasamir. Britt (Hanne Windfeld Lund) er af allt öðru sauðahúsi; hún er kennari og þolir ekki vinnuna sína en þorir ekki að reyna eitthvað nýtt. Hana dreymir um stóru ástina, hjónaband og fjölskyldu, en fellur fyrir einum giftum og verður ólétt eftir hann. Á meðan Britt reddar sínum málum kynnist Donna manni sem ncitar að hverfa úr lífi hennar eftir eina nótt. Hann sjarmerar hana svo mikið að hún reynir að búa með honum, en hann er afbrýðisamur og verður fúll þegar hún vinnur fram- eflir svo að hún gefst upp. Kynhlut- verkin alveg komin á hvolf - en ást- in sigrar allt, eða hvað? Nútímakona var prýðilega leik- in en handritið var ekkert sérstak- lega nútímalegt. Myndin var sæt og skemmtileg á meðan á henni stóð en ósköp fyrirsjáanleg og skilur lít- ið eftir sig. Ekki verður sama sagt um Árhus by night. Hana gerði leik- stjórinn Niels Malmros sem er margverðlaunaður í Danmörku. Ein af fyrstu myndum hans hét Drenge og Qallaði um bemsku hans í Árós- um og bernskuminningar hans á fullorðinsárum. Malmros fannst sú og bjór mynd aldrei fullgerð og til að ljúka henni gerði hann Árhus by night sem fjallar um hann sjálfan að gera myndina Drenge. Drenge var fyrsta myndin sem Malmros fékk styrk til að gcra og hann fékk tæknilið frá Kaupmanna- höfn sér til aðstoðar. Á.b.n. fjallar um samband hins unga og óreynda leikstjóra Frederiks, við sjóaða tækniliðið úr stórborginni. Myndin gerist á miðjum áttunda áratugnum, frjálsar ástir eru í fyrirrúmi og strákamir tala fyrirlitlega um rauð- sokkukjaftæðið. Þeir gera óspart grín að unga leikstjóranum, hug- sjónum hans og draumum og ekki síst myndinni hans. Þetta er mynd um atvinnumennsku, hæfileika, hugsjónir, drauma, ást, kynlíf og bjór, og yfir öllu þessu sveimar hinn margfrægi danski húmor. Árhus by night kom verulega á óvart, aldrei dauður punktur. Skipt- ingamar á milli myndar Frederiks og aðalmyndarinnar eru skemmti- legar og oft óvæntar. Og ekki var leikurinn af verri endanum. Thomas Kristian Schindel var frábær í hlut- verki Ieikstjórans, Ghita Nðrby snilldarleg í hlutverki mömmu hans, Tom McEwan stórkostlegur senuþjófur í hlutverki Ronnie sem virðist stjóma öllu og svo má geta þess að einn aðalpoppari Dana, Lars Hug, var í meðalstóru hlut- verki og lék það prýðilega. Það amar heldur ekkert að leiknum í mynd Max von Sydows, Ved Vejen. Hún er gerð eftir skáld- sögu Herman Bang sem hann skrif- aði seint á síðustu öld. Sagan segir að Bang hafi verið á lestarferðalagi í Danmörku og að lestin hans haf; keyrt framhjá pínulítilli lestarstöð. Þar sá hann unga konu horfa angur- vært út um gluggann á stöðvar- stjóraíbúðinni. Þetta augnablik varð að skáldsögunni Ved vejen þar sem kona stöðvarstjóra er aðalpersónan, og skemmtilegasta atriði myndar- innar er þegar maður sér Herman Bang renna framhjá stöðinni í lest. Ved vejcn Qallar um hjónin Bai og Katinku sem búa í litlu þorpi einhversstaðar í Danmörku. Hann er miklu eldri en hún, groddalegur maður sem hefur einungis áhuga á pólitík og kvenfólki. Hún er ung, tilfinninganæm og full af lífsþorsta en eina spennan í lífi hennar er að horfa á lestirnar renna framhjá glugganum sínum. En hún uppgötv- ar ekki hvað líf hennar er innantómt íýrr en það kemur nýr búfræðingur í þorpið, Huus. Þau verða ástfangin og myndin lýsir einu ári í lífi þeirra sem lýkur með dauða hennar. Þrátt fyrir ást sína, gera þau ekkert sem myndi bijóta gegn samfélagsstöðu hennar, siðferðisreglurnar eru of fastar í þeim. Myndin er afar hæg og tilbreyt- ingarlaus, þessi óuppfyllta ást á held ég betur heima í bók en á hvíta tjaldinu. En Ole Emst er svo sann- arlega ruddalegur í hlutverki stöðv- arstjórans og Kurt Ravn og Tammi úst eru hjartnæm, ef nokkuð litlaus, sem elskendurnir. Kvikmyndataka meistara Nykvist er ótrúlega falleg og liggur við að hún ein sé myndar- innar virði. Sif iSíöai 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.