Þjóðviljinn - 13.04.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.04.1991, Blaðsíða 6
tr Hefur þú fylgst með kjördæma- kynningum í sjón- varpinu? (Spurt f Fjölbrautaskóla Suð- urnesja) Sara Harðardóttir kennari: Já, eitthvað hef ég fylgst með því. Nikulás Ævarsson nemandi og frambjóðandi: Með öðru auganu jú, en ég bíð spenntur eftir Reykja- neskjördæmi. Við vitum öll að T-listinn býður þar fram og það verður gaman að sjá þá menn taka hina til bæna. Magnús Hallgrímsson kennari: Já, að vissu marki. Það er mikill munur á milli sjón- varpstöövanna. Ríkissjón- varpið er með mun vand- aðri kynningu. Sigurbjörg Helgadóttir nemandi: Nei, ekki neitt. Auður Hallbergsdóttir nemandi: Eitthvað smávegis, en ekki nógu mikið til að dæma um gæðin. Refir eru tækifærissinnar S fæðuvali eru refir tækifæris- Isinnaðir - þeir eru ekki ólík- ir manninum með sinn fjöi- breytta matseðill. Þó helgast matseðill rebba frekar af árstíðinni en verðstríði stór- markaða. Við sjávarsíðuna eru sjófuglar af ýmsum tegund- um mikilvægur hluti fæðunnar hjá rebba en einnig ýmsir hrygg- leysingjar úr fjörunni. Inn ti! landsins er rjúpan mikilvægust að vetrarlagi en ýmsir farfuglar, sérstaklega gæsir og mófuglar, lenda í kjafti rebba á sumrin. En refir nærast líka á hræjum sauð- fjár og hreindýra. Þetta kemur fram í bæklingi sem geymir úrdrætti úr erindum á ráðstefnu Líffræðifélags íslands um villt íslensk spendýr.Ráðstefnan hófst í gær og stendur í allan dag. í gær var rætt um refi, minka og flökkuspendýr. I dag hefst ráð- stefnan klukkan níu árdegis og þá verður rætt um hvali, kiukkan eitt taka selimir við og hreindýrin klukkan fjögur. Allir eru velkomn- ir í Norræna húsið meðan húsrúm leyfir en aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis. Það var Páll Hersteinsson veiðimálastjóri sem fjallaði um rebbann og bætti hann við í bæk- lingnum að þó sumir refir væru svo kallaðir dýrbítar og drepi lömb þá sé það orðið mjög sjaldgæft miðað við það sem gerðist á fyrri hluta aldarinnar. Ekki verður rebbi mjög gamall því meðalaldur is- lenska refsins er tvö ár - það er þeirra sem ná fjögurra mánaða aldri. Þó hafa fúndist dýr á eilefta vetri. Melrakkinn, eða heimskautare- fur, hefúr nyrsta útbreiðslu allra refa og finnst á eyjum og megin- löndum allt í kringum norðurheim- skautið. Páll skrifar að aðlögun melrakkans að kulda og snjó sé með ólíkindum en hún felst meðal annars í þykkum feldi með háu hlutfalli þelhára miðað við vind- hár, litlum eyrum, stuttu trýni og skotti og loðnum þófum. Það eru til tvö meginlitaraf- brigði heimskautarefa. Annað er brúnlcitt á baki og grátt á kvið á sumrin en hvítt á vetuma og kall- ast hvíta litarafbrigðið, hitt er dökkt allt árið og nefnist mórauða afbrigðið. Karl Skímisson frá tilrauna- stöðinni að Keldum sagði að þetta væri fyrsta ráðstefna Líffræðifé- lagsins um villt spendýr á íslandi. Rebbinn fer Kkt og rjúpan I feluliti á veturna en hvlti liturinn kemur ekki rjúpinni að gagni þv( hún er eimitt ein aðalfæða refsins á veturna. Mynd: Jim Smart. Þetta er tíunda ráðstefna félagsins en áður hafa verið haldnar ráð- stefnur um jafn óskylda hluti og til dæmis sameindaerfðafræði og fiskeldi. Karl sagði að í félaginu væru 400 manns bæði áhugafólk og náttúmfræðingar. Hann taldi að umíjöllunarefnið villt spendýr höfðaði til mjög margra. Ráðstefn- an er þannig uppbyggð að rann- sóknir á dýrategundunum sem gerðar hafa verið hér á landi em Fyrstu niðurstöður rannsókna á geislavirkni t hreindýrakjöti leiða í Ijós að enn finnast áhrif frá 30 ára gömlum tilraunum með kjamorkuvopn I andrúmsloftinu. Ekki finnast áhrif af slysinu í Chernobyl. kynntar og tala fjórir til fimm um hvert efni. Síðan em umræður. Karl upplýsir í bæklingnum að árin 1931 og 1932 hafi verið fluttir hingað til lands minkar frá norsk- um Ioðdýrabúum. Svo til strax sluppu minkamir úr haldi og fóm að lifa villtir og fjölgaði minknum mjög ört næstu áratugina. Ekki verða minkar eldri en refir því meðalaldur læða er 19 mánuðir og steggja 28 mánuðir. Þó hafa fúnd- ist sex og sjö ára gömul dýr, A ráðstefnunni í dag verður meðal annars rætt um geislavirk efni í hreindýmm. Hjá Sigurði M. Magnússyni forstöðumanni Geislavama ríkisins kemur ffam að undanfarin 30 ár hafa farið fram rannsóknir á geislavirkum efnum í hreindýrakjöti á norðlægum slóð- um. Vitað er að kjötið sé ofl mikið geislavirkt sérstaklega ef fléttur em ríkur þáttur í fæðu hreindýra en fléttur safna í sig geislavirkum efnum. Sérstök rannsókn hófst hér á landi 1990 og á hún að standa til 1994. Fyrstu niðurstöður leiða í ljós að ekki er um greinileg áhrif frá kjamorkuslysinu í Chemobyl 1986 að ræða en jafnframt kom í ljós að enn gætir geislavirks úrfell- is frá ámnum eftir 1960 þegar gerðar vom tilraunir með kjam- orkuvopn i andrúmsloftinu. -gpm Þessi minkur er úr loödýrabúri en frændur hans komu fyrst hingað til lands fyrir 50 árum og sluppu fljót- lega út I frelsiö og hafa siöan lagt undir sig landið. Mynd: Jim Smart. co f Svo Sjálfstæöisflokkur inn stefnir aö mannúð og frelsi? Já hin mjúku gildi skulu höfö I fyrirrúmi. Viö er- um flokkur náungakær- leika og kristilegs siö- gæöis. Komiö til mln Þeir geta hreiöraö um sig I smá- flokkunum og hætt aö angra heil- brigt fólk sem kýs Sjálfstæöisflokk- ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.