Þjóðviljinn - 13.04.1991, Blaðsíða 2
Þjóðhagsleg hagkvæmni
álvers og skóla
EEnn berast fréttir af tilraunum til að koma sam-
an samningi um álver á Keilisnesi. Eins og fyrri
daginn er iðnaðarráðherra heldur ánægður
með gang mála og má mikið vera ef ekki eru
merkileg tímamót í sjónmáli eina ferðina enn.
Álmálið er jú eins og kunnugt er betur hlaðið af tíma-
mótaundirskriftum og margvíslegum tryggingum fyrir
hagkvæmni en nokkurt annað mál sem ráðherra í ríkis-
stjórninni hefur verið að fást við undanfarna mánuði. Ef
ráða ætti gang málsins af orðum hans þá er aðeins eitt
í veginum fyrir því að álverssamningar hafi náðst: úr-
tölumenn á Alþingi íslendinga og að sjálfsögðu fyrst og
fremst úr Alþýðubandalaginu.
Eftir því sem næst verður komist um efni þeirra samtala
sem nýlega áttu sér stað milli íslenskra fulltrúa og
hinna erlendu fyrirtækja, standa málin nú þannig að all-
ar hugmyndir um að helja undirbúningsframkvæmdir
á þessu ári eru runnar út í sandinn og mun því ekkert
reyna á þær lánsfjárheimildir sem veittar voru á síðustu
dögum þingsins. Ekki er ástæðunnar að leita í íslensk-
um úrtölumönnum heldur þeirri einföldu og skiljanlegu
staðreynd að viðsemjendurnir eru ekki tilbúnir til samn-
inga.
Eins og áður hefur komið fram í Þjóðviljanum ætla hin
erlendu fyrirtæki ekki að taka nema takmarkaða ábyrgð
á þeirri álbræðslu sem hér á að rísa. Þetta felur í sér að
þau stofna sérstakt félag um fyrirtækið sem síðan á að
afla nauðsynlegs lánsfjár. Ábyrgð móðurfyrirtækjanna
verður aðeins fólgin í því hlutafé sem þau leggja fram,
en það verður ekki nema brot af heildarkostnaðinum.
Þetta hefur í för með sér hækkun á byggingarkostnaði
verksmiðjunnar, vegna þess að erlendir bankar telja
aukna áhættu fólgna í að lána til verksins án ábyrgðar
móðurfyrirtækjanna og krefjast hærri vaxta af þeim sök-
um. Iðnaðarráðherra segir orkuverðið háð fjárhagsskil-
málum í heild. Með öðrum orðum: hærri vextir, sem
krafist er vegna þess að fyrirtækin taka takmarkaöa
ábyrgð á álverinu, þýða að þau krefjast lægra orku-
verðs af íslendingum og þarf ekki að fara frekari orðum
um þá þjóðhagslegu þýðingu sem það hefur hér á
landi.
Álmálið hefur ekki orðið aö kosningamáli með þeim
hætti sem ætla hefði mátt. Eftir ákafann sem greip
menn á haustdögum á sl. ári virðist flestum Ijóst að ekki
sé tilefni til stórdeilna, enn vanti nauðsynlegt kjöt á ál-
beinið. Margt bendir til að almenningur hafi ekki lengur
áhuga á málinu, trúin á að bygging álversins geti skilað
þjóðhagslegum arði hefur beðið skipbrot. Allar tilkynn-
ingarnar um að nú sé málið komið svo og svo langt
hafa reynst út í hött, sennilega með þeim afleiðingum
að kjósendur eru búnir að afskrifa þann möguleika að
af byggingu þess verði.
Hér skal engu spáð um framvindu álmálsins, það verð-
ur verkefni næstu ríkisstjórnar að leiða það til lykta.
Samningsaðstaða viðsemjenda okkar hefur orðið miklu
sterkari en nokkur efni stóðu til, með því að iðnaðarráð-
herra hefur farið offari í áhuga sínum á að ná samning-
um. Að svo miklu leyti sem upplýsingar um þjóðhags-
lega hagkvæmni álversins liggja fyrir, bendir margt til
að hún verði miklu minni en menn hafa viljað vera láta.
Og nú, þegar dregur að kosningum, er rétt að hafa í
huga að þjóðhagslega hagkvæmni má auka til mikilla
muna með margvíslegum hætti. Þannig upplýsti Svavar
Gestsson menntamálaráðherra m.a. á fundi með há-
skólastúdentum fyrir fáum dögum að þjóðhagsleg hag-
kvæmni af lengingu leikskóla og grunnskóla yrði 1-2,5
miljarðar á ári og jafnaðist á við eitt til tvö álver.
hágé.
Þjóðviljinn
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandl: Útgáfufélagið Bjarki h.f„
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson
Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson.
Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvík.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbröt og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
LIPFT & SKORIB
Kyndug umræða hefur átt sér
stað undanfama daga um útgáfu-
starfsemi á vegum ráðuneyta, eink-
um þeirra ráðuneyta sem ráðherrar
Alþýðubandalagsins fara með hús-
bóndavaldið í. Formanni Alþýðu-
flokksins, Jóni Baldvin Hannibals-
syni, hitnaði nokkuð í hamsi út af
þessu og lét að því liggja að hér
væri komið verðugt verkefni fyrir
Ríkisendurskoðun að rýna í. Rök
gagnrýnenda hafa öll beinst að því
að ráðherramir væra með þessu að
láta ríkissjóð kosta kosningabar-
áttu flokksins.
Viðkvæmni af þessu tagi er af-
ar einkennileg, ekki síst vegna
þess að utanríkisráðherra er með
þessu að amast við því að lands-
menn séu upplýstir um þau verk
sem ríkisstjóm, sem hann á sjálfur
sæti í, hefur unnið að.
Sumir ráðherrar hafa verið öðr-
um duglegri á þessu sviði það sem
af er kjörtímabilinu. Því fer nefni-
lega fjarri að þessi útgáfustarfsemi
sé að hefjast núna.
Ekki virðast samflokksmenn
Jóns Baldvins allir vera á sama
máli og hann um að ráðuneytin
eigi ekki að gefa út upplýsingarit
um þessar mundir. Þannig barst á
borð klippara ágætt fréttabréf frá
félagsmálaráðuneytinu. Það kom
reyndar ekki í hans hendur fyrr en
12. apríl, en á forsíðu stendur að
það sé 1. tölublað, 3. árgangur og
hafi komið út í mars 1991. Þetta er
hið læsilegasta fréttabréf og fjallar
um ýmis viðfangsefni sem unnið
hefixr verið að í félagsmálaráðu-
neytinu og í opnu er viðtal við Jó-
hönnu Sigurðardóttur félagsmála-
ráðherra undir fyrirsögninni „Verk-
in tala“. Um leið og Jóhanna og
starfsfólk hennar í ráðuneytinu fá
þakkir klippara fyrir ágætt rit og
upplýsandi er látin í ljós von um
að útgáfan fari ekki um of fyrir
bijóstið á félaga Jóni Baldvin.
hágé.
/ /
i R ~A r\ \ —
1. tbl. 3. érg. 1991
MARS 1991
jgr mm jr
NY L0G UM FELABS-
mw I liUU Wlvl » EnmMíVIw
ÞJÓNUSTU SVEITARFÉLAGA
*■*•» fyrtr löngu runnlð sltt
“Hð merktir
rflgtjm,....,
vlð (raiafcrslulðgti
_ si»aa,
Verk
þtðflustu *em ®tl«ð er að koma tll
■m'its víð óllkar þarítr íböaiina, iðgln
eru viateðm að elnl tll, ttdtt rn.a tll
inwm^, 1 rAöajalar, heltna-
AFMÆU ALÞYSUSAMBANDSISIANDS
T' "—-C
'n tala
iLANDS *
I lit*rm «175 Ara AIUyOuMmMml. 1Z. n»r» ttðawiifiinn Imti t*I»a»m*l»rtMv»rw
»«miakunum 1 mlll|on krnn* »1 riturau tagu AIDy4u»«ma»na»i n».
Arangur
iegrar vinnu
Jóltanna Slgurðardðttlr,
íélagstnálaráöherra sxpr
I opnuvlötail. að umbœturoar á
höstuaðtateHtnu i undmtömmt
mlsserum sftu (arnar að skila
írrngrt. Valkostum haíí Ijólgað í
húsnrölsmí lum. lerO i tbúðum
sé stððugra með tllkomu
h.ii*brtfakerfísín* og ótborgun I
Ibúðum hail lækkað verulega,
Jðhanna Ijallar um máleíní
(atlaöra, un ný vlðhorf I (élags-
þjónustu sveitaríilaga ogönmir
verkelnl á því iíjörtfmahlll sem
hön heíur háldlð um stjómvðltnn
I (élagstnAUrAðunéytlnu oghvað
sé Iramundan.
amfig
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1991
Síða 2
/