Þjóðviljinn - 13.04.1991, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.04.1991, Blaðsíða 14
Kjördæmið má ekki við því að missa Ragnar Amalds Anna Kristín Gunnars- dóttir, bæjarfulltrúi á Sauðárkróki, skipar 3. sætið á framboöslista Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra. Hún var spurð um megin áherslur Alþýðubandalags- ins. Aðalhagsmimamál landsmanna tel ég vera að vemda þann árangur sem náðst hefur á undanfömum tveimur ár- um og koma afrakstri þjóðarsáttar til skila til launafólks. I þvi efhi hefur Al- þýðubandalagið lagt fram skýrar til- lögur um lífskjarajöfnun með því að flytja til fjármagn frá hinum betur stæðu og til þeirra verr settu, án þess að hækka heiídarskattheimtu. Nú upplifir fólk á mínum aldri það í fyrsta sinn að verðbólga er ekki til vandræða. Loksins er grundvöllur fyrir áætlanagerð og heilbrigðum rekstri. Við sveitarstjómarmenn finnum það vel og það gera einnig þeir sem skulda. Höfuðstóll skulda er loksins farinn að lækka þegar greitt er af þeim, en hækkar ekki um margfalda afborgun- ina eins og á verðbólguárunum. Það er alveg öruggt að ef Sjálf- stæðismenn komast til valda, þá eyði- leggja þeir þennan árangur og taka til við að nlaða undir Reykjavíkurklíkum- ar, en láta landsbyggðina og allan al- menning gjalda fyrir. Ekki eru liðin nema tvö ár síðan þeir sönnuðu fyrir landslýð að þeir eru ófærir um að stjóma, jafnvel þótt þeir hafi Fpamsókn og krata til að styðjast við. Astandið var nú ekki björgulegt þegar þeir gáf- ust upp árið 1988, en merkilegt er hvað fóll^virðist fljótt að gleyma ef marka má skoðanakannanir. A Norðurlandi vestra þarf að gefa atvinnumálunum sérstakan gaum eins og víðar. Samdráttur í sveitum leiðir af ser að fólk þarf að sækja atvinnu utan heimilis í auknum mæli. Það krefst aft- ur á móti bættra samgangna, bæði með uppbyggingu vega og auknum snjó- mokstn. Það hlýtur að vera þjóðhags- lega hagkvæmt að gera fólki kleift að búa áffam á sínum neimaslóðum, með slíkum aðgerðum, í stað þess að hús- næði og jarðir falli úr ábúð um öll hér- uð á meðan allt safnast saman á örfá- um stöðum. Jöfnun raforkuverðs er annað stór- mál, en nú mun orkan seld neytendum á 17 mismunandi töxtum. Mér finnst líka liggja í augum uppi að orkuffekan iðnað eigi að byggja upp í grennd við virkjanir ef kostur er. Mér er sagt að orkan ffá Blönduvirkjun rými um 20% við flutning suður. Nýting orkunnar í Húnavatnssýslum myndi þvf spara stórar upphæðir. Rætt hefur verið um að setja upp verksmiðju á Islandi til vinnslu vetnis sem ffamtíðarorkugjafa til útflutnings. Eg er fýlgjandi því að staðsetja slíkt í grennd við Blönduós og Skagaströnd. Nú er búið að koma Þverárfjalls- vegi inn í flokk stofnbrauta en hann tengir saman Þéttbýlið Blönduós, Skagaströnd og Sauðárkrók. Með upp- byggingu hans skapast grundvöllur fyrir ffekari samvinnu þessara staða í atvinnumálum og fleiru. Föstudagurinn 5. apríl var hátíðis- dagur hjá íbúum þessa kjördæmis; við vorum að uppskera vegna vinnu Ragn- ars Amalds og ekki í fyrsta sinn. Rað- herramir Olafur Ragnar og Svavar Gestsson skrifuðu undir samning milli rikisins og héraðsnefndar Skagafjarðar um uppbyggingu bóknámshuss Fjöl- brautaskola Norðurlands vestra. Það mál komst fyrst á skrið þegar Alþýðu- bandalagið komst til áhrifa. Reyndar hefur uppbyggingu þessa skóla ekki verið sýndur áhugi í verki nema þegar Ragnar Amalds hefur beitt sér og ætti unga fólkið í kjördæminu að minnast þess á kjördag. Að mínum dómi á ungt fólk ekki annað hagsmunamál brýnna en að geta menntað sig sem mest og best., í kosningunum stendur valið fyrst Anna Kristfn: Jöfnun orkuverðs er stómriál. og ffemst á milli ffambjóðanda Sjálf- stæðisflokksins úr Verslunarráði og Ragnars Amalds. Vilhjálmur á mögu- leika á uppbótarþingsæti ef Sjálfstæð- isflokkunnn fær svipað fylgi og kann- anir sýna, en það á Ragnar ekki. Við verðum að fylkja okkur um Ragnar því ef það er eitthvað sem þetta kjördæmi má ekki við þá er það að missa Ragnar Amalds út afþingi. Fólk verður að gera sér grein fynr því að til þess að hann sitji áffam á þingi verður að kjósa G-listann. IPIt otai m JLjxX JLxkJLj 5 ÁJ LONDON KR. 14.700 BROTTFARARDAGAR: 1.-8.MAÍ -25.SEPT VERÐ: 1 VIKA KR. 14.700 2 VIKUR KR. 15.800 3 VIKUR KR. 16.900 Í MAÍ 15.22.29. JÚNI5.12.19.26. VERÐ: JÚL(3.10.17.24.31. ÍVIKAKR. 16.900 ÁmiQT'J 1/1 m 'IO AGUST7.14.21.28. I SEPT. 4.11.18. 2 VIKUR KR. 17.700 3 VIKUR KR. 18.800 KAUPMANNAHOFN KR. 15.800 BROTTFARARDAGAR: 1.-8. MAÍ, 5. JÚNÍ, 18. VERÐ: 1 VIKA KR. 14.700 2VIKUR KR. 15.800 3 VIKUR KR. 16.900 25.SEPT. i É MAÍ f5.22. 29~ JUNÍ 12.19.26. VERÐ: JÚL(3.10.17. 24.31. 1 VIKA KR. 17.400 AGUST7.14.21.28. 2 VIKUR KR. 17.900 SEPT. 4.11. 3 VIKUR KR. 18.900 ÞEGAR ER UPPPANTAÐI MARGAR FERÐIR OG LÍTIÐ PLÁSS EFTIR í FLESTUM HINNA. Leiguflugið okkar til London og Kaupmannahafnar opnar þér ótal ferðaleiðir. Við bjóðum upp á ótrúlegt samningsverð á fjölda hótela, á sumarhúsum og bflaleigum. Framhaldsflugferðir til allra heimsálfa, og ferðir með enskum og dönskum ferðaskrifstofum. Dæmi um okkar verð: London flug og bfll, 1 vika 4 í bfl frá kr. 19.800.- Kaupmannahöfn flug og bfll, 1 vika 4 í bíl frá kr. 18.900.- Flug og sumarhús á Sjálandi, 1 vika 5 íhúsi frá kr. 19.800.- Flug og sumarhús í Englandi, 4 í húsi 1 vika frá kr. 19.800.- Flug og kastalagisting á ensku Rivierunni m. morgunv. 1 vika kr. 35.700. 2 vikur á Ibiza frá London ffá kr.23.400.- 2 vikur í Portugal frá London frá kr. 20.900.- Ath. öll verð eru staðgreiðsluverð miðað við gengi 1. feb. '91 FLUCFERÐIR Is I ^ SGLRRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066,22100 og 15331 Tekist á um lífsskoðanir og stefnur Sigurður Hlöðvesson, tækni- fræðingur Siglufirði, skipar annað sætið á framboðslista Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjör- dæmi vestra. Ýmis deilumál hafa komið upp í kjördæminu varðandi atvinnuastand og leiðir til úrbóta. Sigurður var spurður út í þessi deilumál. Átökin um fjárveitingar til hafha í kjördæminu hafa sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum. Nú síðast var tekið úr sjóði sem ætlaður var til að styrkja sveitarfélög sem fóm illa út úr loðnu- brestinum og notað til að styrkja aðra staði, sem vissulega kunna að eiga við erfiðleika í atvinnumálum að etja en hafa aldrei gert út á loðnu. Þetta er sýnilegast en auðvitað er tekist á um iífsskoðanir og stefnur, hvort áffam verði tryggður stöðuleiki f efnhagsmálum þjóðarinnar eða hvort honum skuli fórnað á altari leymskunnar og horfið aftur til örmungarárannaþegar Sjálfstæðis- fiokkur, Alþýðufiokkur og Fram- sóknarflokkur voru við stjóm efna- hagsmála og skildu atvinnulíf á landsbyggðinni eftir á heljarþröm. Hverjar em framtíðarhorfumar í atvinpumálum á Siglufirði? Á síðustu tveimur árum hafa gerst ýmsir góðir hlutir í atvinnumál- um á Siglufirði. Fyrst og fremst er rckstrargrundvöllur unairstöðuat- vinnuvegarins allur annar en hann var. Stjómvöld renndu einnig styrkari stoðum undir atvinnulífið með pví að beita sér fyrir sölu Sigló til Ingi- mundar h/f. Gjörbreytingar hafa orðið á mál- efnum Þormóðs ramma. Ríkissjóður breytti skuldum í hlutafé og lagfærði með því eiginfjárstöðuna svo að á síðasta ári var hún jákvæð í fyrsta skipti á áraraðir. Þar með skapaðist gmndvöllur fyrir því að heimamenn gætu eignast fyrirtækið. Mjög veí hefur verið unnið í málefnum Bæjarsjóðs Siglufjarðar. Fjármálaráðherra hefur tekið á Sigurður Hlöðvesson: Fyrst og fremst er rekstrargrundvöllur undir- stöðuatvinnuvegarins allur annar en hann var. skuldamálum hitaveitunnar og með þeirri sölu á hitaveitu og rafveitu til Rarik sem nú hefur verið gengið ffá mun staða bæjarsjóðs verða allt önn- ur. En þrátt fyrir það sem þegar hef- ur verið gert þarf,enn meira átak í at- vinnumálum. Ástandið er mjög slæmt hér á Siglufirði vegna loðnu- brestsins og uppsagna hjá Síldarverk- smiðjum rikisins. I því máli tel ég að meinhluti stjómar SR hafi brygðist fádæma óskynsamlega við. I stað þess að nýta þær 100 miljónir sem stjómvöld útveguðu til þess að bjarga rekstrinum og forða uppsögnum, leggur meirihluti stjómar upp laup- ana, gefst hreinlega upp, þratt fyrir aðgerðir stjómvalaa. Það hefði verið miklu nær fyrir þessa menn að segja einfaldlega af ser. Þetta lítur út eins og markvissar aðgerðir til að eyði- leggja fyrirtækið. En það þarf víðar að gera átak en á Siglufirði. Eg nefni sérstaklega Hofsós, sem hefur orðið fyrir áfalli, og Húnavatnssýslur. Þegar virkjunar- framkvæmdum við Blöndu lýkur þarf pitthvað að taka við. Eg tel að hafnarframkvæmdir á Blönduósi muni því miður ekki vera sá afivaki fyrir atvinnulífið sem menn telja. Fjármunina mætti nýta til betri verica með samvinnu Blönduóss og Skagastrandar í hafnamálum; verka sem styrki atvinnulífið til ffambúðar. Norðurlandskjördæmi vestra Norðurlandskjördæmi vestra er næst fámennasta kjördæmi landsins með 7160 á kjörskrá eða 3,91% af kjósendum á landinu öllu. Á Norðurlandi vestra hefur kjósendum fækkað um 133 frá því í alþingiskosningum 1987. 699 ungir kjósendur hafa nú í fyrsta sinn rétt til að kjósa til al- þingis. A Norðurlandi vestra er kosið um 5 þingsæti. I Alþingiskosning- um 1987 voru úrslit á Norðurlandi vesria sem hér segir: Alþýðuflokk- ur hlaut 656 atkvæði eða 10,2% greiddra atkvæða og 1 mann kjör- mn. Framsóknarfiokkur fékk 2.270 atkvæði eða 35,2% og 2 menn. Sjálfstæðisflokkur fékk 1.367 at- kvæði (21,2%) og 1 mann. Al- þýðubandalag hlaut 1.016 atkvæði (15,7%) og einn mann. Flokkur mannsins fekk 48 atkvæði (0,7%), Borgaraflokkur 471 (7,3%), Kvennalisti 337 (5,2%) og Þjóðar- flokkur hlaut 288 atkvæði eða 4,5%. Fyrir kosningamar 20. apríl 1990 eru 8 listar í boði á Norðður- landi vestra. Þeir eru A- listi Al- þýðuflokks, B-listi Framsóknar- flokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, F- listi Fijálslyndra, G-listi Alþýðu- bandalags, H-listi Heimastjomar- samtakanna, V-listi Samtaka um kvennalista og Þ-listi Þjóðar- flokks/Flokks mannsins. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.