Þjóðviljinn - 13.04.1991, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 13.04.1991, Blaðsíða 19
VIÐHOKF ▲ Þórarinn Magnússon skrifar; Orfá orð í tilefni auglýsingar f dag, 10. april, barst mér í hendur Þjóðviljinn frá í gær, hvar í er að finna auglýsingu frá Félagi íslenskra náttúruffæðinga. Þar eru háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn hvattir til að gefa núverandi ráð- herrum (þeim sem settu bráða- birgðalögin) „ekki annað tækifæri" eins og það heitir. Á mæltu máli þýðir það að kjósa ekki einhvem af núverandi ríkisstjómarflokkum í alþingiskosningunum 20. apríl næstkomandi. Eg hygg að þetta sé næsta ein- stæð auglýsing frá stéttarfélagi, a.m.k. síðustu áratugina. Sem með- limur í Félagi íslenskra náttúru- fræðinga mótmæli ég þessum vinnubrögðum harðlega og undir- strika að stjórn félagsins hefur enga heimild til að birta auglýs- ingu af þessu tagi í mínu nafni, það vil ég að komi fram. Og meðal annarra orða, um hvað er félagið að biðja? í raun og vem um það að háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn gefi Sjálfstæðis- flokknum nánast frítt spil. Telur stjórn Félags íslenskra náttúru- fræðinga það vera í verkahring fé- lagsins að ganga erinda einhvers stjómmálafíokks? í þessu tilfelli fyrst og fremst Sjálfstæðisflokks- ins. Ég neita að taka þátt í því. Eitt enn: halda ráðamenn fé- lagsins að kosningar til Alþingis snúist eingöngu um setningu bráðabirgðalaga og/eða kjaramál? Nei sannarlega kemur þar fjöl- margt annað til, sem ég ætla ekki að ræða frekar hér. I þessu sam- bandi virðist mér þó full ástæða til að minna á að þær snúast meðal annars um byggingu risaálvers og mengun íylgjandi því, um náttúm- og umhverfisvemdarmál og fleiri slík mál, sem ættu að vera meðlim- um Félags íslenskra náttúmfræð- inga hugleikin ekki síður en kjara- mál., Ég vil þess vegna að lokum, hvetja alla þá félaga sem áhyggjur hafa af þessum málum og búsettir em í Reykjavík til að styðja Auði Sveinsdóttur, formann Landvemd- ar, í kosningunum 20. apríl næst- komandi. Hún skipar þriðja sætið á lista Alþýðubandalagsins í Reykja- vík. Auður er í hópi skeleggustu málsvara náttúru- og umhverfis- vemdar hér á landi, og ein af fáum sem reyna að horfa á þau mál í víðu samhengi. Hún á því fúllt er- indi inn á Alþingi íslendinga, hvað sem öllum bráðabirgðalögum líður. Umönnun aldraðra í drögum að fmmvarpi að al- mannatryggingalögum er gert ráð fyrir að umönnunamppbót komi í stað makabóta. Núna er það ein- göngu maki sem fær bætur fyrir að stunda maka i veikindum hans. En í ffumvarpsdrögunum geta böm og skyldmenni fengið þessar bætur og er það vel. Það væri mjög mikið réttlætismál að þetta ákvæði kæm- ist til framkvæmda. En hefúr t.d. nokkur hugsað, hvemig er afstaða þess fólks sem er heima og annast foreldri. Ég veit um dæmi þar sem ung kona sagði upp atvinnu sinni til að annast foreldn sitt. Til að hafa einhverjar tekjur var hún á launaskrá hjá Félags- málastofnun og fékk greitt fyrir heimilishjálp og foreldrið hafði eitthvað úr lífeyrissjóði. Þannig gátu þau klofið framfærsluna. En nú gerist það að foreldrið fer á sjúkrahús og deyr. Hvað verð- ur um dótturina í þessu tilfelli? Hún stendur uppi algjörlega pen- ingalaus. Frá þeim degi sem for- eldrið fer á sjúkrahús falla lífeyris- sjóðsgreiðslur og greiðslur frá Fé- lagsmálastofnun niður. Hvar er réttur þessa einstaklings, sem vildi gera vel við sitt foreldri síðustu æviárin? Hann er nákvæmlega A Sigurrós M. Sigurjónsdóttir skrifar: hvílir meir á fjölskyldunni enginn. Það þarf að koma til ein- hver réttur til þeirra sem annast sína nánustu ekki bara að þeir fái einhverjar umönnunaruppbætur heldur að þeir fái að halda þeim einhverja mánuði eftir andlát eða sjúkrahúslegu, því sá sem er heima er ekki farinn í vinnu strax og ætt- inginn fer á sjúkrahús, þvi mögu- leiki er á að hann komi heim aftur, og enginn lifir á loftinu á meðan. Rétturinn á að vera sá sami og með almennt launafólk, það fær laun í 3 mánuði eftir að það segir upp störfúm. Þetta þarf að komast inn í lög um almannatryggingar. Það þarf að skapa þeim öryggi, sem ætla að annast sina nánustu, það gerir eng- inn, sem starfar utan heimilis. Svo er það aftur annað mál hvernig búið er að öldruðum í þessari ríku borg Reykjavík, hún hefur lítið gert af því að byggja upp hjúkrunarþjónustu fyrir aldr- aða. Það er nú búið að tala og skrifa um það mál einhver býsn og kann- ski að bera í bakkafullan lækinn að bæta þar við. En ég held að þörfin sé svo brýn að það verði bara ekki komist hjá því að gera eitthvað. Má ekki t.d. kaupa notað hús- næði og gera það upp þannig að það falli að þeirri starfsemi sem þar á að fara fram. Ég tel að ekki þurfi að koma til fúllkomin og dýr sjúkrastofnun til að annast fólk sem ekki hefur feril- vist fengur vegna öldrunar, heldur hlýlegt og gott atlæti. Þessi mál hvíla í æ meiri mæli á nútímafjölskyldunni, þar sem all- ir eru útivinnandi, ekki kemst hún af öðruvísi, en að hafa laun, og þá er komið að því, hver á að annast foreldra? Réttur þeirra sem ætla að ann- ast sina nánustu þarf að vera skýr. A Bjami Hannesson skrifari Jörundur II!? Margvísleg og óvænt tíðindi gerast nú í stjómmálabaráttunni, þau helst að skipt var um formann í Sjálfstæðisflokknum og „hinn nýi stíll?“ nýkjörins formanns sem virðist aðallega felast í því að draga til sín og gera að stefnu sinni, draug þann (frjálshyggju í markaðsmálum) sem riðið hefur húsum í efnahagslifi USA og Bretlands og víðar síðastliðin 10 ár og valdið stórtjóni hjá öllum þjóðum sem sleppt hafa honum lausum í efnahagslífi sínu og valdið óhófseyðslu umfram efni og áratugaferill þessa efnahags- lega draugagangs hefur skilið þjóðimar eftir svo skuldugar að ógerlegt er að greiða þær upp án verðbólgu sem þykir ærðið hættu- legur og vandasamur greiðslu- máti. Þennan draug átti að vísu að bjóða Islendingum árið 1979 en þá var því hafnað, en upp úr 1983 var draug þessum laumað hægt og sígandi inn i stjómarhætti þáver- andi stjómar og afleiðingar þær sömu og í USA gífurlegur halli á ríkissjóði og botnlaus erlend skuldasöfhun, óráðsía í fjármuna- meðhöndlun og meðfylgjandi gjaldþrot einstaklinga og fyrir- tækja. (Geta má þess að ríkissjóðs- halli 1983-'88 var um smt. 24 miljarðar og erlendu skuldirnar hækkuðu um 60 miljarða kr. hvorttveggja á núvirði.) Maður hélt að flestir væru búnir að fá nóg af draugagangi þessum í það minnsta var Þor- steinn Pálsson búinn að læra það af dýrkeyptri reynslu og um 48% landsfúlltrúa Sjálfstæðisflokksins sennilega verið búnir að læra þá lexíu líka. Það em næsta undarleg þessi formannsskipti hjá Sjálfstæðis- flokknum, þetta er í fyrsta skipti sem þeir kjósa formann með aug- ljósan dictartorpersónuleika. Það voru að vísu ekki nema 52% landsfúndarfúlltrúa sem kusu hann, þannig að tæpur helmingur hefúr verið efins eða á móti slíku vali. Ef teningunum hefur verið kastað og nú sitja þeir uppi með gripinn, sem miðað við fyrstu sporin eftir kjörið má hæglega líkja við Jörund sáluga hunda- dagakóng, það var hans fyrsta verk að fara til spákonu í beinni sjónvarpsútsendingu og láta spá fyrir sér, hefúr sennilega tekið sér þar Ronald Reagan fyrrv. forseta USA sér til fyrirmyndar (Hunda- dagakóngur þess ríkis!), því hann tók vist engar mikilvægar ákvarð- anir án þess að fara til stjömuspá- manna, illt er til þess að vita ef kaffibollar eða stjömur himinsins eiga eftir að ráða úrslitum um mikilvægar ákvarðanir, alltént gafst stjómartími Reagans hörmu- lega fyrir bandarisku þjóðina. Annað verk „höfðingjans“var að lýsa því yfir að „taka til athug- unar“ að selja ýmsar mikilvægar ríkiseignir sem sinnt hafa al- mannaþjónustu, mun það vera eft- irherma pólitískra aðgerða frá Bretlandi, en þar lauk þeim þætti þannig að forsvarsmanni þeirra aðgerða var slátrað út úr stjóm- málum af eigin flokksmönnum eins og pólitískri hundtík sem öll- um var orðin til ama og leiðinda, ef mig minnir rétt þá var það eitt af fyrstu verkum Jörundar að slá eign sinni á landssjóð þess tíma og þessar áætlanir Davíðs Odds- sonar þykja mér keimlíkar. Þriðja verk „höfðingjans" var að fara i fundarherferð um landið, (minnir mig að Jörundur sálugi gerði það líka og þótti víst gaman- samur á stundum), greinarritara lék nokkur forvitni á að vita hvort að „höfðingi" þessi nýkjömi hefði einhverja nýtilega eiginleika sem að gagni mætti koma ef hann næði þeim völdum sem að löngun hans stendur augljóslega til, mætti því á fyrsta fimd á Akureyri, fannst mér fundurinn ganga helst út á að „höfðinginn“ segði misgáfulega brandara um pólitíska andstæð- inga. Þótti greinarritara það illt að hafa keyrt um 150 kílómetra til þess eins að hlusta á „Jörundar- brandara" hins nýkjöma formanns og lagði því fyrir hann skriflega fyrirspum frá Bjama Hannessyni til hr. Davíðs Oddsonar. Byggingarkostnaður orkuvera, háspennulína og tengivirkja á veg- um Landsvirkjunar vegna afhend- ingar á um 2900 GWh af raforku til hugsanlegar Atlantalálbræðslu er að núvirði a.m.k. 48 miljarðar króna eða um 840 miljónir USA $ á verðlagi des. 1990 og ljóst er að þá upphæð verður að taka að láni. Spumingin er eftirgreind. Hvert þarf verð orkunnar að vera í mills. pr. kwH til að Lands- virkjun geti borgað líklega nafn- vexti af lánunum? Viðaukaspumingar. Miðað við 8,5% nafnvexti? Miðað við 7,5% nafnvexti? Miðað við 6,5% nafnvexti? Miðað við 5,5% nafnvexti? Hvert þarf orkuverðið að vera í USA $ millsum? Svarið var kurteislegt og inní- haldlítið fimulfamb um álmálið, en engin tala var nefnd, einungis það að „útreikningar lægju fyrir“ en ekkert getið hvar og hvort að opinber aðgangur væri að þeim. Fyrirspyrjandi var ekki ánægður með þetta svar og gerði siðar aðra fýrirspum og einfaldari en hún var þessi. Þarf Landsvirkjun að greiða nafnvexti eða raunvexti? Ekki svaraði Davíð Oddsson því en lét fundarstjóra svara að viðmið væri 5,5% raunvextir. 1. Útreikningar á teknahlið ál- málsins að því er varðar greiðslur fyrir raforku er farið með eins og erlendar „mafíur“ em taldar fara með sín viðskiptaleyndarmál, sem sé það er algert „tabú“ að nefna það á nokkum hátt. 2. Svo grandgæfilega er farið með þetta „leyndarmál" að jafn- vel þingmönnum er ekki gert grein fyrir því og bendi þar á skýrslu iðnaðarráðherra til Al- þingis sem er þannig frá gengin að með engu móti er hægt að gera sér grein lyrir teknahlið Landsvirkj- unar án viðaukaupplýsinga. 3. Davíð Oddsson ætti að vera manna kunnugastur um efnahags- leg viðmið í samningunum sem fulltrúi eignaraðila í Landsvirkjun og sem stjómarmaður þar, ásamt því að vera samningamaður Is- lendinga í viðræðum við hina er- lendu aðila. 4. Þarna var ekki verið að spyrja um samningaleyndarmál heldur forsendur og fræðileg við- mið vegna þagnarmúra um þau mál. 1. Auðsannanlegt er að erlend lánskjör og lánasamningar eru ekki með greiðslur í raunvöxtum heldur nafnvöxtum og þá verður að greiða og af 48 miljarða fjár- festingu sem er á gengi 57 kr. pr. $ um 840 miljónir dollara. 8,5% vextir = 71,4 miljónir $ 7,5% vextir = 63 miljónir $ 6,5% vexlir = 54,6 miljónir $ 5,5% vextir = 46,2 miljónir $ Þá er komið að hinu mikla leyndarmáli en það er það að greiðslur fyrir raforku sem duga til greiðslu á 8,5% nafnvöxtum þurfa að vera minnst 24,6 mills pr. kWh = 71,3 miljónir $. Við 7,5% vexti minnst 21,7 mills pr kWh = 62,9 miljónir $. Við 6,5% vexti minnst 18,8 mills pr. kWh= 54,5 miljónir $. Við 5,5% minnst 15,9 mills pr. kWh = 46,1 miljónir $. 2. Áætlaðar greiðslur Atlantal álbræðslunnar mun vera fyrir 2900 GWh 13,5 mills pr kWh fyrstu 5 árin sem gera smt. um 39,1 miljón $ dollara á ári getur þá hver sem er reiknað út tekju- vöntun Landsvirkjunar miðað við hinar mismunandi gefnu vaxtafor- sendur. 3. Erlendir meðalnafnvextir af langtímalánum (USA) undanfar- andi 10 ára eru um 13,78% og meðalraunvextir eru um 6,94%. (Heimild Þjóðhagsstofhun) 4. Þetta sannar að bara til að greiða nafnvextina þarf verð pr. mills að vera um 25 til 30 mills og þó að vaxtamun milli nafnvaxta og raunvaxta væri stöðugt skuld- breitt þá þyrfti verðið að vera um 21 mills pr. kWh til að tekjur nægi til að greiða vextina, þetta þýðir og sannar að þau verð sem nú eru í umræðunni 12-15 mills pr. kWh bjóða upp á minnst 1,5 miljarðs króna árlegan hallarekstur hjá Landsvirkjun. 5. Þetta sannar að Davíð Oddsson hefur vikið sér undan að svara um mikilsvert hagsmunamál þar sem verið er samkvæmt nú- verandi verðmiðum að vísa á minnst 1,5 miljarðs króna árlegan halla hjá Landsvirkjun, þannig kýs hann að byija sinn stjómmálaferil og er því ljóst að vinna þarf að því að hann verði fyrrverandi sem fyrst og valdi ekki hlutfallslega ámóta tjóni í íslensku efnahagslifi og R. Reagan í USA. Varist þvf xD í komandi kosningum. Þær kosningar sem nú fara í hönd em óvanalegar mikilvægar, sjálfstæðismenn hafa nú kosið for- mann sem er augljós fulltrúi hinna fégráðugustu innan þess flokks, manna sem hafa það eitt viðmið að græða sem mest, á eins stuttum tíma og hægt er, og með hvaða ráðum sem mögulegt er að beita, án nokkurs tillits til framtíðar- hagsmuna þjóðarinnar. Alþýðuflokkurinn virðist ætla í samstjóm með sjálfstæðismönn- um eftir kosningar og þó að innan þess flokks séu nýtilegir menn þá eru í stjórn flokksins þeir menn sem helst ættu að vera í elítu Dav- íðs Oddsonar og atkvæði greidd Alþýðuflokknum em því atkvæði óbeint greidd Davíð Oddssyni. Varist því xD eða xA i kom- andi kosningum. Síða 19 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.