Þjóðviljinn - 27.04.1991, Qupperneq 2
Guðlaugur Arason:
5. kafli
Þegar vopnin snúast
23. ágúst. Laugardagsnótt.
Það var komið fram yfir miðnætti. Og
enginn flutningabíll hafði lagt leið sína norður
yfir heiði. Finnur og Ingi sátu inni í sendla-
bílnum og keðjureyktu. Þeir voru löngu búnir
að tala um allt sem þeir gátu með góðu móti
rætt um. Þótt þeir væru góðir félagar, voru
ákveðin takmörk fyrir því sem þeir ræddu sín
á milli.
Þeir voru búnir að bíða í tvo klukkutíma
þama í rigningunni. Kalltækin virkuðu eins og
til var ætlast, og annað slagið heyrðu þeir í
Heimi, þar sem hann hímdi undir bninni og
kvartaði undan kuldanum. Örfáir bílar höíðu
farið hjá, ýmist á leið suður eða norður, en
enginn flutningabíll. Vonleysið var farið að
grípa um sig og Ingi kominn á fremsta hlunn
með að stinga upp á því við Finn að hætta við
allt saman. Heyrðist þá allt í einu áköf rödd í
labb- rabb tækinu sem lá í sætinu á milli
þeirra.
- Strákar, strákar, heyriði í mér?
Finnur þreif tækið og bar það upp að
munninum.
- Já, svaraði hann snöggt. Hvað?
- Það er að koma bíll... ég held að þetta sé
flutningabíll.
Finnur og lngi litu hvor á annan.
- Fínt, svaraði Finnur, og reyndi að tala
rólega og yfírvegað. Við erum klárir.
- Jú, þetta er flutningabíll, kallaði Heimir,
ég sé það núna. Ég fer upp á veg.
Daníel Jónasson flutningabílstjóri var að
velta því fyrir sér, þar sem hann ók upp Norð-
urárdalinn, hvemig það yrði að hafa konu sem
forseta lýðveldisins. Hann gat ómögulega
ímyndað sér kvenmann flytja áramótaávarpið
í sjónvarpinu. En nú var þjóðin nýbúin að
kjósa þetta yfír sig og hann yrði líklega nauð-
beygður til að sitja undir þessu næstu íjögur
gamlárskvöld. Sjálfur hafði hann kosið Pétur.
Mitt í þessum hugleiðingum sér hann allt í
einu hvar dökkklædd vera stendur á veginum
framundan og veifar út báðum höndum.
Draugur, hugsaði hann með sjálfum sér. Nei,
hver andskotinn, þetta er maður.
Hann snarhemlaði svo að ískraði í brems-
unum. Kannski hafði þessi náungi keyrt útaf
og var nú á leið til byggða. Varla gat verið
önnur ástæða fyrir því að vera á ferli hér á
þessum stað og í þessu veðri. Ef þetta var þá
ekki draugur.
Þessi óvænti ferðalangur kom hlaupandi í
áttina að bílnum. Eflir stutta stund opnaðist
hurðin hægra megin, og við Daníel blasti and-
lit ungs manns sem hafði dregið einhverskon-
ar pijónahúfu fast niður að dökkum gleraug-
um sem hann bar á nefinu.
— Kom eitthvað fyrir? var það fyrsta sem
Daníel datt í hug að segja.
- Nei, nei, svaraði komumaður á móti.
Ertu að fara norður?
- Já.
- Eru nokkrir farþegar?
- Nei, hvað sýnist þér.
- Get ég fengið að sitja í á Blönduós?
— Já, gerðu svo vel, svaraði Daníel. Drífðu
þig inn.
- Heyrðu, ég ætla aðeins að pissa, svo kem
ég-
Heimir var með ákafan hjartslátt þegar
hann hljóp aftur fyrir bílinn og opnaði töskuna
sem hann hélt á. Hann var svo skjálfhentur, að
hann ætlaði aldrei að geta kveikt á tækinu. En
loks kviknaði rauða Ijósið og hann flýtti sér að
kalla:
- Finnur!
- Já, heyrðist svarað.
- Hann er kominn... enginn farþegi, þetta
er allt í lagi, við komum. Heyrðirðu þetta?
- Já, drengur, drullaðu þér inn í bílinn!
- Ókei!
Heimir flýtti sér að stinga tækinu aftur
niður í töskuna og hljóp svo inn í bílinn.
- Hvaða ferðalag er á þér í þessu veðri?
spurði Daníel undrandi, þegar farþeginn var
sestur inn. Ég hélt að þú værir draugur!
Heimir var viðbúinn þessari spumingu og
hafði því svar á reiðum höndum. Hann reyndi
að hlæja.
- Æi, ég lenti í smá rifrildi við kærastuna
áðan, hún henti mér út. Við voram á leiðinni
norður.
- Nú, það er bara svona, sagði Daníel, og
glotti. Ertu frá Blönduósi?
- Já.
- Hvað heitirðu?
- Pétur.
- Nú, það er ekkert öðravísi, alveg eins og
forsetaframbjóðandinn! svaraði Daníel. Það
var djöfullegt að fá hann ekki sem forseta.
Kaust þú ekki?
— Ha? Jú, jú.
- Hvað kaustu? Það er nú óhætt að segja
það núna þegar stelpan er sest í stólinn.
- Pétur, svaraði farþeginn.
- Já, þetta líkar mér að heyra, minn mað-
ur! Hér sitja bara tvö atkvæði sem karlræfill-
inn á, sagði Daníel og hló við. Hvað segirðu,
léstu kærustuna henda þér út?
- Ja, eiginlega fór ég nú sjálfur út, hún var
alveg snaróð.
- Blessaður vertu, við mætum henni, sagði
Daníel hughreystandi. Hún sér eftir þessu og
snýr við.
Heimir þagði. Hann stakk höndunum und-
ir lærin til að leyna skjálflanum og gætti þess
að horfa út um hliðargluggann svo að bílstjór-
inn sæi ekki andlit hans. Hann reyndi að horfa
fram hjá gleraugunum sem voru þakin móðu.
- Þekkirðu Lása gamla á bílaverkstæðinu?
Spurði Daníel eftir svolitla þögn.
- Nei, svaraði Heimir dræmt, og þóttist
þurfa að hugsa sig vel um.
- Hvað segirðu maður, ég hélt að allir
Blönduósingar þekktu Lása gamla, sagði
Daníel undrandi.
- Nei... ja, ég er svo nýlega fluttur norður,
ég er eiginlega frá Vopnafirði. Kærastan er að
norðan.
- Já, svoleiðis. Þú hefur þá líklega heyrt
um manninn sem var spurður að því hvað kon-
an hans héti, sagði Daníel.
-Nei.
- Hann svaraði: Ég hef aldrei verið kvænt-
ur góði minn. Hinsvegar hef ég búið á Vopna-
flrði!
Heimi stökk ekki bros. Hann þóttist horfa
út um hliðargluggann, en gaut samt augunum
ffam fyrir bílinn og bölvaði karlinum í hugan-
um fyrir að keyra ekki hraðar. Nú hlytu þeir að
fara að nálgast staðinn þar sem strákarair
biðu.
- Heyrðu, það er ágætis kunningi minn
sem á heima á Vopnafírði, sagði Daníel eftir
svolitla þögn. Þórður Ákason, veistu hver það
er?
Heimir stirðnaði upp í sætinu. Hvað átti
hann nú að segja? Þessu hafði hann ekki búist
við.
- Þórður Ákason, tuldraði hann utan í rúð-
una.
- Já, Doddi Áka, hann á heima þama innst
inni í bænum. Hann vinnur.á...
Daníel þagnaði í miðri setningu, hallaði
sér fram á stýrið og starði út um framrúðuna.
Hann hægði ferðina á bílum.
- Hver andskotinn er nú þetta? Ha? Bíll úti
á miðjum vegi! Nei, hættiði nú alveg!
Heimir kipptist við í sætinu og horfði frarn
fyrir bílinn. Hann hélt niðri i sér andanum.
- Það er ekki nokkur leið að komast ffam
hjá honum, hélt Daníel áfram, og keyrði fast
upp að bílnum. Þar nam hann staðar og sterk
ljósin lýstu upp rauðan sendlabílinn.
- Heyrðu mig, þetta er eitthvað dularfullt,
tautaði hann við sjálfan sig og ýtti um leið á
bílflautuna.
Heimir hrökk í kút.
Þeir biðu svolitla stund. Ekkert lífsmark
var sjáanlegt umhverfis bílinn. Hann stóð
þama skáhallt á miðjum veginum, ljóslaus og
greinilega ekki með vélina í gangi. Daníel
flautaði aftur án árangurs.
- Varla hafa mennimir farið að skilja bíl-
inn eftir úti á miðri götu, þótt svo hann hafi
bilað, sagði hann hneykslaður.
- Nei, tæplega, sagði Heimir lágt.
- Ég held að maður neyðist til að skjótast
út og athuga þetta, sagði Daníel og Ieit á
Heimi. Þetta er ekkert eðlilegt helvíti.
Hann teygði sig í úlpu sem lá aftan við bíl-
stjórasætið og klæddi sig í hana.
- Ég verð fljótur, sagði hann og klifraði út
úrbílnum.
Heimir greip um handfangið á hurðinni,
reiðubúinn að hlaupa út á réttu augnabliki.
Svo mundi hann allt í einu eftir lambhúshett-
unni. hann þreif hana af sér og rúllaði henni
niður. Eftir andatak var hann búinn að troða
henni yfir höfuðið, og sá nú í gegnum götin
tvö hvar bílstjórinn gekk að sendiferðabílnum
og gægðist inn um afturrúðumar. Hann horfði
lengi inn. Hvað sá hann eiginlega? Hvað hafði
komið fýrir? Af hverju hlupu strákamir ekki
út eins og um var talað? Höfðu þeir gugnað
þegar til átti að taka?
Loks sá Heimir hvar bílstjórinn hætti að
horfa inn í bílinn og gekk fram með honum
vinstra megin. Heimir ýtti hurðinni upp og
stökk út í rigninguna. Þegar hann kom í ljós-
keiluna frá flutningabílnum, sá hann hvar tveir
grímuklæddir menn þustu út úr sendiferða-
bílnum og réðust á bílstjórann. Hann sá hvem-
ig þessi úlpuklæddi maður skall í götuna og
hnefi var reiddur á loft upp í rigninguna.
IROSA-
•GARÐINUM
Á > LÓTTA FRÁ SÍN-
UM UPPRUNA
Sterk fisklykt við Hetjólfs-
götu í Hafnarfirði - Varla hægt að
búa lengur við götuna segir íbúi.
Fyrírsagnir í DV
HVAR FÆ ÉG HÖFÐI
HALLAÐ?
Þetta má orða svo að ástæða
sé til að óttast að gömlu flokkam-
ir efni ekki loforð sín og að
Kvennalistinn efni loforð sín.
Leiöari í DV
SÆLIR ERU
HÓGVÆRIR
Hrafhi Gunnlaugssyni, ,JK.u-
rosawa norðursins" eins og sum-
ir nefna hann, var falið það verk-
efni að skrifa handrit...
Morgunblaðiö
HÆFILEGT
MANNÁT
Þótt manni þykir þeyttur
ijómi góður er ekki þar með sagt
að maður vilji borða hann með
öllum mat. Það sama á við um
karlmenn.
Morgunblaóiö
EN EKKI
KLERKSINS Á
BERGÞÓRSHVOLI
Eggert Haukdal kosinn á
þing þrátt fyrir hrakspár: „Þetta
tókst með guðs hjálp.“
Fyrírsögn í DV
ERUGUÐOGBAKK-
US IHALDSMENN?
I Rinarlöndum er það hæg-
fara og hægrisinnaði armur jafn-
aðarmannaflokksins sem ræður
ferðinni, enda íbúar fylkisins
yufirleitt kaþólskir bændur og
víndrykkjumenn.
Þjóöviljinn
TILBOÐ SEM ÞÚ
GETUR EKKI
NEITAÐ
Málefnasamningur er ekki
það sem skiptir höfúðmáli heldur
gagnkvæmt traust sem menn
sýna hveijir öðram, sagði Davíð
Oddsson um hugsanlega stjóm
Alþýðuflokks og Sjálfstæðis-
flokks.
Alþýöublaöiö
LAUNAR KÁLFUR
OFBELDI?
Rómantísk ævintýri era of-
beldi fortíðarinnar, segir á einum
stað og óneitanlega komu þessi
orð upp í hugann þegar formaður
Alþýðuflokksins lýsti því yfir í
hádegisfféttum rikisútvarps í gær
að hann „ætti hlýjar minningar
um viðreisnarstjómina".
Grein í Alþýöublaöinu
2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 27. apríl 1991