Þjóðviljinn - 27.04.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.04.1991, Blaðsíða 10
Stjama Jim Morrisons skín skærar en nokkru sinni fyrr „Mr. Mojo Risin“ knúinn áfram af sjálfseyðingarhvötinni. Hann mun hafa drukkið þrjár viskíflöskur á dag ofan í aðra ólyfjan. Áhorfendur fylgjast spenntir með. Ljóð vega menn Helgi Ólafsson skrifar „Um skeið var hann guð á jörð, hafði allt sem hugurinn girntist en varð leiður á því,“ sagði Oliver Stone leikstjóri kvikmyndarinnar um rokk- hljómsveitina The Doors sem bráðlega verður tekin til sýn- inga hér á landi. Myndin snýst þó fyrst og fremst um söngvara hljómsveitarinnar Jim Morri- son og fall hans. Fáir persón- leikar rokksögunnar hafa haft meiri seiðmögnun en Jim Morrison. Því hefur verið hald- ið fram að í vitundarlífi hans hafi átt sér stað klofningur milli grísku guðanna Dionysus, guð frjósemi, getnaðarþróttar leiðsluástands og víns, og Ap- pollon guð sólar, Ijóss, söngva, hófsemdar og meistara mennta- gyðja. Leiksvið Jim Morrison hafi verið sú óræða borg Los Angeles, einhvers konar nútíma útgáfa Aþenu til forna. Lífstíll frönsku ljóðskáldanna Baudelaire og Rimbaud orkaði sterkt á hann og nafn hljómsveit- arinnar The Doors er fengið hjá cnska 18. og 19. aldar ljóðskáld- inu William Blake og rithöfund- inum og heimsspekingnum Aldo- us Huxley með skírskotun til bók- ar þess síðamefnda, The Doors of Perccption. Huxlcy hvatti til þess að mcnn víkkuðu út huga sinn mcð töku ofskynjunarlyfja. Það er ljóst að margir textar Jim Morri- son cru skrifaðir upp í vímu- ástandi, ljölmargir þeirra hvetja beinlínis til neyslu slíkra efna, Break on Through er gott dæmi þar um. En gengdarlaus áfengis- og fíkniefhaneysla kom aftan að honum. 27 ára var hann allur. I Paris er leiði hans í Pére-Lachaise kirkjugarðinum í París fjórði vin- sælasti viðkomustaður ferða- manna. Persónugerving- ur andófsins við Vietnamstríöió Sýrukóngurinn, gæruhippinn, demon, kóngur skriðdýranna, alkóhólisti, égóisti, flagari, eitu- ræta. Þetta var Jim Morrison, sögðu menn. Og kvikmyndin ein- blínir kannski um of á þessar skuggahliðar hans. Staðreyndin var sú að hann gaf mikið af sjálf- um sér, útdeildi á báðar hendur þeim veraldlega auð sem honum áskotnaðist á stuttum ferli og var einn helsti persónugervingur hins kraftmikla andófs við Vietnam- stríðið. Reiðir ungir menn í Bandaríkjunum höföu í þá tíð aðr- ar væntingar til lífsins en að deyja sundurskotnir fyrir glataðar hug: sjónir foreldrakynslóðarinnar. í mynd Francis Ford Coppola, Apocalypse Now, er lagið The End, sem tekur tæpar 12 mínútur í flutningi, látið hljóma í dauðför- inni til móts við Kurtz hershöfö- ingja. Og nokkkrar tökur sem ekki komu fram í endanlegri gerð myndarinnar gerðu ráð fyrir fleiri lögum Doors. The End var upp- haflega ástarljóð sem sífellt breyttist í flutningi, Jim Morrison fór í textagerðinni í smiðju til Freud og Nietzche. Vörumerki hljómsveitarinnar, Hammond- orgelið, og sítarinn gæddu svo flutninginn enn meiri dýpt. Stríðsárabarn James Douglas Morrison var stríðsárabam, fæddur í 8. desem- ber 1943 í Melboume Florida og var elstur þriggja bama George S. Morrison og Klöm Morrison. Faðir hans var á hröðu klifri upp metorðastigann innan bandariska hersins og dvaldi langdvölum Qarri Qölskyldu sinni. Raunar var hann fulltrúi alls þess sem Jim Morrison varð andstætt, enda var samband þeirra stirt. Aðeins fjög- urra ára gamall varð Jim fyrir lífs- reynslu sem í höndum Oliver Stone verður meginþema kvik- myndarinnar: fjölskyldan er á leið ffá Santa Fe til Albuerque þegar hún ekur fram á alvarlegt bilslys. Nokkrir indjánar liggja særðir og deyjandi við vegarkantinn.“Sál eins þeirra tók sér bólfestu í mér,“ sagði Jim Morrison síðar. Jim þótti fremur ódæll í æsku, afar uppátækjasamur, erfiður. Honum sóttist námið hinsvegar vel, gleypti í sig þungmeltar bók- menntir einkum þær sem snertu heimsspeki og ljóðagerð. Þýski heimsspekingurinn Friedrich Ni- etzche var í sérstöku uppáhaldi hjá honum. 1 bóksölum gerði hann það stundum að leik að biðja vini sína að taka ffam einveija bók og lesa upp úr henni og hann sór að hann gæti sagt frá höfundi og titli bókarinnar. Samhliða skrifaði hann í litla kompu at- hugasemdir og ljóðabrot. Hann yfirgaf íjölskyldu sína fyrir fullt og fast aðeins rúmlega tvítugur að aldri, fékk inngöngu í UCLA kvikmyndaskólann í Los Angel- es, hætti eftir að prófverkefni hans fékk slæma útreið og reikaði um með strandljónum Kalifomíu þar til hann stofnaði hljómsveit- ina The Doors ásamt Ray Manza- rek. Til liðs við þá gengu John Densmore og Robby Krieger. Þrátt fyrir augljósar takmarkanir; hann kunni ekki á neitt hljóðfæri og varla að syngja en öskraði bet- ur en fiestir aðrir, höföu félagar hans trú á honum og ekki leið á löngu þar til hljómsveitin náði vel saman og fann sinn farveg og stíl. Lögin vom ótrúlega löng miðað við það sem gerist í dag en uppi- staðan var seiðandi, eggjandi og margræður kveðskapur Morrison. Eftir lát Jim Morrison reyndi hljómsveitin að halda áfram en neistann ________________________________ vantaði. Frá vinstri: Ray Manzarek, Jim Morrison, Robby Krieger og John Densmore. 10 SlÐA _ NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 27. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.