Þjóðviljinn - 27.04.1991, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 27.04.1991, Blaðsíða 22
Yoko Ono leikstýrir mynd sinni Botnar árið 1966 FLUXUS 8. og 9. áratugnum. Þótt erfitt sé að setja Fluxus- hópinn á ákveð- inn pólitískan bás eða festa við hann ákveðna pólitíska hug- myndafræði, þá má segja að sam- eiginlegt einkenni þeirra sem mynduðu hópinn hafi verið, að þeir vildu rjúfa einangrun listar- innar frá fólkinu og beita henni til þess að hafa bein áhrif á umhverfi sitt og samfélagið í heild. Fluxus- listin átti ekki bara að vera í þjón- ustu lífsins, hún átti að vera hluti af lífinu, bein og milliliðalaus reynsla fyrir hvern og einn. Frum- kvöðullinn George Maciunas frá Litháen var til dæmis lengi fram- anaf sannfærður marxisti og hafði óbilandi trú á möguleika listar- innar til þjóðfélagslegra áhrifa eða byltingar. Slík trú var líka rík hjá mönnum eins og Joseph Beuys. Aðrir lögðu meiri áherslu á að hlutverk listarinnar væri fyrst og fremst eins konar vitundar- vakning um umhverílð og skyn- heim mannsins. Athyglisverð er deilan um „borgaralega lisf'og listastofnanir, sem gekk svo langt að félagar hópsins fóru í kröfu- göngur til að krefjast þess að op- inberar listastofnanir yrðu lagðar í rúst eða til að mótmæla flutningi á verkum nútímatónskáldsins Karlheinz Stockhausen, svo dæmi séu tekin, en Fluxus-mönn- um þótti tónlist hans óþarflega flókin, óaðgengileg og leiðinleg auk þess sem tónskáldið hafði einhvern tímann látið þau orð falla um jazztónlist að hún væri tónlist villimanna. Einn þeirra sem stóð að slík- um aðgerðum ásamt með George Maciunas var bandaríska tón- skáldið og heimspekingurinn Henry Flynt, sem reyndar var svo samkvæmur sjálfum sér í gagn- rýni sinni á „hámenningarlist- inni", að hann eyðilagði öll þau Iistaverk sem hann hafði unnið sjálfur árið 1962 og skapaði enga list eftir það. í athyglisverðri og gagnrýninni grein um sögu Flux- us-hópsins, sem Flynt birtir í sýn- ingarskrá Feneyjabíennalsins, segir hann að afstaða sín til listar- innar hafi byggst á þeirri heim- spekilegu forsendu, að „ef smekkur er súbjektífur og ein- staklingsbundinn, þá er enginn hæfari en ég sjálfur til að skapa reynslu er hæfi smekk mínum" og því sé listamaðurinn í sömu fölsku sporunum og tískuteiknar- inn sem segir: „klæðist mínum fötum til að vera þið sjálf'. Nið- urstaðan var því sú að hver og einn yrði að vera sinn eigin lista- smiður. Eða eins og Wolf Vostell orðaði það: „Jeder Mensch ist ein Kunstwerk", sérhver einstakling- Wolf Vostell: Phaenomena, happening ( Berlín 1965 ur er listaverk. Flynt segir að umræðan um and- listina hafi verið til lykta leidd árið 1968, og að þar með hafi frammúrstefnulistin endan- lega komist á leiðarenda. Látalæti svokallaðra frammúrstefhumanna í hneykslunarskyni eftir þetta séu ekki annað en hefðbundin henti- stefha og spákaupmennska og all- ar tilraunir síðustu tvo áratugina til að endurvekja svokallaða frammúrstefnulist séu í rauninni ekki annað en eftirsjá eftir hákúl- túrnum eða hagnýt auglýsinga- starfsemi fyrir venjulega nútíma- list. Og Flynt bendir með nokk- urri réttu á að endurtekning á un- gæðislegum leikbrellum Fluxus- listamannanna þróist auðveldlega yfir í framleiðslu á ódýrum og út- vötnuðum bröndurum. Flynt var að þessu leyti und- antekning frá reglunni: hann tók gagnrýni sína bókstaflega og hætti að skapa list sem var ætluð öðrum. Aðrir félagar í Fluxux- hópnum virðast hins vegar hafa xus litið bæði á listsköpun sína og þá gagnrýni sem hún fól í sér á há- menningunni sem ákveðinn lífs- máta framar öðru. Þessir menn trúa því að einmitt þessi lífsmáti sem býður upp á stöðugt endur- mat og gagnrýna skoðun á um- hverfi okkar og sambandi okkar við það, sé lykillinn að því að breyta þjóðfélaginu og uppgötva ný gildi, bæði i náttúrunni, samfé- laginu og manninum sjálfum. Þess vegna segja menn að Flux- us-andinn lifi enn, og að hann muni verða ein listastefnan frá 20. öldinni sem muni lifa áfram fram á þá 21. Ólafur Gíslason 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 27. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.