Þjóðviljinn - 27.04.1991, Page 3
Húsbréf
Hvernig
minnka
má
sorp
Næstkomandi mánu-
dagskvöld heldur Svíinn
Per Berg, lektor við Chalm-
ers tækniháskólann í
Gautaborg, fyrirlestur um
aðferðir við að minnka sorp
og um reynslu Svía af til-
raunum í þá átt.
Per Berg hefur starfað síð-
an 1977 sem forstöðumaður
deildar við Chalmers sem hef-
ur sérhæft sig í rannsóknum á
meðhöndlun og nýtingu sorps
en hefur auk þess starfað sem
ráðgjafi fyrir bæjarfélög og
fyrirtæki á Norðurlöndum.
Ymsar tilraunir hafa verið
gerðar á síðustu árum á veg-
um sænskra bæjarfélaga af
mismunandi stærð í samvinnu
við rannsóknarstofnanir og
fyrirtæki um að minnka og
meðhöndla sorp með nýjum
aðferðum. Per Berg hefur víð-
tæka þekkingu á þessum mál-
um og geta Islendingar vafa-
lítið lært af reynslu annarra
þjóða um meðferð sorps.
Fyrirlesturinn þann 29.
apríl er haldinn á vegum ís-
landsnefndar Norræna um-
hverfisársins og Norræna
hússins og hefst kl. 20.30. Per
Berg mun halda tölu sína á
sænsku en fyrirspumir em að
sjálfsögðu leyfðar bæði á ís-
lensku og ensku.
Greiðslumat
á 168 stöðum
4
STÆRSTU LÁNASTOFNANIR LANDSINS HAFATEKIÐ HÖNDUM SAMAN:
Greiðslumat umsækjenda í húsbréfakerfinu fer hér eftir fram í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
Frá og með 29. apríl nk. munu neðangreindar fjármálastofnanir veita
viðskiptamönnum sínum mat á greiðslugetu þeirra:
Jafnframt hættir Húsnæðisstofnun með öllu að veita umsækjendum greiðslumat
vegna húsbréfaviðskipta.
Þær umsóknir um greiðslumat sem nú þegar liggja fyrir í Húsnæðisstofnun,
verða þó afgreiddar.
Allt frá upphafi húsbréfakerfisins, í nóvember 1989, hefur staðið til að lánastofnanir tækju sjálfar upp
þá þjónustu í þágu viðskiptamanna sinna að veita þeim mat á greiðslugetu þeirra, hyggðust þeir
sækja um í húsbréfakerfinu. Er nú komið að því.
HANDBRAGÐ MEISTARANS
Bakarí
Brauðbergs
Ávallt nýbökuð brauð
-heilnæm og ódýr-
Aðrir útsölustaðír:
Hagkaup-Skeifimni
-Kringlunni
Verslunin Vogar,
Brauðberg
Lóuiiúhur 2-6 sfeni 71Í39
Hreunberg 4 sfani 77272
Ofangreindir aðilar grundvalla greiðslumat sitt á sömu forsendum og Húsnæðisstofnun hefur
gert til þessa og nota tölvuforrit hennartil þess. Er umsögn um greiðslugetu umsækjanda enn sem fyrr
skilyrði fyrir afgreiðslu í húsbréfakerfinu.
Þjónusta þessi verður veitt í alls 168 afgreiðslustöðum ofangreindra lánastofnana.
Það er von okkar að þessi nýja tilhögun verði til hagsbóta fyrir almenning, auðveldi umsækjendum
aðgang að húsbréfakerfinu og auki á öryggi væntanlegra húsnæðiskaupenda.
Hér með bendum við því tilvonandi umsækjendum í húsbréfakerfinu á að hafa
samband við viðskiptabanka sinn, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki og fá allar nánari upplýsingar
um þessa nýju þjónustu.
Reykjavík í apríl 1991
Ót
8K3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900