Þjóðviljinn - 27.04.1991, Page 4
Viðreisn valdakerfis
Sjálfstæðisflokksins
væri að mynda öfluga jafnaðarmanna- Davíðs og Þorsteins. Ég sagði við hann:
hreyfmgu. Auðvitað var mikil óánægja, Jón, þú yrðir valdamesti maður á íslandi,
bæði í minum flokki og flokki Jóns með þú yrðir fyrsti raunverulegi foringi jafnað-
þessa fundaherferð, en við fórum hana armanna á Islandi í slíkri ríkisstjóm og það
samt. mætti kannski frekar spyija mig: af hveiju
í síðustu borgarstjómarkosningum ert þú að gera þetta fyrir Jón Baldvin og
varð Nýr vettvangur til sem líka olli titr- Alþýðuflokkinn. Því auðvitað gæti það
ingi. Það fólk var að leita að nýjum sam- þjónað flokkspólitískum hagsmunum Al-
starfsvettvangi fyrir jafnaðarmenn og fé- þýðubandalagsins að Alþýðuflokkurinn og
Iagshyggjufólk. Sjálfstæðisflokkurinn rækjust saman í
Ur Alþýðubandalaginu hafa gengið skammtíma flokkshagsmunum.
einstaklingar sem hafa trúað á þessa hug-
sjón. Alþýðuflokkurinn breytti nafni sínu Hvaða skýringu gaf Jón Baldvin á
yfir í Jafnaðarmannaflokkur íslands. Össur því að hann hafnaði hugmyndinni?
Skarphéðinsson sagði á sigurstundu í próf- Hann sagði mér aldrei að hann haíhaði
kjörinu í Reykjavík: Þetta er traustsyfirlýs- henni. Hann hefúr ekki ennþá sagt mér að
ing á mig frá þeim sem vilja stóra jafnaðar- hann ætlaði að benda á Davið Oddsson.
mannaflokkinn og treysta Alþýðuflokkn- Hann hefúr ekki hafl manndóm til að horfa
um best til þess. Sigur þeirra sem eru á í augun á mér og segjast ætla að gera Dav-
móti valdakerfi fjölskyldnanna fjórtán. Og íð Oddsson að forsætisráðherra, en hann
svo lýkur kosningunum þannig að í fyrsta fór og ræddi við Steingrím Hermannsson í
Ólafur Ragnar svarar spurningum fréttamanna að afloknum kosningum. Ljósmynd: Jim
Smart.
Davíð Oddsson hefur fengið umboð
til að mynda ríkisstjórn, í krafti þess að
Jón Baldvin benti forseta á Davíð sem
forsætisráðherraefni. Viðreisnarstjórn
sýnist því vera í burðarliðnum, þvert á
úrslit kosninganna. Þjóðviljinn ræddi
við Ólaf Ragnar Grímsson formann AI-
þýðubandalagsins um þessi tíðindi, sem
Ólafur kallar svartasta daginn í sögu
vinstri hreyfíngarinnar á Islandi þar
sem Alþýðuflokkurinn hafí glatað eina
tækifærinu sem hann hefur fengið í
meira en hálfa öld til að leiða alvöru rík-
isstjórn félagshyggjuflokkanna.
Jón Baldvin segist fá sínum málum
betur borgið í Viðreisn en áframhaid-
andi vinstri stjórn. Tekurðu þessi rök
gild?
Nei, þau eru ekki gild. Ég spurði Jón
Baldvin að því í gær: (fimmmtudag) Hvaða
mál eru það sem þú telur þig fá fram hjá
Sjálfstæðisflokknum sem þú getur ekki náð
fram í samvinnu við okkur og Framsóknar-
flokkinn? Hann gat ekki nefnt neitt, en
sagði að Davíð Oddsson tæki öllu vel.
Auðvitað tekur Davíð Oddsson öllu
vel. Hann er fyrst og fremst að hugsa um að
endurreisa valdakerfi Sjálfstæðisflokksins
og er þess vegna tilbúinn að skrifa upp á
hvaða texta sem er.
Viðræður okkar Jóns síðustu daga hafa
þó fýrst og fremst snúist um það hvar við
stöndum hann og ég, sem formenn þessara
tveggja flokka.
Eg hef sagt honum að aldrei fyrr í sögu
þessara flokka hafi forystumenn jafnaðar-
mannahreyfingarinnar á Islandi hafl mögu-
leika til þess að setja Sjálfstæðisflokkinn
varanlega til hliðar og gera jafnaðarmanna-
hreyfinguna og flokka hennar að forystu-
afli í íslenskum stjómmálum. Það væri
skylda okkar, að gera allt sem við gætum til
þess að koma í veg fyrir að þessu tækifæri
verði glutrað niður...
Hverju hefur Jón Baldvin svarað?
Hann hefur játað því að þetta sé rétt, en
hann talar alltaf óljóst um einhver mál sem
séu óleyst.
Við töluðum um valdakerfi Sjálfstæðis-
flokksins. Valdakerfi sem cr byggt upp á
samtvinnun hagsmunagæslu ákveðinna
tjölskyldna, ákveðinna fyrirtækja og teygir
sig um öll helstu stórfyrirtæki landsins.
Hann hefur sjálfur talað um fjölskyldumar
fjórtán, hann hefur sjálfur líkt Sjáífstæðis-
flokknum við Mexikanska valdaflokkinn
og talað um það sem höfuðverkefni að ýta
þessu valdakerfi til hliðar.
Jón Baldvin og Össur Skarphéðinsson,
sem ár eflir ár hafa sagst í orði berjast gegn
þessu valdakerfi, eru nú að hefja höfuðpaur
þess, Davíð Oddsson, til æðstu valda á Is-
landi.
En ég hef sagt flcira við Jón: Ég hef
rifjað það upp fyrir honum að árið 1974
bundumst við í pólitiskt bræðralag um hug-
sjónina um stóra íslenska jafnaðarmanna-
hreyfingu. Ég gekk með hópi ungra manna
út úr Framsóknarflokknum undir því
merki. Hann afncitaöi þeim forystumönn-
um Samtaka frjálslyndra og vinstri manna
sem höfðu gengið í Alþýðuflokkinn, því að
í þeim kosningum ætluðu þeir að endur-
reisa Viðreisnina.
Jón Baldvin fór í framboð á Vestíjörð-
um og ég á Austfjörðum undir þcim merkj-
um að koma í veg fyrir Viðreisn. Síðan höf-
um við gengið langa leið og flokkamir sem
við erum í hafa sýnt okkur þann trúnað að
gera okkur að formönnum þeirra. Og í
fyrsta skipti í áratugi cru söguleg deilumál
flokkanna komin til hliðar. Við höfum náð
þeim árangri sem enginn okkar fyrirrenn-
ara hefur náð að Ijúka ríkisstjómarsam-
starfi með miklum árangri og í sátt.
í janúar 1989 fómm við í fundaferð um
landið. Tilgangur hennar var að heíja um-
ræðu um framtíð jafnaðarmannahrcyfing-
arinnar. Við sögðum við þúsundir af ungu
fólki að okkur væri alvara, við væmm til-
búnir að færa miklar fómir til þess að hægt
skipti í sögunni hafa forystusveitir Alþýðu-
flokksins og Alþýðubandalagsins tækifæri
til þess að halda áfram.
Jón Baldvin var sammála mér um það
að ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði hér fjögur
ár utangarðs myndi hann liðast í sundur af
því að hann er ekki stjómmálaflokkur í
venjulegum skilningi, hann er hagsmuna-
bandalag og valdatæki fyrir ákveðin öfl og
hefur haldið styrk sínum þess vegna.
Ég satt að segja trúði því ekki þegar ég
gekk frá honum í gær að hann myndi virki-
lega benda á Davíð Oddsson, að hann
myndi að minnsta kosti ekki fyrst gera til-
raunina til þess að við störfuðum áfram
saman...
...undir hans forsæti?
Já, einmitt undir hans forsæti. Það sýn-
ir hve langt við vildum ganga að þingflokk-
ur Alþýðubandalagsins samþykkti á sínum
fyrsta fundi eftir kosningar að við væmm
reiðubúin að gera Jón Baldvin að forsætis-
ráðherra.
Ég ræddi það við Steingrim Hermanns-
son og Halldór Ásgrímsson og það var ljóst
að Framsóknarflokkurinn var líka tilbúinn
að gera Jón að forsætisráðherra.
Ég sagði við Jón Baldvin í gær
(fimmtudag): Það hefði verið algerlega nýr
vemleiki í íslenskum stjómmálum að AI-
þýðuflokkurinn væri forystuflokkur vinstri
stjómar. í fyrsta skipti í hálfa öld væri for-
maður Alþýðuflokksins forsætisráðherra í
alvöru félagshyggjustjóm og Sjálfstæðis-
flokkurinn í rúst, tættur í sundur eftir deilur
morgun og Steingrímur tjáði mér síðar að
Jón hefði sagt sér að hann myndi benda á
Davíð.
Hver er þá þín skýring á að þetta
gerist?
Ég verð að játa að ég skil það ekki. Það
er slík afneitun á öllum þeim hugsjónum
scm ég hélt að við stæðum fyrir. Það em
slík brigð við það sem við höfum gert sam-
eiginlega.
Var fundarherferðin á rauðu ljósi, bara
markiaust grín? Var nafnbreytingin í Jafn-
aðarmannaflokkur Islands háðsmerki?
Vom allar ræðumar fyrir þúsundir af ungu
fólki sem kaus Alþýðuflokkinn á þeim for-
sendum að hann ætlaði sér að leiða vinstri
hreyfinguna á Islandi í nýjum stíl bara
blekkingar? Einn forystumanna Framsókn-
ar sagði mér í morgun að Jón Baldvin hefði
sagt honum fyrir einum og hálfum mánuði
að hann ætlaði að mynda ríkisstjóm með
Sjálfstæðisflokknum eflir kosningar.
Jóhanna Sigurðardóttir, hverju ætlar
hún að ná fram með Sjálfstæðisflokknum?
Hvað er það í félagslegum réttindamálum
sem Alþýðuflokkurinn ællar að fá fram í
ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum? Það
veit ég ekki.
Um hvaða málefni er Jón Baldvin að
tala? Búvömsamninginn? Ætlar hann að fá
Egil Jónsson, Pálma Jónsson og þá sem
vom framsóknarmegin í kosningunum í
gagnrýni sinni á búvörusamninginn til að
taka frá bændum fjóra miljarða, eins og
hann hefur verið að nefna síðustu daga?
Jón Baldvin gefúr til kynna að hann sé
búinn að fá Davíð til að játa því að sjávar-
útvegurinn greiði fimm miljarða á næsta
ári í veiðileyfisgjald. Em Matthías Bjama-
son, Einar Oddur eða aðrir forystumenn
sjávarútvegsins búnir að samþykkja það?
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn stjómaði
hér jukust ríkisútgjöldin um 6% að raun-
gildi, um rúm 30% allan tímann. Þau hafa
minnkað síðan við tókum við. Hvað er það
sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að skera
niður?
Em það húsnæðismálin? Einn stærsti
vandinn sem við blasir á þessu ári er fjár-
hagsvandi húsnæðiskerfisins. Ætlar Jó-
hanna að leysa það í samvinnu við Geir
Haarde og Halldór Blöndal?
Hvað ætlar Össur Skarphéðinsson að
segja við þau hundmð sem kusu hann í
prófkjöri Álþýðuflokksins og hann segir
sjálfúr að hafi komið saman nokkmm dög-
um fyrir kosningar til að tryggja honum
kjör í nafni hugsjóna um stóra hreyfingu
jafnaðarmanna?
Gerðist eitthvað það í kosningabar-
áttunni sem olli trúnaðarbresti á milli
ykkar Jóns?
Nei, enda ef það er rétt að þeir hafi
samið um Viðreisnina fyrir einum og hálf-
um mánuði, skiptir kosningabaráttan engu
máli. Þannig að það er bara tilbúningur að
menn séu sárir.
Líturðu svo á að Jón Baldvin hafi
aldrei meint neitt með bræðralaginu ár-
ið 1974 eða hefur hann einhverntíma á
leiðinni skipt um skoðun?
Ég veit það ekki. Kannski eiga menn í
stjómmálum ekki að leyfa sér það, en ég er
persónulega mjög dapur yfir því sem er að
gerast, vegna þess að þessi hugsjón, að búa
til breiða og sterka hreyfingu jafnaðar- og
félagshyggjufólks sem stjómaði án Sjálf-
stæðisflokksins, hefúr verið mér mikið al-
vömmál og rauði þráðurinn í öllu minu
stjómmálastarfi. Ég taldi að þótt leiðir okk-
ar Jóns skildu um tíma, þá ættum við þetta
sameiginlegt og þetta var draumur feðra
okkar sem störfuðu saman á ísafirði, sem
þá var kallaður rauði bærinn, í áratugi. En í
dag virðist sonur Hannibals hafa kosið sér
pólitísk örlög Guðmundar I.
Hvað tekur við þegar búið er að
mynda þessa ríkisstjórn?
Hjá okkur í Alþýðubandalaginu tekur
við stjómarandstaða sem verður ekki í
venjulegum dúr, vegna þess að hún verður
innblásin af miklum hugsjónaeldi og hins
vegar af mikium sárindum þúsunda ungs
fólks, sem hafa séð stærsta sögulega tæki-
færið sölsað úr greip sinni af forystu Al-
þýðuflokksins. Þá er það okkar verkefni að
tengja saman með algerlega nýjum hætti
allar þær þúsundir af vinstrisinnum, jafn-
aðarsinnum og félagshyggjufólki sem em
heimilislausar i dag. Við verðum að taka á
móti þessu fólki af skilningi og umburðar-
lyndi.
En við munum veita þessari viðreisn
valdakerfisins eins harða andstöðu og hægt
er.
Með hugmyndum sínum virðist Jón
Baldvin nálgast Sjálfstæðisflokkinn frá
hægri. Heldurðu að Sjálfstæðisflokkur-
inn þoli að koma þeim öllum í verk?
Alit sem mér hefúr verið sagt af þess-
um viðræðum síðustu daga bendir til þess
að hér sé verið að tala um valdakerfi en
ekki stefnu.
Ríkisstjómin sem nú á að fara að
mynda er stofnuð á siðferðisbresti, hún er
stofnuð á hugsjónasvikum, hún er stofnuð
á trúnaðarbresti við þær þúsundir sem hafa
trúað málflutningnum um stóra jafnaðar-
mannahreyfingu á íslandi. Hún er stofnuð í
þágu valdakerfis Sjálfstæðisflokksins,
Jón Baldvin átti kost á að verða kallinn
í brúnni á nýrri vinstri stjóm, en valdi sér
að vera matrós hjá Davíð Oddssyni og fjöl-
skyldunum fjórtán.
hágé.
4 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 27. apríl 1991