Þjóðviljinn - 27.04.1991, Side 7
Pólska, austurþýska
og rússneska leiðin
til Evrópu
Friðrik
H. Hallsson
skrifar frá
Þýskalandi
í lok 20. aldarinnar virðast
allar leiðir úr austri liggja til Evr-
ópu. Ef á að tímasetja upphaf
þessa einstefnuaksturs, þá var það
í byijun níunda áratugarins, eða
um það leyti sem ritgerð Milans
Kundera um „rán Evrópu“ í
grísku goðsögunum var þýdd á
flestöll mál austan tjalds. Seifur
kom í nautslíki og nam stúlku-
kindina Evrópu á brott með sér til
Kretu, þar sem hann gerði henni
þrjú böm, þar á meðal Mínos, sem
síðar varð farsæll kóngur á Kretu
og loks dómari í dánarheimum
Grikkja.
í hugum menntamanna varð
þessi Evrópa - í konulíki og allri
sinni mystisku dýpt - að raun-
verulegum valkosti við ófijóu og
kynköldu flokksræðinu. Tékkar
minntust þess á ný að Prag hafði
verið nafli Evrópu allt fram yfir
aldamótin. Ungveijar minntust
Habsborgara og betri tíma í versl-
un og hverskyns siðmenntuðum
viðskiptum. Pólveijar höfðu
aldrei gleymt leiðinni til páfans í
Róm og minna nú á vamarstarf
sitt gegn Mongólum árið 1241 hjá
Legnica og öðmm and-evrópsk-
um öflum í aldaraðir. Austur-
Þjóðveijar reyndu að vísu að
gleyma Hitlerstímanum og stríð-
um sínum við nágrannana á þess-
ari öld, en lifðu þeim mun róman-
tískari í samevrópskum heimi iið-
innar aldar.
Á þessu stigi var valkosturinn
einungis spuming um menningu
og sögu: „Evrópa“ táknaði andóf
við einföldun skriffinna á mann-
legum samskíptum í boðskipti og
einföldun á margslungnum raun-
veraleika daglega lífsins í eina
flata „öreigamenningu“ (sem auk
þess var helbert hugarfóstur).
Banni á trúarlegu ópíum og öðr-
um andlegum deyfilyfjum skyldi
aflétt, borgaralegar rætur þeirra
sem lifa í borgum skyldu fá að
vaxa dýpra og lýðræðisleg fijó-
semi opinberlega leyfð á ný.
Allt benti þannig til þess, að
griska gyðjan Evrópa myndi
verða eins konar leiðarvísir að pa-
radís fyrir Pólverja og fleiri aust-
an tjalds. En í eðlislægu andleysi
sínu tóku aðalritarar upp þessa
góðu hugmynd og skældu hana að
eigin fyrirmynd. Loks ákvað Gor-
batsjov að Evrópa væri hús (trú-
lega skrifstofúbygging). I ffam-
haldi af þvi vaknaði spumingin
um veðlán í „húsinu Evrópa“ og
önnur pappírsmál byggingar-
nefndar, sem rædd vora á leið-
togafundum - og verður svo um
hríð. Á meðan breyttist veðskuld
Sovétrikjanna í þessari sérstöku
byggingu i óafturkræft lán, nýjar
rúblur verða prentaðar og síðan
stærstu seðlamir teknir úr gildi
aftur, eftir að lýðurinn hefur safn-
að þeim í ríkum mæli.
Greiðfærast var leið Austur-
þjóðveija til Evrópu. Þeir slepptu
öllum útúrkrókum á gríska goð-
sögustaði, og rússnesk húsagerð-
arlist finnst þeim fánýti eitt sem
varasamt væri að fjárfesta í. Eflir
að hafa bograð við það í fjöratíu
ár að njósna hver um annan á laun
(og fimmti hver einnig fyrir ein-
hver laun) þá skálmuðu þeir bein-
ustu leið yfir landamærin og létu
greipar sópa í sjálfsafgreiðslu-
versluninni Evrópu - sem þeir
kalla einnig Aldi og öðram búðar-
nöfhum.
Þannig era leiðimar úr austri
til Evrópu allbreytilegar, en engar
liggja þó eftir sígildum hug-
myndafræðilegum stigum: Það er
ekki hin kapitalíska Evrópa sem
sóttst er eftir, og köld markaðs-
hyggjan veldur einungis viðbjóði
og klígju hjá ferðalöngum úr
austri. Eini galli vestræna gósen-
landsins í augum þeirra er reyndar
markaðslögmálið.
Leiðimar úr austri til Evrópu
era varla pólitískar, nema þá í
skilningi lýðhyllisstefhunnar. Þó
sumir ferðalanga séu með „frelsi
og lýðræði" á vöranum, þá meina
þeir með því tali einungis nýmóð-
ins neyslu og möguleika á að
velja sér eigin reddara í harkinu.
Helmut Kohl var slíkur fulltrúi
smælingjapólitíkur og fyrir-
greiðslu í augum Austur- Þjóð-
veija, en nú þykir hann ekki nógu
iðinn í reddingunum lengur, og
svipast menn um eftir öðram „rik-
um frænda í vestrinu" sem er enn
örlátari.
Langsamlega fjölfömust er
svokölluð „Klondike trail“ eða
gullgrafaraslóð, sem endar þó
jafnan í óþrifalegustu og verst
borguðu störfum viðkomandi
landa. Samt var illa borguð vinna
í „harðri mynt“ gulls ígildi þegar
heim var komið. Allan níunda
áratuginn vora fimm miljónir Pól-
veija á „Klondike trail“ um allan
„Það er ekki hin kapitaliska Evrópa sem sóttst
er eftir, og köld markaðshyggjan veldur einungis
viðbjóði og klígju hjá ferðalöngum úr austri.
Langsamlega ijölfömust er svokölluð
„Klondike trail“ eða gullgrafaraslóð, sem endar
þó jafhan í óþrifalegustu og verst borguðu störf-
um viðkomandi landa.“
heim. Tæplega ein miljón hefur
komið sér endanlega fyrir í Vest-
ur-Evrópu, en einnig í Kanada,
Ástralíu, Formósu og alls staðar
þar sem þeir fengu að vera.
En einnig nýjar verslunarleið-
ir farandsala landa í milli opnuð-
ust úr austri. Riðu Pólverjar fyrst-
ir á þetta vað eins og önnur.
Gömlum skartgripum og fögram
munum ffá aðalbomum og borg-
aralegum tímum var stungið niður
í tösku ásamt pólskri landbúnað-
arvöra og öðrum niðurgreiddum
vamingi og það selt á svarta
markaðnum einhvers staðar í
Vestur-Evrópu. Allir Pólveijar
hafa heyrt talað um Mexíkótorgið
í Vínarborg og margir komið
þangað, þó enginn viti hvar óper-
an er og hafi jafnvel aldrei heyrt
minnst á Prater. Flóamarkaðurinn
í Vestur-Berlín var kallaður Pól-
veijamarkaður, enda réðu þeir þar
markaðslögmálinu um tíma.
Nú koma rússneskir verka-
menn sem ferðamenn eða í einka-
heimsóknir til Póllands, vinna hjá
bændum, byggingafyrirtækjum
og í allskyns óþrifalegum störfúm
og hafa upp rússnesk árslaun á
tveim mánuðum. Samt era þeir
meðal hinna lægst launuðu í Pól-
landi - fá um það bil þriðjung
meðallauna þar. Þeir era auk þess
réttindalausir og illa séðir af
pólskum verkamönnum, enda
keppinautar um alltof takmarkaða
vinnu. I öllum pólskum borgum
hafa auk þess sprottið upp „rússa-
markaðir“, þar á meðal á stærsta
toginu í Varsjá, þar sem þeir
höndla með allra handa notað og
nýtt, „stolna muni og mútumuni“
sem og ærlega keypta vöra.
Nú þurfa Pólveijar ekki eins
nauðsynlega að ferðast langt til að
kaupa ódýrt nauðsynjar og skran.
Zlotinn er sterkari en rúblan og
vídeótækjaeign Pólveija sam-
bærileg við það sem gerist meðal
ríkustu þjóða. í smábæ í Póllandi
með 30 þúsund íbúa er yfirleitt
ekkert pósthús starfhæft, en að
minnsta kosti fimm vídeóleigur
með vaxandi viðskipti. Mikilvæg-
ustu eiginleikar Evrópu flytjast
sem sé hægt og hægt til austurs í
hafúrteski gullgrafaranna lægst-
launuðu. Fyrir um tíunda hluta
íbúanna er sú þróun þó alltof hæg-
fara og ótrygg. Þeir leggja land
undir fót - eftir „gullgrafaraslóð“
- áleiðis til gömlu Evrópu. Síðasta
áratug 20. aldarinnar verða því að
minnsta kosti 25 miljónir Sovét-
borgara á faraldsfæti á þessum
slóðum, rétt eins og Pólveijar og
fleiri á undan þeim og Tyrkir þar
áður. Þó fer fjöldinn greinilega
vaxandi og þrengslin á svarta
markaðnum aukast óbærilega.
Skoðanir á því hvað Evrópa
sé, hvað hafi gildi og hvað beri að
varðveita, era mjög mismunandi,
enda hafa þeir austantjalds jú ver-
ið lengst fjarverandi og til dæmis
enginn Rússi lengur á lífi, sem
man evrópska tíma.
Þó allar leiðir úr austri liggi til
Evrópu er greinilegt að þær enda
á ólíkum stöðum. Trúlega meina
menntamenn Austur-Evrópu lýð-
ræðið, stjómarherrar nýtt skrif-
stofúhúsnæði eða peningaprent-
smiðjur, en allur þorrinn meinar
frelsið til að prútta á markaðstorg-
inu og til að undirbjóða verkafólk
á Vesturlöndum og vinnulöggjöf
þess.
Yngsti forsætisráðherrann
N
ý ríkisstjórn hefur verið
mynduð í Finnlandi, en frá-
farandi ríkisstjórn sagði af sér
eftir ósigur helstu stjórnar-
flokkanna, jafnaðarmanna og
hægriflokks, í þingkosningun-
um 17. mars. Forsætisráðherra
í nýju stjórninni er Esko Aho í
Umsjón:
Dagur
Þorieifsson
Miðflokknum, sem vann mik-
inn sigur i kosningunum.
Auk Miðflokksins era í nýju
stjóminni Sameiningarflokkur-
inn, eins og hægriflokkur Finna
heitir, Sænski þjóðarflokkurinn
og Kristilegi flokkurinn. Aho er
36 ára og hefur yngri maður aldrei
verið forsætisráðherra Finnlands.
Þetta er fyrsta Finnlands-
stjómin í aldarfjórðung, sem
vinstrifiokkar era ekki í.
&
félag
bókageröar
ma/ ta
Aðalfundur
Félags bókagerðarmanna verður haldinn mánu-
daginn 29. apríl kl. 17.00 að Hótel Holliday Inn
(Hvammi).
Dagskrá: Samkvæmt gr. 9.3. í lögum félagsins.
Félagar mætum vel og stundvíslega.
Stjórn Félags bókagerðarmanna.
Almennur félagsfundur
Almennur félagsfundur verður
haldinn að HVERFISGÖTU 105
mánudaginn 29. apríl kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Kosning
uppstillingarnefndar vegna
aðalfundar.
2. Stjórnmálaviðhorfið -
almennar umræður.
Frummælandi Svavar Gestsson
alþingismaður. Til hægri eftir
vinstri sigur - af hverju?
3. Önnurmál. StjórnABR
Svavar
Sigurhátíð
G-listans í Reykjavík
verður haldin í Risinu, Hverfisgötu 105
n.k. þriðjudagskvöld.
Húsið opnar kl. 21:00
Ávörp - skemmtiatriði - snarl og dans.
Allir stuðningsmenn hjartanlega velkomnir.
G-listinn í Reykjavík