Þjóðviljinn - 27.04.1991, Page 9

Þjóðviljinn - 27.04.1991, Page 9
Drap markaðurinn pólitíkina? í tilefni helgispjalls eftir Matthías Johannessen Matthías Johannessen skrif- aði Helgispjall í blað sitt á kjör- dag og fjallaði það um örlög flokkanna. Inntak spjallsins var í rauninni það, að allir flokkar (í fjórflokkinum svonefhda) ættu bágt, nema Sjálfstæðisflokkurinn. Vegna þess að allir hefðu orðið að gefa upp á bátinn þann hug- myndagrundvöll sinn sem gekk þvert á markaðsbúskap. Nú er kalt í kjallaranum Framsóknarflokkurinn, segir þar, á um sárt að binda, vegna þess að samvinnuhugsjónin er rokin út í veður og vind og SIS ffændi líka. Sósíalistar glötuðu sinni hugsjón, stendur þar, vegna þess að hún var einkum höfð til herfilegra verka í Sovétríkjunum og víðar. Alþýðuflokksmenn hafa horfið frá sinni bamatrú á ríkisbú- skap og þjóðnýtingu. Með öðmm orðum: allir verða að gera út á markaðsbúskap „einsog aðrir“. Eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf gert. Einn er sæll meö sig Sá er boðskapur Matthiasar að Sjálfstæðisflokkurinn megi einn vel sínum hlut una. Hann „er eina íslenska þjóðfélagsaflið sem ávallt hefur boðað markaðsbú- skap. Hann hefur einn íslenskra stjómmálaflokka trúað því að samkeppnin skili sér i hagstæðara verði til neytenda“ (upphaf Helgi- spjalls er reyndar Morgunblaðs- firétt um verðstríð milli Hagkaups og Bónusverslana). Þetta er allt nokkuð ffóðlegt til skoðunar. En myndin er afskaplega mik- ið einfolduð. í fyrsta lagi er það einfoldun að gera markaðslögmál eða ekki markaðslögmál að meg- ingrundvelli allra íslenskra stjómmálaflokka. Þótt svo menn hafi haft mismunandi afstöðu til þess hvemig taka bæri á afleið- ingum þeirra lögmála. Sem em mun víðtækari og þverstæðufyllri en sú óskmynd, að tveir risar í verslun slást með þeim afleiðing- um að verð á allskonar pakkavör- um lækkar um tíma. Það er meira að segja mjög gróf einföldun hjá Matthíasi að segja að „marxistar" hafi hatast við markaðinn „lengur en elstu menn muna“. Marx karl- inn söng markaðnum mikið lof og taldi honum fylgja framsókn mikla út úr miðaldasamfélagi. Og ef við tökum undir okkur stökk hingað í tímanum: sagnfræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að á fimmta tug aldarinnar hafi Sósíalistaflokkurinn hér verið mun nær markaðshyggju en Al- þýðuflokkurinn, sem var þá mjög ríkistrúaður. Og á hinn bóginn hefur Sjálfstæðisflokkurinn stað- ið að margskonar opinberum um- svifum í atvinnulífi og verðlags- málum sem ekki falla undir al- fijálsan markað. Áætlanatrúin Hinar hreinu línur eru sjald- séðari miklu en hér er látið í veðri vaka. Þótt það sé svo ekki nema rétt, að trú á áætlanimar miklu hefur hrakað með vinstrisinnum á undanfomum misserum. Ekki síst trú á altæka áætlun, sem hunsaði þau skilaboð sem markaðurinn einn getur sent um eftirspum og síhvikular þarfir. Hitt er svo áfram verkefni áætlanasinna og meira að segja „ríkishyggju“ að leggja á ráðin um nýtingu auðlinda með þeim hætti að ekki komi til rányrkju og skertra lífsmöguleika komandi kynslóða. Markaðslögmálin hafa verið treg á að gefa svör við því hvemig þau mál bæri að Ieysa. Þau sleppa lausri þeirri vofu sem nú gengur ljósum logum um heiminn og kalla má „vofu hinnar óheftu neyslu" og heimtar með nokkurri frekju af hverjum og einum að hann geri sér markaðinn að leiðtoga síns lífs, hvað sem fé- lagslegu ranglæti líður. Flokkur sem breyttist Samkvæmt. þeirri pólitísku lýsingu sem Matthías dró upp í sínum pistli er Sjálfstæðisflokk- urinn sæll vegna þess að hann hafi ekki þurft að breyta sér. Það er heldur ekki rétt. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur þurft að læra sína lexíu eins og aðrir. Vel- ferðarkerfið (sem Matthías vill endilega kenna við „borgaralega mannúðarstefnu“) er ekki til orð- ið fyrir ffumkvæði Sjálfstæðis- fiokksins. Fmmkvæðið kom ffá verklýðshreyfingunni og fiokkum sem af henni spmttu. Sjálfstæðis- flokkurinn þybbaðist gegn ýms- um áföngum í velferðamppbygg- ingu lengur eða skemur, hvort sem um var að ræða vinnutíma, orlof, dagvistarmál, atvinnuleys- isbætur eða annað. Ef að ein- hverskonar þjóðarsátt ríkir um þessa hluti núna, þá er það vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur áttað sig á því, það var hvorki skynsamlegt né líklegt til fylgis að þrjóskast við endalaust: Getir þú ekki unnið andstæðing- inn, skaltu slást í för með honum. Allir keppa aö því sama? Niðurstaðan er svo sú, að „all- ir flokkar eiga einhveija aðild að“ félagshyggju“, eins og ritstjóri Morgunblaðsins tekur reyndar sjálfur fram í sínum pistli. Um leið og „sjálfstæðismenn verða að deila markaðshyggjunni með öðr- um“ eins og segir í sama pistli. Nokkuð til í því. En em þá allir á einum og sama báti og kannski eins gott að allir gangi í Sjálf- stæðisflokkinn og brúki hann sem hinn „eðlilega vettvang mála- miðlana“? I helgispjallinu segir: „Svo virðist sem allir keppi að því sama: frelsi einstaklingsins i samkeppnisþjóðfélagi dugandi markaðar og mannúðlegu um- hverfi vonar og velferðar“ Svo gæti virst sem við væmm kominn inn í þann besta heim allra heima. Paradís samræmisins í nánd. Allt að því blygðunarefni þegar við stöndum í svo fögm Árni Bergmanm ljósi að minna á það, að stjóm- málamenn keppa (meðal annars) að völdum. Þau em magnaðasti vímugjafi sögunnar og sá lævís- asti. Sundurhólfun heimsins Allir þurfa að hugsa sín dæmi upp á nýtt á okkar dögum. Til dæmis var það hæpið mjög að hólfa heiminn í sundur í frjálsan og ófrjálsan, kommúnískan eða kapítalískan, eins og menn gerðu hver með sínum formerkjum. Og byggðu þá á einhverjum einum þætti í samfélagsgerðinni (einna helst rekstrarformi fyrirtækja og eignarhaldi á þeim). Hvert þjóð- félag á sér frávik og sérkenni sem setti spumingamerki við tvískiptingu eða þrískiptingu heimsins. Marsbúum í heimsókn hefði þótt af því að skoða daglegt líf fólks miklu minni munur á Tékkóslóvakíu (fyrir byltingu Havels) og t.d. Portúgal þótt þessi lönd ættu að heita hvort í sínu kerfi, en á Tékkóslóvakíu og t.d. Norður-Kóreu, þar sem ríkir eins- konar konungserfðakommún- ismi. Minni munur á „sósíalísku“ Ungverjalandi og Islandi en Is- landi og öðru „kapítalísku" ríki, svo sem Chile. Tveir þættir togast á I stað þeirrar sundurhólfunar sem áður var á minnst, þar sem tiltekinn þáttur í skipan efnahags- mála er látinn dæma ríki og sam- félög til „frelsis" eða „ófrelsis“, „framfara" eða „afturhalds", er að eflast með mönnum sú afstaða, að skást sé að þjóðfélög njóti góðs af sæmilega frjóu samspili tveggja þátta. Þessir þættir eru ekki endi- lega kenndir við sósíalisma og kapítalisma (þótt sumir geri það). Heldur við félagshyggju og ein- staklingshyggju eða frjálshyggju. I kringum félagshyggjuna raða sér áherslur á félagslegt öryggi og samhjálp, aðgerðir til jöfhunar lífsgæða, einstaklingshyggjan tengir við sig hugtök eins og at- hafnafrelsi, sjálfstæðan þroska einstaklinga og annað þessháttar. Þættimir tveir eru ekki og geta ekki verið í hinu æskilegasta jafn- vægi, hagsmunir og eðlisfar manna stefna hveijum og einum meir út í annanhvom strauminn. Og þá sjá þeir sem óttast ofurvald félagshyggju í henni hættur á lamandi forsjárhyggju, stöðnun og sníkjulífi. En félagshyggju- menn draga það ffam að frelsið og samkeppnin hafi hneigð til að verða fyrst og síðast frelsi hinna ríku, yfirgangur hinna sterku, til- litsleysi við þá verst settu og svo við hina ófæddu. Engin endanleg svör Það em þessir þættir tveir og samspil þeirra sem vísa þvi sífellt til okkar, hvem hlut við viljum kjósa okkur. Valkostimir em ekki merktir einskonar sæluríki eða helvíti á jörðu eins og var áður í vitund manna. Dramatíkin dottar. Það er meira spurt um áherslur en einhveija endanlega lausn; end- anlegar lausnir em komnar út af borðinu, eða þá aftur heim til guðfræðinnar. En þó nú þessi staða eins og togi menn nauðuga og viljuga að einhverskonar miðju í samfélaginu, þá er þessi „miðja“ aldrei fundin í eitt skipti fyrir öll. Hún er alltaf að færast til. Við munum takast á um það hvar hún verður. Stjómmálin em hreint ekki dæmd til að deyja út í leiðindum kyrrstöðunnar. Ekki frekar en við sjálf viljum. Laugardagur 27. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.