Þjóðviljinn - 27.04.1991, Page 11

Þjóðviljinn - 27.04.1991, Page 11
Út með sprokið. Morrison handtekinn á tónleikum í New Haven 1968. The Doors sló í gegn með fyrstu plötu sinni sem ber nafn hljóm- sveitarinnar og selst ár hvert í gíf- urlegu upplagi. Light My Fire, þekktasta lag þeirra, rauk í efsta sæti vinsældalistanna. Lagið var þó ekki nema að takmörkuðu leyti samið af Jim Morrison. A eftir fylgdu geysivinsælar plötur: Strange Days, An American Prayer, Morrison Hotel og LA Woman. Afengis- og fíkniefhaneysla Jim Morrison jókst i réttu hlutfalli við vinsældir hljómsveitarinnar. Hann hafði svo kynngimagnaða sviðsframkomu að sumir tónleik- ar sveitarinnar fóru fram í einni allsheijar múgsefjun. Og alltaf sökk hann dýpra og dýpra. Flest- um ber saman um að botninum hafi verið náð á hljómleikum í Miami 1969, þar sem hann tætti af sér fotin og var dreginn fyrir dómstóla en slapp með væga refs- ingu fyrir klúrt orðbragð og ósið- lega framkomu. Upp úr því hætti The Doors að koma fram á hljóm- leikum. Kraftar Jim Morrison voru á þrotum og upptökur á plöt- um sveitarinnar miklum vand- kvæðum bundnar vegna óreglu hans. Sá sem þessar línur ritar var staddur í New York vegna opna skákmótsins þar fýrir ári síðan, og keypti litla bók með nokkrum ljóðum sem Jim hafði safnað saman frá unglingsaldri. A leið- inni heim vildi svo til að sessu- nautur minn var nákunnugur Jim Morrison. Hann var á leið yfir Atlantshafið ásamt hljómsveit sinni The Califomian Ear Unit og það var margt skrafað um Jimbo, eins og vinir hans kölluðu hann. Þessi maður var á þeirri skoðun sem viðar hefur komið fram að ljóðskáldið Jim Morrison hafi óvart hafnað í líkama rokk- stjömu, leikið hlutverk sem hent- aði honum ekki alls kostar og goldið fyrir með lífi sínu. Þið emð að drekka með nr. 3 Árið 1970 létust tvær af skær- ustu stjömum bandariska rokks- ins Jimi Hendrix og Janis Joplin. Athyglisverð lýsing er gefin á Janis Joplin í viðtalsbókinni „A Gljúffasteini“ þar sem Edda Andrésdóttur ræðir við Auði Lax- ness:“...við hittum einu sinni söngkonuna Janis Joplin á Hotel 3 Falke í Kaupmannahöfn. Við sátum í dagstofunni að horfa á sjónvarp, þegar inn kom alveg rosaleg stúlka. Þessi aumingja stúlka dó innan við þrítugt, yfir- buguð af frægðinni eins og Lóa í Silfurtunglinu." Það er niðurslaða flestra að Jim Morrison hafi ekki ráðið við ffægðina. Dauði hans bar þó við með nokkuð öðrum hætti en hinna tveggja. Leynt og ljóst vann hann að sjálfstortímingu, þið sitið að sumbli með nr. 3, sagði hann stundum við drykkjubræður sína. Svanasöngurinn - LA Woman Síðasta plata The Doors kom út í ársbyrjun 1971. Þrátt fyrir mikla erfiðleika við upptökur fékk platan feiknagóðar viðtökur. Og ekki brást Jim í titilllagi plöt- unnar, LA Woman, sem hlýtur að kallast svanasöngur hans. Kraft- mikið rokkið nær ekki að breiða yfir æpandi einsemdina og ör- væntinguna sem má lesa út úr hverri línu. Eg ber niður í miðju ljóði sem er sett fram nokkum veginn eins og Jim Morrison skildi við það í handriti. I seeyour hair is burning Hills are filled with fire If they say I never loved you You íaiow they are a liar Drivin down your freeways Midnight alleys roam Cops in cars the topless bars Never saw a woman so alone So alone (2) So alone - lone Lone So alone Motel MoneyMurder Madness Lets change the mood from glad to sadness Mr. Mojo Risin (4) Keep on risin Gotta keep on risin Risin ’ risin ’ Mr. Mojo risin er Jim sjálfúr, stöfunum í nafni hans raðað uppá nýtt. Franska skáldið og undra- bamið Arthur Rimbaud var hetja Jim Morrison. Uppreisnarseggur í húð og hár, setti sig gegn öllu yf- irvaldi þ.á.m. skóla og móður, en faðir hans yfirgaf fjölskyldu sína þegar Rimbaud var bam að aldri. Hann samdi sín bestu ljóð á aldr- inum 17 til 19 ára og hætti svo, hann var í félagskap með alræmd- um dröbburum og ýmsum óheillakrákum. Aðdáendur skáldsins reyndu að fá hann að skrifpúltinu affur en hann leit á verk sín og sagði: Fráleitt, heimskulegt, viðbjóðslegt. Þó var hann eitt áhrifamesta skáld Það var eins og eitthvað kveldi hann. Jim Morrison sást sjaldan brosa. Frakka á 19. öld. Hann hélt út í hina svörtu Affíku, stundaði þar vopnasmygl og samkvæmt sum- um heimildum - þrælaverslun, lifði ótrúlega sukksömu lífi og gaf upp öndina 37 ára gamall. Það er athyglisvert og skemmtilegt að bera saman sum ljóð Jim Morri- son og Rimbaud: Á bláu sumarkvöldi A bláu sumarkvöldi við klettajjallsins rætur/ um kjarrið eftir troðningi grónum einn ég sveima;/ i draumi finn ég gróður- mold gljúpa mér við fæturj og gegnum hár mitt blaktandi lœt ég vindinn streyma. Um ekki neitt ég hugsa, og ekki neitt ég lala;/ en ástin hefur slegizt iför með sálu minni;/ sem tatari ég reika langt í burtu i sum- arsvala/ jafn sœll og sá sem gengur með unnustu sinni. (Þýðandi: Helgi Hálfdánar- scm) Og geta má sér til um að sumt af því hann lét frá sér fara hafi half miður heillvænleg áhrif á óharðnaðan ungling: Nú er vaka. Veitum viðtöku öllum lindum orku og sannrar blíðu. Og um sólarupprás komum við vopnuð eldlegri þolinmæði inn i glæsilegar borgir. Hvað var ég að tala um vin- arhöndi Mikill kostur er það, að ég get hlegið að fornum lygiást- um og slegið sneypu þessa Ijúg- fróðu elskendur, - ég hef séð viti kvennanna i neðra - og mér mun verða leyft að ná valdi á sann- leikanum i sál og likama. (Úr árstíð í víti - Þýðandi: Jón Óskar) París 1971 Það getur varla verið tilviljun að Jim Morrison valdi París sem áfangastað þegar hann yfirgaf Los Angeles til að taka sér „langt frí“ að loknum upptökum á LA woman. París var endastöðin. Þar höfðu flestir áhrifavaldar í lífi hans dvalið í lengri eða skemmri tíma, harmrænar persónur sumar: Rimbaud, Baudelaire, Van Gogh, Gaugin, Céline, Picasso, Oscar Wilde, „glataða kynslóðin" með slarkhetjumar Hemingway og Scott Fitzgerald i broddi fylking- ar, bölsýnu ljóðaskáld millistríðs- áranna, hin áfenga heimspeki Je- an Paul Sartre, Simone de Beau- voir og Albert Camus hefur áreið- anlega togað í hann og söngfúgl- inn Edit Piaf. Hann kom til Parísar í mars- byijun 1971 og lést þar 3. júlí sama ár að öllum líkindum vegna heróininntöku. Hann sem eitt sinn var fagur eins og grískur guð var gjörsamlega útbrunninn. Ahrínis- orðin höfðu ræst. Ekki er vitað til þess að nokk- ur hafi reynt að stöðva Jim Morri- son í sjálfseyðingu sinni, þvi var nú einu sinni svo farið að hann stundaði lífstíl sem virtist til- heyra. En trymbillinn í Doors, John Densmore, er sakbitinn þeg- ar hann birtir bréf til Jim Morri- son látins í bók sinni Riders on the storm:“Hvenær gastu snúið tilbaka Jim? Ég verð að vita það vita því enn ber ég klyfjar sektar.“ Éftir brottför Jim Morrison fóru af stað ýmsar kviksögur sem hafa reynst æði lífseigar. Ein var á þá leið að hann hefði fylgt í fót- spor Rimbaud og látið sig hverfa til Afríku. Hvað sem því líður, þá liggur fyrir að löngu áður en hann lést talaði hann um Iáta sig hverfa af sjónarsviðinu og hafa samband undir dulnefninu í LA Woman. Heimildir og helstu tilvitnanir: Riders on the Storm - John Den- smore Jim Morrison Dark Star - Dylan Jones No one Gets out here Alive — Jerry Hopkins og Danny Suger- man Wilderness. Jim Morrison’s Lost Writings Rolling Stone - tímarit Time - tímarit í grænu kránni. Ljóð Arthur Rimbaud - Á hnotskógi. Þýðing- ar: Helgi Hálfdánarson Á Gljúfrasteini - Edda Andrés- dóttir ræðir við Auði Laxness Inseln almanakið 1908 - Stefán Zweig Úr árstíð í viti - Ljóðastund á Signubðkkum. Þýðingar: Jón Óskar Fyrirsögn cr fengin með góðfús- lcgu leyfi Sigurðar Pálssonar Laugardagur 27. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.