Þjóðviljinn - 27.04.1991, Blaðsíða 13
Horft til framtíðar
Vetni notað á
einkabíl
Á vegum fyrirtækisins Is-
lenskar vélar h/f verður fljótlega
hafist handa við þróun fyrsta ís-
lenska vetnisbílsins. Gert er ráð
fyrir að hann komist á götuna
með haustinu. Það er Steinar
Harðarson tæknifræðingur sem
stjómar verkinu.
Þama er fyrst og ffemst um að
ræða uppsetningu þekktrar tækni.
Aðalverkefnið er að koma fyrir til
viðbótar við venjulegan elds-
neytistank sérstökum geymi, sem
inniheldur málmblöndu títans og
jáms í duftformi. Málmduft þetta
sýgur í sig vetni og þannig er auð-
velt að fylla tankinn vetni og
geyma án sprengihættu. Þessi sér-
staki eldsneytistankur eykur
massa biffeiðarinnar um 200 kg.
Þrefalt öryggiskerfi er til
vamar hvers kyns gasleka. Við-
brögð og aksturseiginleikar bif-
reiðarinnar eiga að verða hliðstæð
því sem um bensínbíl væri að
ræða.
Gert er ráð fyrir samvinnu við
Áburðarverksmiðju ríkisins um
útvegun þessa nýja eldsneytis, en
þar er það framleitt sem hráefhi í
áburð.
Ef vetni kæmist í almenna
notkun, má nú þegar fá biffeiðar
ffá ffamleiðendum í Þýskalandi
sem bæði em hannaðir fyrir vemi
eða bensín.
4 Vetnistankur
5 Sla fyrir vetnisrás
6 Þrýstijafnari
7 Einstreymisloki
8 Stilliloka vélar
9 Bein innspýting vetnis
10 Bein innspýting fyrir bensln
11 Varmaskiptir útblásturslofts með stilliloka
12 Rafeindastýribúnaður vélar
13 Loftdæla I tengslum við varmaskipti
14 Loftræsting tankarýmis
15 Loftræsting farþegarýmis
Rafbraut á
Reykjavíkur-
svæöið
Á tímum hraðans og nútíma-
þæginda hlýtur að vera skynsam-
legra að ferðast áreynslulaust á
milli þéttbýlisstaða á Stór-
Reykjavíkursvæðinu með ný-
tískulegri rafbraut en að bæta
endalaust við hraðbrautum til að
fylla af bílum með einn mann
innanborðs hver. Hin stóra spum-
ing hlýtur því að vera hversu
kostnaðarsamt slíkt kerfl væri
fyrir svæðið.
Ég hafði því samband við
stórt og virt fyrirtæki á þessu
sviði í Bem, Sviss, von Roll tran-
sport systems, sem var nú síðast
að setja upp einteinungskerfi fyrir
Sydneyborg í Ástralíu. Forsend-
umar vora þessar:
50 kílómetrar teina, 10 aðal-
stöðvar, 20 sjö vagna lestar, sem
ferðast að meðaltali á 60 km
hraða á klukkustund. Gert var ráð
fyrir að hið erlenda fyrirtæki sæi
um öll tækniatriði, svo og upp-
semingu.
Niðurstöðutölur þeirra vora
að slíkt kerfi mundi kosta um 10
miljarða króna.
Hins vegar tóku þeir ffam að
alls konar samstarf við innlenda
aðila
(t.d. verkefnalausar skipa-
smíðastöðvar) um ýmsa þætti
smíðinnar, svo og innlend tækni-
þekking mundi að sjálfsögðu geta
lækkað þessar tölur veralega.
Þama gæti því verið um nýja
tækni að ræða í landinu, sem um
leið gæti verið atvinnuskapandi.
„Enginn gerir stærri mistök en sá
sem telur sér trú um aö hann geti ekkert gert“
Forslða Umhverfismálablaðs framhaldsskóla
í vikunni barst mér umhverfis-
málablað ffamhaldsskólanna 1991,
Eitt eilífðar smáblóm. í því er að
finna greinar og viðtöl um umhverf-
ismál og er unnið í samvinnu við
verkefhisstjóra norræna umhverfis-
ársins, Bjöm Guðbrand Jónsson.
Blaðinu er dreift í ffamhaldsskóla
um allt land og er það hið þarfasta
ffamtak.
Sá hópur ungs fólks, sem er að
vakna til vitundar um hlut umhverf-
ismála í ffamtíð sinni fer vaxandi.
Þetta unga fólk er í senn von okkar,
sem höfum messað fyrir daufum eyr-
um landans í 20 ár og eins hinna, sem
yngri eru. Vettvangurinn er í senn ís-
lenskur og alþjóðlegur.
Þótt landinn hafi í áravís látið sér
í léttu rúmi liggja hvað er að gerast
úti í hinum stóra heimi, snerta þessi
risavöxnu vandamál okkur meira og
meira með hveiju árinu. Við erum öll
hluti af sama vistkerfinu. Enn um
hríð virðist þó trúin á smáskammta-
lækningamar og plástra á vandamál-
in vera efst á baugi á meðal íslenskra
ráðamanna.
Það er hins vegar ekkert annað
en róttæk hugarfarsbreyting, sem
verður að eiga sér stað. Á henni örl-
ar einmitt í Smáblóminu:
,Jín sé okkar heimur skoðaður í
sögulegu ljósi er þar víða pottur brot-
inn og hagsæld okkar byggir að
verulegu leyti á vansæld annarra.
Þróunarlöndin eru í vítahring
sem þau ráða ekki við. Þau eru að
sligast undan lánum, vöxtum og
vaxtavöxtum. Þau em senn í hag-
ffæðilegri og vistffæðilegri kreppu.
Oft á tíðum eru það einræðisherrar
sem veðsetja þjóð sína í alþjóða-
bönkum (í eigu iðnríkja), en auramir
eru síðan notaðir í verkefhi sem
tryggja stundarhagsmuni valdhaf-
anna. Dæmi um þetta er gifurlegur
hemaðarkostnaður, sem hefur það að
markmiði að halda niðri keppinaut-
um.
Gengið er með rányrkju á nátt-
úruauðlindir og dugar vart fyrir af-
borgunum. Þessar auðlindir eru
margar hveijar endumýjanlegar ef
rétt er með farið og flest gætu ríkin
þróað sig uppúr fátæktinni ef skulda-
byrðinni væri aflétt og fjármagninu
væri vanð til skynsamlegri verk-
efha.“ (Ur grein Lofts Jónssonar, Að
hafa veröldina að láni)
,Áþreifanlegast allra umhverfis-
mála er e.t.v. sorp og upphleðsla
þess. Hver og einn er þátttakandi í að
bæta sífellt við sorpfjallið mikla. En
sorp er bara hráefhi á vitlausum stað.
Eins og fyrirkomulagið er í dag, er
farið með allt rusl á hauga, þar sem
það gromar í friði. Það er fáránleg
sóun á dýimætu hráefhi, þvi 80%
þeirra efha, sem berast ffá heimilun-
um eru endurvinnanleg. Annaðhvort
sem hráefni til vinnslu eða eldsneyti.
Þar að auki menga haugamir með
næringarefnum, sem geta valdið of-
auðgun, og ýmis konar eiturefhum.
Þeir menga ekki aðeins næsta ná-
grenni, þvi eitrið getur borist í grunn-
vam, og með því langar leiðir." (Ur
grein Guðrúnar Vilmundardóttur,
Enginn gerir stœrri mistök en sá sem
telur sér trú um að hann geti ekkert
gert.)
Vatn
Vatnið glitrar af oliu
hún teygir sig upp á bakkann.
Vatnið, lifsins þorstabnmnur,
óhreint, óhreint, óhreint,
-hvar er hreina lindin ?
Vamið, okkar helga lind,
frosinn drullupollur.
Álög manna á náttúruauð,
eyða lífsins neista.
-Hveijum skal um kenna ?
Álfkona steig út úr steini,
snart jörðu með teini.
Álög skulu rísa
á eyju fjalla og ísa.
-Hverfþú lind !
Einn ég stóð og horfði,
horfði á landið,
þar sem eitt sinn var vam.
Vatnið sem ég ungur drakk
fyrir langa löngu. ,
-Horfið að eilífu.
-Hvað er til bjargar ?
Signý Óskarsdóttir.
EinarValur
Ingimundarson
Laugardagur 27. apríl1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13