Þjóðviljinn - 27.04.1991, Page 16
Ávarp
í tilefni
alþjóðadags
dansins
29. apríl 1991
Dansinn er elsta tjáningar-
form mannsins. Hann dansaði í
takt við hljómfall náttúrunnar,
þytinn í tijánum og öldunið hafs-
ins. Þörfín til að tjá sorg og gleði,
ást og athafnir í dansi hefur fylgt
manninum frá upphafí. Hann
dansaði á vorin til dýrðar nýju lífi,
hann dansaði þakkardans á haust-
in fyrir góða uppskeru. Frá fæð-
ingu til dauða átti hver merkisat-
burður í lífi mannsins sér dans.
Dansinn hefur ávallt verið rík-
ur þáttur í lífi mannsins og menn-
ingu þjóða. En hvemig hlúum við
að þessari eðlislægu hvöt manns-
ins. Erdansinn ekki jafn nauðsyn-
legur nútímamanninumsemskap-
andi afl og hann var í bemsku
mannkyns? Hver er staða dansins
í okkar listmenningu? Um þessar
mundir stendur yfir Listahátíð
Æskunnar dagana 20. til 28. apríl
og það er mikið ánægjueíhi að
daglega er framin danslist með
bömum á ýmsan hátt á mörgum
stöðum í Reykjavík.
Hreyfing og dans er heillandi
tjáningarmáti, sem á sér ótak-
markaða túlkunarmöguleika í
formi og myndum. Hann á sér
engin landamæri og segir meira
en orð fá lýst.
A síðari ámm hefúr athygli
manna sem láta sig varða uppeldi
bama beinst í æ ríkara mæli að
þörf bama til að sameina hreyf-
ingar og tilfinningar til samskipta
við umhverfi sitt. En því miður
hafa ekki öll böm jöfn tækifæri til
dansupplifunar og að þroska með
sér skapandi hæfileika í dansi.
Hingað til hafa einungis þau böm
sem hafa félagslegan og siðferðis-
legan stuðning í sínu nánasta um-
hverfi slík tækifæri og þá í sér-
skólum.
Nú hefur menntamálaráðu-
neytið með sinni menningarstefnu
gefið okkur nýja framtíðarsýn í
uppeldi bama með eflingu list-
kennslu í skólum. Vonandi fáum
við möguleika til að varðveita og
þroska þá náttúrulegu hreyfigleði,
sem í baminu býr en umhverfið
heftir oftast í uppvexti þess. Bam-
ið verður að fá hvatningu og þjálf-
un í að skapa og tjá sig um það
sem á vegi þess verður, og sá vett-
vangur sem gæti gefið öllum
bömum jafnan möguleika til
þroska á sviði dansins í tengslum
við raunveruleika þeirra, samfé-
lagið og aðra listsköpun, era
gruxmskólamir.
Nanna Ólafsdóttir,
formaður Félags
íslenskra listdansara
wmÆZiiSií'iMiBlmCS:
Framhaldsskólinn í
Austu r-Skaftafel Issýsl u
Framlengdur er umsóknarfrestur um áður
auglýstar stöður við skólann næsta skólaár,
1991-1992.
Lausar kennarastöður og stöðugildi í dag-
skóla:
Danska hálf staða, enska heil staða, þýska
hálf staða, stærðfræði heil staða, raungreinar
(efnafræði, eðlisfræði, líffræði) hálf staða, við-
skiptagreinar og tölvufræði heil staða, íþróttir
og bókleg kennsla á íþróttabraut heil staða,
skipstjórnargreinar (1. stig) heil staða.
Auk þess kennsla við öldungadeild skólans
eftir nánara samkomulagi.
Jafnframt er auglýst eftir aðila til starfa að fé-
lagsmálum með nemendum (hlutastarf).
Þá er auglýst laust til umsóknar starf fjármála-
stjóra skólans, hálf staða.
Umsóknir fylgi upplýsingar um menntun og
fyrir störf.
Umsóknarfrestur er til 15. maí næstkomandi.
Nánari vitneskju veitir skólameistari í síma 97-
81870 eða 97-81176.
Fyrir hönd Framhaldsskólans
Skólameistari
Frá menntamálaráðuneytinu:
Laus er til umsóknar
staða skólameistara
Vélskóla íslands.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu,
Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík fyrir 1. júní nk.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
't
C
z
"\S5í
Innkaupastofnun ríkisins fyrir hönd heilbrigðis
og tryggingamálaráðuneytis, óskar hér með
eftir tilboðum í smíði tengigangs milli eldhús-
byggingar og aðalbyggingar Landspítalans í
Reykjavík.
Helstu kennitölur:
Heildargólfflötur 2.770 ferm
Heildarrúmmál húsa 11.000 rúmm
Uppgröftur 7.300 rúmm
Steypa 1.600 rúmm
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Inn-
kaupastofnunar ríkisins eftir næstkomandi
þriðjudag gegn 20.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboð skulu hafa borist Innkaupastofnun ríkis-
ins, Borgartúni 7, eigi síðar en miðvikudaginn
22. maí 1991 kl. 11:00 f.h. og verða þau þá
opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda.
I INNKAUPASTOFWUN RÍKISINS BORGAHTÚNI 7; 105 REYKJAVIK
Útboð
% ■T Bitrufjörður 1991
Vegagerð ríkisins óskar eftir til-
,N boðum í lagningu 9,5 km kafla á
/JHV Hólmavíkurvegi í Bitrufirði. Helstu magntölur: Fyllingar 10.400 rúmm, buröarlag 22.000 rúmm og bergskering 3.000 rúmm. Verkinu skal lokið 15. nóvember 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerö ríkisins á Isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 29. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöð- um fyrir kl. 14.00 þann 13. maí 1991. Vegamálastóri
V )
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið I Reykjavík
Almennur
félagsfundur
Almennur félagsfundur verður haldinn að
Hverfisgötu 105 mánudaginn 29. apríl kl.
20.30.
Dagskrá:
1. Kosning uppstillinganefndar vegna
aðalfundar.
2. Stjórnmálaviðhorfið - almennar um-
Svavar
ræður. Frummælandi Svavar Gestsson alþingismaður.
3. Önnur mái.
Stjórn ABR.
AB Kópavogi
Morgunkaffi
Morgunkaffi laugardaginn 27. apríl f
Þinghóli i Kópavogi frá kl. 10 til kl. 12.
Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi verður
til viötals. Allir velkomnir.
Bæjarmálaráð ABK.
Valþór
G-listinn í Reykjavík
Sigurhátíð
Sigurhátíð í Risinu, Hverfisgötu 105, þriðjudaginn 30. apríl
kl. 21.
Dans, veitingar, fjöldasöngur og uppákomur.
Félagar og stuðningsmenn fjölmennum.
AB Keflavík og Njarðvíkum
Opið hús
Opið hús í Ásbergi á laugardögum kl. 14.
Félagar og stuðningsmenn velkomnir ( kaffi og rabb.
Stjórnin
AB Keflavik og Njarðvíkum
1. maí kaffi
1. maí kaffi ( Ásbergi að kvöldi 1. maí kl. 20.30.
Gestir kvöldsins verða:
Ólafur RagnarGrlmsson, Svavar Gestsson, Geir Gunnars-
son, Sigríður Jóhannesdóttir, Sólveig Þórðardóttir, Jón Páll
Eyjólfsson og Bjargey Einarsdóttir.
Allir velkomnir.
Stjórnin
AB Kópavogi
Spilakvöld
Spilakvöld á mánudag, 29. apríl, kl. 20.30, ( Þinghóli.
Allir velkomnir.
Stjórnin
16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 27. apríl 1991