Þjóðviljinn - 27.04.1991, Page 20
T~ ir~ 3— 4— V— (p 7 v— 4— 9 10 )i sr VL
13 ¥ iý 13 Js~ )b W 22 )í 17 /5 )É w— 14 $2
11 22 2D 21 22 V )b 1S 2% 24 12 T 25"
iT Jb 2b )5 V J3 w 23 V S 22
n 24 2$ ¥ sr 4 21- (o 22 )o )(p T 2J 2f
8 )0 20 22 & 22 6 i4 22 22 15 / á> T
20 fy 24 16 /4 24 ¥ 12 X2 Vt V 14 13 V 24
U <7 e V 11 sp 8 }G 72 2Z 22 5 )4
2o ib f /<? 14 22 22 ¥ 8 12 2l )to 12
22 t Jg ll V °) 3 22 2*) 14 J5 U
30 1Z lá> ¥ iT )4 22 °í / )2 n V 3/ )2 4
U 22 ) )$. V/ 24 TF~ ¥ W 2S 4 y
*Gr ÍD i 0 22 € 12 /<? // >4 J3
AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
Krossgáta nr. 144
Setjið rétta stafi 1 reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á götu
í Garðabæ. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj-
ans, Síðumúla 37, 108 Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 144“. Skila-
frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
5 21 JJ J3 22 /9 /6 15 )4
Lausnarorð á krossgátu nr. 140 var Blesugróf. Dregið var úr réttum
lausnum og upp kom nafn Stellu Sigurdórsdóttur, til heimilis að Há-
holti 27, Akranesi. Hún fær senda skáldsöguna „Götuvísa gyðings-
ins“ eftir Einar Heimisson. Vaka-Helgafell gaf út 1989.
Verölaun fyrir krossgátu nr. 144
eru „( pokahorninu" - verölauna-
bók Karls Helgasonar. Vaka-
Helgafell gaf út 1990.
MEÐFLUGU
í HÖFÐINU
Sigurður
Palsson
Ég lofaði síðast að koma með
flugu sem hentaði í bæjarlækinn á
Blönduósi. Veiðiaðferðir þar hafa
valdið sálarangist hjá mörgum
hreinlífismönnum í veiðiskap. Um
þetta hafa spunnist hinar hroðaleg-
ustu sögur. Sjálfur þekki ég menn
sem veiða þama á hveiju sumri, og
líta ekki út fyrir að vera skepnuníð-
ingar. Þess vegna langar mig að
veiða með þeim og einmitt í
Blöndu. Eins og menn vita em nú
að koma til breytingar í þessu
vatnakerfi sem e.t.v. leiða það af sér
að áin verði sæmilega tær stundum
og þá fjölgar þeim dögum þegar
laxinn tekur fluguna vel. Það var
einmitt á slíkum degi að veiðimenn
veifuðu flugum sínum og hjá þeim
á bakkanum stóðu blaðamenn víst
einir tveir, og ljósmyndarar til full-
tingis. Nú átti að sýna þjóðinni
hvemig húkkið færi fram. Þennan
dag var reytingsveiði og allt á flugu
enda ekki annað borið við á þeim
degi.
Útsendarar hreinlífismanna
röltu hljóðir á brott þegar langt var
liðið á dag og hafa ekki getið heim-
sóknarinnar í annálum sínum. Svo
hógværir em menn hér á Blönduósi
að þeir vilja ekki segja mér hveijir
vom þama á ferð. Það er svo álita-
mál hvort notalegra sé fyrir laxinn
að vera dreginn á land á kjaftinum
eða að krækt sé í bakuggann á hon-
um. Hvomgt getur verið mjög nota-
legt og því best að glíman sé eins
stutt og kostur er. Þessi fluga er
miðuð við kjaftinn og heitir: Stóri
slangi Hún er úr bók sem ég á og
fjallar um sjóbirtingsflugur. Líka
em þama áhrif frá norskri flugu
sem heitir Sunray Shadow. Þesu hef
ég blandað saman og bætt í hugar-
ómm ffá sjálfum mér.
Uppsksriftin af Stóra Slanga
er svona:
1. Önglar em tveir. Sá aftari er
þrikrækja en ffemri einkrækja. Þeir
em festir saman með gimi. Tvö-
foldu 18 punda gimi. Flugan erbest
10-15 cm löng.
2. Nú er beygjan klippt af ein-
krækjunni og uppá þetta er dregin
perluhvít Mylarslanga fléttuð. Hún
er fest við aftari krókinn með gul-
grænum hnýtingatvinna en þann
ffemri með svörtum. Athugið að
strekkja þetta vel.
3. Vængurinn ef um slíkt má
tala er svona: Fyrst em 6 bronslitar
páfuglsfanir. Næst koma nokkrir
strimlar af perluhvítu Krystal
Flash. Síðan kemur gult geitarhár
og efst kemur svo svart geitarhár.
4. Svartur haus með hvítu auga
með svörtum punkti í.
Sá sem hnýtir þetta og ætlar að
veiða á kvikindið ætti að nota stöng
fyrir línu 10. Það er talsvert erfitt að
kasta svona lengju og í öllum bæn-
um reynið ekki að gera þetta með
línu 8 nema þið séuð snillingar eða
rúmlega það. Þesi fluga er upplögð
í allar stórar ár gæti maður haldið
og ónothæf í litlar sprænur. Aldrei
má neitt vera á hreinu. Tveir ungir
menn vom við veiðar í Reykjadalsá
í Borgarfírði. Þeir vom einmitt við
það fræga KAettsfljót. Logn var og
sól skein í heiði. Enginn Iax hreyfði
sig. Þeir reyndu þá hveija einustu
flugu úr nokkmm boxum. Alveg
sama, ekkert gerðist. Þá setti annar
þeirra 5 stk. af tveggja tommu tú-
bum á kaststöng. Aflaní þetta eina
litla þrikrækju. Laxinn flaug á þetta
með það sama. Hann var auðvitað
einhversstaðars á miðri dræsunni
og enginn öngull nærri. Þeirri
glímu lauk fljótt. Þá var settur ön-
gull inn á milli og reynt aftur.
Laxinn var á um leið og nú var
hann á öngli. Þessi fiskur tolldi á al-
veg að löndun en fór þá. Þetta var
látið gott heita að því sinni. Sesatt
eða sesé: Ekkert á hreinu.
Ég vaknaði mæddur í morgun...
Petur
Tyrfingsson
skrifar um blús
Otis Rush
Einn svipmesti blúsmaðurinn
meðal þeirra sem tóku út þroska á
sjötta áratugnum er Otis Rush.
Hann kemur frá Mississippi, -
fæddur í Philadelphia þar í fylk-
inu 29. apríl 1934. Þegar hann var
drengur vann hann landbúnaðar-
störf á skika foreldra sinna. í frí-
stundum lærði hann að spila á
munnhörpu og gítar með því að
spila samhljóma plötum með
Lightnin’ Hopkins, Muddy Wat-
ers, Little Walter og John Lee
Hooker. Rush fjölskyldan flutti til
Chicago 1949, þar sem Otis fékk
vinnu í skipasmíðastöð. Arið
1953 hóf Otis feril sinn sem starf-
andi músikmaður á „Club Alibi“.
Hann hefur sungið og spiiað blús
nær látlaust upp frá því.
Otis Rush syngur á mjög sér-
stakan hátt. Stundum er eins og
röddinn sé kæfð og full af örvænt-
ingu. Hann hefur samt töluvert
raddsvið og sveiflar sér leikandi
Iétt yfir í einstaklega fallega og
tilgerðarlausa falsettu. Eini sam-
tímamaður hans í blús sem stóð
honum jafnfætis á þessu sviði var
Magic Sam.
Otis Rush er stílsmiður í gít-
arleik. B.B. King var ein helsta
fyrirmynd hans í gítarspili eins og
margra annarra á hans reki. Hann
spilar ekki eins, en gítarinn er í
sama hlulverki í ílutningi blússins
hjá báðum. Tvcnnt hefur gríðar-
leg áhrif á gítarstíl Otis Rush. Hið
fyrra er að hann er örventur og
spilar á gítar fyrir rétthentan eins
og hann kemur fyrir (eins og Al-
bert King), þannig að allt snýr öf-
ugt. Spuni og „víbrató" verða
mjög sérstök vegna þessa. Annað
sem setur mark sitt á gítarstílinn
er að Otis mótaðist á því að spila
með lítilli hljómsveit án saxófóna
eða píanós.
Eli Toscano hleypti Cobra út-
gáfufyrirtæki sínu af stokkunum
1956 með „1 can’t quit you baby“,
blús sem hinn ungi Otis Rush
söng af ríkri tilfinningu. Fleiri
gimsteinar liggja eftir Rush frá
þessu tímabili (1956-59): „All
your Iove“, „Double Trouble“,
„My love will never die“, „Gro-
aning the blues" o.fl. (á geisla-
disknum „Otis Rush: His Cobra
Recordings“). Þegar Cobra ævin-
týrið var úti gerði Otis stuttan
stans hjá Chess og hljóðritaði 8
lög árið 1960. Þar glóa perlumar
„So many roads, so many trains",
„All your love I miss loving" og
„I can’t stop baby“ (Er á safn-
disknum „Vintage Blues“ ásamt
efni með Albert King og fleirum).
Eftir þetta er eins og allt gangi
á afturfótunum fyrir Otis Rush:
Frá 1960 og þar til 1976 kemur
ekki út efni sæmandi þessum
mikla listamanni, ef frá em talin
fáein lög á safnplötu með Chic-
agoblús sem Vanguard fyrirtækið
hljóðritaði 1965. Arið 1971
hljóðritaði Otis Rush músik á
heila breiðskífu fyrir Columbia-
fyrirtækið, en ekkert varð úr út-
gáfu fyrr en fimm ámm seinna,
þegar þessi plata kom út undir
heitinu „Right place. Wrong
time“ (Edsel). Þctta er mikil lista-
smíð, þar sem Otis sýnir á sér fág-
uðu hliðina.
Otis Rush hafði ekki horft
glaður á eftir hljómplötu á mark-
að í fimmtán ár, þegar hann loks
hljóðritaði breiðskífu vandræða-
laust fyrir Delmark 1975. Í ljósi
forsögunnar þarf ekki að koma á
óvart að platan ber heitið „Cold
Day in HelT'! Sama árið kom út
plata með efni úr hljómleikafor
Otis Rush til Japans 1974-5, „So
Many Roads“ (Delmark). Á þess-
um plötum sýnir Otis þann innri
kraft sem í honum býr. Þama er
hann hrjúfur og þungbúinn.
Þegar Otis Rush fór næst í
hljóðver kvað við nokkuð annan
tón; 1977 skilaði hann frá sér
verkinu „Troubles Troubles“.
Þessi plata er ekki eins frumleg
og „Right Place...“ Hér em sígild-
ir blúsar sem heyrast víða, en af-
skaplega er smekklega með þá
farið. Platan er mjög látlaus og
þægileg til hlustunar á rólegu
kvöldi.
Næstum tíu ár liðu án þess að
nýtt efni kæmi frá Otis Rush.
Hann dró sig í hlé í kringum ára-
tugaskiptin ‘80. Um miðjan síð-
asta áratug kom út plata í Frakk-
landi, „Live In Europe“ (Isabel)
með 10 ára gömlum upptökum
frá Jazz-hátíðinni í Nancy 1977.
Um líkt leyti reis hann sjálíúr úr
öskustónni. I september 1985
kom hann fram á Blúshátiðinni í
San Fransisco og var efnið tekið
upp og gefið út á plötu, sem heitir
„Tops“ (gefin út af Demon í Eng-
landi). Þessar tvær plötur sem
hljóðritaðar em með 10 ára milli-
bili em með því besta sem komið
hefúr frá Otis Rush.
Otis Rush er blús. Oski maður
þess að hlusta á áhrifamikinn
Chicago-blús, alvömgefinn og
ljóðrænan, er blúsinn hans settur
undir nálina. Flestar tilfmningar
og hughrif má frnna í blús Otis
Rush, nema léttúð. Lítið fer fyrir
bjartsýni. FeriII hans og líf virðist
líka vera bannsettur blús.
20 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 27. apríl 1991