Þjóðviljinn - 27.04.1991, Side 21

Þjóðviljinn - 27.04.1991, Side 21
HELGARMENNINGIN FLUXUS í tilefni Fluxus sýningar að Kjarvals- stöðun Þegar eftit var til yfirlitssýn- ingar um Fluxus-hópinn á mynd- listarbiennalnum í Feneyjum síð- astliðið sumar hafði sýningin yflr- skríftina Ubi Fluxus ibi motus 1990-1962 og sagði skipuleggj- andi sýningarinnar, Achille Bon- ito Oliva, að ártölin væru höfð í öfugri tímaröð til þess að leggja áherslu á þann andsögulega anda sem einkennir þennan tiltölulega lítt þekkta en þó áhrifamikla hóp listamanna á sviði tónlistar og myndlistar á þessu tímabili. En þótt listamenn þeir sem kenna sig við Fluxus hafi vissu- lega viljað storka sögulegum gild- um og forskriftum og hafha þeim skilningi að sagan sé linulegt ferli firá hinu óæðra til hins æðra, þá er hreyfingin engu að síður og óhjá- kvæmilega sprottin upp úr vissu sögulegu samhengi og félagsleg- um veruleika sem er forsenda þess að við skiljum það sem á eft- ir fór. Það var á 6. áratugnum sem nokkrir framsæknir tónlistarmenn í Bandaríkjunum settu fram bylt- ingarkenndar hugmyndir á sviði tónlistar, meðal annars til þess að ijúfa þann vítahring sérfræði- þekkingar og hámenningar, sem tónlistin hafði einangrast í. Áhrifaríkastur þessara manna var bandariska tónskáldið John Cage, (fæddur í Los Angeles 1912) sem reif niður allar fýrri hugmyndir manna um skynsamlega upp- byggingu tónverksins og um gildi hljómanna með því að semja tón- verk sem byggðu á hreinum til- viljunum, þar sem gjaman voru notuð ómenguð umhverfis- eða náttúruhljóð. Hugmyndir hans voru að hluta til sóttar til Zen-búddisma og þróuðust æ meir út í það að vekja áheyrand- ann til vitundar um hljóðin í um- hverfinu: tónskáldin og hljóð- færaleikaramir urðu í rauninni óþarfir, það eina sem þurfli til þess að skapa tónlist var virk at- hygli og vitund hlustandans um sjáifan sig og umhverfið. Sköpun tónverksins varð ekki síst verk hlustandans sjálfs og allri hefð- bundinni umgjörð og sviðsetn- ingu tónlistarinnar var varpað fyr- ir róða og tónlistarsérfræðingun- um og vísindum þeirra gefið langt nef. A bak við þessa afstöðu lá jafnframt sterk skýrskotun til leiksins og iróníunnar, um leið og hún miðaði að því að endurvekja tilfinningu oldcar fyrir gildi hljóðsins og þagnarinnar i um- hverfi okkar og vitund. John Cage er sagður áhrifa- mikill persónuleiki, og víst er að hvar sem hann fór um heiminn skildi hann eftir sig „skóla“ lista- manna, sem tóku hugmyndum hans eins og ffelsandi opinberun. Þannig höfðu hugmyndir hans mótandi áhrif á röð tónleika og „uppákoma“, sem vom skipu- lagðar af bandariska tónskáldinu og fjöllistamanninum La Monte Young (f. 1935 í Idaho) í vinnu- stofú listakonunnar Yoko Ono (f. 1933 í Osaka) í New York á áran- um 1960- 61. A sama tíma efndi fjöllistamaðurinn George Maci- unas (f. í Litháen 1931) til hlið- stæðra uppákoma í sýningarsal sínum A/G Gallery í New York. En það var einmitt Maciunas sem varð einn helsti skipuleggj- andi Fluxus-hópsins á 7. áratugn- um og valdi hópnum þetta nafn, sem getur þýtt bæði flæði, stöðug þróun, breyting, eða straumur, út- skolun, niðurgangur eða hvers konar útferð úr likamanum. Fyrsta skipulega uppákoman undir nafninu Fluxus var haldin að framkvæði Maciunas i Wi- esbaden i Þýskalandi 1962, en Tónskáldið John Cage. Á töflunni stendur Lifi þögninl þeirra var Fluxus- andinn. Önnur var pop-listin, sem blómstraði sérstaklega í Bandaríkjunum. Enn önnur birtingarmynd þessara and- FLUXUS hann gegndi þá herþjónustu þar í Bandaríkjaher. í Þýskalandi komst hann að því að hliðstæðar hugmyndir og þróast höfðu í New York árin á undan höfðu einnig skotið rótum á meginlandi Evr- ópu, og i Þýskalandi kynntist hann mönnum eins og austurríska fjöllistamanninum Wolf Vostell (f. 1935), Kóreumanninum Nam June Paik (f. í Seul 1931), Addi Koepcke, Robert Filliou, Ben Vautier, George Brecht, Joseph Beuys o.fl. Það sem þessir menn áttu allir sameiginlegt, fyrir utan að hafa hrifist af hugmyndum John Cage, var viljinn til að leita leiða í list- rænni tjáningu sem hefðu bein áhrif á umhverfið i stað þess að endurspegla það, afmynda eða skramskæla. Þeir vildu afnema mörkin á milli hinna hefðbundnu listgreina og ryðja listinni braut út úr menningarlegum valdastofn- unum þjóðfélagsins út á götuna meðal fólksins. Félagslega er hreyfing þessi afsprengi eftirstríðsáranna, þess- ara veltiára í efnahagslegu tilliti, þegar Evrópa var að ná sér á strik eftir heimsstyijöldina siðari og endalaus aukning á hagvexti, framleiðslu og neyslu virtist blasa við. Hún er líka afsprcngi tíma kalda stríðsins með vígbúnaðar- kapphlaupi og ört vaxandi kjam- orkuvígvæðingu. Og hún er enn fremur afsprengi þess tíma þegar nýlendur og þriðjaheimsriki voru að bijótast úr viðjum nýlendu- og heimsvaldastefnu í Afríku, Asiu og S-Ameríku með tilheyrandi þjóðfrelsisstyrjöldum og bylting- um. I byijun 7. áratugarins voru formleysumálverkið og abstrakt- expressíónisminn um það bil að tæma möguleika sína til endur- nýjunar á myndmáli samtímans, hvort sem um var að ræða „acti- on“-málverkið í Bandaríkjunum, „tacismann“ í Frakklandi eða Co- bra-málverkið i N-Evrópu. Og yfirþyrmandi efnishyggja og neysluáróður kölluðu beinlýnis á ný andsvör sem birtust smám saman i ólíkum myndum. Ein DUCHAMP HAT DAS OBJEKT ZUR KUNST QUALIFIZIERT ICH HABE DAS LEBEN ZUR KUNST QUALIFIZIERT VOSTELL 1972 Yfirlýsing austurriska fjöllista- mannsins Wolf Vostell frá 1972: „Duchamp gaf hlutnum ígildi list- ar, ég hef gefiö lífinu fgildi listar" heimsins, jafnréttishreyfing kynj- anna og umhverfisvakningin með stofnun græningjasamtaka og flokka. Allar voru þessar hreyf- ingar með einu eða öðru móti i uppreisn gegn því „einviddarsam- félagi“, sem einblíndi á stöðuga neysluaukningu sem endanlegt markmið og réttlætingu allrar fé- lagslegrar starfsemi. Og allar höfðu þær nýtt og víðtækara lýð- ræði að markmiði. Þótt vegur Fluxus-hópsins hafi ekki farið hátt í opinberri um- ræðu eða innan opinberra menn- ingarstofnana, þá hafa áhrif hans á listastefnur og þjóðfélag sam- tímans orðið mun víðtækari en orðsporið segir til um. I nýlegri grein eftir Peter Frank um áhrif Fluxus á menn- ingu samtímans nefnir hann sem dæmi um þjóðfélagsleg áhrif hreyfingarinnar að Vytautas Landsbergis, núverandi forseti Litháen, hafi verið félagi í Flux- us-hópnum á miðjum 7. áratugn- um og lagt þá m.a. ffam konsept- og látbragðstónverk fyrir píanó sem landi hans, Georg Maciunas kom á framfæri í New York. Peter Frank bendir einnig á að nafnið á sjálfstæðishreyfingu Litháens, „Sajudis“, sé litháenska orðið yfir „Fluxus", og að hreyfingin eigi þannig nokkra hlutdeild í þeirri FLUXUS THE POINT IS NOT GOOD ART - FULFILLMENT IN FANTASY- BUT A NEW MODE OF LIFE WHICH ALLOWS FULFILLMENT IN ACTUAL LIFE. SENSIBILITY WHICH IS NOTSUPPORTED BY THE MODEOF LIFE IS MERE ESCAPE. Yfirlýsing tónskáldsins Henry Flynt: Aöalatriöið er ekki góÖ list - full- næging I hugarflugi - heldur nýr lífsmáti sem leifir fullnægju í raunveru- legu lífi.... svara við efnishyggju eflirstríðs- áranna var uppreisn æskunnar, bæði á sviði alþýðutónlistar og á pólitíska sviðinu í sjálfri náms- mannauppreisninni. í kjölfarið komu svo samstöðuhreyfingar með þjóðfrelsishreyfingum þriðja sjálfstæðis- og lýðræðisvakningu sem þar hafi risið. Annar A-Evrópubúi, Milan Knizak, sem stundaði list sína og kennslu neðanjarðar i Prag á 7. áratugnum í beinum tengslum við Fluxus- hópinn og átti stöðugar lögregluofsóknir yfir höfði sér, mun hafa afþakkað embætti menntamálaráðherra í ríkisstjóm Vaclav Havels, en gegnir nú þess í stað embætti yfirmanns listaaka- demiu borgarinnar. En þjóðfélagslegra áhrifa Fluxus gætir ekki bara í þessum tveim dæmum. Hreyfingin hefúr getið af sér marga fijóanga í list- um og menningu samtímans og skapað mörg ný listform. Eitt þeirra er „happening“ eða uppá- komur og sviðsett atvik, sem gegndu þvi hlutverki að eyða mörkunum á milli listgreina, færa listina úr menningarstofnununum út á götuna og jafnframt að vekja til umhugsunar um gildi hinna hversdagslegu forma, hvort sem var í látbragði, hreyfingu, athöfn eða fyrirbærum umhverfisins. Fluxus- andinn vildi afnema bilið á milli lífsins og listarinnar og hjálpa okkur til að uppgötva ný gildi eða verðmæti í sjálfúm okk- ur og umhverfinu, án tillits til hins efnislega notagildis og skiptagild- is í neysluþjóðfélaginu. Um svipað leyti sprattu fram nýjar greinar listrænnar tjáningar eins og minimalismi, pop-list og arte- povera, sem allar vora meira eða minna undir áhrifum frá Flux- us- andanum eða beinlínis sprottnar upp úr honum. Fluxus- listamenn eins og Yoko Ono og Nam June Paik urðu til dæmis brautryðjendur í því að nýta myndbandatæknina í þjónustu listarinnar og gera video-list. Margir Fluxus- listamenn notuðu það sem hendi var næst úr um- hverfinu I listaverk sin og fjöl- fðlduðu þau gjaman til þess aö gera þau ódýrari. Eitt af markmið- um þeirra var að sniðganga hinn kapitalíska markað ekki síður en valdastofnanimar. Þeir sköpuðu einnig konkretp- óesíu úr bókstöfum, hljóðum og hljóðmyndunum og gáfú út bækur sem urðu í höndum þeirra sérstak- ur listmiðiil (Dieter Rot). Þá varð Fluxus-listamaðurinn Henry Flynt fyrstur manna (1961) til þess að skapa konseptlistinni fræðilegan grandvöll, en hún hafði mikil áhrif á alla myndlist á FLUXUS Laugardagur 27. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.