Þjóðviljinn - 27.04.1991, Qupperneq 25
Hættulegt
fjör á
Gufunni
Hvenær má klippa? Brlet Héðinsdóttir sem dagskrárgerðarmaðurinn
Karlotta Meyer
Þjóðleikhúsið /
Litla sviðið, Lindargötu 7
Ráðhcrrann kiipptur (Prometheus i
saksen)
Höfúndur: Emst Bruun Olsen
Þýðing: Einar Guðmundsson og leik-
hópurinn
Leikstjóm: Signin Valbcrgsdóttir
Hljóðmynd: Vigfús Ingvarsson
Leikmynd og búningar: Messíana
Tómasdóttir
Lýsing: Ásmundur Karlsson
í nútímaíjölmiðlun útvarps og
sjónvarps þrifst öfugmælið „að
ldippa saman“ segulbönd og
myndræmur. (Fyrri tíðar fólk gat
aðeins „klippt sundur“ hlutina).
Með „samklippingum" útvarps-
og sjónvarpsþátta er síðan hægt
að ífamkalla öfugmæli og staðl-
eysur, hagræða sannleikanum. Og
í þessu hlægilega leikriti, „Ráð-
herrann klipptur", er meðal ann-
ars fjallað um þær hættulegu til-
færingar í útvarpsþætti, þegar
umsjónarmaðurinn, menntamála-
ráðherra danskra krata segir eitt
en meinar annað. Og framkvæmir
það þriðja.
Þetta verk um atburði í hljóð-
stofu númer átta á Gufunni fjallar
um stjómmál og siðferði, ábyrgð,
hugrekki og vinnusiðgæði. Allt er
þetta fléttað inn í fjöruga atburða-
rás þar sem segulbandstækið og
rafeindatæknin nýtast á frumleg-
an máta til að ílétta saman þær
kyndugu tilviljanir, misskilning
og mistök sem henta farsakennd-
um atriðum.
Menntamálaráðherrann Hans
Erik (Erlingur Gíslason) er skop-
mynd af hála, undirforula stjóm-
málaálnum sem ætlar sér að
skreyta útvarpsþátt sinn með við-
tali við unga, óreynda mennta-
konu, og þótt orðin sprautist úr
honum fer þó svo að írena Krist-
ensen (Erla Ruth Harðardóttir)
reynist sú gedda í viðskiptum að
alít fer upp í loft, bæði varðandi
blessaðan útvarpsþáttinn og í
hugum tæknimannsins Ola hljóðs
(Baltasar Kormákur) og Karlottu
Meyer, dagskrárgerðarmanns
(Bríet Héðinsdóttir).
Skemmst er ffá að segja að
ungu leikaramir Erla Ruth og
Baltasar em þama jafn spriklandi
fiskar í vatninu og hinir þaul-
reyndu listamenn Bríet og Erling-
ur. Þau móta eftirminnilegar og
margtóna persónur, og leikstjór-
inn Sigrún Valbergsdóttur nýtir
allan efnivið sinn á þaulhugsaðan
og markvissan hátt.
Enginn er hér boðskapsvaðall,
en leikritið er samið til þess að
vekja til umhugsunar og að draga
dár að ýmsum öfugmælum í fjöl-
miðlun og stjómmálum, yfir-
drepsskap, hræsni og sjálfs-
ánægju. Um leið kynnumst við
brotum úr daglegu amstri, ástum,
lífi og áhyggjum persónanna og
hér er Ioksins allt eins og maður
vill hafa það: Frumlegt, fýndið,
ágengt og vel skrifað erlent leikrit
með erindi, sem tekist hefur full-
komlega að nema land. Traust
leikstjóm og sannfærandi flutn-
ingur, þar sem ungir og ferskir
leikarar fara á kostum með reynd-
ari hetjum. Hrein og notadrjúg
leikmynd, búningar og lýsing.
Möguleikar Litla sviðsins brúk-
aðir með besta hætti. 1 fáum orð-
um: Lifandi leikhús, sprelllifandi.
Margir Islendingar hafa áður
séð þetta danska leikrit í sjón-
varpsbúningi frá Danmarks
Radio. Undirritaður sá einnig
danska frumuppfærslu verksins á
sviði á sínum tíma og tók þá þátt í
býsna fjörugum sam-norrænum
umræðum leikhúsfólks um sýn-
inguna og boðskap hennar. Þarf-
lítið er að metast í þessu efni, en
ekki verður annað séð en íslenska
útgáfan í leikstjóm Sigrúnar Val-
bergsdóttur á Litla sviðinu slái
þeim dönsku báðum við. Jafnt
hraðinn og ákafinn sem og blíðari
tónar verksins komast vel til skila
og styrkja alvarlegri straumana.
Þótt efniviðurinn sé að vísu að
nokkru leyti stað- og tímabund-
inn og dragi dám af hugarfari og
orðbragði upp úr olíukreppu sjö-
unda áratugarins, kemur i ljós að
kjami verksins um ábyrgð ein-
staklingsins og tilvísan til goð-
sagnanna um Prómeþeif (frelsið)
og Irenu (friðinn) er það traust-
lega bundinn i textanum, að sýn-
ingin verður um leið sígild hug-
leiðing um frelsi, vald og vald-
níðslu. I leikskrá hnykkja að-
standendur þessa velheppnaða
leikhúss skemmtilega á öllu sam-
an með vel til fundnum „slaðhæf-
ingum“ og textabrotum um sama
efhi.
ÓHT
Fílharmónía
Haydn-
tónleikar
Söngsveitin Fílharmónía
heldur _ Haydn-tónleika undir
stjóm Ulriks Ólasonar i Krists-
kirkju, Landakoti, í dag kl. 17 og
á morgun kl. 20:30. Auk 80
söngvara í kómum koma fram
einsöngvaramir Ólöf Kolbrún
Harðardóttir, Þuriður Baldurs-
dóttir, Þorgeir J. Andrésson og
Tómas Tómasson. Ennfremur 24
manna hljómsveit þar sem Szym-
on Kurán er konsertmeistari.
A efhisskrá em Sinfónía nr.
26 í d-moll, Lamentatione, og
Nelson messa i d-moll. Franz
Joseph Haydn (1732-1809)
samdi fyrra verkið 1768 og vísar
heitið til laglínu úr Gregorsöng
kirkjunnar. Nelson messan er á
Englandi stundum nefnd „krýn-
ingar-“ eða „konungsmessa“
vegna virðuleika síns, en hún er
samin 1798 milli „Sköpunarinn-
ar“ og „Árstíðanna".
ÓHT
Vortónleikar
Stefnis
Vortónleikar karlakórsins
Stefnis i Mosfellsbæ verða haldn-
ir í Hlégarði á sunnudaginn kl. 17,
og aftur á þriðjudaginn kl. 20:30,
en loks miðvikudag 1. maí í
Langholtskirkju kl. 20:30. Stjóm-
andi er Láms Sveinsson, undirleik
annast Guðrún Guðmundsdóttir.
Einsöngvarar á tónleikunum em
Þorgeir Andrésson, Böðvar Guð-
mundsson, Bjöm Ó. Björgvinsson
og Þórður Guðmundsson.
ÓHT
UM HELGINA
Merkinaar:
* NÝTTI VlKUNNl
! LÝKUR UM HELGINA
MYNDLIST
Ásmundarsafn við Sigtún:
Sýningin „Bókmenntirnar í list
Ásmundar Sveinssonar". Ný
viðbygging hefur verið opnuð.
Opið 10-16 alla daga.
Bókasafn Kópavogs, Jón
G. Ferdínandsson sýnir dúk-
prent í liststofu. Opið má-fö
10-21, lau 11-14.
FlM-salurinn, Garðastræti
6, lau kl 14: Helga Magnús-
dóttir opnar málverkasýningu,
opið 14—18 til 5. maí.
Gallerí Borg, Pósthússtræti
9: Eiríkur Smith með nýjar
vatnslitamyndir. Opið virka
daga 10-18 og um helgar 14-
18 til 30. apríl.
Gallerí einn einn, Skóla-
vörðustíg 4A lau kl 15: Perfor-
mans við opnun sýningar
Hannesar Lárussonar á blönd-
uðum, nýjum verkum. Dagl 14-
18 til 2.maí.
Gallerí List: Wu Shan Zuan
sýnir olíumálverk, blekverk á
pappír og rýmisverk. Til 3. maí.
Gallerí Sævars Karls: Birg-
ir Andrésson með myndlistar-
sýningu. Opið 9-18 virka
daga, 10-2 á laugardögum til
17. maí.
Gerðuberg: Samsýning
reykvískrar æsku í tilefni af
Listahátíð æskunnar. Opið
má-fim 10-22, fö-su 10-18, til
18. maí.
* Hafnarborg, Hafnarfirði:
Baltasar með 30 málverk. Op-
ið 14-19 daglega og 14-19
um helgar til 12. maí.
* Kjarvalsstaðir lau kl 16:
Yoko Ono opnar yfirlitssýn-
ingu.
* Austursalur lau kl 16:
Opnuð sýning á verkum Flux-
us-listamanna.
Dagl 11-18 til 21. apríl.
Listasafn Einars Jónsson-
ar: lau og su 13.30-16, garöur-
inn alla daga 11-17.
Listasafn íslands: Sýning á
verkum danskra súrrealista. Til
5. maí.
„Fiðrildi og furðudýr",
myndir og skúlptúrar nemenda
Bústaðaskóla. Opið 12-18
nema mánudaga.
Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar: Andlitsmyndir 1927-
1980. Um helgar 14-17 og
þrið.kvö 20-22.
Mokka-kaffi við Skóla-
vörðustíg: Ljósmyndasýning
Davíðs Þorsteinssonar, til 15.
maí.
! Norræna húsið: Jón
Reykdal með málverkasýn-
ingu. Til 24. apríl.
Anddyri: Sýning á teikning-
um og myndskreyttum Islensk-
um barnabókum í tenglsum v.
Listahátíð æskunnar. Til 28.
apríl.
* Nýlistasafnið lau kl 16:
Guðjón Ketilsson opnar sýn-
ingu á máluðum tréskúlptúrum
og Finnbogi Pétursson opnar
myndlistarsýningu. Opið 14-18
alla daga til 21. apríl.
Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju Myndlistarsýning fimm
kvenna á Kirkjulistaviku undir
þemanu „trú“.
Slunkaríki, isafirði: Kristján
Guðmundsson með myndlist-
arsýningu. Opið mið - su kl
16-18.
Verkalýðsfélagið Árvakur á
Siglufirði; Myndlistarsýning
Helgu Sigurðardóttur. Opið 20-
22 virka daga en 14-19 um
helgar til 5. maí.
TÓNLIST
Akureyrarkirkja su kl 14:
Hátíðarmessa, Missa Brevis
(orgelmessan) eftir Mozart.
Kammersveit Akureyrar, Kór
Akureyrarkirkju, einsöngvarar.
Áskirkja su kl 17: Kammer-
sveit Reykjavíkur með verk eft-
ir Mozart og J. G. Naumann.
Bústaðakirkja su kl 17:
Orgeltónleikar, Marteinn H.
Friðriksson.
Gerðuberg má kl. 20:30:
Ljóðatónleikar, Hlégarður su kl
20:30: Karlakórinn Stefnir með
tónleika í stjórn Lárusar
Sveinssonar.
íslenska óperan má kl
20:30: Tónlistarskólinn í
Reykjavík, einleikarapróf, Sif
Tulinius (fiðla), Steinunn Birna
Ragnarsdóttir (píanó).
Kristskirkja lau og su kl 17:
Söngsveitin Fílharmónía, ein-
söngvarar og hljómsveit flytja
Nelson-messu e. Haydn.
Stjórnandi Úlrik Ólason.
Langholtskirkja lau kl 17:
Karlakórinn Fóstbræður m. ár-
lega samsöngva á 75 ára af-
mælinu, sex stjórnendur. Minni
kór og hátíðarkór eldri félaga.
Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju kl 17: Ljóðatónleikar m.
trúarlegum Ijóðum, Margrét
Bóasdóttir sópran og Kristinn
Örn Kristinsson píanóleikari.
Salur frímúrara á ísafirði
lau kl 17: Einar Kristján Einars-
son með gítartónleika, íslensk,
japönsk, spænsk og suð-
ur-amerísk verk.
HITT OG
ÞETTA
Borgarleikhúsið, 14-17:
Sýningin „( upphafi var óskin“.
Ferðafélag íslands su kl
10:30: Gönguferð um gosbelt-
ið, Eldvörp-Sandfells-
hæð-Bláa lónið. Su kl 13: Eld-
vörp (borholan) - „Útilegu-
mannakofarnir" - Bláa lónið.
Brottför frá Umferðarmiðstöð
austanmegin.
Hana nú í Kópavogi, laug-
ardagsgangan, lagt af stað kl
10 frá Fannborg 4 (ekki Digra-
nesvegi 12, - heimaslóðin hef-
ur verið fluttl).
Kramhúsið sunnudags-
kvöld: Danssýning, dansverk,
uppákoma, tangó, afró-karab-
ísk danssveifla.
Kvæðamannafélagið Iðunn
á Hallveigarstöðum lau kl 20:
Fundur m. fjölbreyttri dagskrá í
bundnu og óbundnu máli.
Góðar vetingar.
MÍR, Vatnsstíg 10 SU kl 16,
síðasta reglubundin kvik-
myndasýning á starfstímabil-
inu: „Hvítur fugl með svartan
díl“, leikstj. Júrí lljenko, um
misjöfn viðbrögð innan úkra-
ínskrar fjölskyldu við innrás
nasista. Enskt tal. Myndin
hlaut m.a. verðlaun á 7. kvik-
myndahátíðinni í Moskvu.
1. maí síðdegis: Syrpur
stuttra mynda, teiknimynda
osfrv. Aðgangur að öllum sýn-
ingum ókeypis.
Norræna húsið má kl
20:30: Per Berg frá Gautaborg
með fyrirlestur um sorpeyð-
ingu.
Útivist: Kl. 10:30 og 13:
Brottför frá Umferðarmiðstöð,
bensínsölu, stansað á Kópa-
vogshálsi, v. Ásgarð í Garða-
bæ og Sjóminjasafnið í Hafn-
arfirði.
Laugardagur 27. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 25