Þjóðviljinn - 04.05.1991, Page 8

Þjóðviljinn - 04.05.1991, Page 8
NÝTT (MÓÐVIIJINN Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Framkvaemdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson, Ólafur H. Torfason Afgrelðsla: «68 13 33 Auglýslngadelld: « 68 13 10-68 13 31 Sfmfax: 68 1935 Verð: 150 krónur f lausasölu Fréttastjóri: SlguröurÁ. Friðþjófsson Auglýsingastjóri: Steínar Harðarson Setning og umbrot: Prentsmiöja Þjóðvlljans hf. Prentun: Oddi hf. Aösetur: Sfðumúla 37,108 Reykjavfk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Það hangir allt í lausu lofti Alþýðuflokkurinn hefur lagt á það mikla áherslu fyrir og eftir kosningar, að hann telji það helsta hlutverk sitt í lífinu að Ijúka tveim málum sem flestum öðrum séu stærri. Annað er samningur um álver. Hitt er samningur um EES, Evrópskt efnahagssvæði. Nú eru hinsvegar ýmsar þær blikur á lofti að eins getur verið að bæði málin rjúki upp um stromp sögunnar án þess að ráðherraliö krata fái nokkuð að gert. Hvað sem líður vongóðum yfirlýsingum eru enn ekki teknar þær ákvarðanir í álmáli sem úrslitum ráða. Og á þessu méli eru að berast fregnir um lágt álverð, sem á sér ekki síst for- sendu í því, að álver um austanverða álfu og í Sovétríkjunum séu tilbúin í sínu magnaða gjaldeyrishungri til að selja hluta af framleiðslu sinni á mjög lágu verði á alþjóðlegum mörkuð- um. Fer þá að verða meira en erfitt fyrir ís- lendinga að ná þeim samningum um raforku- verð sem vit sé í. Um sama leyti berast þær fréttir að á loka- áfanga séu viðræður EFTA- ríkja og Evrópu- bandalagsins um Evrópskt efnahagssvæði að sigla í strand. Hver fréttaskýrandi og leiðara- höfundur af öðrum lætur til sín heyra og segir að það sé mjög ósennilegt að þeim samning- um Ijúki í bráð og enginn verði lengur hissa þótt þeir mistakist með öllu. Astæður fyrir þessu eru tvennskonar. Ann- arsvegar hefur ekki tekist að leysa ágreining um það hvernig haga beri ákvarðanatöku um reglur og þróun EES. Hinsvegar hefur það staöfestst enn og aftur, að hagsmunir EFTA- ríkja éru ólíkir og erfitt að samræma þá og því taka mál þá stefnu, að hvert ríki um sig fer að leysa sín samskiptamál við Evrópubandalagið út af fyrir sig. Hvort sem væri með því sækja beinlínis um aðild að EB eins og Austurríki hefur gert eða tilkynna að von sé á slíkri um- sókn strax í sumar eins og Svíar hafa nú gert. Hér heima hafa flestir skrifað upp á það, að reyna ætti EFTA-leiðina svokölluðu í samning- um um viöskipti við EB. Til voru þeir þó sem efuðust strax um þá leið (Hjörleifur Guttorms- son alþm. og fleiri). Þeir fengu óspart að heyra að þeir væru íhaldssamir afdalamenn sem ekki fylgdust með þróun og kalli tímans. í Ijósi þessa er forvitnilegt að grípa niður í leiðara sem birtist á dögunum í „Svenska dag- bladet", en það borgaralega blað hefur mjög ýtt á eftir umsókn Svía um fulla aðild að EB. Þar er það einmitt ítrekað, að samningar um EES séu að sigla í strand. Því er um kennt að EFTA-ríki önnur en Svíþjóð séu með alltof mikið af undanþágukröfum á borðinu og er ís- land nefnt sérstaklega. Blaðið segir að Svíar séu að sönnu ekki undrandi á því að (slend- ingar fylgi harðri stefnu í fiskveiðimálum, svo mjög sem þeir séu háðir sjávarútvegi. „En,“ segir blaðið, „við höfum heldur enga ástæðu til þess að tengja efnahagslega framtíð okkar, sem ræðst af allt öðrum þáttum, við íslenska fiskveiðihagsmuni. Það sama á við um aðrar undanþágubeiðnir frá EFTA- löndum." Og þess vegna, segir blaðið, skiptir ekki lengur verulegu máli hvað verður úr samningum um EES, við höfum ákveðið að kjósa heldur að fara „eigin leið í samskiptum við EB til lengri tíma“. Það er ekki úr vegi að vekja athygli á því, að einmitt á þennan veg töluðu þeir sem aldrei trúðu á EFTA-leiðina: Hvað sem líður góðum orðum um samfýlgd og samstöðu þá eru efna- hagslegir hagsmunir t.d. Svía og svo íslend- inga svo gjörólíkir, að þeir blátt áfram flækjast hverjir fyrir öðrum. Að öllu samanlögðu er eins gott að Islendingar búi sig fyrst og síðast und- ir það að ekkert verði úr EES, taki fyrst og fremst mið af þeirri stöðu sem þá upp kemur. Og geri sér þá engar gyllivonir um að einhverj- ar þær „undanþágur" vegna fiskveiða séu í boði, sem eru eitthvað meira en til skamms tíma, til bráðabirgða. Allt annað er glapræði hið mesta. ÁB 0-ALIT 8 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 4. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.