Þjóðviljinn - 04.05.1991, Page 14

Þjóðviljinn - 04.05.1991, Page 14
Sólveig Kristjánsdóttir æfir sporin i samkvæmiskjólnum sem hún valdi sérfyrir stóru stundina. Á Hótel íslandi var skömmu eftir miðnætti krýnd fegurðar- drottning (slands. Átján stúlkur víðs vegar af landinu voru um hituna og hafa þær sjaldan ver- ið svo margar; vinsælt virðist vera að keppa um fegurð þessa dagana ekki bara á sviöinu á Hótel íslandi. Blaðamaður Nýs Helgarblaðs laumaði sér á æfingu hjá stúlkun- um til að sjá hvað þar fór fram. Ys og þys var við sviðið á hótelinu og uppi á því voru kynnar kvölds- ins, útvarpsmennimir Valdís Bylgja og Jón Axel EfTemm að lesa upp úr þykku handriti merktu Fegurðarsamkeppni Islands. Þar vom einnig staddar þijár refFileg- ar, ungar konur sem fylgdust haukfránum augum með öllu sem fram fór á sviðinu. Fegurðardrott- ingamar vönduðu ganginn uppi á pöllum, og reyndu að ganga eins og þeim hafði verið kennt, sem er ekkert grín. Þær þurftu víst að ganga óteljandi kílómetra á háum hælum, ef marka má handritið af keppninni. Karl nokkur rogaðist inn með slóra rósarvendi og síðkjólamir héngu á slám við sviðið. Ein af annarri vom stúlkumar kallaðar upp í viðtöl við dómarana - á sundbolum. I handritinu er farið fjálgleg- um orðum um matseðil kvöldsins og fegurð stúlknanna. Tónlistin er dramatísk og hávær, stúlkumar brosa út að eyrum framan í ímyndaða áhorfendur, alveg eins og þeim hefur verið kennt í hinni þrotlausu þjálfun sem staðið hefúr yfir mánuðum saman. Eina þekkti ég stelpu sem átti sér draum um að verða fræg af eindæmum fyrir fegurð sína og var svo máttfarin af líkamsrækt og megmn að hún lá fyrir þess á milli sem hún mætti á æfingar, enda virtust þokkadís- imar fremur daufar í dálkinn og brosin náðu ekki alltaf til augn- anna. Þulurinn tilkynnti hvaða fyrirtæki leyfðu stúlkunum afnot af rafmagnstrimmform- og grenn- ingartækjum til að auka enn feg- urð líkamsvaxtar þeirra, og bað ímynduðu áhorfenduma að klappa þjálfúmm stúlknanna lof í lófa. Ingibjörg Davfðsdóttir, Ungfrú Vesturland, og Selma Unnsteinsdóttir, Ungfrú Austurland, fylgjast með stöllum sfnum á sviðinu. Gróa Ásgeirsdóttir fram- kvæmdarstjóri þessa fyrirtækis segir stúlkumar veljast með ýmsu móti, í forkeppnum úti um land, eftir ábendingum, og á höfúð- borgarsvæðinu er auglýst eftir stúlkum sem senda inn af sér myndir. En hvað fá þessar stelpur fýrir sinn snúð? Gróa segir stúlk- umar sem lenda í fimm efstu sæt- unum eiga von um að verða send- ar til keppni á erlendri gmnd, síð- an telur hún þjálfunina nýtast þeim vel í lífinu. Þær öðlist við þessa reynslu meira sjálfstraust Spegill, spegill, herm þú mér... og læri mikilvægi réttrar fæðu og líkamsræktar. Eitt af því sem und- irrituð hjó eftir í umræðunni um þessa keppni var það að stúlkum- ar væm allar á mismunandi kúr- um eftir því hversu mörg kíló þær þyrftu að missa eða bæta á sig. Fær maður sterklega á tilfinning- una að reynt sé að steypa þær all- ar í nákvæmlega sama formið, og geta menn þá ímyndað sér þann vanda sem dómnefndin er í. Gróa segir samt sem áður að leitað sé að náttúmlegri fegurð. En hvað finnst Gróu sjálfri vera fegurð. „Mestu skiptir að persónuleikinn sé fallegur, það er númer eitt, tvö og þijú. Við sem vinnum að und- irbúningnum að þessari keppni kynnumst stelpunum allt öðmvísi en almenningur gerir. yið kom- umst inn fyrir skelina. Öll könn- umst við það að það fólk sem við þekkjum vel finnst okkur jafn- framt vera fallegt.“ Arðvænleg útflutningsgrein Undanfarin tíu ár hafa þeir fé- lagar Baldur Jónsson og Ólafur Laufdal staðið fyrir keppninni. Áhugi á henni virðist hafa vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Ekki er langt síðan fáar stúlkur fengust til að taka þátt í keppni af þessu tæi, það þótti hreiníega hallæris- legt. Nú veigra stúlkur sér ekki við að standa í þessu í miðjum stúdentsprófunum. Áhugi fyrir keppninni virðist að einhverju leyti ráðast af því hversu vel vegnar erlendis. I kringum 1960 stóð keppnin með miklum blóma og nýlega hafa þær Hófi og Linda vakið vonir með þjóðinni um að íslensk fegurð geti orðið arðvæn- leg útflutningsgrein. Á sama hátt og áhugi landans á handbolta fer saman við það hversu ofarlega strákamir okkar verða á mikil- vægum mótum. Undanfarin ár hefur áhugi ungs fólks snúst æ meir inn á við, ef svo má að orði komast, og útlit- ið skiptir meira máli en nokkuð annað í lífinu. Líkamsræktar- stöðvar eru vinsælli samkomu- staðir en kaffihús. Fáir em jafnfróðir um fegurð- arsamkeppni hér á landi og Heið- Upp með brjóstkassann og brosiði stelpur! Hin dæmi- gerða fegurðardrottninga- mynd. Dómnefndinni var svo sannarlega mikill vandi á höndum að velja milli þessara þokkadísa í gær- kvöldi. Um fegurðina, Fegurðar- samkeppni Islands og útflutning á íslenskri fegurð 14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 4. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.