Þjóðviljinn - 04.05.1991, Síða 15

Þjóðviljinn - 04.05.1991, Síða 15
Myndir: Kristinn. í Heimsklassanum var lóðum lyft til að styrkja og fegra brjóst og rassa. Selma Unnsteinsdóttir og Sigurveig Guðmundsdóttir stinga saman nefj- um milli átaka. ar Jónsson snyrtir. Hann getur blaðlaust þulið upp allar þær stúlkur sem borið hafa fegurðar- titla ffá árinu 1950 (eða 1951) þegar keppnin var fyrst haldin í Tívolí. Heiðar sagði blaðamanni að Kolbrún Jónsdóttir hefði verið krýnd ungfrú Reykjavík fyrst allra kvenna og var hún þá gift og átti böm, sem nú þætti ekki við hæfi. Eins og kunnugt er þurfa stúlkumar að vera bamlausar og sómakærar og hafa erlendar drottningar verið sviptar titlinum þegar upp hefúr komist að þær hafa skreytt síður karlablaða held- ur klæðalitlar. Margar þekktar konur í þjóðlífmu hafa borið borðann Ungfrú ísland. Bryndis Schram var krýnd árið 1957. Ári seinna hlaut Sigríður Þorvalds- dóttir leikkona krónuna. Heiðar segií' árið 1962 hafa verið stóra árió. Þá varð Guðrún Bjömsdóttir Ungffú Island og ári seinna Ung- ffú Heimur, þá var Anna Geirs- dóttir Ungffú Alheimur. Keppnin var haldin í Tivolí, síðar í Austur- bæjarbíói og Glaumbæ, seinna í Háskólabíói, Klúbbnum og á Hót- el Sögu. Gripasýningum mótmælt Á áttunda áratugnum fór mót- mælum kvenréttindakvenna fjölgandi vegna keppninnar. Mættu konur með mótmælaspjöld fyrir utan húsnæðið þar sem keppnin fór fram og gagniýndu þá niðurlægingu kvenna sem þeim fannst fara ffam á svonefnd- um gripasýningum á kvenfólki innifyrir. Heiðar snyrtir heldur þvi þó ffam að áhugi á keppninni hafí ffemur ráðist af því hversu mikið var til hennar vandað en að þjóðfélagsumræða gegn henni hafí ráðið þar miklu um. Keppnin komst síðan í hámæli þegar Hólmffíður Karlsdóttir, sem varð önnur í keppninni um Ungfrú ís- land, var í beinni útsendingu krýnd Ungffú Heimur. Varla voru landsmenn búnir að jafna sig á þessu þegar Linda Pétursdóttir var krýnd árið 1988. Nú eru vænt- ingamar miklar og ekkert nema efsta sætið er nógu gott fyrir þokkadísimar héðan, enda vita allir lslendingar að hér búa feg- urstu fljóð veraldar. Hvaöerfegurö? Ein sú spuming sem einna erfiðast er að fá svar við er sú hver sé tilgangurinn með þessu öllu saman? Senda verður ís- lenska fulltrúa í alls kyns keppni erlendis, og telja menn það hina mestu landkynningu. Þetta er til- raun til að koma lslandi á landa- kortið, sagði einn viðmælenda minna. Við ætlum okkur sem sagt að flytja út þessa íslensku fegurð sem við eigum svo mikið af, eins og lambakjöt og lopapeysur. Og hvað er þá fegurð? Við þeirri spumingu fæst heldur ekkert eitt svar. Undirrituð spurði marga og flestir svöruðu fáu. „Ég veit það ekki var algengt svar.“ „Það er einhver tilfmning," sögðu aðrir. Mætur ritstjóri hér á blaði svaraði þessu á þá leið: „Ef ég ætti að segja alveg eins og er: fegurðin er það sem fólk sér alltí kringum sig þegar það er ástfangið. Eða minn- ir á slíkar sýnir síðar meir.“ Heiðar snyrtir segir fegurð ekkert eiga skylt við fegurðar- samkeppni, hún fyllir aðeins út í ramma tískunnar sem ráðandi er hveiju sinni. „Falleg manneskja er góð manneskja. Það er mann- eskja sem trúir á sjálfa sig og hef- ur hæfilega mikið sjálfstraust. Falleg er sú manneskja sem hefúr útgeislun, hvort sem hún er i hjólastól eða hana vantar annað augað. Fegurð sú sem birtist i feg- urðarsamkeppni er markaðsfeg- urð.“ Þorgrimur Þráinsson situr nú í fyrsta skipti í dómnefnd keppninnar. Hvað finnst honum vera fagur kvenmaður? „Sú kona sem er sjálfsörugg, hefúr göngulag sem minnir á vor- ið í Paris, geislar af ánægju og er meðvituð um eigin kvenleika er falleg - sama hvemig hún lítur út,“ sagði rithöfundurinn. Óraunverulegar kvenímyndir Þótt umræða um fegurðar- samkeppni hafi nú legið niðri um nokkurt skeið og öll gagnrýni á hana þyki vera leiðindakjaftæði er ekki þar með sagt að allir séu endilega sáttir við þetta fyrirbæri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þing- kona Samtaka um kvennalista sagði þá mynd sem birtist okkur í auglýsingum og fegurðarsam- keppni vera staðlaða fegurð sem væri algerlega úr takt við raun- veruleikann. Samt sem áður legðu konur á sig alls konar píslir til að ná þessari imynd. ímynd sem verður raunvemlegri en raunveru- leikinn. Þegar Ingibjörg Sólrún var spurð að því hvað væri þá feg- urð svaraði hún þvi til að útgeisl- un, eða ffíðleiki, væri mikilvæg. Fólk gæti verið fagurt án þess að hafa nokkra útgeislun, þannig að fegurð og fríðleiki færi ekki alltaf saman. Ekki fyrir alls löngu kom út mjög umdeild bók í Bretlandi undir heitinu Fegurðarmýtan eftir feministann Naomi Wolf. í bók- inni heldur höfundur fram að feg- urðarþrá kvenna standi í vegi fyr- ir því að þær öðlist jafnrétti í þjóðfélaginu. Konur i vestrænum ríkjum séu svo uppteknar af útlit- inu og fullar minnimáttarkenndar út af því að orkan fari öll í megr- unarkúra og aðra pínu. Þannig em konur að mati Wolf meira kúgað- ar nú en fyrr á öldum, þótt þær hafi öðlast ýmis réttindi sem þær nutu ekki þá. Kenningar Wolf hafa vakið miklar deilur, og telja margar konur að hún einfaldi nokkuð raunvemleikann. Banda- riski kvenréttindafrömuðurinn Betty Friedan skrifaði grein í kvennablaðið „Allure" fyrir nokkrum vikum þar sem hún deil- ir á Wolf og segir vandann fremur fólginn í þeirri ofuráherslu Vest- urlandabúa á æskuna. Æsku- ímyndin kúgi karlmenn ekki síður en konur, og að það sé sú imynd sem fólk verði að beijast gegn. Friedan heldur því fram að |am- bandið milli fegurðar og¥föfnin- isma sé miklu flóknari en Wolf gefur í skyn. Titill greinar Friedan er: Getur kvenréttindakona verið falleg? Á íslandi ríktu miklir for- dómar gagnvart rauðsokkum á sínum tíma sem enn eymir eftir af. Rauðsokkumar vom ófríðar konur sem ekki gátu nælt sér í karl, og öll umræðan sem upp spratt um kvennaffamboðin í upp- hafi níunda áratugarins var í takt við þetta. Margt hefúr svo sem breyst síðan. Eins og Friedan bentir réttilega á er leyfilegt með- al kvenréttindakvenna nú að vera vel til fara og iakka á sér neglum- ar. Fordómamir láta samt enn á sér kræla við og við, t.d. þegar konur fetta fingur út í fegurðar- samkeppni. Hins vegar er þvi ekki að neita að sú fegurðarímynd sem birtist alls staðar virðist fá meira á kven- fólk en karla. Uppskriftin af fogr- um kvenmanni er mun einfaldari en sú sem karlmönnum er boðið upp á. Karlmenn skemmta sér við að horfa á berar stelpur í karla- blöðum, en konur pína sig með því að horfa á fagrar konur í kvennablöðum. Nú eru narsatímar og enginn mætti með belju fyrir utan Feg- urðarsamkeppni íslands í gær, eins og fyrir utan Austurbæjarbíó forðum daga, til að gagnrýna þá sýningu sem fram fór innan dyra. Oll borð vom löngu upppöntuð á Hótel íslandi fyrir krýningar- kvöldið, eða eins og Heiðar snyrt- ir sagði. „Glamor“ er í tís! u núna. BE Laugardagur 4. maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.