Þjóðviljinn - 04.05.1991, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 04.05.1991, Blaðsíða 17
Þrjátíu ára afmæli geim- ferðar Júrí Gagaríns ...Hann flaug út í geiminn sem lautenant, en kom aftur til jarðar sem majór, og lagöi þann- ig að baki sér kapteinsgráðuna. Maður getur vel sagt „lagði að baki sér“, en maður aetur einnig orðað það öðruvísi. Á þessum klukkutfma sigursins, eða nánar tiltekið á þeim 108 mínútum, sem hann var úti í geimnum, útnefndu örlögin hann sem hinn fyrsta geimfara. Ævisaga Gagaríns var mjög venjuleg. A tímum „þíðu Khrúsht- sjevs“, voru geimfarar valdir mjög nákvæmlega, eftir því hvemig heilsu þeirra og hæfni var háttað. En rétt er það, að strax eftir geim- ferðina, tilkynnti Gagarín prins, sem var búsettur erlendis, að hann væri ættingi Gagaríns majórs. En sannleikurinn var sá, að þessi gamla aðalsljölskylda Gagarína, var ekki í neinum ættartengslum við Gagarínana ífá Klushino-þorpi í Smolensk-héraði. Júrí Gagarín var fæddur 9. mars 1934, sonur samyrkjubónda og þriðja bam af ljórum í íjölskyld- unni. A fjórða áratugnum þýddi góð menntun mikið íyrir hvem ein- asta mann, og foreldrar Júrí Gag- aríns, sem sjálfir vom ómenntaðir, óskuðu af heilum huga eftir því að böm þeirra hlytu góða menntun. En svo kom stríðið og kollvarpaði öllum þeim áformum. Gagaríníjöl- skyldan lifði hin erfiðu ár hemáms- ins, og ár endurbyggingarinnar, sem á eftir kom vom heldur ekki auðveld. Og það var á stríðsámn- um, sem þessi tilvonandi geimfari sá flugvél i fyrsta sinn inni. Það var sovésk orrustuflugvél sem skotin var niður í loftormstu, og lenti í mýri í grennd við þorpið. Eftir stríðið flutti Gagarín fjöl- skyldan til nágrannaborgarinnar Gzhatsk, þar sem hún vonaðist eft- ir að svelta minna en í þorpinu. Þessar vonir bmgðust, tekjur hjón- anna nægðu ekki til ffamfæris öll- um þessum bömum, og Júrí var sendur til ættingja sinna í Moskvu. Þessi tilvonandi geimfari hóf þar undirstöðunám sitt. Honum gekk vel að læra, og elfir að hafa lokið skólanum fór hann til Saratov, til að setjast þar í iðnmenntaskóla, þar sem hann var tekinn inn án prófs. Geimfarinn sagði síðar, að það hefði verið í Saratov, sem hann hefði stigið fyrstu skrefin í að þjálfa sig til flugnáms. 1 Saratov var flugklúbbur, og Gagarín gekk í hann, og stundaði flugnám í sport- flugvélum ásamt skólanum. Og það var flugnámið sem varð ofaná hjá honum. Eftir að hafa lokið náminu í flugskólanum var hann sendur til að læra meira við flug- skóla hersins í Omeburg. Árið 1957 þegar fyrsta Spútniknum var skotið á loft, var atburðaríkt ár fyrir Júrí Gagarín. Hann lauk skólanum, hlaut lið- þjálfatign og gifti sig. Og þótt hon- um væri boðið ráðgjafastarf við skólann, kaus Gagarín frekar að halda áffam herþjónustu sinni í nyrstu hémðum landsins. Gagarín þjálfaði flugkunnáttu sína yfir hvítri auðn heimskautsins, en geimfarahæfni hans þjálfaðist jafhffamt á sinn eigin hátt. 1 blöð- um herstöðvarinnar lásu menn að þriðja sovéska geimfarið hefði tek- ið myndir af bakhlið tunglsins. Og skömmu síðar var tilkynnt að það ætti að þjálfa sjálfboðaliða í að stjóma „nýrri vél“. Ekkert var gef- ið upp um hvemig sú vél væri, það gat þess vegna verið þyrlutegund, eða eitthvað annað óvenjulegt. Síðar kom á daginn að þessi liðssöfnun hafði verið í gangi um allt land, og á íyrstu stigum máls- ins tóku nokkur þúsund manns þátt í þessu. En eflir strangar læknis- rannsóknir og endurteknar þol- rannsóknir vom 20 menn valdir úr til að ganga undir þjálfun fyrir geimflug. Tíu ámm síðar vom að- eins átta eftir af þessum 20. Og eft- ir langa og erfiða þjálfun vom að lokum tveir valdir úr hópnum, Júrí Gagarín og Herman Titov. Allt fram að geimskotinu vissu þessir tveir menn ekki hvor þeirra yrði valinn. Um það vom miklar um- ræður í blöðunum. Hver tók hina endanlegu ákvörðun, yfirmaður þjálfunarskólans Sergej Korolev, eða Nikita Khrústsjov sjálfúr? Um það veit enginn, og svo virðist sem það hafi ekki verið neinn sérstakur sem tók þessa ákvörðun. Það er sjálfsagt tilgangslaust nú - eftir 30 ár að telja upp hvaða rannsóknum Gagarín tókst að sinna, á þeirri einu klukkustund sem hann svcimaði umhverfis jörð- ina í geimfari sínu, með fast spennt sætisbelti sitt. Það þjónar heldur engum tilgangi nú, að reyna að fjalla um fyrstu sporin sem banda- ríski geimfarinn, Neil Armstrong, lét eftir sig á tunglinu, frá sjónar- miði tunglfræðinnar. Mikilvægi þessara tímamótaatburða liggur í allt öðm - þeir mörkuðu nýja tíma fyrir allt mannkyn og nýtt athafna- svið. Nikila Krúshtsjov og Leoníd Brésnef, sem kom á eftir honum, reyndu að gera himingeiminn að vettvangi stjómmála. Og ekki létu forsetarBandaríkjanna, Dwight Ei- senhower og John Kennedy heldur sitt eftir liggja í þeim leik. Þessi samkeppni um himingeiminn milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, þróaðist svo, að hún komst á það stig sem enginn hafði séð fyrir. Frá sjónarmiði heilbrigðrar skynsemi virðist svo sem geimrannsókna- áætlanir Vestur- Evrópu og Japan, hafi verið hógværari og rökrænni. Þeir hafa ekki þróað geimáætlanir sínar með því að fá skattborgarana til að herða sultarólamar, heldur með því að nota þau tækifæri sem heilbrigð efnahagsstefna gaf þeim. Sú breyting sem orðið hefur á afstöðu almennings til geimferða er því vel skiljanleg. Frá bamalegri hrifningu og bjartsýni fyrstu geim- ferðaáranna, hefur hugur almenn- ings breyst í tómlæti og jafnvel andúð og óvild, meðal verulegs hluta þjóðarinnar, á öllum geim- rannsóknum og kostnaðinum sem þeim eru tengdar. Og þó er afstaða almennings ekki svo einhliða. Margir em famir að gera sér grein fyrir að það er ekki hin „gífurlega sóun“ geim- rannsóknanna sem orsakar efna- hagskreppuna í landinu. Og það er eftirtektarvert, að á allra síðustu tímum heyrist æ sjaldnar slagorðið „hættið geimferðum". En hvað um það. Iðnaðurinn gengur nú í gegn um erfilt tímabil. Fjárframlög til geimrannsókna eru skorin niður eða lækkuð. Geim- ferðastofnunin verður að þéna pen- inga sjálf fyrir nauðþurftum sínum. Það er það verkefhi sem nú liggur fyrir. Það er langur tími sem aðskilur hina yfirlætislausu geimferð Gag- aríns og nútíma geimferðir. Þar em bæði afrek og töp. Eftir sigur sinn í himingeimnum gegndi Gagarín næstu árin því hlutverki að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar. fjöl- mörg ríki óskuðu eftir því að bjóða þessum fyrsta geimfara heim til sín, og allsstaðar var honum tekið af fognuði, allir vildu sjá þessa fyrstu geimhetju mannkynsins. Þegar þessi hrifning fór nokkuð að réna, sneri Gagarín sér aftur að fluginu. Sumir álitu að þessi þjóð- arhetja ætti ekki að leggja sig í neina áhættu framar, það ætti að banna honum að fljúga. Gagarín var annarrar skoðunar. Hann ætlaði að fara aftur út í geim- inn, og undirbjó sig undir að fljúga nýju geimfari, Sojuz. Þann 27. mars 1968, tóku Júrí Gagarín og Vladimír Sejogin tilraunaflugmað- ur, sig upp í æfingaflug í tveggja sæta ormstuflugvél. Það varð þeirra siðasta flugferð. Flugvélin hrapaði til jarðar, og báðir flug- mennimir létu lífið. Þeir em grafn- ir á Rauða torginu, í grennd við Kremlarmúra. Míkhafl Tsjernishof IAN. AUGLÝSINGAR AUGLÝSINGAR Frá Reykjavíkurhöfn Á geymslusvæði við öskuhaugana í Gufunesi eru 7 illa farnir nafnlausir smábátar sem fjarlægðir voru á síðustu árum af hafnarsvæði Reykjavíkur- hafnar. Bátarnir eru allir nafns- og númerslausir og ekki hefur tekist að hafa uppi á eigendum þeirra. Vegna lokunar öskuhauganna í Gufunesi á næst- unni verða bátar þessir urðaðir þar án frekari við- vörunar ef réttir eigendur gefa sig ekki fram fyrir 21. maí n.k. og greiða af þeim áfallinn kostnað. Upplýsingar um bátana veitir svæðastjóri Reykja- víkurhafnar. Reykjavíkurhöfn Útbod Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skóla- skrifstotu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í viðgerðir og viðhald á þökum Breiðagerðisskóla. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 15. maí kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frlkirkjuvegi 3 - Slmi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skólaskrifstofu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í viðgerðir og viðhald utanhúss á Melaskóla, 1. áfangi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. maí kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frlkirkjuvegi 3 - Slmi 25800 c LANDSVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingar 220 kV Búrfellslínu 3 (um 24 km frá Sandskeiði að Hamranesi) í samræmi við útboðsgögn BFL-14. Útboðsgögn verða afhent frá og með föstu- deginum 26. apríl 1991 á skrifstofu Lansvirkj- unar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3000,-. Framkvæma skal jarðvinnu í 64 turnstæðum, sem tengist niðursetningu á undirstöðum og stagfestum og koma fyrir bergboltum. Heildarverklok eru 15. september 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síöar en föstudaginn 17. maí 1991 kl. 12:00, en tilboð- in verða opnuð þar þann dag kl. 13:30 að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Kosningahappdrætti G-listans í Reykjavík Drætti I kosningahappdrætti G- listans I Reykjavík hefur ver- ið frestað til 14. maí. Félagar og velunnarar eru vinsamleg- ast beðnir að gera skil hið fyrsta. Kosningastjórn G-listans í Reykjavík AB Kópavogi Bæjarmálaráð Fundur verður í Þinghóli þriðjudaginn 7. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Almennt um stjórnmálaviöhorfin. 2. Staða bæjarmála. 3. Önnur mál. Stjórn bæjarmálaráðs AB Keflavík og Njarðvíkum Opið hús Opið hús í Ásbergi á laugardögum kl. 14. Félagar og stuöningsmenn velkomnir I kaffi og rabb. Stjórnin Tónlistarkennar Tónlistarkennara vantar til að veita forstöðu tónlistarskóla sem fyrirhugað er að stofna á Eiðum í S-Múlasýslu næsta haust. Um er að ræða fullt starf. Á Eiðum er grunnskóli fyrir 1. til 9. bekk og Al- þýðuskólinn á Eiðum með 10. bekk og tveggja ára framhaldsdeild. Einnig er leikskóli á staðnum. Nánari upplýsingar gefa Rúnar Sigþórsson í síma 97-13824 og Þórarinn Ragnarsson í síma 97- 13840. AB Kópavogi Morgunkaffi Morgunkaffi I Þinghól, Hamraborg 11, laugardaginn 4. maí frá kl. 10 til 12. Elsa Þorkelsdóttir bæjarfulltrúi og full- trúi í félagsmálaráði kemur ( kaffi. Elsa SJÁUMST MEÐ ENDURSKINI! ENOURSKWS- MERKI lasl. apotekum 09 viðar. UUMFEROAR RÁO , I Laugardagur 4. maí 1991 - NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.