Þjóðviljinn - 04.05.1991, Side 19
Ástfanginn
riddari
með
ferlegt nef
Nú er skemmst frá því að
segja að það er mikil skemmtun
og líklega holl að horfa á
frönsku kvikmyndina um Cyr-
ano de Bergerac, riddarann og
skáidið sem var svo nefstór og
Ijótur að aldrei mundi hann
játa Roxönu hinni fögru ást
sína. En léði hrifningu sína og
orðsins list laglegum pilti og fé-
laga sínum í hermennsku,
Christian, og vann svo hjarta
meyjarinnar honum til handa.
Þetta er feiknalega rómantísk
saga og ósennileg með öllu nátt-
úrlega og munu flestir ætla, sem
ekki muna annað af tilviljun, að
leikrit Edmond Rostands hafi ver-
ið skrifað á hárómantískum tima
eða fyrr. Svo er ekki: Rostand er
fæddur 1868 og leikrit hans var
frumflutt skömmu fyrir síðustu
aldamót og hefur síðan víða farið
áður en það lenti á kvikmynd eftir
Jean-Paul Rappeneau með Gérard
Depardieu í hlutverki Cyrano.
Þessi pistill átti reyndar ekki
að verða kvikmyndarýni, heldur
var ætlunin að spyija hvers vegna
þessi asnalega saga hefur merki-
legt áhrifavald og velkomið ef
svo mætti að orði kveða.
Fyrst var þaö ástin
FyTst var það ástin náttúrlega,
enginn getur án hennar verið. Og
þó að ástin í Cyrano de Bergerac
sé í rauninni ævintýraminni al-
þekkt (stúlkan fagra og skrýmslið
góða), þá verður það okkur ekki
til trafala, blátt áfram vegna þess
hve tignarlega málsnjall Cyrano
er. Og þótt ástin í verkinu sé róm-
antíkin sjálf með öllu sínu einæði,
þá veit hún um leið af sínum eigin
þverstæðum: „Sú tilfmning sem
heldur mér í sínum miskunnar-
lausu greipum getur ekki verið
neitt annað en ástin. Hún ber með
sér alla skelfilega afbrýði og
dimmt ofbeldi ástarinnar og alla
ósérplægni hennar líka,“ segir
Cyrano í garðsenunni frægu.
Prik fyrir fugla
1 rauninni er verkið allt lof-
söngur um hugvit og ftjósemi
orðsins máttar. Ekki barasta í ást-
um. Orðið er riddaranum hið
besta vopn gegn skelfilegum ljót-
leika sínum, enginn getur skopast
laglegar að nefinu ferlega en hann
sjálfur. Og er óþijótandi og
óþreytandi í því að stinga upp á
nýjum og nýjum lýsingum á
þessu nefi frá öllum sjónarhom-
um: aðdáandi nefsins getur sagt
,ddvílíkt skilti fyrir ilmvatnsbúð!“
Hinn þakkláti segir: „Mikið ert þú
góður maður og mikill fuglavinur
að bera með þér prik handa þeim
að sitja á.“
Aö komast til
tungslins
Cyrano kann líka á mælsku
hins fáránlega eins og þegar hann
þarf að tefja fyrir ffekurn vonbiðli
Roxönu og þvælir honum í um-
ræðu um það, hvemig best sé að
komast til tunglsins. Og nefnir þá
sex aðferðir til þess, meðal annars
þá, að „Setjast á jámplötu og
Gérard Depardieu og Anne Brochet (hlutverkum Cyrano og Roxönu.
kasta segulstáli upp í loftið. Það
er prýðis-aðferð: jámið fylgir efl-
ir seglinum á flugi hans og þegar
það nær honum hendir þú segul-
stálinu snarlega aftur upp og þú
heldur þessu áffam þangað til þú
ert kominn til tunglsins.“
(Kannski er þessi brella sem
Munchausen væri fullsæmdur af,
komin ffá þeim sanna Cyrano de
Bergerac sjálfum, en hann var til í
raun og vem. Hann var uppi á
sautjándu öld. Hann samdi fyrstu
geimferðasöguna, sem var einmitt
um ferðalög til konungsríkja á
tunglinu og notaði það form til að
koma að ýmsu meinlegu um ríki
og kirkju og sneiða þar með hjá
ritskoðun og öðrum háska. Cyr-
ano samdi líka leikrit, sem sjálfur
Moliére hnuplaði senum úr, enda
segir Cyrano í leikritinu að leiðar-
lokum: „Menn munu segja:
Moliére var snillingur og Christi-
an var ffíður.“)
Nei, þakka þér
fyrir!
Já - Moliére var snillingur og
Christian ffíður og enginn veit
hvaða þátt Cyrano hinn ljóti átti í
þeirra frægð. Heimurinn er ekki
réttlátur, það er gömul saga og ný.
En Cyrano de Bergerac, hann er
okkur kær eins og sá Don Quijote
Ámi
Bergmann
sem hann er reiðubúinn til að taka
ofan fyrir hvenær sem er. Hann er
líka reiðubúinn til að bæta böl og
berjast við vindmyllur ef með
þarf: þær geta kastað manni í
svaðið, en eins skotið mönnum til
stjamanna! Og þá er komið að því
sem er ekki síst hressing að á
nöldurtímum og hundingjaháttar
eins og þeim sem við nú lifum. En
það er prútt hjarta riddarans, sem
aldrei lýtur fyrir valdsins herrum,
hvorki góðum né illum, smjaðrar
aldrei, kaupir sér aldrei frið, þótt
það eigi hann lifandi að drepa.
I upphafi leiksins er vinur
skáldriddarans, Le Bret, að vara
hann við þeim óvinum sem hann
eignast í öllum áttum og biður
hann að fara að með gát og þá
muni velgengni og ffægð ekki
láta á sér standa. Cyrano vísar
þessu ffá sér með fyrirlitningu:
,JEn hvað þyrfti ég að gera til
þess? Fela mig undir vemd ein-
hvers valdamanns? Líkja eftir
bergfléttunni sem sleikir börk
trésins háa meðan hún skríður
upp bol þess, mjakast upp á við
með slægð ffemur en klifra af eig-
in mætti? Nei þakka þér fyrir. Til-
einka kvæði mitt peningafurstum
eins og margir aðrir? Breyta mér í
trúð í þeirri von að ráðherra sendi
mér velvildarbros? Nei, þakka þér
fyrir. Gleypa móðganir dag
hvem? Skríða þar til skinnið á
vömb minni flagnar af? Skíta út
hné mín og gera hrygg minn áli
líkan? Nei, þakka þér fyrir... Ég
syng, læt mig dreyma, ég hlæ og
ég fer hvert sem mér sýnist, einn
og ftjáls“...
Ég þarf ekki aö
sigra
Við þessa stoltu stefnuskrá
heldur Cyrano tryggð hvað sem á
gengur, ekki síðri tryggð en við
Roxönu hina heittelskuðu. Og
það verður hans bani. En hann
mun aldrei upp gefast, eða eins og
hann segir þegar hann, illa meidd-
ur úr launsátri, bregður brandi
gegn óvinum sínum ósýnilegum:
,JJvað ertu að segja? Er það
til einskis? Vitanlega, en ég hefi
aldrei þurfl að hafa von um sigur
til að beijast! Hinn göfugasti bar-
dagi er alltaf til einskis háður...
Þið þama, þið allir, hveijir eruð
þið? Þið sýnist óendanlega marg-
ir... Ó, ég þekki ykkur affur, mínir
gömlu fjendur! Lygarar! Ég bið
að heilsa ykkur (Sker loftið með
sverði sínu). Og þama er Mála-
miðlunin! Og Fordómamir! Og
Hugleysið! (Bregður affur brandi)
Hvað var þetta? Að semja við
ykkur? Aldrei, aldrei! Og þama
ert þú, Heimskan sjálf! Ég veit að
ég get ekki sigrað ykkur öll og að
lokum munuð þið yfirbuga mig,
en ég berst samt, ég berst, ég
berst...!“
Fáránleg ræðumennska?
Heimskulegt tal? Ýkjuþras?
Franskur belgingur? Kannski allt
þetta og miklu fleira ef menn
endilega vilja. Og þó getur þetta
allt hljómað af fullum styrk þegar
vel er með farið og þegar menn
em nógu þreyttir orðnir á dyggð
tómleikans og skoðanaleysisins
og eftirsókn eftir þægilegheitum
og öðrum vindi.
Astarjátning til Islands
r
eftir Ama Bergmann
Esbjörn Rosenblad
Island i saga och nutid
Norstedts 1990
Esbjöm Rosenblad var lengi
starfandi við sendiráð Svía í Reykja-
vik og hefur sest hér að eftir að hann
lét að störfum. Hann er kvæntur ís-
lenskri konu, Rakel Sigurðardóttur,
og tileinkar henni þessa bók um Is-
land í sögu og samtíð, sem hann
sjálfur hefur kallað „ástaijátningu til
Islands".
Við sama tækifæri sagði höfund-
urinn að bókin væri ekki diplómatísk
skýrsla, heldur ekki endurminninga-
bók, ferðalýsing eða skýrsla til blaðs.
Heldur, sem fyrr segir „ástaijátning"
- um leið og bókin reyndi af fremsta
megni að miðla þekkingu um Island,
menningu og sögu, náttúmfar og at-
vinnuhætti.
Ekki verður betur séð en þessi
skilgreining sé sönn og rétt. Reyndar
kemur diplómatinn ffarn í bókinni,
sem og ferðamaðurinn og sá sem á
margar minningar frá Islandi. En þær
„persónur" skipta ekki mestu fyrir
heildarsvip ritsins, heldur ffóðleik-
smiðlarinn og Islandsvinurinn.
Hér yrði alltof langt mál upp að
telja hvar komið er við: bókin er
mjög yfirgripsmikið heimildarrit, þar
sem lesandi getur ffæðst jafnt um
sögu náttúmfars og bókmennta, um
orkulindir og húsagerð, nýyrðasmíði
lslendinga og samskipti þeirra við
Svía i fortíð og samtíð. Þessu er öllu
vel til skila haldið, að vísu getur eins-
konar „upptalningastíll“ orðið of
ffekur til fjörsins, en það er jafhan
létt á honum öðm hvom með per-
sónulegri innskotum.
Sem fyrr segir: ástaijátning er
þetta. Um það mætti finna ótal dæmi:
„næstum ekkert er það í heimi hér
sem getur jafnast á við litrikt sumar-
landslag Islands", segir á einum stað.
Hliðstæð afstaða setur mjög svip
sinn á túlkun höfundar á mannfólki
íslensku og þess vanda. Tilhneiging-
in er jafnan sú að sjá sem flest f hag-
stæðu ljósi. Eins og til dæmis þegar
minnst er á galdrafár á íslándi (bls
130), þá er það tekið ffam að það hafi
hér á landi bitnað nær eingöngu á
körlum. Síðan segir: ,Á Islandi hefur
það á liðinni tíð aldrei verið talið rétt
að beita konur ofbeldi.“
Betur að satt væri. Við eigum vit-
anlega erfitt með að tala um það sem
„galla“, hve vinsamlegur höfúndur er
okkur Islendingum, en ekki mundi
það skaða að hann skopaðist ögn
meira að okkur í bland. Hann um-
gengst okkar vandamál af kurteisi,
sem stundum tekur mið af fram-
göngu diplómatans, sem á engan vill
halla. Eins og þegar t.d. er minnst á
skáldsögu Halldórs Laxness, Atóm-
stöðina: þá er þess getið að efni sög-
unnar hafi verið notað í sænskum
söngleik árið 1987. Efnið, segirþar,
er sem fyrr mjög viðkvæmt því að
spurt er um sjálfstæðismál íslands.
„Söngleikurinn gekk vel, en fyrrum
utanríkisráðheira og sendiherra i
Stokkhólmi, Benedikt Gröndal, er í
hópi þeiira sem hafa gagnrýnt sögu-
túlkun þess.“
En sem sagt: hér er myndarlegt
rit og til þess dreginn mikill fróðleik-
ur og áreiðanlega nytsamur hveijum
þeim sem vill kynna sér okkar mál-
efni, og hafi Esbjöm Rosenblad heila
þökk fyrir sitt ffamtak og vinsemd.
Laugardagur 4. maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 19