Þjóðviljinn - 16.05.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.05.1991, Blaðsíða 7
1 9 Ríkisstjómin situr á loðnubótunum Svo virðist sem ríkisstjórnin ætli að flýta sér hægt í að taka ákvðrðun um það hvort og hversu mikið fé verður látið renna til þeirra sveitar- og bæjarfélaga sem urðu Qla úti í loðnubrestinum á síð- ustu vertíð. Á meðan bíða for- ráðamenn viðkomandi bæjarfé- laga í óvissu um framgang máls- ins og eru sumir þeirra orðnir all svartsýnir á að úr greiðslu loðnubótanna verði, en heildar- upphæð þeirra hafði verið ákveðinn 100 miljónir króna. Halldór Blöndal samgönguráð- herra segir að það sé ekki búið að veita íjármálaráðherra heimild til þess að verja 100 miljónum króna til hafharbóta vegna þess að málið hafi aldrei komist á dagskrá í efri deild. Ráðherrann segir að þetta mál verði skoðað í samhengi við aðra þætti ríkisfjármála og á með- an verði öll þjóðin að stynja undir því hvemig viðskilnaður fyrri rík- isstjómar var. Eins og kunnugt er þá hafði fyrri. ríkisstjóm ákveðið að veita íjármálaráðherra heimild á láns- fjárlögum til að veita 100 miljón- um króna til þeirra bæjar- og sveit- arfélaga sem urðu einna verst úti \ loðnubrestinum á síðustu vertíð. Á síðustu starfsdögum þingsins í vor úthlutaði hluti íjárveitingamefndar loðnubótunum í trássi við tillögur samgönguráðherra og þríklofnaði síðan í afstöðu sinni til tillagnanna þegar nefndin fékk úthlutunina aft- ur til afgreiðslu. Síðan þá heftxr ekkert gert í málinu. Júlíus Þórarinsson sveitarstjóri á Raufarhöíh segir þessa töf á af- greiðslu málsins vera mjög alvar- legt mál fyrir sveitarfélagið í Ijósi þess mikla tekjutaps sem það varð fyrir á síðustu loðnuvertíð. Svo er um fleiri sveitar- og bæjarfélög. -grh Viljum halda í stöðugleikann Hansína Á. Stefánsdóttir, nýkjðrinn formaöur Al- þýöusambands Suður- lands, segir það vera af og frá ekki sé unnt að bæta kjör þeirra lægst launuðu nema því að- eins að meira verði til skiptanna í þjóðarbúinu samfara auknum hagvexti og „með almennu líknar- og mannúðarstarfl einstaklinga og samtaka þeirra,“ eins og Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambandsins sagði orðrétt í ræðu á aðalfundi sam- bandsins í fyrradag. - Fólk vill gjaman halda í þann stöðugleika í efnahagslífinu sem tryggður var með síðustu kjarasamn- ingum, sagði Hansína, - fólk vill geta treyst þvi að verð á matvöm og öðr- um nauðþurftum verði það sama á morgun og i dag. Á 11. þingi Alþýðusambands Suðurlands, sem fram fór um síðustu helgi, kom skýrt fram að sögn Han- sínu, að í næstu kjarasamningum verði að leggja höfuðáherslu á að bæta kjör þeirra lægst launuðu um leið og stöðugleiki verði áfram tryggður. Er einhver ástæða til að ætla að það takist að bæta kjör láglaunafólks i næstu samningum ffekar en i fyrri samningum? - Ég vona að það fylgi hugur máli og að árangur náist í þessari viðleitni, sagði Hansína. Hún sagði það hins vegar vera rétt, sem komið hefði fram oft áður, að meiru skipti að kaupmáttur lág- launafólks verði bættur en að laun þess hækkuðu svo og svo mikið í krónum talið. - Og þar kemur að hlut ríkisvaldsins að tryggja og skapa skilyrði fyrir þvi að hægt verði að auka kaupmáttinn. I ályktun um kjaramál sem sam- þykkt var á þingi Alþýðusambands Suðurlands segir m.a. að við gerð kjarasamninga i haust verði einkum að hafa i huga að lægstu laun verði hækkuð og skattkerfið nýtt til tekju- jöfhunar, skattþrepum verði fjölgað, fjármagnstekjur skattlagðar, gætt verði stöðugleika i efnahagsstjómun og umffam allt að kaupmáttartrygg- ingar verði tryggðar. -rk Sumarþing. Alþingi starfar nú (tveim deildum auk sameinaðs þings. Þetta eru llklega sfðustu fundadagamir I þingsal efri deildar þvl þingið vinnur nú að þvl að af- nema deildaskiptinguna. Hér á Steingrimur J. Sigfússon, Abl., tal við sfðasta forseta efri deildar, Karl Steinar Guðnason, Alfl. Mynd: Kristinn. Skilaverð í rækjuvinnslu lækkað um fjórðung Raungildi skilaverðs rækjuvinnslunnar var 25 prósent lægra í febrúar 1991 en það var að meðaltali árið 1989 vegna markaðsbrests og stöðv- unar greiðslna úr Verðjöfnunar- sjóði. Þá hefur núgildandi hrá- efnisverð, sem Verðlagsráð sjáv- arútvegsins ákveður, lækkað um 2%-3% miðað við það sem það var að meðaltali 1989. Þetta kemur meðal annars ffam í áliti starfshóps sem sjávarútvegs- ráðherra skipaði i janúar síðast- liðnum til að kanna fjárhagslega stöðu rækjuvinnslu og meta ffam- tíðarhorfur í ljósi líklegra markaðs- aðstæðna í heiminum. I afkomumati Þjóðhagsstofn- unar sem fylgir álitinu er því reikn- að með rúmlega 15% tapi í rekstr- inum miðað við skilyrði í febrúar siðastliðnum. Sé tekið tillit til þess að vinnslustöðvar hafi hætt yfir- borgunum á hráefni og er sú lækk- un metin 10% af hráeíniskostnaði telur Þjóðhagsstofhun að tapið sé engu að síður 6% af tekjum. I áliti starfshópsins kemur einnig fram að eiginQárstaða rækjuvinnslunnar sé mjög veik, eins og raunar margra sjávarút- vegsfyrirtækja. Þar kemur fram að framleiðslugreinin þolir því alls ekki taprekstur til frambúðar. Til að mæta þessum vanda verksmiðjanna fór Félag rækju- og hörpudiskffamleiðenda þess á leit við stjómvöld að fjár yrði aflað til Verðjöfnunarsjóðs til þess að bæta framleiðendum verðfall afurðanna að einhveiju leyti eða að öðmm kosti yrði rækjuverksmiðjum gert kleift að breyta vanskilum og skammtímalánum til lengri tíma. Ríkisstjómin ákvað að fela Byggðastofnun að annast skuld- breytingu og fjárhagslega endur: skipulagningu rækjuiðnaðarins. I lánsfjárlögum er stofhuninni heim- ilað að taka 200 miljón króna lán í þessu skyni og endurlána rækju- verksmiðjum af nýju fé, en jafn- ffamt er til þess ætiast að bankar og stofhlánasjóðir breyti vanskila- skuldum verksmiðja í lengri lán. -grh Borgarafund um Blika- staðakaupin Stjóm Framsóknarfélags Kjósarsýslu telur eðlilegt að haldinn verði borgarafundur um tilboð Reykjavíkur í Blika- staði. Þetta kemur ffam í álykt- un ffá fúndi stjómarinnar 6. maísl. I ályktuninni er skorað á bæjarstjóm Mosfellsbæjar að hvika ekki ffá núverandi landa- merkjum milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Jafnffamt að bæjarstjómin leiti samninga við eigendur Blikastaða um kaup á landi Blikastaða. Að lokum segir í ályktuninni að eðlilegt hljóti að teljast að bæj- arstjóm haldi borgarafund sem fyrst, máli þessu til kynningar. -Sáf Leiðrétting Rangt var hermt eftir Frið- riki Sophussyni fjármálaráð- herra í Þjóðviljanum í gær að hann tæki sjálfur ákvörðun um hvort af kauphækkun yrði vegna viðskiptakjarabatans eða ekki hinn 1. júní næstkomandi. Þetta er alfarið samningsatriði launanefnda. Hið rétta er að Friðrik mun taka ákvörðun um afstöðu ríkisins til þess hvort kaup hækkar vegna viðskipt- akjarabatans eða ekki. Þjóð- viljinn biður Friðrik velvirð- ingar á þessum mistökum. -gpm Eyjólfur Konráð formaður utanríkis- málanefndar Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins ákvað í gær að Eyj- ólfur Konrað Jónsson yrði for- maður utanrikismálanefndar Alþingis sem kjósa á í dag. Samkomulag er milli stjómar- flokkanna um að Sjálfstæðis- flokkurinn fái embættið. Aðrir nefndarmenn af hálfú flokksins verða Bjöm Bjamason og Geir H. Haarde. Eyjólfúr Konráð og Bjöm börðust hart um formannssætið en Davið Oddsson, formaður flokksins, studdi þann siðar- nefnda. Þetta var ákveðið á þing- flokksfundi í gærdag og var þingflokkurinn sammála um að halda því leyndu hvemig niður- staðan var fengin. Fyrir fundinn var í gangi nokkurs konar kosn- ingabarátta og sagði Eyjólfúr Konráð við Þjóðviljann að allir ræddu saman í góðu en að hann byggist við kosningu. Hann benti á að hann hefði áður verið formaður utanríkismálanefhdar auk þess að vera formaður Evr- ópustefhunefndar þingsins. -gpm Siða 7 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. ma( 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.