Þjóðviljinn - 16.05.1991, Blaðsíða 11
TÆKNI&miMDI
Getur api
lært að tala?
Tilraunir á tíu ára gömlum
dvergsimpansa gefa til
kynna, að apar eigi mun
meiri möguleika á að not-
færa sér tungumál en menn hafa
haldið nú um skeið.
Vísindamennimir leggja fyrir
apann, Kanzi er hann nefndur,
nokkuð flókin verkefni. Til dæmis
er honum sagt að sækja sér rófu í
örbylgjuofn - um leið og sá sem
skipar heldur annarri rófu upp við
nefið á honum. Og Kanzi lætur sér
hvergi bregða, hann lætur augað
ekki freista sín, hann hlýðir mæltri
skipun og fer og sækir sína rófu
fram í eldhús.
Þessi merki api leysir með sóma
meira en 600 verkefni af þessu tagi
og þau eru ekki auðveld. Það er
ekki svo að hann hafi lært á vissar
tilskipanir sem skila honum verð-
launum í formi einhvers góðgætis,
en ýmis dýr geta lært slíkt. Þegar
verkefni á borð við rófusóknina em
lögð fyrir Kanzi, þá hefur hann
aldrei heyrt áður þær orðasamsetn-
ingar sem notaðar em til að hvetja
hann til athaftia. Hinsvegar kann
hann ákveðinn orðaforða og úr
þeiin orðaforða er unnið til að búa
til setningar þær sem notaðar em
þegar málskilningur hans er prófað-
ur.
Þetta er niðurstaða níu mánaða
tilrauna sem fram hafa farið við
Ríkisháskólann í Atlanta í Georgiu i
Bandaríkjunum. I skýrslu vísinda-
mannahópsins sem verkið hefur
unnið segir á þá leið, að Kanzi skilji
töluð orð og átti sig á því hvemig
þau em notuð í nýjum setningum.
Þetta er svo talið benda til þess, að
hæfileikar apa til þekkingaröflunar
séu mun líkari hæfileikum manna
en til þessa heftir verið talið.
Árangur Kanzi er og rakinn til
þess að sú tegund dvergsimpansa
sem hann tilheyrir er greindari en
górillur, órangútanar og venjulegir
simpansar.
Niðurstöðumar gætu fengið
menn til að endurskoða þá kenningu
að maðurinn hafi ekki komið sér
upp flóknu hljóðmáli fyrr en fyrir
um það bil sjötíu þúsund ámm.
Gæti kannski verið að hæfileikinn
til að orða reynslu sína hafi blundað
í sameiginlegum forfeðmm manna
og apa þegar fyrir fimm miljónum
ára.
Dvergsimpansinn Kanzi við táknatöflu sem notuð er við uppeldi hans til mannamáls. Kannski er tungumál miklu eldra en
menn áður héldu?
Búast má við því, að á ný hefjist
miklar þrætur um túlkun á getu
Kanzis. Fyrir tíu ámm lauk síðustu
lotu í deilunni um hinn talandi apa
og að því er virtist með sigri þeirra
sem eluðust mjög um málgetu þess-
ara frænda okkar í náttúmnni. Einn
helstur oddviti hinna vantrúuðu, sál-
ffæðingurinn Herbert Terrace, taldi
sig komast að því, að þeir sem tryðu
á talandi apa væm að blekkja sjálfa
sig. Apar sem taldir vom kunna mál
daufdumbra (það tilbrigði sem kall-
ast „Ameslan") vom í reynd oftast
nær barasta að herma eftir mönnum
án þess að ná skilningi á raunvem-
legu inntaki táknanna.
Terrace viðurkennir að Kanzi
geti fleira. En hann geri samt ekki
annað en að virkja táknin sem hon-
um hafa verið sýnd til þess að fá
einhver verðlaun fyrir. Hann virki
þau ekki „til að tilkynna okkur
hvaða reynslu hann verður fyrir og
hvemig hann upplifir heiminn".
Um þetta tilsvar segja uppalend-
ur apans Kanzi að „Sumir menn
verða ekki ánægðir fyrr en apinn
getur staðið upp og sungið þjóð-
sönginn".
En þar stendur einmitt hnífur í
apa, ef svo mætti segja. Kunzi skil-
ur mun fleira en hann getur „sagt“.
Barki hans er ekki á þann veg hann-
aður frá náttúmnnar hendi að von sé
á að hann geti komið ffá sér flókn-
um hljóðum. Þó ætla vísindamenn
næst að beina athugunum sínum
einmitt að möguleikum Kanzis til
að tjá sig með hljóðum og em, enn
sem komið er, bjartsýnir á árangur..
AB byggði á Spiegel
¥lÐHOMF
A Vilbore G. Guðnadóttir skrifar
Snúast stjórnmál
Nú er Alþingiskosningum
lokið og þar með kosn-
ingabaráttunni. Baráttu
sem átti að hafa það að
markmiði að fólk kysi „rétt“ í
ljósi málefnalegra upplýsinga.
Fjöldi funda var haldinn og um-
ræður fóru fram með þátttöku
hinna ýmsu stjórnmálamanna.
Alltaf voru gefin fyrirheit um
betri tíð fyrir fjölskyldur lands-
ins. Allir báru hag fjölskyldn-
anna mjög fyrir brjósti og sögðu
m.a. að þessar kosningar snerust
um að efla fjölskyldurnar og
jafna lífskjörin.
I ljósi þessa er því undarlegt til
þess að vita að aldrei gafst tími til
þess í allri þessari umræðu að ræða
raunvemlega stöðu heimilanna og
aðbúnað bama almennt. Önnur
„mikilvægari“ mál áttu greinilega
hugi flestra stjómmálamanna. Þó
kom það fyrir að nokkrum orðum
var farið um nýju leik- og grunn-
skólalögin og mikilvægi fyrir böm.
Vissulega er það rétt og ber að
fagna lögunum, sem styrkja stöðu
bama á margan hátt. Lögin koma
bömunum þó ekki til góða ef fjöl-
skyldumar, það dýrmætasta sem
bömin eiga, standa höllum fæti eða
em í upplausn.
I dag er mikið rætt um ýmis
konar forvamarstarf og nauðsyn
þess. Forvamimar eiga flestar að
beinast að bömum og unglingum.
Hjá þeim aldurshópum telja menn
sig hafa greint flest vandamálin s.s.
vímuefnanotkun, aukið ofbeldi,
háa slysatíðni og alls konar sam-
skipta- og hegðunarerfiðleika.
Lausnimar virðast fundnar, for-
vamarstarfið er að hefjast, sem
m.a. felst í:
- Leikskóla sem menntastofn-
un fyrir flest böm.
- Lengdum skóladegi og skóla-
máltíðum.
- Aukinni forvarnarumræðu
ber að fagna og á þetta starf vafa-
laust eftir að skila sér í ffamtíðinni,
ef rétt er á haldið. Til þess að hægt
sé að fjalla um markvisst forvam-
arstarf verður að taka mið af eftir-
farandi atriðum:
- Greina vandamálin og geta
sér til um orsakir þeirra.
- Setja forvamarstarfinu raun-
hæf markmið.
- Finna leiðir til þes að ná sett-
um markmiðum.
Hingað til hefur vantað nokkuð
upp á þannig umræður og vinnu-
brögð. Forvamammræðan hefur
því um of einkennst af innantómu
orðagjálfri og merkingarlausum
slagorðum m.a. hjá stjómmála-
mönnum.
Hlutverk heimilanna, sem er
lykilhlutverk í forvamarstarfmu,
hefur orðið útundan, eins og svo
oft áður þegar fjallað er um þarfir
bama og leiðir til þess að mæta
þeim. Öflugasta og árangursrikasta
forvamarstarfið fer fram á heimil-
unum. Á heimilunum er gmnnur-
inn að lífshamingju bamanna lagð-
ur. Hve góður sem leikskólinn,
skólinn eða íþróttastarfið er, þá
geta þessir aðilar aðeins stutt það
jákvæða sem bömin öðlast heima
hjá sér.
Það er sárt til þess að vita að
mörgum foreldmm er gert illkleift
að sinna, svo vel sé, þörfúm bama
sinna og vinna þá um leið áhrifa-
ríkasta forvarnarstarfið, inni á
heimilunum. Ef foreldramir ná að
leggja gmnninn þá geta aðrir aðilar
s.s. leikskóli, skóli eða íþrótta-
hreyfmgin gengið til samvinnu.
Þessir aðilar geta síðan í samein-
ingu byggt upp öflugt forvamar-
starf gegn hinum ýmsu hættum er
steðja að bömum og unglingum. Ef
þannig samvinna tekst getum við
vænst þess að bömin okkar nái í
auknum mæli að vaxa upp sem já-
kvæðir og sterkir einstaklingar sem
em sáttir við sjálfan sig og um-
hverfið. Þá um leið er hægt að
segja að mikilvægasta forvamar-
markmiðið hafi náðst.
Dæmi um vaxandi samvinnu er
SAMFOK, sem em samtök for-
eldra og kennarafélaga i gmnnskól-
um. Þessi samtök hafa beitt sér fyr-
ir aukinni samvinnu heimila og
skóla og nú undanfarið með mark-
vissu kynningarátaki um allt land.
Þar sem slík samvina gengur vel
líður bömunum betur og foreldr-
amir vita að stuðningur og afskipti
þeirra skipta vemlegu máli fyrir
skólastarfið. Vonandi verður álíka
samvinna talin sjálfsögð milli
um lífið sjálft?
um fólk
heimila og flestra þeirra aðila sem
afskipti hafa af bömum, á hvaða
aldri sem þau em.
Nokkru fyrir kosningar stóðu
Læknafélag Reykjavíkur og Land-
læknisembættið fyrir fúndi um að-
búnað bama og bamafjölskyldna
hér á landi, svo og um andlegar og
félagslegar þroskahorfur barna.
Eftir stutt erindi frummælenda vom
pallborðsumræður með þátttöku
fulltrúa flestra stjómmálaflokka.
Sumt af því sem þama kom fram
hjá frummælendum hefur lengi
verið vitað, en annað er að koma
upp á yfirborðið um þessar mundir.
1 erindunum kom m.a. fram:
- Tíðni sjálfsvíga á meðal
ungra pilta hefur tvöfaldast hér á
landi frá 1951 til 1989. Áfengis-
neysla unglinga er almenn og sterk
fylgni er á milli ólöglegrar vímu-
efnanotkunar, áfengisneyslu og
reykinga. Sú fylgni virðist vaxandi.
Nokkur hópur bama er það sem
kallast misþroska. Þau eiga ofl erf-
itt uppdráttar, bæði i og fyrir utan
skóla. Þau em í áhættuhópi varð-
andi félagsleg og tilfinningaleg
vandamál m.a. vegna þess að tölu-
vert vantar á skilning og sveigjan-
leika í samfélaginu til þess að þau
nái sínu eðlilega þroskastigi.
- Samvemstundum fjölskyldna
fer stöðugt fækkandi og eru nú oft
síðkvöldið og blánóttin. Á sama
tíma eykst vitneskja um að þau
nánu tengsl, sem myndast eiga á
milli foreldra og bama í frum-
bemsku, skipta sköpum fyrir líðan
þeirra og þroska allt lífið.
• - Enginn hópur í þjóðfélaginu
þarf að leggja eins hart að sér til
þcss að eiga í sig og á, eins og for-
eldrar smábama.
- Stór hluti 7-11 ára bama
gengur sjálfala á daginn, oft em
þau vansæl og þeim leiðist. Eina
lausnin, sem virðist í sjónmáli, er
að opna kirkju landsins fyrir þeim.
- Hópur bama lýkur tíu ára
skólagöngu með einkunnir undir
fimm og ofl með meira eða minna
brotna sjálfsmynd eftir endurtekna
ósigra. 1 dag eiga öll böm sem
ljúka gmnnskóla rétt á inngöngu i
ftesta framhaldsskóla, óháð ein-
kunnum. Sannleikurinn er bara sá
að flestir framhaldsskólar hafa ekki
yfir að ráða neinum námstilboðum
sem henta nema litlum hluta þess-
ara bama. Þannig hcfur töluverður
hópur bama ekki að neinu að
hverfa eftir gmnnskóla.
- Mörgum skólum er það illa
við haldið að þeir em hreinlega að
grotna niður og skólaumhverfið
það ómanneskjulegt að slys, hrekk-
ir og einelti ná að blómstra.
- Árlega er talið að 100-200
böm „týnist" innan skólakerfisins
og hópur íslenskra bama á hvergi
höfði sínu að að halla.
Þetta er m.a. það sem kom ffarn
á þessum athyglisverða fundi. Það
sem er ef til vill einna óhugnanleg-
ast er, að þessasr staðreyndir virtust
koma flestum fulltrúum stjóm-
málaflokkanna á óvart. Þeir höfðu
ekki leitt hugann að því að ástandið
væri svona slæmt. Þó fullyrtu þeir
að stjómmál snúist um fólk, eða
eins og einn þeirra sagði: „Stjóm-
mál snúast um lífið sjálft.“ Hvemig
má það standast að þar sem þessir
sömu menn hafa síðan ekki hug-
mynd um það að stór hluti ís-
lenskra bama er vansæll og sorg-
mæddur, svo ekki sé meira sagt, og
enginn tími gafst til þess að ræða
málefni fjölskyldnanna í nýafstað-
inni kosningabaráttu? Einnig er
foreldrum ungra bama gert eins
erfitt og hægt er til að vera sam-
vistum við böm sín, sem þó er und-
irstaða vellíðunar þeirra. Er nema
von að spurt sé?
Getur verið að fjöldi stjóm-
málamanna, m.a. þeir sem á Al-
þingi sátu, hafi ekkert fylgst með
eða kynnt sér þær auknu umræður
sem átt hafa sér stað, nú um langan
tíma, um stöðu og aðbúnað bama
og bamafólks í þjóðfélaginu? Fyrst
stjómmálamenn íúllyrða að stjóm-
mál snúist um fólk og lífið sjálft,
en þessar alvarlegu staðreyndir
hafa ekki náð eyrum þeirra, er rök-
rétt að spyrja um hvaða mikilvæg-
ari mál hefur þá verið fjallað á Al-
þingi.
Ef til vill vita stjómmálamenn
almennt ekki að aðaláhyggjuefni
flestra foreldra er umtalsverð vímu-
efnaneysla bama og unglinga. Eng-
ir foreldar hafa tryggingu fyrir því
að böm þeirra ánetjist ekki vímu-
efnum. Á framangreindum fundi
kom fram að eftirfarandi þættir
skipta miklu máli um það hvort
böm og unglingar ánetjast vímu-
efnum:
— Góð samskipti við fullorðna
draga vemlega úr líkum.
— Því meiri tíma sem böm og
unglingar veija með fullorðnum,
því minni hætta er á vímuefha-
neyslu.
- Líðan bama í skóla skiptir
vemlegu máli.
- lþróttir og annað tómstunda-
starf dregur vemlega úr líkum á
vímuefnanotkun.
- Þeir sem falla vel inn í þjóð-
félagið em best settir.
Áf þessu sést að stór hópur
bama og unglinga er í verulegum
áhættuhóp með að ánetjast vímu-
efnum. Forvamir í fomii aukinnar
fræðslu í skólum em því marklaus-
ar einar sér.
Fyrrverandi fjármálaráðherra
sat fyrmefhdan fund og sagði þá að
ekki gæti orðið um almennar úr-
bætur í skólamálum að ræða, hvað
sem lög og relgugerðir segðu,
nema með auknum sköttum. Um
aðra forgangsröðun verkefna eða
áherslubreytingu virtist ekki vera
að ræða. Ráðamenn þjóðarinnar
geta hafl mikil áhrif á þróun mála
með stefnu sinni í skóla-, fjöl-
skyldu- og heilbrigðismálum, ef
raunvemlegur vilji er fyrir hendi.
Stjómmálamenn geta ráðið
miklu, bæði til góðs og ills, um það
er ekki nokkur vafi. Staðreyndin er
samt sú að þeir stjóma sem kjömir
fúlltrúar fólksins í landinu og eiga
því að lúta vilja fólksins. Þeim ber
að hafa hag fjölskyldunnar stöðugt
að leiðarljósi.
Þegar merkingarlausu blaðri,
innantómum kosningaáróðri og
sviknum loforðum lýkur. Þegar
fjölskyldan eflist og flestum böm-
um fer að líða vel, fyrir tilstilli full-
orðinna. Þegar hinir fúllorðnu fara
að finna orsakir vandamálanna í
eigin barmi en ekki hjá bömunum.
Þá, og fyrr ekki er hægt að segja
með réttu að stjómmál snúist um
fólk - um lífið sjálft. Þá er búið að
greina vandann og uppbygging get-
ur hafist á raunhæfúm forsendum.
Síða 11
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. maí 1991