Þjóðviljinn - 16.05.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.05.1991, Blaðsíða 4
FHETTIK A Umsjón: Dagur Þorleifsson Rocard sagður stefna á forsetastól Michel Rocard, fráfar- andi forsætisráðherra Frakkiands, er sextug- ur að aldri, fæddur 23. ág. 1930 í Courbevoie, skammt frá París. Foreldrar hans voru mótmælendur. Þeir eru ekki nema lítill minnihluti Frakka, en að jafnaði menntaðri og félags- lega betur settir en þorri ann- arra landsmanna. Rocard gekk í suma af landsins bestu skólum og lagði stund á stjómmálavísindi. Afskipti af stjómmálum hóf hann á sjötta ára- tugnum, starfaði þá í kristilegum stúdentasamtökum og var um skeið róttækur vinstrimaður. Síðan færðist hann í stjómmálum inn að miðju. 1967 varð hann formaður lítils, róttæks vinstriflokks, sem sótti fylgi sitt til 68-kynslóðarinnar svo- kölluðu, og bauð sig fram á móti Georges Pompidou, eftirmanni de Gaulle, í forsetakosningunum 1969, en fékk aðeins 3,6 af hundr- aði atkvæða. Eflir að Sósíalista- flokkurinn gamli fór að eflast á ný undir forustu Mitterrands gekk Ro- card í hann 1975. Eftir að Mitterr- and varð forseti varð hann fyrst skipulagsmála- og siðar landbún- aðarráðherra. Síðamefnda embættið er mikil- vægt í Frakklandi, þar sem bændur em tiltölulega ljölmennir og vel skipulagðir. 1988, þegar Mitterr- and hafði verið endurkjörinn for- seti, gerði hann Rocard að forsæt- isráðherra. Varð hann fjórði forsæt- isráðherrann sem þjónaði undir Mitterrand. I því háa embætti hefur Rocard ekki átt sjö dagana sæla. Þessi smávaxni, snotri og duglegi maður hefur í því ekki aðeins stöðugt mátt stríða við illvíga stjómarand- Rocard - hefur ekki átt sjö dagana sæla sem forsætisráðherra. Mitterrand (t.h., hér með Gorbatsjov Sovétríkjaforseta á gangi við Elyséehöll) er sagður hafa komið leiðinlegustu og óvinsælustu verkunum á Rocard. Frakkland: Fyrsta konan á forsætisráðherrastóli Michel Rocard, forsætis- ráðherra Frakklands, sagði af sér í gær eftir þrjú ár í því embætti. Við af honum hefur tekið Edith Cresson, fyrrum ráðherra um Evrópumál. Er hún fyrsti forsætisráðherra FrakkJands sem er kona. Síðustu dagana hefur orðróm- ur verið á gangi um að Rocard væri í þann veginn að fara frá. Hann hefur átt undir högg að sækja á þingi, þar sem hann hef- ur ekki haft mcirihluta á bakvið sig, og hefur gjaman gripið til laga um neyðarástand til að koma frumvörpum í gegnum þingið. Hefur hin hægrisinnaða stjómarandstaða sótt fast að hon- um og krafist afsagnar hans. Talið er að Mitterrand forseti, sem þegar er farinn að hugsa fram á við til næstu almennu kosninga 1993, telji að nú sé hag- stætt að gefa stjóminni nýtt og „ferskt" andlit. Þar að auki hafa þeir Rocard aldrei verið neinir sérstakir vinir. Edith Cresson, sem er 57 ára að aldri, er hinsvegar náinn vinur Mittenrands. Hún er dugnaðar- kona mikil að sögn og kalla fréttamenn hana eindreginn sósí- alista. Þeim Rocard hefur ekki lynt sérlega vel saman, þannig sagði hún sig úr stjóm hans í okt. s.l. út af óánægju með stefnu hans í efnahagsmálum. EB-stjóm vill bann á tóbaks- Wuglýsingar Framkvæmdastjóm Evrópu- bandalagsins lagði til í gær að tób- aksauglýsingar yrðu bannaðar í öllum aðildarríkjum bandalagsins. Meirihluti stjóma ríkjanna verður að samþykkja þetta til þess að það nái fram að ganga. 1 tillögu stjóm- arinnar er gert ráð fyrir að bannið verði komið til framkvæmda fyrir miðjan áratuginn. Vasso Papandreú, fulltrúi sá í stjóminni er fer með heilbrigðis- mál, sagði við fréttamenn af þessu tilefni að bannið myndi einkum verða til vemdar ungu fólki, sem væri áhrifagjamast þegar auglýs- ingar væru annarsvegar. Shintaro Abe, utanríkisráðherra Japans 1982-86 og einn af áhrifa- stöðu mið- hægrifylkingarinnar í frönskum stjómmálum, heldur og ofl sætt harðri gagnrýni úr eigin flokki. Og varla verður sagt að for- setinn, kænn maður og að sumra sögn allbrögðóttur, hafi staðið ein- dregið á bakvið hann. Rocard er metnaðargjam ekki síður en hver annar og hafði ekki lengi verið í Sósíalistaflokknum er hann fór að keppa við Mitterrand um fomstu þar og sjálfan forsetastólinn. Mitt- errand mun hafa látið krók koma móti bragði með því að skipta markvisst verkum með þeim þann- ig, að Rocard fengi höfuðverkinn af því að ráða fram úr málum, sem ólíkleg væm til að vekja athygli kjósenda eða að afla honum vin- sælda. Sjálfur hefur Mitterrand einkum sinnt utanríkis- og hermál- um. Rocard hefur á stjómartíð sinni yfirleitt ekki haft ömggan meiri- hluta á þingi, átt því í basli við að koma fnxmvörpum gegnum það og mestu stjómmálamönnum lands- ins, lést í gær, 67 ára að aldri. Hann var í mörg ár talinn lík- legur til að verða forsætisráðherra, en úr þeim líkum mun hafa dregið undanfarið vegna versnandi heilsu hans. Bollalagt er nú um hvort frá- fall hans muni veikja stöðu Kaifús forsætisráðherra, en kjörtímabil hans sem formanns Frjálslynda lýðræðisflokksins, valdaflokks Japans, rennur út í október. Norðmenn banna CNN Yfírvöld í Noregi ætla að banna útsendingar þangað frá bandarísku gervihnattasjónvarps- stöðinni Cable News Network (CNN), vegna þess að í þeim em áfengisauglýsingar. Tekur bannið gildi 1. ág. Bannað er að auglýsa áfengi í Noregi. Bannið kemur ekki til með að hafa nein áhrif á sjónvarpsgón þeirra Norðmanna, sem hafa gervi- hnattadiska. CNN náði scm kunn- ugt er mikilli frægð í Persaflóa- stríði. Sovéskum gyðingum neitað hælis utan rá janúar 1990 tii febrúar 1991 komu um 225.000 sovéskir _ innflytjendur til ísraels. A sama tíma sett- ust yfir 10.000 gyðingar að á herteknu svæðunum á Vestur- bakkanum, Gaza-svæðinu og Golan-hæðum, en slíkt landnám brýtur í bága við alþjóðalög og yfirlýsingar Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. Innflutningur sovéskra gyðinga hefur aukið mjög á spennu á hús- næðismarkaði í Israel og aukið eft- irspum eftir landnámi á herteknu svæðunum. Sovésku gyðingamir virðast vera orðnir bitbein í pólitískum skollaleik sovéskra, vestrænna og ísraelskra stjórnvalda. Þannig gerðist það í marsmánuði síðast- liðnum, að David Levy, utanríkis- ráðherra Israels, fór þess á leit við Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, að Þýskaiand hætti að veita sov- éskum gyðingum hæli, en eftirsókn þeirra eftir hæli í Þýskalandi hafði farið vaxandi og hafði þýska sendi- ráðið veitt um 110 innflutnings- leyfi til sovéskra gyðinga á viku að meðaltali fyrir ftínd þeirra. Kohl kanslari er sagður hafa lofað ráð- herranum að veita þessum sovésku gyðingum ekki stöðu sem pólitísk- um flóttamönnum. Heimildir frá ísrael herma, að ísraclsk stjórnvöld hafi beitt Bandaríkjastjóm svipuðum þrýst- ingi til þess að hætta við að auka fjölda leyfilegra sovéskra innfiytj- enda úr 40 í 70.000 á ári. Sovéskir gyðingar sem koma til ísraels fá ekki innfiytjendaleyfi til Bandaríkjanna samkvæmt sams- konar samkomulagi. Heimildir frá Israel herma, að hlutfallslega stór hluti sovéskra innfiytjenda til ísraels sé mennta- fólk, læknar og verkfræðingar. Þannig segir ísraelska fréttablaðið „Israeli Mirror“ frá því að um 1000 sovéskir gyðingar með lækn- ismenntun hafi komið saman fyrir skömmu til að krefjast réttar til vinnu og mótmæla sérstökum hæfnisprófum sem þeir voru látnir gangast undir, þar sem um 800 innflytjendur með læknismenntun og starfsreynslu höfðu verið lýstir óhæfir til læknisstarfa. Sovésku innfiytjendurnir hafa jafnframt skapað spennu á vinnumarkaði í Israel, þar sem þeir ganga fyrir um vinnu gagnvart Palestínumönnum sem ekki játa gyðingatrú. í ísraelskum fjölmiðlum hefur borið á gagnrýni vegna þess að margir hinna sovésku gyðinga séu ekki hreinræktaðir gyðingar í raun og veru, heldur sigli undir folsku fiaggi. Mordehai Eliyahu, yfirrabbí Israels lýsti því hins vegar nýlega yfir eflir heimsókn til Moskvu, að ísraelska innflytjendaskrifstofan þar hefði nú komið fyrir þennan neyðst til þess að reiða sig í þeim tilgangi á hjálp frá miðjumönnum og kommúnistum. 11 sinnum hefúr vantraust verið borið fram á þingi gegn stjóm hans, en honum hefúr telast að hrinda þeim atlögum öll- um, sumum með því að grípa til einskonar neyðarástandslaga. 2,5 miljónir manna em nú án atvinnu í Frakklandi og atvinnu- leysið fer vaxandi, félagslegt mis- rétti einnig. Margir þeir sem gagn- rýna Rocard, þar á meðal menn í Sósíalistaflokknum, segja hann hafa gert ónógar ráðstafanir gegn þessari óheillaþróun og að jafnvel hafi sumt, sem hann hefúr staðið fyrir, gert illt verra í þeim efnum. Er þá einkum bent á að hann sé um of trúaður á fijálsa markaðinn og spamað af ríkisins hálfu. Rocard reyndi að komast í framboð til forsetaembættisins fyr- ir Sósíalistaflokkinn bæði 1981 og 1988, en varð í bæði skiptin að láta í minni pokann íyrir Mitterrand. í kosningabaráttunni 1988 steig hann talsvert í vænginn við mið- hægrifylkinguna og kynnti sig sem mann breiðrar miðju, fremur en Sósíalistaflokksins sem slíks. En ekki mun hann hafa orðið vinsælli í kjama þess flokks við það. Þó að Rocard nú lækki í stjóm- málum telja menn sérfróðir um ffanska pólitík ólíklegt að hann muni hætta í þeim. Sagt er að hann stefni þegar á að bjóða sig fram til forsetastólsins í kosningunum 1995. Þá hættir Mitterrand, sem nú er hartnær hálfáttræður. Ekki er talið að sá gamli kæri sig um hann sem eftirmann sinn, en niðurstöður skoðanakannana benda til þess að hann sé manna líklegastur til að vinna næstu forsetakosningar fyrir Sósíalistaflokkinn. Allir pólitískir fangar frá Rob- ben Island I gasr var flogið með síðustu pólitísku fangana, sem hafðir vom í haldi á Robben Island í mynni Tableflóa við Höfðaborg, til Poll- smoorfangelsis skammt frá þeirri borg á meginlandinu. Em þar með orðin þáttaskil í sögu Robben Is- land, sem varð eitt af heimsins mest umtöluðu fangelsum afþví að þar sat Nelson Mandela, kunnasti leiðtogi suðurafrískra blökku- manna, fanginn 18 af 27 árum fangelsisvistar sinnar. Robben Island verður eftirleið- is haft fyrir aðra fanga en pólitíska og munu suðurafrísk yfirvöld telja að þess sé ærin þörf, þar eð fang- elsi landsins em flest að sögn yfir- full. Síðustu pólitísku fangamir á eynni, 28 talsins, hafa fiestir fastað í hálfan mánuð, til að leggja áherslu á kröfur um að þeir verði látnir lausir án tafar. --------------------- Israels leka með gaumgæfilegri rannsókn á persónuskilríkjum og fortíð um- sækjenda. I allri þeirri umræðu, sem fram hefur farið undanfarið um „nýja heimsskipan" í tengslum við sam- þykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna innlimunar Kúvæt virðist vandamál sovéskra innfiytj- enda til ísraels vera feimnismál, þótt ekki verði annað séð en að með þessum fólksflutningum sé meðvitað verið að torvelda lausn á þeim hnút, sem Palestínumálið er fyrir friðsamlegri skipan mála í heiminum. -ólg. Fimmtudagur 16. maí 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.