Þjóðviljinn - 16.05.1991, Blaðsíða 5
ElLENDAR
FMETTIR
Umsjón: Dagur Þorleifsson
V ítahringur
neyðarinnar
í Bangladesh
Ofsaveður steypti sex metra hárri flóðbylgju yflr flatt
land og fátækt og illa varið: Bangladesh. Hundruð
þúsunda týndu lífl, landlægt hungur verður enn sár-
ara og útbreiddara og mannskæðara - og umheimur-
inn bregst Utt við, rétt sem hann hafi afskrifað
Bangladesh. Þar sé um að ræða þvílikan vítahring eymdar að
ekkert verði að gert.
Einu sinni var Bengal ríkt land,
framburður stórfljóta tryggði ríku-
lega uppskeru fjórum sinnum á ári.
En fljótin sem áður voru landinu
til auðlegðar eru nú til bölvunar:
eyðing skóga á vatnasvæði Ganges
og Brahmaputra veldur því, að á
stórrigningatímum flæða þau með
ofsa yfir bakka sína og ryðja á
undan sér feiknamagni af við-
kvæmum jarðvegi óshólmanna. Og
síðan koma stormar miklir af Ben-
galflóa og ráðast á þetta lága land
úr hinni áttinni - með herfílegum
afleiðingum.
Slík flóð og daufleg viðbrögð
valdhafa urðu til þess árið 1970 að
íbúar þessa lands, sem þá hét Aust-
ur-Pakistan, gerðu uppreisn gegn
Pakistan. Indland blandaði sér í
þann ófrið og niðurstaðan varð sú
að Bangladesh varð sjálfstætt riki.
En öngvar af þeim vonum sem
kviknuðu við sjálfstæðistökuna
hafa ræst. Stjómarfar í landinu hef-
ur verið illt og spillt og mest á
ábyrgð hersins. Þróunaraðstoð hef-
ur nýst illa. Til dæmis að taka hef-
ur ekkert sem heitið getur orðið úr
áætlunum sem gerðar vom eftir
flóðin 1970 um að reisa á óshólm-
unum um 2500 steinsteypt byrgi til
að hýsa mannfólkið á hættutímum
og svo hlaða sem víðast háa palla
fyrir búfénað. Ekki einu sinni við-
vörunarkerfi, sem eiga að gefa
fólki merki um að ofsaveður fari í
hönd, virka sem skyldi.
Bangladesh er sem fyrr segir
eitt fátækasta riki heims og hið
þétbýlasta: á aðeins um 145 þús-
und ferkílómetrum búa nær 120
miljónum manna eða 770 á hvem
ferkílómetra. Og vítahringur neyð-
arinnar er svo rammur, að sjón-
varpsmyndir af hörmungum vekja
lítil viðbrögð úti um heim og nú
síðast sýnu minni en t.d. fféttir af
neyð Kúrda. Engu líkara en aðrar
þjóðir hafi gefið Bangladesh upp á
bátinn og vilji sem minnst um það
auma land vita. Þar geti ekkert
gerst nema illt væri. Bandaríkin
sendu sjö miljónir dollara í neyðar-
hjálp nú síðast, Þýskaland tíu milj-
ónir marka, aðrar þjóðir eru enn
naumari.
áb byggði á Spiegel
Llk manna og dýra á „hættulegustu strönd heimsins".
Jiang Zemin (t.v.) og Li Peng, forsætisráðherra Klna - þeir hafa blendnar end-
urminningar fá heimsókn Gorbatsjovs.
Endumýjuð
vináttubönd
Jiang Zemin, aðalritari kinverska kommúnistaflokksins, kom í
gær til Moskvu og mun ræða þar við Gorbatsjov forseta og
fleiri ráðamenn. Er þetta í fyrsta sinn, sem æðsti maður kin-
verskra kommúnista heimsækir Sovétríkin frá því að Maó
formaður kom þangað fyrir 34 árum.
Enda þótt ekki standi til að
fullar sættir í hugmyndafræðileg-
um efnum takist með kommúnísku
stórveldunum er litið á þessa heim-
sókn sem staðfestingu þess, að ára-
tuga ljandskap þeirra á milli sé nú
endanlega lokið. Gorbatsjov hafði
frumkvæði um að binda endi á það
ástand og heimsótti í þeim tilgangi
Kína 1989.
Kínverskir ráðamenn hafa ver-
ið nokkuð beggja blands í garð
Gorbatsjovs, þakklátir honum fyrir
að vilja vingast við þá en hafa
hinsvegar haft illan bifur á glasn-
osti hans, sem átti drjúgan þátt í að
hleypa af stað kínversku lýðræðis-
hreyfingunni sem barin var niður
tveimur vikum eftir heimsókn Gor-
batsjovs. Mótmælafólkið á Him-
insfriðartorgi í Peking hyllti hann
sem hetju í tilefni heimsóknarinn-
ar.
Bæði ríkin munu nú hyggja á
nánara samstarf, stöðu sinni á al-
þjóðavettvangi til eflingar.
Egypti aftur fyrir Arababandalagi
Esmat Abdel-Maquid, utan-
ríkisráðherra Egyptalands, var í
gær kjörinn aðalritari Araba-
bandalagsins, sem 21 ríki er í.
Tekur hann við af Túnisingnum
Chedii Klibi, sem sagði af sér
stöðunni í sept. vegna ágreinings
í bandalaginu um innrás íraks í
Kúvæt.
Litið er á kosningu Abdel-
Maquids sem staðfestingu þess, að
Egyptaland sé nú aftur tekið við
hefðbundinni forustu sinni í banda-
laginu. Henni lauk er Egyptaland
komst í ónáð hjá öðrum arabaríkj-
um fyrir að gera ffiðarsamning við
ísrael 1979.
, Júgóslavía er ekki til“
Stipe Mesic, frambjóðanda
Króatíu til forsetaemb-
ættis Júgóslavíu, mistókst
í gær að ná kjöri til emb-
ættisins og olli því mót-
spyrna Serba. Eru líkurnar á því
að saga Júgóslavíu sem ríkis
verði senn öll sögð með mesta
móti, í framhaldi af þessu.
Með Mesic greiddu atkvæði,
auk hans sjálfs, fulltrúar Slóveníu,
Bosníu-Herzegóvínu og Makedón-
íu í forsætisráði Júgóslavíu. A
móti voru fulltrúar Serbíu og sjálf-
stjóraarsvæðanna Vojvódínu og
Kosovo, sem heyra undir Serbíu.
Fulltrúi Svartíjallalands sat hjá.
Atta fulltrúar sitja í forsætis-
ráði, einn frá hvetju hinna sex lýð-
velda og tveggja sjálfstjómar-
svæða, sem Júgóslavía saman-
stendur af. Til þess að forseti Júgó-
slavíu teljist réttilega kjörinn verða
fimm af fulltrúnum í ráðinu að
greiða honum atkvæði.
Stjómarskrá samkvæmt skipt-
ast lýðveldin og sjálfstjómarsvæð-
in á um að hafa forsetaembætti
sambandslýðveldisins á hendi og
kýs forsætisráðið í það til eins árs í
senn.
Mesic sagði þegar að kosningu
lokinni að Króatía myndi ganga úr
sambandsríkinu ef hann yrði ekki
kosinn og myndi Júgóslavía þá
leysast upp. Landið er nú án for-
seta og varaforseta. „Eins og sakir
standa er engin Júgóslavía til,“
sagði Milan Kucan, forseti Slóven-
íu.
Serbneska stjómin vill ekki fá
Mesic á forsetastól sambandslýð-
veldisins vegna þess að hún óttast
að hann muni knýja fram þá kröfu
króatísku stjómarinnar að Júgó-
slavía verði ríkjabandalag ffemur
en sambandsríki.
Imelda - ef þjóðin vill og landið þarf.
„Einvígi ekkna“ framundan?
Imelda Marcos, ekkja Ferdin-
ands Marcosar Filippseyja-
forseta, sagði í gær að hún
myndi bjóða sig fram til forseta-
tignar yfir eyjunum ef „þjóðin
vill mig og landið þarfnast mín.“
Næstu forsetakosningar þar
fara fram á næsta ári. Er nú farið
að spá því að stjómmálin á Filipps-
eyjum kunni að snúast upp í „ein-
vígi ekknanna“, þ.e.a.s. Imeldu og
núverandi forseta, Corazon Aqu-
ino. Hún er ekkja stjómmála-
manns, sem talið er nánast víst að
Ferdinand Marcos hafi látið
myrða.
Síða 5
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. maí 1991