Þjóðviljinn - 05.06.1991, Síða 1

Þjóðviljinn - 05.06.1991, Síða 1
103. tölublað Miðvikudagur 5. júní 1991 56. árgangur Ríkisvíxlar: Vextir hafa hækkað um rúm 5 0% á tæpum mánuði Enn halda vextir áfram að hækka með hækkun ríkisins á forvöxtum ríkisvíxla úr 14,5 prósentum í 17 prósent á mánudaginn. 1 byrjun maí reið ríkið á vaðið með því að hækka forvexti ríkisvíxlanna úr 11 prósentum í 14,5 pró- sent. Þannig hafa forvextir ríkisvíxla hækkað um 54 pró- sent á innan við mánuði. Vaxtahækkunin nú er svar við hækkim banka og sparisjóða á for- vöxtum bankavíxla 1. júní. Ríkis- víxlar eru skammtímabréf til 45- 120 daga og tekur vaxtahækkunin nú mið af spám um tveggja stafa verðbólgu næstu þrjá mánuði, að sögn Péturs Kristinssonar, ffam- kvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa. Hann bjóst ekki við frekari hækkun á forvöxtunum að sinni en viðurkenndi að það væri ' Hemema bílarAusturstræti? Kaupmannasamtök íslands efna í dag til opins fundar um málefni miðbæjarins. Fundurinn verður haldinn á Hótel Borg og hefst kl. 18.15. Þar verður rætt m.a. um hvort opna eigi Austurstræti fyrir bflaumferð, um opnunartíma verslana á svæðinu, um framtíðarskipulag miðbæjarins, umferð- armál og umgengni á svæðinu um nætur. Umræða um opnun Austur- strætis fyrir bílaumferð hefur verið í gangi lengi og mun borgarráð væntanlega taka málið fyrir á næsta fúndi sínum. Þróunarfélag Reykjavíkur sendi borgarráði formlega tillögu um þetta í janúar og síðan þá hafa borgaryfirvöldum og félaginu bor- ist áskoranir og beiðnir um að Austurstrætið verði opnað fyrir bíl- um, flestar ffá kaupmönnum. Stefán Hermannsson aðstoðar- borgarverkfræðingur gerði lauslega áætlun fyrir borgarráð um kostnað, kosti og galla slíkrar breytingar eftir að tillaga Þróunarfélagsins var lögð fram og áætlaði þá að kostn- aður yrði um fimm miljónir. Stefán segir að þá hafi verið gert ráð fyrir að lögð yrði einfold akrein eftir Austurstræti og engum beygju- straumi yrði hleypt eftir Lækjar- götu, bílastæði væru fá og hindran- ir settar upp til að koma i veg fyrir að bílum yrði lagt á það svæði sem ætlað væri gangandi vegfarendum. Auk þess yrði settur upp búnaður þannig að hægt væri að loka göt- unni fyrir bílaumferð á góðviðris- dögum að sumarlagi eflir hentug- leikum. Borgarráð hefúr beðið Stefán að útfæra áætlun sína nánar og hann kveðst ætla að ljúka þeirri vinnu fyrir borgarráðsfund næsta þriðjudag. Skoðanir eru mjög skiptar um þetta mál innan borgarráðs. Kristín Á. Ólafsdóttir, fulitrúi Nýs vett- vangs, segist ekki mótfallin því að Austurstrætið verði opnað bílaum- ferð, til reynslu a.m.k., ef einnig verði farið að tillögu sem Nýr vett- vangur lagði fram í fyrra um upp- byggingu Austurvallar fyrir gang- andi fólk. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að lokað verði fyrir bílaumferð með- fram Austurvelli og í staðinn verði hellulagt svæði fýrir gangandi veg- farendur. -vd. erfítt að spá um það. Enda hefúr efnahagsmarkaðurinn hér á landi tekið miklum breytingum að und- anfomu. Pétur taldi heldur ekki líklega hækkun á vöxtum spari- skírteina ríkissjóðs. Hann sagði að hækkunin nú á forvöxtunum væri til að tryggja ríkinu hlut sinn á markaðnum. Útseldir ríkisvíxlar hafa að undanfömu verið á bilinu 7-9 mil- jarðar króna sem er svipað og stað- an var um síðustu áramót. Fyrir hækkunina í byijun maí var staðan komin niður í fjóra miljarða króna. En Pétur sagði að hældcunin hefði skilað sér í stórsölu á ríkisvíxlun- um og væri ætlunin að halda í horfinu. Forvextir bankavíxla em nú að meðaltali 18,3 prósent og em því vextir rikisvíxlanna aðeins undir því. Bankamir hækkuðu forvexti bankavíxla um 2,75-3,25 prósent á laugardaginn. Vegið meðaltal fyrir hækkun var 15,3 prósent. Ríkið hækkaði vexti sína þvi heldur minna eða um 2,5 prósent. Ávöxtunarkrafa spariskírteina ríkissjóðs á eftirmarkaði Verð- bréfaþings íslands lækkaði á mánudag um 0,1 prósent. Algeng- asta ávöxtunarkrafan var 8,65 pró- sent og fór hún í 8,55 prósent. Þetta er þó nokkxu hærra en vextir á nýútgefnum spariskírteinum sem em 7,9 prósent og 8,1 prósent ef keypt er í áskrifl. Ávöxtunarkrafan var mest 8,85 prósent. -gpm Hvalurinn í nefnd Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd sem mun undirbúa úrsögn íslendinga úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og leita eftir viðhorfum annarra þjóða til samstarfs um hvalveiðistjómun á nýjum vettvangi. Ráðherra greindi frá stöðu málsins á ríkisstjómarfundi í gær. Þessi ákvörðun er tekin í framhaldi af því að íslenska sendinefndin á fundi ráðsins mælti með úrsögn eflir að tillög- ur hennar um veiðistjómunar- kerfi til bráðabirgða fengust ekki ræddar. -vd.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.