Þjóðviljinn - 05.06.1991, Síða 6

Þjóðviljinn - 05.06.1991, Síða 6
Hvernig heldur þú að landsleikurinn milli íslands og Tékkó- slóvakíu fari í kvöld? (spurt í Sandgerði) Billy Milligain skipstjóri Ég hef séð Islendinga spila einu sinni. Og þó Deir séu ágætir í fótbolta, 3á eru Tékkamir betri. Ég leld að Tékkar vinni 3 -1. Hrefna Björg Óskars- dóttir hafnarvörður fslendingar vinna auðvitaö 2-0. Vilhjálmur Sigurðsson Leikurinn, hann fer 2 -1 fyrir fsiand. Jón Kari Ágústsson /Etli hann fari ekki 2-1 fyrir okkur. Einar Júlíusson Þetta verður fjöruaur leik- ur, en ég held að Islend- ingar muni hafa það og vinna 1-0. Fkétttr Krakkarnir voru spenntir að fá að fara i sveitina. Mynd: Kristinn. Umhverfisnámskeið fyrir borgarbömin í sveitum landsins pað mættu margir niður á Umferöarmiðstöð til að kveðja krakkana sem margir voru I fyrsta sinn að fara frá mömmu og pabba. Mynd: Kristinn. Fjörutíu krakkar frá Aust- urbæjarskólanum lögðu leið sína upp í sveit í gær- morgun þar sem þau munu dvelja í 10 daga á um- hverflsnámskeiði sem haldið er á vegum Landverndar. Markmið námskeiðsins er að gefa bömum kost á aukinni fræðslu um landið, náttúru þess, söguna, atvinnuhætti og lif fólks- ins og byggja þannig upp og örva áhuga þeirra á þessum sviðum svo og þjálfa þau í dvöl úti í náttúr- unni. Guðmundur Sighvatsson, yfir- kennari i Austurbæjarskólanum, sagði þetta námskeið fyrst og fremst til komið vegna þess að tal- ið væri að náttúrufræðikennsla í skólum skilaði ekki því sem hún ætti að skila. „Það er mjög mikil- vægt að bömin fái einnig tækifæri til að skynja náttúruna,“ sagði Guðmundur. Landvemd heldur þessi nám- skeið i samvinnu við Stéttarsam- band bænda, Kennarasamband Is- lands, landbúnaðarráðuneytið og menntamálaráðuneytið. Það er von Landvemdar að þessi tilraun til umhverfisfræðslu fyrir borgarböm á sveitaheimilum verði upphaf þess að öll þéttbýlis- böm á landinu fái að kynnast sveitalífi í nokkra daga á skólaferli sínum. Á undanfömum ámm hefur bilið milli þéttbýlis og dreifbýlis breikkað. Sífellt færri böm fara til sumardvalar í sveitum landsins, og er af sem áður var þegar böm flykktust þangað til hinna ýmsu starfa. Þá komust böm í snertingu við landið, náttúru þess, söguna og störf til sveita og sú reynsla sem þannig fékkst var þeim gott vega- nesti, bæði við nám í skólum að vetri og síðar þegar að fullorðins- árum kom. Þær kynslóðir sem nú em að vaxa úr grasi hafa ekki þessa sömu möguleika á tengslum við dreifbýl- ið. Jafnfnframt er það almennt viðurkennt að kennsla í náttúm- fræðum hefúr ekki aukist og tengsl bama og unglinga við landið, nátt- úm þess og sögu er hverfandi, að minnsta kosti hvað skólakerfíð varðar. Krökkunum, sem em á aldrin- um 9-11 ára, verður skipt í fjóra hópa sem allir fara á mismunandi staði á landinu. Staðimir em: Sól- heimahjáleiga og Höföabrekka í Mýrdal, Garðar og Ytri-Tunga á Snæfellsnesi. Gert er ráð fyrir að heimafólk sjái um alla þjónustu á staðnum. Ennfremur verður einn kennari með hveijum hópi og einn leið- beinandi. Kostnaður hvers bams, ferða- og dvalarkostnaður í 10 daga er kr. 9.000. Til þess að greiða niður kostnað bamanna var leitað til nokkurra aðila um fjárhagslegan stuðning og veittu Framleiðslu- sjóður landbúnaðarins, Kennara- samband íslands og menntamála- ráðuneytið umtalsverða styrki til verkefnisins, auk þess fjármagns sem Landvemd lagði af mörkum. Gert er ráð fyrir að leik og störfum verði fléttað saman á þess- um námskeiðum. Bömin fá öll mismunandi verkefni við sitt hæfi. Verkefhin em háð aðstæðum á hveijum stað. Það getur verið um að ræða aðstoð við landgræðslu, skógrækt, matjurtaræktun auk ým- issa sveitastarfa. Auk þess fá böm- in fræðslu í náttúru- og landafræði staðanna og kennslu í sögu og ís- lensku. Áhersla er lögð á heilbrigða útivem og hreyfingu. Sérstök áheyrsla verður lögð á eftirfarandi verkefni: Ömefni, veð- urfar, fúglaskoðun, plöntur/gróður, gróðurlendi, fjömna, þjóðsögur, ræktun, vegagerð, byggingar og umgengni við landið. -KMH Œ f ZD 35 tn ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. júníl 991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.