Þjóðviljinn - 05.06.1991, Side 7

Þjóðviljinn - 05.06.1991, Side 7
Kennarar búa sig undir Afulltrúaþingi Kennarasambands lslands sem lauk í gær var samþykkt harðorð ályktun um kjaramál, þar sem kennar- ar efast um heilindi ríkisstjórnarinnar, til að viðhalda þeim stöðugleika sem áunnist hefur í íslensku efnahagslífi. Kenn- arar samþykktu að greiðslur í kjaradeilusjóð yrðu óbreytt- ar vegna þess ástands sem framundan er í kjaramálum. Á þinginu var einnig samþykkt krafa um að viðhöfð yrði þjóðaratkvæða- greiðsla áður en nokkrar ákvarðanir verði teknar um inngöngu í Evrópskt efnahagssvæði. KENNARASAMBAND ÍSLANDS Umræður um kjaramál tóku langan tíma á nýafstöðnu þingi Kennarasambandsins. I gær voru samþykktar ályktanir sem einstakir þingíulltrúar vilja túlka sem und- anfara harðra kjaradeilna í haust. Tillaga um lækkun greiðslna í kjaradeilusjóð voru felldar, þar sem þingið telur ástand þjóðmála of óhyggt til að á það sé hættandi. Ályktun um kjaramál sem lögð var ffam í upphafi þings var vísað aftur til nefndar. Að margra mati vegna þess að hún var ekki nógu harðorð um þær hækkanir sem riðið hafa yfir þjóðina undanfarið. í gær tókst samkomulag um eftir- farandi tillögu: „Sjötta fulltrúaþing Kennara- sambands íslands samþykkir að fela stjóm KI að hefja nú þegar undirbúning kjarasamninga í haust. Rikisvaldið hefúr að undan- fomu haft frumkvæðið að hækkun vaxta og verðlags. Varla líður sá dagur að ekki séu kynntar nýjar hækkanir í opinberri þjónustu, og það hlýtur að rýra traust okkar á því að ríkisstjómin hafi áhuga á að varðveita þann stöðugleika sem hér hefúr komist á fyrst og ffemst fyrir fómir launafólks í landinu. Við krefjumst þess að stöðug- leiki sé tryggður í vaxta- og verð- lagsmálum. I komandi kjarasamn- ingum í haust verður lögð áhersla á hækkun taxtalauna og aukningu kaupmáttar. Við afneitum með öllu að samþykkja nokkrar aðgerðir í húsnæðis- skatta- og lífeyrismálum sem rýra kjör okkar. Við krefjumst þess að fólk geti lifað á grunnlaun- um sínum. 6. fúlltrúaþing KÍ samþykkir að stjóm Sambandsins skipi nú þegar aðgerðanefnd til að undirbúa baráttuna í haust. Með sterkum kjaradeilusjóði erum við betur undir átökin ffamundan búin. Við hvetjum til víðtæks sam- starfs launafólks í komandi samn- ingum. Krafa okkar er kaupmáttar- aukning og stöðugleiki.“ Málefni Evrópu voru ekki mik- ið rædd, en þingfúlltrúar vom á því Miklar umræður urðu um kjaramál og væntanlega samninga I haust á fulltrúaþingi Kennarasambandsins. I ræðustól er Arthur Morthens stjórnarmaður í K(. Mynd: ÞÓM. að fylgjast yrði vel með þeim við- ræðum sem eiga sér stað milli Is- lands og Evrópubandalagsins. Kennarar vom sammála um að í engu megi hvika frá þeim gmnd- vallaratriðum að Islendingar hafi fullan sjálfsákvörðunarrétt yfir auðlindum og efnahagslegri lög- sögu landsins. I lok ályktunar um Evrópskt efnahagssamband var þess krafist að engar ákvarðanir verði teknar um inngöngu í EES nema að und- angenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. -sþ aðgerðir 6. FULLTRÚAÞING 1.-4. JÚNÍ 1991. Stjómvöld greiði Framferði skuldir hitaveitna Sovét- manna í Litháen Að yfirtaka skuldir hita- veitna til að þær geti lækkað gjaldskrár sín- ar til hins almenna neytanda, er einn af þeim mögu- leikum sem stjórn Sambands ís- lenskra hitaveitna bendir á í ályktun sem SÍH hefur sent frá sér. Jón Ásmundsson stjórnar- maður í Sambandinu, segir að þessi leið sé mun skynsamlegri en þær hugmyndir sem fram hafi komið varðandi niður- greiðslur til einstakra hitaveitna. Á stjómarfundi SIH var eftir- farandi bókun samþykkt: „Stjóm Sambands íslenskra hitaveitna tel- ur eðlilegt að jafna orkuverð i landinu. Þær aðgerðir sem þegar em komnar til framkvæmda varð- andi rafhitað íbúðarhúsnæði em skref í rétta átt. Það er hinsvegar óviðunandi að gera ekki jafnframt ráðstafanir til lækkunar kyndi- kostnaðar íbúðarhúsnæðis hjá þeim hitaveitum, þar sem gjaldskrá er hæst, þannig að ekki skapist ójöfn- uður jafnvel innan sama sveitarfé- lags. Stjóm SÍH skorar því á stjómvöld að aðstoða þessar hita- veitur strax, með yfirtöku skulda fremur en beinum niðurgreiðslum, þannig að þær geti lækkað gjald- skrá til hitunar. Jafnframt ber að stefna að frekari jöfnun kyndi- kostnaðar.“ Jón Ásbjömsson segir að níu hitaveitur séu í þeim hóp sem eigi við fjárhagsvanda að etja. Hann nefnir m.a. hitaveitur Akraness og Akureyrar sem dæmi um veitur sem þannig er ástatt um. - Þetta er gamall uppsafnaður vandi. Þegar þessar hitaveitur vom settar á stofn var héma óðaverðbólga og fjár- magnskostnaður hefur verið gífur- legur. Greiðslur þær sem þessar hitaveitur hafa innheimt hrökkva varla fyrir fjármagnskostnaðinum, segir Jón. Greiðendur heita vatnsins á dýmstu hitaveitusvæðunum greiða í dag um 100 krónur fyrir hvem rúmmetra af vatni. Til samanburð- ar greiðir hvert heimili í Reykjavík aðeins 42 krónur á hvem rúm- metra. Jón segir að þær hitaveitur sem em hvað dýrastar í dag geti vel lækkað hjá sér gjaldskránna ef þær þyrftu ekki að greiða niður gömul lán bæði innlend og erlend. - Ef ríkið kæmi til móts við þessar hitaveitur um að greiða upp skuldabaggann og leyfa veitunum að standa á eigin fótum, væri það mun vænlegri leið en að vera með einhverjar árlegar niðurgreiðslur. Þær leysa í raun engan vanda fýrir hitaveitumar, þær verða einungis eins og eitthvert lögmál sem kemur þá til á hveiju ári, sagði Jón. -sþ s slensk stjórnvöld mótmæla harðlega atferli sovéskra hersveita í Litháen í fyrra- dag. í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í gær kem- ur fram að yfirvöld í Sovétríkj- unum hafa ítrekað verið vöruð við hverskonar beitingu hervalds í samskiptum við Eystrasaltríkin og þeim alvarlegu afleiðingum sem slíkt getur haft fyrir vin- samleg samskipti við vestræn ríki. Eftir atburðarásina í Eystra- saltsríkjunum i janúar sl. gáfu stjómvöld Sovétríkjanna út form- legar yfirlýsingar í þá vem að þau mundu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir ffek- ari átök og miða að sáttum í deil- unum við Eystrasaltsríkin eftir stjómmálalegum leiðum. Að mati íslenskra stjómvalda er atferli sov- éskra hersveita í Litháen i fyrradag ekki í samræmi við þessar yfirlýs- ingar. -grh „Sláandi mikill munur“ Gott ástand sjávar og lífríkis Tilboð vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar voru opnuð á fostudag. At- hyglisvert er að öll til- boðin sex sem komu voru langt undir kostnaðaráætlun Lands- virkjunar. Það lægsta um 43% undir áætlun og það hæsta 67% af áætluninni. Að sögn Halldórs Jónatanssonar forstjóra Lands- virkjunar virðist sem munurinn liggi í mismunandi sprengikostn- aði. Tilboð í stækkun Búrfellsvirkj- unar vom opnuð í gær. Um er að ræða tilboð í gröft fyrir nýtt stöðv- arhús sem á að ffamleiða 100 megavött af rafmagni. Til saman- burðar má geta að úr núverandi stöðvarhúsi koma 210 megavött. Istak hf. átti lægsta tilboðið sem var um 43 prósent af kostnað- aráætlun Landsvirkjunar. Tilboð Istaks er tæpar 107 miljónir, en áætlun Landsvirkjunar hljóðaði upp á 249 miljónir. Hæsta tilboðið sem barst var frá Suðurverki hf. og Klæðningu hf. en það var 167 milj- ónir eða um 67 prósent af kostnað- aráætluninni. „Munurinn er sláandi,“ sagði Halldór Jónatansson varðandi þennan mikla mismun sem er á milli Landsvirkjunar og tilboð- anna% „í fljótu bragði sýnist mér þetta liggja í mismunandi sprengikostn- aði í sambandi við stöðvarhús- gmnninn. Jafnframt er ýmislegt sem bendir til að áætlun ráðgjaf- anna sé of há,“ sagði Halldór. „Ef þessar tölur standast getum við hjá Landsvirkjun ekki verið annað en ánægðir, en það þarf að skoða þessi tilboð ofan í kjölinn og þá kemur nánar í ljós í hverju mun- urinn liggur,“ sagði Halldór. -sþ Um helgina Iauk árleg- um vorleiðangri Haf- rannsóknastofnunar á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Helstu niðurstöður leiðangursins eru þær að ástand sjávar og lífríkis á Islandsmiðum er gott. A norður- miðum er útbreiðsla hlýsjávar til að mynda mun meiri en verið hefur undanfarin þrjú ár. í leiðangrinum vom gerðar at- huganir á 93 stöðum allt i kringum landið, bæði á landgmnninu og ut- an þess. Auk hefðbundinna rann- sókna í vorleiðangri vom taldir hvalir á miðunum umhverfis land- ið, þömngar í Grænlandssundi vom sérstaklega rannsakaðir, sömuleiðis áta fyrir sunnan land, og þá var kræklingi safnað til mengunarrannsókna. Loks var hugað að svonefndum setgildmm sem legið hafa árlangt djúpt í hafi, norðaustan og sunnan lands. —grh Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.