Þjóðviljinn - 05.06.1991, Síða 9

Þjóðviljinn - 05.06.1991, Síða 9
^Tl^ENNING ▲ Umsión Kristián T. Tónsson Ljóðabækur Haraldur Björnsson (1917-1988) LJÓÐ OG LAUSAVÍSUR Nýlega kom út bók með úrvali ljóða og lausavísna eft- ir Harald Bjömsson (1917- 1988). Böm hans önnuðust útgáfúna en bókin er rúmlega 100 bls. að lengd, gefin út í 150 eintökum og fæst hjá Máli og menningu í Síðumúla og á Laugavegi 18. Haraldur Bjömsson fædd- ist í Ytri-Fagradal á Skarðs- strönd, ló.maí 1917, en flutt- ist til Reykjavíkur 9 ára að aldri og átti þar heima upp ffá því. Hann varð búffæðingur ffá Hólum 1937 og stundaði ýmis störf um dagana, bæði til sjós og lands. Ungur byij- aði hann að yrkja en hirti lítt um að birta kveðskapinn á prenti. Haraldur var afgreiðslu- stjóri á Þjóðviljanum ámm saman. Margt í ljóðabókinni er lipurlega saman sett. Til dæmis má taka þessa stöku: Viðhorf Tökum það dæmi að trúin sé veik og tilgangur verði ekki séður: Þá er að gera sér lífið að leik og láta svo ráðast hvað skeður. Fyrir nokkm kom út hjá Bókaforlagi Odds Bjömsson- ar á Akureyri tæplega 100 bls. bók eftir Braga Siguijónsson. Hún heitir: „Af erlendum tungum“. í bókinni em þýð- ingar úr Norðurlandamálun- um og ensku. Meðal þýðinga þar er eitt ljóð eftir norska skáldið Alf Pröysen. Alf þessi hefur svip- að gildi fyrir Norðmenn og Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi fyrir Islendinga. ís- lenskir þýðendur hafa sýnt honum lítinn sóma fram að þessu. Bragi nær hins vegar skemmtilega í skottið á stíl Alf Pröysen í kvæði sem hann nefhir á íslensku: „Komirðu i nótt“. Bragi hefur áður gefið út fjölmargar bækur. -kj Yrkjum þá ljóð sem er eins og dj öfull Bréf til birtunnar Rolf Jacobsen Hjörtur Pálsson ísienskaði Hjá bókaútgáfunni Urtu er komin út bókin: Bréf til birtunnar. Þetta em ljóð eftir norska ljóð- skáldið Rolf Jacobsen í þýðingu Hjartar Pálssonar, valin úr tólf ljóðabókum. Það er engin tilviljun að Rolf Jacobsen hefur verið kallaður: „ljóðskáld aldarinnar” í Noregi. Hann er stórbrotið skáld og ótví- ræður brautryðjandi í norskri nú- tímaljóðlist. A tæpum sex áratug- um hefur hann gefið út 12 ljóða- bækur. Eitt af því sem oftast hefur skotið upp kollinum i ljóðagerð Jacobsens er viðkvæm sambúð vélmenningar, eða iðnvæðingar og náttúm á tuttugustu öld. Fyrsta ljóðabókin hét Jörðin og jámið (útg.1933) og hann hefur aldrei yf- irgefið þetta stef með öllu þó að auðvitað hafi hann fjallað um fjöldamargt á löngum ferli. „Það er mikil huggun í spreka- reyk“ segir hann í löngu kvæði um timbur. Þar blessar hann timbrið sem er „angi af vorinu...“ og „...á litinn eins og brauðið og kvenlík- aminn...“ Kvæðinu lýkur á þessum þrem línum: „Það er þetta sem stjömuhim- inninn er settur yfir: Einmanaleiki hinna dauðu, þor æskunnar og timbur sem fleytt er hægt af stað á breiðum fljótum.“ Mörg ljóða Jacobsens em löng og byggja á stemmningu eða and- rúmslofti sem byggt er upp með auðugu myndmáli. Það er stundum eins og í hverju ljóði rúmist mörg Tomas TtWnströmer Tré og himinn önnur þegar nánar er að gáð. Það er þó sjaldan hægt að segja að hann láti ljóðlist sína flæða ómót- aða. Það er algengt að hann rammi ljóð sín inn í líkingu sem er eins og yfirskipuð. í kvæði sem heitir: „Djöfullinn í tuminum“ vex kveð- skapurinn einmitt út í líkingu af þesu tagi. Niðurstaða kvæðisins verður sú að best sé að yrkja ljóð sem er eins og djöfull og hengja það síðan upp í tum svo að svöl- umar geti gert á það stykki sín og einhver guð gert grín að því. í kvæðinu: „Deadline kl. 23“, sem fjallar um „hverfipressu hnatt- arins“, er komu nýs dags lýst með því að líkja honum við útkomu dagblaðs í morgunsárið. Þetta er skemmtilegt kvæði og dæmigert fyrir Rolf Jacobsen. Það hefði ekki orðið nærri því svona öflugt ef myndinni hefði verið snúið við, þ.e. útkomu dagblaðs líkt við komu nýs dags og snúning hnattar- ins. Með þeirri aðferð sem notuð er verður dagblaðið að grunnvem- leika og útskýrir daginn sem ein- ungis er prentaður í einu eintaki. Ur ljóðabókinni: „Opið í kvöld", sem kom út árið 1985, hef- ur Hjörtur Pálsson tekið ljóð sem ætti að geta staðið sem margrætt dæmi um ljóðlist Rolfs Jacobsen: Kórall Af rót sinni á botni hafdjúpsins i helheimum lampafiskanna teygja þeir úr sér án þess að á þvi beri œttliður eftir ættlið, hœð á hæð ofan í þúsund ár, ef til vill tiu þúsund uns allt í einu brýst fram þrumandi birta sem fagnaðaróp. Nú sjá þeir sólina. Litla báran eins og léttir kossar. Um er vafið hvítum örmum. Mold kemur, regn kemur, spírandi fræ kemur blóm kemur pálmi, upp, upp að kórónu Ijóssins. Þýðing Hjartar Páissonar er eins og við má búast af reyndu ljóðskáldi með trausta þekkingu á tungumálum Norðurlanda og hann skrifar jafhffamt ágætan formála. Fyrir nokkm gaf bókaútgáfan Urta út þýðingu Njarðar P. Njarð- vík á ljóðum eftir Tomas Tranströmer. Sú bók heitir: Tré og himinn. í fyrra fékk Tomas Tranströmer, hér eftir nefndur Tómas til hægðarauka, Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina: Fyrir lifendur og dauða, en í „Tré og himinn“ getur að líta sýnishom úr fyrri verkum hans auk þess sem verðlaunabókin er þýdd. Fyrsta ljóðabók Tómasar kom út árið 1954. Hann er mun „nú- tímalegri“ en Rolf Jacobsen enda era þau mikilvæg þessi rúmlega tuttugu ár sem skilja á milli fyrst bóka þessara tveggja garpa. Mér finnst ljóð Tómasar samanherpt og „kaldastriðsleg ‘ nvað varðar ljóð- mál og tilfinningu. Hins vegar verður hugvitið ekki frá honum tekið. Ljóð hans em þaulhugsuð. Kannski er ég, þegar þetta er skrif- að, enn undir áhrifum af stórmann- legum tilþrifum Rolfs Jacobsen sem lætur sér detta í hug að reyna að lýsa mannlífi á öllum hnettinum í einu kvæði. Þó að mér finnist ljóðabókin „Tré og himinn“ ekki nærri því eins hrifandi og „Bréf til birtunn- ar“ þá skal hins vegar ósagt látið hvort lesanda eða ljóðabók er um að kenna. I „Tré og himinn“ virð- ast vinnubrögð höfundar og þýð- anda vönduð og heilsteypt og það er ótvíræður fengur í því að fá þessar tvær ljóðabækur útgefnar á íslensku. Það er Tomas Tranström- er sem á síðasta orðið: Eftirspil Eg dregst eins og dregg eftir botni hafsins. Allt festist sem ég þarfnast ekki. Þreytt vandlæting, glóandi uppgjöf. Böðlamir sœkja steina, Guð skrifar i sandinn. Þögul herbergi. Húsgögnin tilbúin tilflugtaks í tunglskininu. Eg hverf hægt inn í sjálfan mig gegnum skóg af tómum brynjum. -kj Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.