Þjóðviljinn - 07.06.1991, Side 4

Þjóðviljinn - 07.06.1991, Side 4
Þeir sem stunda siglingar á brettum þurfa að hafa jafnvægið f lagi. Siglingar í sátt við höfuð- skepnurnar Þó einkennilegt sé, miðað við það hvað að landið er vogskorið og umlukt hafi, hefur siglingaíþróttin ekki verið stunduð hér að neinu ráði fyrr en í byrjun áttunda áratugarins. Síðan þá hefur vegur íþróttarinnar vaxið til muna og eru nú starfræktir sjö sigl- ingaklúbbar. Þeir eru Brokey í Reykjavík, Ýmir í Kópavogi, Þytur í Hafnarfírði, Sigurfari á Seltjarnarnesi, Vogur í Garðabæ, Nökkvi á Akureyri og Sörfi á Egilstöðum. Athygli vekur að enginn sigl- ingaklúbbur er á VestQörðum, þar sem aðstæður til siglinga frá náttúrunnar hendi eru mjög ákjósanlegar og á Austfjörðum er að- eins einn klúbbur. Siglingar á kjölbátum, kæn- um og brettum eru ekki aðeins Páll Hreinsson stundaðar sem keppnisiþrótt, heldur einnig hafa margir gaman af siglingum sem tómstundagam- an. Mikið er um það að fjölskyld- ur eigi báta og sigli á þeim sér til skemmtunar og til ferðalaga. Einnig er töluvert um það að fólk fari á sjóinn eftir erfiðan vinnu- dag sér til afslöppunar og ánægju. Páll Hreinsson er meðstjóm- andi í Siglingasambandi Islands og starfsmaður þess. Hann segir að siglingar geti verið dýrt sport, en það fari allt eftir því hvað menn vilja kosta miklu til sinna báta. Hann segir að minnstu bát- amir, svokallaðir optimistar, kosti frá 150 þúsund krónur, en dýmstu kjölbátamir, 34 fet að lengd, 5-6 miljónir króna. Mikið er um það að þessir bátar séu teiknaðir og smíðaðir hér heima, en einnig em nokkur dæmi þess að fengin em mót af skrokknum erlendis frá. Hjá siglingaklúbbunum er keppt á seglbrettum sem menn standa á og reyna að komast sem hraðast yfír hafflötinn. Byrjendur keppa í fyrsta flokki en vanir í meistaraflokki. A brettunum er keppt á tvennan hátt. Annarsveg- ar með því að sigla í áttur, en þá er farið framhjá tveimur baujum sem em 90 gráður upp i vindinn og hinsvegar í braut sem er eins Áhugi barna og unglinga á siglingum fer ört vaxandi. Myndir: Kristinn. og F í laginu. Þar þarf að fara fyr- ir fjórar til fimm baujur. Kænum- ar em litlir bátar með eins til þriggja manna áhöífi, með felli- kjöl en enga ballest. Þar sér áhöfnin um að halda bátnum í jafnvægi á haffletinum og hangir þá út á síðum hans. Þar er keppt í nokkmm flokkum og nægir að nefna Topper og Optimist. Kjöl- bátamir em stærstu skútumar, allt frá 18 fetum og uppúr. Þar sem ekki em margir kjölbátar sömu tegundar er þar keppt með for- I góðum byr úti á Skerjafirði. gjöf. Aðeins er um tímatöku að ræða í forgjafarkeppni. Fyrir keppnismenn er íslands- mótið hápunktur sumarins, en auk þess em haldin fjölmörg önnur mót. Páll segir að í keppni á kæn- um reyni all vemlega á líkams- hreysti áhafnarinnar. Til að mynda er það ekki vænlegt til ár- angurs að mæta þreyttur til leiks, því þá er viðbúið að athyglin sé ekki uppá marga físka. Þess í stað þurfa menn að vera vel vakandi fyrir vindinum, seglin þurfa að vera vel stilit, fylgjast þarf vel með öldunum, straumum og bát- unum í kring. Jafhframt þarf við- komandi að kunna skil á siglinga- og keppnisreglum. Ef keppandi brýtur af sér verður hann að kann- ast við það strax og sigla sína refsihringi. Ef ekki, setur sá sem brotið er á, upp ákveðið kæm- flagg og þegar í land er komið býður þar skrifleg kæra sem við- komandi þarf að verja á sérstök- um kærufúndum. Þegar svo ber undir er siglingakeppni langt frá því að vera lokið þó svo að í land sé komið. Enn sem komið er þá eiga siglingamenn ekki nógu reynslumikla og góða dómara og því hafa menn farið utan, á mót, til að öðlast reynslu í dómgæslu og mótahaldi. Ofl á tíðum fylgjast þarlendir dómarar með siglinga- keppnum, fljótandi á sjónum, og em því í návígi við bátana. Páll segir að aðstæður hér- lendis til siglinga séu óvíða betri og hafa útjendingar oft haft það á orði hvað íslendingar séu einstak- lega heppnir með aðstæður firá náttúmnnar hendi. Galdurinn við það að verða góður siglingamað- ur getur verið nokkuð einstak- lingsbundinn, en þó hafa siglinga- menn oft haft það á orði, meira i gamni en alvöm, að siglingar séu íþrótt hins vitiboma manns. Með því er átt við að það þurfi tölu- verða hugsun til að ná langt í íþróttinni. Hinsvegar getur hver sem er byrjað að gutla á bátum sér til gamans. Á höfuðborgarsvæðinu er Fossvogurinn kjörinn staður til siglinga, bæði fyrir byijendur og þá sem lengra em komnir. Þrátt fyrir það að margur siglingamað- urinn detti oft útbyrðis, hafa eng- in meiriháttar slys hlotist af. Enda halda menn ekki á sjó, nema því aðeins að tveir séu á bát eða þá einhver fylgist með í landi. Enn- fremur em það óskráð lög hjá siglingamönnum að vera í björg- unarvestum, sem er meira en fé- lagar þeirra gera erlendis. Hér- lendis er sú regla ennfremur höfð í heiðri að til lítils sé að sigla ef tilfinningin fyrir nánasta um- hverfi er lítil sem engin. Eða eins og sagt er: „Ef þú vinnur ekki með höfuðskepnunum, þá tap- arðu fyrir þeim.“ Páll segir að þegar hann var að byija siglingar fyrir rúmum tuttugu ámm hafí sjórinn í Skeija- firðinum verið hreint út sagt við- bjóðslegur af allskonar skít úr holræsum höfúðarborgarsvæðis- ins. Eftir hverja siglingu hafi menn þurft að fara í langt bað til að þrífa skítinn af sér. En sem bet- ur fer hefur þetta breyst mjög til batnaðar á síðustu ámm. -grh 4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.