Þjóðviljinn - 07.06.1991, Síða 10
Ern einhverjirlesendur sem þekkja deili á þvl fólki sem sést hér þramma niður Laugaveg I fyrstu 1. ma( göngunni 1923? Ef svo reynist vera eru við-
komandi vinsamlegast beðnir um að snúa sér til Péturs Péturssonar og gauka að honum þeirri vitneskju sem þeir kunna að búa yfir. Mynd: Gísli Ól-
afsson. Birt með góðfúslegu leyfi Péturs Péturssonar.
félags Reykjavíkur. En úr því fæst
ekki skorið meðan íundargerða-
bækur þess ágæta félags liggja
ekki ffammi til athugunar, en eru í
einkavörslu.
- Meðan þannig er um ffum-
heimildir búið að ekki fær hver
sem er í að komast, er vart við
öðru að búast en allskyns mis-
sagnir verði lífseigar þar sem hver
étur upp effir öðrum. Þessháttar
heimildir eiga vitanlega hvergi
annarsstaðar heima en á söfnum
þar sem hver sem áhuga hefur fær
aðgang að þeim, segir Pétur.
Hvað er talið að margir hafi
tekið þátt í þessari fyrstu 1. maí
göngu?
- Af þeim sem ekki eru haldn-
ir ofstæki á annan hvom veginn er
talið að göngumenn hafi verið um
500 talsins. Það er ekki svo lítið
þegar til þess er litið að þátttak-
endur gátu búist við allskyns kár-
ínum af hálfu samborgara sinna
og atvinnurekenda fyrir uppátæk-
ið. Menn áttu á hættu að missa
vinnuna með því að leggja niður
störf þennan dag - 1. maí var ekki
lögskipaður ffídagur í þá daga og
vitanlega urðu menn af Iaunum
sínum.
- Efalaust hefur þurft talsvert
áræði til. Uppákoma sem þessi
var algjör nýlunda í bæjarlífmu
og ýmsir töldu að með henni væri
verið að taka upp útlenda siði.
Morgunblaðið „málgagn allra
landsmanna“ sagði það vera ís-
lenskum verkamönnum til sóma
að þeir tækju ekki þátt í svona
lögðuðu.
Landslag yrði lítils virði
ef það héti ekki neitt“
„Vinnan skapar
auðinn“
Pétur segir ótrúlega margt
mega lesa út úr þeim ljósmyndum
sem til eru af göngunni.
- Þama sér maður fólk sem
lagði lykkju á leið sína og kom
ekki síðar á lífsleiðinni nærri kjar-
baráttu og verkalýðspólitík og
segir Pétur Pétursson sem kannað hefur söguna
í kringum fyrstu 1. maí gönguna hér á landi
sem gengin var 1923
Viðtal: Ragnar Karlsson
- Ætli það séu ekki ein sjö til
átta ár síðan ég hóf að grafast fyr-
ir um nöfh og deili á því fólki sem
greina má á hinum fjölmörgu
Ijósmyndum sem til em af fyrstu
í. maí göngunni sem hér var farin
árið 1923. Eg byijaði á þessu í
ffiðsamlegri samkeppni við
Morgunblaðið, en það nefndi á
sinni tíð 40 til 50 göngumenn, auk
Héðins Valdimarssonar og nokk-
urra bama. Landslag yrði lítils
virði ef það héti ekki neitt, segir
einhversstaðar og það sama á við
i þessu sambandi, segir Pétur Pét-
ursson, fyrrverandi þulur hjá Rik-
isútvarpinu og áhugamaður um
sögu verkalýðshreyfmgarinnar.
Pétri hefur tekist að nefna
ýmsa fleiri en Morgunblaðið taldi
taka þátt í göngunni, en hann hef-
ur nafngreint um það bil 70 full-
orðna göngumenn auk bama.
— Þið birtuð eina af myndum
Gísla Olafssonar frá göngunni í 1.
maí blaðinu ykkar og það var ekki
að sökum að spyija, ég fékk ein
fimm nöfn til viðbótar út á þá
myndbirtingu. Þannig að það er
þvi lengi von á einum, segir Pétur.
Ekki er öll sagan
sögö
Pétur segir ýmislegt vera á
huldu um tildrög og undirbúning
göngunnar.
Frá skemmtiför verkalýðsfélaganna upp á Baldurshagaflatir við Rauðhóla þar sem haldinn var útifundur með
tilheyrandi ræðuhöldum og söng. Um 1000 manns hlýddu kalli og slógust með I förina. Myndasmiður ókunn-
ur. Myndin er I eigu Sjómannafélags Reykjavlkur.
Kröfugangan 1922 leggur upp frá Báruhúsinu, þar sem nú er borgarráðhúsið. Myndasmiður ókunnur. Myndin
er I eigu Sjómannafélags Reykjavíkur.
- Hendrik blessaður Ottósson
segir sig hafa verið tillögumann-
inn að því að Fulltrúaráð verka-
lýðsfélaganna í Reykjavík stæði
fyrir göngu þann 1. mal og að
dagurinn skyldi skoðast sem al-
mennur frídagur verkamanna.
Hendrik segist svo ffá í æviminn-
ingum sínum „Vegamót og
vopnagnýr" að tillagan hafi verið
samþykkt eftir all snarpar umræð-
ur og þrír menn hafi verið kosnir í
undirbúningsnefnd.
Þetta stemmir ekki allskostar
við fúndargerðir. Tillögumaður-
inn var Ólafur Friðriksson og
nefndin var skipuð fimm fulltrú-
um í stað þriggja, þeim Ólafi,
Hendrik, Þuríði Friðriksdóttur og
þeim tveim sem Hendrik gleymd-
ist að nefha, Felix Guðmundssyni
og Erlendi Erlendssyni.
- Hins vegar er ekki útilokað
að Hendrik hafi flutt tillögu um
þetta efni á fúndi Jafnaðarmanna-
enn aðra sem héldu tryggð við
verkalýðshreyfmguna.
- Það er til dæmis skemmti-
legt að á einni myndinni má
greina að Óli Maggadon, sem var
nafnkunnur alþýðumaður, sér-
stæður púlshestur sem „setti svip
á bæinn“ eins og sagt er, og Einar
Magnússon síðar rektor Mennta-
skólans í Reykjavík ganga hlið
við hlið undir áletruninni „Vinnan
skapar auðinn". Verður ekki ann-
að greint en að vel fari á með
þessum verðugu fulltrúum verka-
manna og menntamanna.
- A myndunum má einnig
greina bræður þeirra Silla og
Valda, Jóhann Jeremías Kristjáns-
son, bróður Silla og bekkjarbróð-
ur Brynjólfs Bjamasonar, alþing-
ismanns og ráðherra og hálfbróð-
ur Valdimars, Erlend Erlendsson,
blaðamann á Alþýðublaðinu og
síðar trésmið. Erlendur þessi var
rekinn úr fastri vinnu á húsgagna-
10 SfÐA —ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 7. júnf 1991