Þjóðviljinn - 07.06.1991, Page 12

Þjóðviljinn - 07.06.1991, Page 12
Theatertreffen í Berlín Berlín heilsar með roki og rigningu. Síðast þegar ég kom hingað var líka rok og rigning, það var haustið 1975 og þá var ég í slagtogi með Guðmundi Steins- syni og Thor Vilhjálmssyni og við deildum lestarklefa undir nafhinu familien Steinsson. Þá var múr og við þrösuðum heil ósköp við verðina. Nú er 1991 og ég er í slagtogi með norrænum leikhúsmönnum. Og múrinn er horfinn. En það rignir enn. Eg kem hingað hlaðin for- dómum um þýskt leikhús, hef séð það hingað og þangað og sjaldan hrifíst. Séð þeim mun meira af eftirlíkingum af því og á dvölinni þama í viku sannfærist ég um að eitt er rétt, það gerir sig illa í afrit- um. En frumeintakið er miklu betra en mig óraði fyrir. Að vísu var aðeins boðið upp á það allra besta á leikhúsvikunni í Berlín '91 - Theatertreffen '91 - og ég hef sjaldan séð betri leiksýningar. Það er svona með snöggsoðn- ar skoðanir, sem menn verða sér úti um með litlum fyrirvara og án mikillar yfirsýnar, menn eru sem betur fer jafnfljótir að losa sig við þær. Það eina sem situr eflir af fordómum mínum um þýskt leik- hús er að ef til vill sé það ein- hverskonar hættumerki, hvað það hefur reynst mörgum auðvelt að stæla það. Víst er það hrikalega fágað og laust við þennan dálítið ruddalega, frumstæða safa sem einkenndi Malí-leikhúsið í Len- íngrad, sem ég var að skoða á sama tíma í fyrra. Stórborgarleik- hús, það má með sanni segja um þessar þýsku sýningar. Ahorf- endaíjöldinn oft eins og risakór í nútimaleikriti, svartklætt stór- borgarevrópuyfirstéttargengi með listagáfumar og mannvitið lek- andi úr hverjum drætti. Fáguð firring Fyrsta sýningin var kannski sú sem mest kom á óvart. Þetta var ffæg sýning hins bandaríska Roberts Wilsons á „Black Rider“ eða „The Casting of the Magic Bullet". Tónlist og texti eftir Tom Waits, en verkið byggir á sögu Williams Burroughs. Það var Hamburger Thalia-Theaters sem færði þessa sýningu til Berlínar, en þar hafa þessir líflegu Banda- ríkjamenn áður unnið. Fljótt á litið kynni maður að segja að þama væri þýska leik- húsið upp á sitt allra besta/versta. Strangt og um leið firrt form fág- unar sem nálgast myndverk eða gjöming meira en leikhús. Trúðs- læti og sirkus þegar best lætur. En leikaramir eru hluti af mynd- verki, talandi og dansandi að vísu, en færa aldrei einlæg tjá- skipti á milli sviðs og salar. Það sem hins vegar gerir gæfumuninn er að þrátt fyrir strangt form fágunar og fagur- ffæði, er innihaldið þrátt fyrir allt sterkara forminu. Því er komið á ffamfæri af geysilega fæmm leik- urum, sem aldrei verka tilgerðar- legir eða sjálfhverfir. Af og til sprengir ótrúleg hugmyndaauðgi formið og brýst út úr því til áhorf- andans í geggjuðu kæmleysi sem, með því að fara aftur út á yztu nöf, skapar fallegt jafnvægi milli forms og innihalds. Og það er ekki lítil kúnst, þegar tekið er til- lit til þess hversu fyrirferðarmikið formið sjálft er í allri sýningunni. Sagan er einfold dæmisaga af ást og svikum, sögð með ótrúlega fjölbreyttum skírskotunum - söngvum og rokktónlist, marglit- um ljósum og fljúgandi leikumm í dragsíðum silkikjólum. Þetta var ekki látlaust leikhús, en þess í stað dálítið lauslátt og með öðmm orðum get ég ekki lýst því. Leslie Caron í Grand Hotel Effir þessa sérkennilegu leik- húsreynslu var ákveðið að snúa sér að einhverju venjulegra. Söngleikurinn „Grand Hótel“ var vissulega ekki ein af úrvalssýn- ingum Þýskalands, en þar sem Leslie Caron fór með eitt aðal- hlutverkanna var ákveðið að sjá hana næsta kvöld og reyna svo að ná í niðurlagið af Tímoni frá Aþenu á eftir. Hún var einar 5 klukkustundir í sýningu, en ein- hverra hluta vegna tóku flestar leiksýningamar á leikhúsvikunni þetta 4 og upp í 7 tíma. Hvers vegna það er veit ég ekki, en einn þátttakenda sagði að þetta hefði dálitið með seinni heimsstyijöld- ina að gera. Þá var ég ekki fædd, enda skildi ég ekki hvað maður- inn var að meina. Það er látið eft- ir lesendum að ráða í það. Sem sagt: Grand Hótel gerist á Grand Hótel, nánar tiltekið Berlín. Þetta er sætur söngleikur, ekki tilþrifamikil tónlist, en snotr- ir dansar og Ijúf saga og dálítið dramatísk um fólk sem kemur og fer inn og út i stóra anddyrinu á stóra hótelinu þar sem stóra fólk- ið býr. Hótel Jörð, þar sem menn lifa og deyja og allt þar á milli. Verkið byggir á skáldsögunni „Fólk á hóteli“ eftir Vicki Baum, en leikstjóri og danshöfúndur er Tommy Tune, sá hinn sami og stjómaði verkinu á Broadway og hlaut fyrir það mörg verðlaun. Stjama sýningarinnar var auðvit- að Leslie Caron í hlutverki Eliza- vetu Grusinskaju, miðaldra ball- erínu, og einhvem veginn fannst manni að þessi gamla, granna telpa væri allan tímann að leika sjálfa sig. Sem sagt: Agætis dægradvöl áður en lagt var í loka- þáttinn á Tímoni á Freie Volks- biihne. Að sjálfsögðu er lítið hægt að segja um þá sýningu, þar sem við sáum ekki nema niðurlagið. Leikaramir léku með grímur og ýmisskonar hauspoka og var það allt í lagi í smástund, en vakti enga eftirsjá eftir þeim 5 klukku- stundum sem maður missti af. Verkið er eftir Shakespeare, eng- an veginn eitt af hans fremstu, en leikstjóri var Peter Roggisch. Næsti Shakespeare var Vetr- arævintýrið. Fyrsta sýningin sem við sáum á Schaubiihne. Það er athyglisvert hversu mikið af klassíkinni var þama á fjölunum, en síðar upplýsti Ieikhússtjórinn að nú væri aðsóknin að þessu leikhúsi orðin nánast 100% og því þyrftu þau í raun ekkert að taka tillit til þess hvað „fólkið vill sjá“. Þau leika fyrst og fremst það sem þau sjálf hafa áhuga á og það er nógu spennandi og nógu vel gert til að áhorfendur flykkjast í leikhúsið. Þessa skoðun er jafh erfitt að apa upp eflir þeim og aðrar. Það hefúr tekið fjöldamörg ár, mikla vinnu og peninga að byggja upp leikhús sem getur leyft sér að byggja tilveru sína á þessum hugmyndum. Hópurinn sem stendur á bak við leikhúsið er þéttur kjami afbragðslistamanna sem lítur á leikhúsið sem lifandi vopn, andlegan samastað jafht fyrir sig sem áhorfendur. Og þess vegna velja þau ómeðvitað verk- efni sem áhorfandinn hefur jafn mikinn áhuga á og þau sjálf. Eða hver hefúr ekki áhuga á Shake- speare, sem hefur kynnst honum í sinni fegurstu mynd? Sú mann- vera er ekki fædd enn. Þetta var útúrdúr. Vetrarævintýri er fallegt og grimmt verk um ást, afbrýði og hefnd. Sýningin var í öðrum aðal- sal leikhússins, en hvor um sig tekur á milli 4 og 500 manns. Hægt er að breyta þessu leikhúsi á ýmsa vegu, en leikhópurinn vill ekki leika fyrir stærri áhorfenda- íjölda til að geta haldið sér við þann leikstíl sem þau ráða best við og þau telja að nái bestu sam- bandi við áhorfendur. Að þessu sinni var salurinn klæddur með bláum dúk, eins og leiksviðið, og skapaði það heillandi heild og ná- lægð. Sviðið var kalt og studdi ffaman af illa við tilfinninga- þrunginn textann, en eftir því sem á sýninguna leið var ljóst, hversu þaulhugsuð þessi sérkennilega leikmynd var. Sýningin sjálf var ansi löng og misgóð, mjög vel leikin og ákaflega myndræn í öll- um staðsetningum. Leikstjórinn er einn þeirra þekktustu, Luc Bondy. Búningamir vöktu sér- staka athygli, en Susanne Ra- sching er einn besti búningateikn- ari Þjóðveija. Snillingur í Schiller I Schiller-leikhúsinu sýndi Alexander Lang, annar af þekkt- ustu leikstjórunum á svæðinu, Ræningjana effir Schiller, enn ein klassíkin í ótrúlega frumlegum búningi. Þetta verk er ekki með þeim auðveldustu af verkum Schillers og sannarlega þrautin þyngri að koma því til skila við nútímaáhorfendur. Ekki fannst mér það takast að öllu leyti, en frábær leikur Júrgens Elbers í að- alhlutverkinu skilaði því þó lang- leiðina. Þessi ungi leikari hefúr allt annan leikstíl en flestir þýsku Ieikaramir sem ég sá, ef frá er tal- in Jutta Lampe, sem síðar verður sagt frá. Þau hafa bæði þennan titrandi, ágenga leikstíl sem þurrkar út með einni angistar- kenndri hlátursstunu fjarlægðina á milli sviðs og salar. Júrgen þessi minnti helst á stórleikara á borð við Antony Sheer, og í hvert sinn sem hann kom inn á sviðið lyftust áhorfendur upp í sætunum. Það var líka greinilegt í ffamkallinu að hann hafði hrifið alla áhorf- endur og leyndi sér ekki afbrýði- semi kolleganna, þegar þessi ungi piltur stóð undir húrrahrópunum. Framköll vom annars oft sér- stök leiksýning, tóku stundum heilan hálftíma og maður velti fýrir sér hvenær vesalings leikar- amir kæmust í rúmið. Óendanleg- ar seremóníur við þaulæfð ffam- köll era dálítið óþægileg og segja oft einhveija ógeðfellda sögu um leikhópinn og leikstjórann. Þama skar Schaubúhne sig reyndar líka úr, þar vora ffamköllin stutt og engin stjömulæti. Kirsuberja- garðurinn Og nú er komið að Schau- búhne aftur og bestu sýningu vik- unnar. Það er Kirsubeijagarður- inn a la Stanislavskí í leikstjóm Peters Stein. Þetta er ein þekktari sýninga Peters Stein, en hér fer hann þá óvenjulegu leið að byggja sýninguna á Ieikstjómar- handriti og leikmynd Stanislalv- skís frá Listaleikhúsinu í Moskvu ffá 1904. Þegar maður hefúr horft á þessa sýningu dettur manni óhjákvæmilega í hug hvað leik- húsið hafi eiginlega verið að gera alla þessa öld. Þessi sýning var að allra mati einhver besta leiksýn- ing sem sést hefur lengi, lengi, kannski hefúr aldrei sést annað eins síðan Stanislavskí setti hana upp 1904. Hún var svo hefðbund- in að hún varð eiginlega framúr- stefna. Og þó, þegar betur er að gáð var sýningin alls ekki hefðbund- in. Hugmyndaauðgin lá öll í leiknum, furðulegum uppátækj- um leikaranna, sem þó vora eðli- leg og sjálfsprohin í sínum fárán- leika. Gamanatriðin vora svo sorgleg að maður fékk tár í augun og sársaukinn svo fullur af lífsþrá að maður brosti út í annað. Og leikstjómin var frábær, djúp og margræð og off teflt á tæpasta vað með „fjölstefnu" (multifokus) þar Leslie Caron f hlutverki Grusinskaju. Snilldarleikur („Ræningjunum" Þórnnn Sigurðardóttir skrifar um leikhús sem mörg mikilvæg atriði era að gerast samtímis á sviðinu og fleygast hvert inn í annað af dá- samlegri snilld. Og Jutta Lampe í aðalhlutverkinu átti kvöldið og áhorfendur lifðu hvert andartak á sviðinu sem það væri hennar sið- asta, brothætt lífsnautnamann- eskja sem vissi að lífið var á flóha undan henni jafnvel hraðar en hún undan því. Botho Strauss og Berlin Og síðasta sýningin í Berlín var nýjasta verk Botho Strauss frá Frankfurt, sýnd á Deutsches The- ater í austurhluta Berlínar. Þeha var löng og strembin sýning á þrælmögnuðum þremur einþáh- ungum, sem saman mynda eins- konar pólitiska myndabók um þær breytingar sem áh hafa sér stað í Berlín á síðustu misserum. Þýski öminn er leystur úr viðjum í síðasta þæhinum, leggur að lok- um aðalpersónuna undir sig í bókstaflegri merkingu og eftir ástarleikinn drepur hún hann. Þannig fór það. Ég hefði heldur viljað sjá eihhvað um það hvað þessi þýski öm eiginlega er. Hvemig varð hann til? Af hveiju? Mér leiðist merkimiðaleikhús, tákn sem einungis skiljast af þeim sem hafa alla heimssöguna í handraðanum og þar að auki mót- aðar skoðanir á henni til að fella sýninguna inn í. En það er víst frekja að biðja höfúnda um annað en þeir bjóða upp á. Vissulega er Botho Strauss gáfaður og hug- myndaríkur höfundur, en mér finnst hann leiðinlegri en leyfilegt er fyrir fé þráh fyrir allar gáfúm- ar. Ög þessvegna náði þessi sýn- ing engum tökum á mér, þrátt fýr- ir magnaðan leik Giselu Stein undir eminum. Ahrifin af þessari sýningu sögðu því fáh nýh og vöraðu stuh. Og Berlínarvikan er á enda. Rjóminn af þýsku leikhúsi sleikt- ur og menn vel mettir. Það er ekki lítið fé sem hið opinbera lætur af hendi rakna til leikhúsanna, eink- um í Berlín, sem sannarlega er ein mesta leikhúsborg veraldar, þóh hið fræga Berliner Ensemble megi muna sinn fífil fegri. Hins vegar er ekki hægt að segja að mikil gróska sé í þýskri leikrita- gerð, þegar litið er yfir sýningar- skrár leikhúsanna. Ög mér þykir óneitanlega furðulegt að á nafna- lista leikstjóra og höfunda leik- húsanna era kvenmannsnöfh meira en fáséð. Þau varla sjást. Á milli sýninganna ræða leik- húsmenn um leikhúsið og lífið, leikhúsrekstur í hinni innmiðuðu Evrópuheild, sem er þó mestan part bara haugur af óleystum vandamálum og miljónum af fólki. Fulltrúar Eistlands, Leh- lands og Litháen, sem nú taka þáh í þessum fúndahöldum í fýrsta sinn með norrænum starfsbræðr- um og systram, hafa mestar áhyggjur af minnihlutaframlag- inu á listasviðinu, þegar búið er að ryðja burt öllum múram, landamæram, höftum og girðing- um. Hvers má hún sín þá, sú list sem er og vill vera bundin tungu og menningu smáþjóða? Getur hún lifað án þessara vamar- veggja? Allir hafa á tilfínning- unni að öll þing næsta áratuginn muni fara í umræður um það. Og sjálfsagt er það rétt. þs Gisela Stein og örninn beijast I nýjasta verki Botho Strauss, 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. júní 1991 Föstudagur 7. júní 1991 nýTT HELGARBLAÐ — SIÐA13 _____> In memoriam Jerzy Kosinski 1933-1991 Jerzy Kosinski bah enda á líf sih einn um nóh, uppgefinn á tilverunni. Mér krossbrá er ég sá forsiður bandarískra dagblaða síðastliðinn laugardagsmorgun. Þar stóð svart á hvítu að Jerzy Kosinski hefði ffamið sjálfsmorð. Einn nánasti sálufélagi minn á ferðalögum minum um Indland 1989-’90 var Kosinski eins og hann opinberaði sig í bókinni „Fantatak" (Pinball á frammálinu). Menntamálaráðu- neytið hafði veih mér rausnarleg- an styrk til að íslenska verkið, en engu að síður sá ég í hendi mér að ég myndi komast í tímaþröng ef ég freistaði þess að láta tveggja mánaða laun endast þá mánuði sem slík framkvæmd tekur. Ég brá undir mig betri fætinum og keypti flugmiða til Indlands. Ég tók stefhuna á Vagator ströndina í Góa, þar sem ég hafði áður dvalið í góðu yfirlæti yfir vetrarmánuðina. Þar buna litlar lækjarsprænur yfir sólbakaða kleha og útjaðar frumskógarins sleikir rætur pálmaviðartrjánna, bjargvæha náhvíha norðurlanda- búa. Sannkölluð paradís sóldýrk- enda sem kurnia að láta tímann standa í stað. Á þessari unaðslegu shönd gat ég leyft mér að sökkva mér ofan í hugarheim Jerzys Kosinskis eins og hann birtist í svanasöng hans, Fantatakinu, sem hann skrifaði eftir að hafa staðið af sér heifhiðuga rógsherferð bandarískra bókmenntagagnrýn- enda áttunda áratugarins. Fyrrver- andi nemendur Kosinskis frá Yale og herskáir prófarkalesarar lýstu því hátíðlega yfir að Jerzy Kos- inski væri hættulegur tækifæris- sinni sem vílaði ekki fýrir sér að stela, stæla og stílfæra þemu sem aðrir höfúndar höfðu lagt eignar- hald sitt á fýrir langa löngu. Það fór ekkert lítið fýrir bijóstið á bandarískum menningarvitum að pólskur innflytjandi skyldi hafa skotið þeim ref fýrir rass. Saga hans um þroskahefta garðyrkju- manninn Chancey Gardner sem Almenna bókafélagið gaf út undir nafninu „Fram i sviðsljósið" fór sigurför um heiminn og lyfli Jerzy Kosinski endanlega upp á stjömu- himininn. Kvikmyndin „Being there“, sem var gerð eftir sögunni lagði grandvöllinn undir bíóveldi Áma Samúelssonar, hann tjáði mér að engin kvikmynd hefði ver- ið sýnd lengur samfleytt á íslandi fýrr og síðar. Hún var sýnd í 1 1/2 ár við góða aðsókn allan tímann í Bíóhöllinni í Breiðholtinu. Jerzy Kosinski þáði boð mih um að vera fúlltrúi Bandarikjanna á fýrirhugaðri bókmenntahátíð Reykjavíkurborgar 1990, en því miður varð ekkert úr þessari hátíð. Formaður nefndarinnar, útgáfu- stjóri A.B. tjáði mér galvaskur að nefndarmeðlimir hefðu hreinlega ekki nennt að standa í þessu stússi. Þeir höfðu heldur ekki hafl fýrir því að gera Jerzy Kosinski grein fyrir þessum dæmalausa amlóða- skap íslenskra menningarvita. Sjálfúr var ég svekktur á þess- um málalokum, þannig að ég skrifaði Kosinski annað bréf held- ur lúpulegur þar sem ég bauðst til að hýsa hann og skipleggja ein- hvers konar uppákomu honum til heiðurs líkt og ég hafði gert fýrir Leonard Cohen í Berkekey 1987 og fyrir Henri Miller i Big Sur 1988. Það kom á daginn að árið 1990 var mikill annatími fýrir Jerzy Kosinski. Allra handa uppákomur í bandarískum menntastofnunum og fjölmiðlum tóku allan hans tíma að undanskildum nokkram vikum sem ætlaðar vora fýrir fyrstu heimsókn hans til Póllands í 31 ár, frá því að hann sagði skilið við sæluríki kommúnismans 1957. Jerzy Kosinski skrifaði mér lítið sæh bréf, fullur þakklætis fýr- ir auðsýnda tiltrú og hollustu. Mér er enn í fersku minni sá hlýhugur og gæska sem streymdi frá vel mótuðum setningum hans. Síðar þetta sama ár, þegar Persaflóastríðið var í uppsiglingu, þá ræddi ég talsvert við Jerzy Kosinski símleiðis, og við reyfúð- um leiðir til að koma verkum hans á ffamfæri á tím- um móðursýkis- legrar hræðslu við afbrigðilegt kynlíf. Furðuleg- heit Kosinskís gerðu hann að einni mikilvæg- ustu fjölmiðla- stjömu Banda- ríkjanna eftir að fýrsta skáldsaga hans „The Paint- ed Bird“, „Skræpóhi fúgl- inn“, kom út 1965. Nafn bók- arinnar skírskot- ar til fuglaveiði- mannsins Leh sem skemmti kot- ungum í Póllandi með því að mála fjaðrir villtra fugla með æpandi litasamsetningum og láta þá síðan lausa á meðal ættingja sinna. Það brást ekki að venjulegu fuglamir gerðu aðsúg að hinum skræpóttu ættleram, fjaðrimar vora plokkað- ar af þeim og goggað í augun þar til þeir lágu í valnum. Þess má geta að íslensk samtök stofnuð til höfuðs kraumandi kynþáhafor- dómum á íslandi vora nefnd „Skræpóhi fúglinn“ til heiðurs Jerzy Kosinski. Slagorð Einars Ben. Sykur- mola „sjálfsmorð eða sigur“ má líka heimfæra uppá Jerzy Kosinski. Ævintýralegur flóhi Kósínskís frá Sovétríkjunum var sérstaklur í sinni röð. Kosinski falsaði bréf frá uppdiktuðum menntastofnunum vestanhafs þar sem hann var hvattur til að halda fýrirlestra fýrir bandaríska há- skólanema. Eftir tveggja ára bréfaskriftir hans við sjálfan sig sáu pólsk stjómvöld loks sóma sinn í að styrkja hann til farar. Á meðan þessi skollaleikur stóð yfir gekk Kosínskí alltaf með eitur- hylki á sér sem hann hefði getað gleypt ef pólska leyniþjónustan hefði staðið hann að verki. Faðir Kosinskis var háskóla- prófessor og ffæðimaður við einn elsta og virtasta háskóla Póllands, í Lodz, en móðir hans var konsert- píanóleikari sem sérhæfði sig í túlkun á verkum Frederic Chopin. Þau komu Jerzy í fóstur sex ára gömlum í afskekktum kojp^ga- byggðum Póllands þegar hersveit- ir Adolfs Hitlers flæddu yfir Pól- land, til að forða einkasyninum frá útrýmingarbúðum nasista. Frá sex til tólf ára aldurs var Jeny flæmd- ur ffá einu þorpf ^l annars af hjá- trúarfúllum og ottaslegnum kot- ungum, sem hræddust hefndar- verk SS hersveita. Hann missti málið níu ára gamall þegar krist- inn kirkjusöfnuður gerði tilraun til að drekkja „handbendi djöfulsins á jörðu niðri“, Jerzy Kosinski, í pyhi fúllum af úrgangsefnum þorpsbúa. Foreldrasr hans fúndu hann mállausan á munaðarleys- ingjahæli eftir striðið. Hann fékk málið aftur fimmtán ára gamall, effir skíðaslys. Líf Kosinskis var aldrei sléh og fellt. Hann vann að þjóðfélags- legri greiningu á innviðum komm- únistaríkja effir að hann hafði tek- ið sér bólfestu í Bandaríkjunum 25 ára gamall, 1957. Líkt og skáldbróðir hans ffá Sovétríkjun- um, Solzynitzín, tók hann að beina spjótum sínum að hnignun vestrænnar siðmenningar þegar það rann upp fýrir honum að öfúg- snúin þróun markaðssamfélaga myndi fýrr eða síðar leiða til bölv- unar fýrir alla jarðarbúa. Jerzy Kosinski eignaðist engin böm með tveimur eiginkonum, önnur en þau hugarfóstur sem hann festi á blað. Hann var síðasta afsprengi stórrar gyðingaljöl- skyldu sem varð fýrir barðinu á út- rýmingarherferð nasista. Sjálfsvíg hans í New York aðfaramóh 3. maí var sorgleg uppgjöf manns sem gat ekki sætt sig við hlutina eins og þeir horfðu við honum. Berkeley, Kaliforniu 11. maí 1991 Gísli Þór Gunnarsson Ein frægasta persóna Kosinskis er án efa hr. Chance Gardner sem Peter Sellers túlkaði svo eftirminnilega f kvikmyndinni Fram í sviðsljósið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.