Þjóðviljinn - 07.06.1991, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 07.06.1991, Qupperneq 16
Hitaveitumaðurinn og vitundin Þegar ég ^annaði hug minn í leit að efni í þennan fjórða og síðasta pistil fann ég til þreytu á neikvæðum tóni fyrri skrifa. Vissulega var mér alvara með þeim og efni þeirra verður mér hugleikið og þrasgefið iöngu eft- ir að blöðin taka að gulna og at- ast kartöfluhýði í ruslafötum. Það er hins vegar hægt að tjá sig um fleira á opinberum vettvangi en það sem fer í taugarnar á manni og það ætla ég að gera núna. Meðal þess sem fer ekki í taug- amar á mér er ég sjálfúr að sjötíu hundraðshlutum og tilhugsunin um hlutverkin sem við leikum í lífinu og merkingu þeirra. Það síðar- nefhda fmnst mér raunar mjög skemmtilegt og forvitnilegt um- hugsunarefhi. Við sköpum myndir af sjálfum okkur með athöfum okkar og ýmist getur það gerst að við gleymum okkur í hlutverkun- um og ruglum þeim við eigin per- sónu, eða það að myndimar verða okkur fjarlægar og framandi og við fyllumst tómleika. Því á endanum veit maður ekkert hvað maður er, nema kannski að sú vitleysa sé sú orðlausa tilfmning sem fylgir því að horfa í spegil í góðu tómi og gaumgæfa þessa ásjónu sem að einhveiju leyti er alltaf óbreytt, þótt árin líði og hmkkunum fjölgi. Myndin af pistlahöfúndinum er mér skýr í huga en hún er eitt- hvað annað en andlitið í speglin- um. Pistlamir ríma aðeins við hluta af skapferli mínu og ljósmyndin er aðeins ein af mínum mörgu ásjón- um. Þetta segi ég ekki til að upp- hefja mig, við emm öll margræð og margbreytileg, - óskiljanleg. Á meðan hlutverk pistlahöf- undaríns varir aðeins í fjórar vikur hefúr önnur mynd fylgt mér lengur og lítið útlit fyrir að ég losni við hana í bráð af praktískum orsök- um: Það er hitaveitumaðurinn. Ég er svo heppinn að geta framfleytt mér án þes að sitja í átta tíma stofu- fangelsi á dag hvemig sem viðrar, en fæst ójöfhum höndum við eitt og annað: Les heimspeki Iauna- laust við HÍ, segi frá íþróttavið- burðum fyrir hálf meðallaun, snapa mér blaðaskrif hér og hvar fyrir kaffibolla, hreinni skyrtu og kölnarvatni og síðast en í þessu samhengi ekki síst, þá les ég af hitaveitumælum. Mælalesturinn er hálft starf sem ég og kærastan vinnum saman og fáum þar með nokkuð dijúgan skilding fýrir tiltölulega litla vinnu á mann. Starfið krefst engrar hæfhi annarrar en þeirrar að geta ferðast milli húsa og skrifað upp tölur. Þetta er nokkuð einhæf iðja, en það sem verra er, þá kemur hún nokkuð illa við hégómagimd mína og smá- borgaraskap og illu heilli blandast þessum eiginleikum vottur af of- sóknaræði eða paranoju. Nú vil ég hvorki fegra sjálfan mig um efni ffam né dæma harðar en þau standa til: Ekki hvarflar að sjálfúm mér að líta niður á fólk fýrir að hafa lifibrauð sitt af mælaálestri eða nokkurri annarri heiðarlegri vinnu. Hins vegar get ég ekki ffíað mig ótta við að aðrir geri það. Snobbið og óttinn greinast ekki al- mennilega hvort ffá öðm í þessari meinloku minni. Þrátt fyrir nær undantekningarlaust óaðfinnan- lega framkomu fólks, finnst mér það alltaf jafnerfið tilhugsun að það gruni mig um að gera ekkert annað en að lesa af hitaveitumæl- um, Qömtíu stundir á viku. Ég hef hins vegar ekki fúndið óbrenglaða leið til að koma upplýsingum um önnur störf og hugðarefhi til skila. Eftirfarandi ávarp tel ég að hefði ekki tilætluð áhrif heldur jafhvel þveröfúg: „Góðan dag, ég er að Iesa af hitaveitumælum, en það er bara aukavinna, ég skrifa lika pistla í Þjóðviljann." Ég tók hins vegar til þess ráðs fyrir nokkmm mánuðum að slá algjörlega ryki í augu fólks í stað þess að láta það búa við þennan kvartsannleika um líf mitt: Ég breytti um klæðaburð. Yfirleitt klæðast mælaálesarar einhverjum afgangsfötum þar sem hætta er á að skitna við vinnuna. Lengi vel klæddist ég slitnum gallabuxum og 66°N nælonstakk við lesturinn og tilhugsunin um þennan útgang var ekki til að róa mig og fegra það sem ég taldi búa að baki sakleysislegu augnaráði fólks þegar það meðtekur erindi mitt. Nú, ég klæddi mig i vínrauð- ar terylene-buxur og lendasíðan herraleðuijakka og breytti nokkuð um fas í samræmi við þennan nýja vinnuklæðnað: Ber upp erindið nokkuð hnarreistari en áður og með heldur bóklegra orðalagi. Áhrifin hafa ekki leynt sér því við- mót fólks hefúr breyst úr venju- legri látlausri kurteisi í oftraust. Það virðist álíta mig einhvers kon- ar tækniffæðing eða verkfræðing og spyr mig hinna ólíklegustu spuminga um miðstöðvarhitun og jarðvarma. Þar lendi ég í vandræð- um, því þekking mín í þessum efn- um nær ekki út fyrir þann bama- skólalærdóm sem þarf til að geta iesið tölumar á mælunum og skrif- að þær upp á blað. Mér tekst þó yf- irleitt að snúa mig úr erfíðum að- stæðum með fámæli, hálfkveðnum vísum og varkámi vísindamanns- ins sem ekki vill fúllyrða neitt að ósönnuðu máli: „Tja, það er ekki gott að segja...“ Þar með hef ég búið til enn eina mynd af sjálfúm mér, að þessu sinni hreinan uppspuna, - hita- veituffæðinginn. I samanburði við hann er hitaveitumaðurinn vissu- lega raunvemlegur en ég spyr þó sjálfan mig um merkingu hans og sannleika. Líkt og pistlahöfúndur- inn þá er hann í senn ég og er það ekki. Innst inni viljum við líklega flest losna undan þessum myndum sem ffysta merkingu okkar. Og þegar ég lít í spegil og horfi á þennan sex ára dreng sem er orð- inn 28 ára en er þó með einhveijum hætti óbreyttur frá því ég man fýrst eftir mér fyrir faman spegil, þá finn ég að „þetta“ er það sem ég vil helst vera, það sem spegilmyndin tjáir mér: þessi lokaða vitund, þessi óræða en sterka tilfinning um sjálfan mig, sem er engin af öllum myndunum af mér úti í heiminum, heldur eitthvað sem ég get ekki ákvarðað með orðum. Og ég horff lengi í spcgilinn, ekki í sjálfsdýrk- un, heldur til að njóta þessarar orð- lausu einveru, þessarar friðsælu til- finningar að vera hvorki hitaveitu- maður né pistlahöfúndur heldur eitthvað sem ég veit ekki hvað er. Ljósmynd: Kristinn. Dótturfyrirtæki veruleikans Út er komin ný Ijóðabók eftir Þórarin Eldjárn. Hún heitir: „Hin háfleyga moldvarpa", er tæplega 50 bls. að lengd og útgáfuvinna til fyrirmyndar, en það er Forlagið sem gefur út I bókinni eru órímuð ljóð. Þau eru nokkuð misjöfn að gæðum, en sum þeirra tvímælalaust mjög góð. Við lestur á texta Þórarins vaknar stundum sú spuming hvort réttara sé að segja að hann hafi gott vald á íslenskri tungu eða að íslensk tunga hafi gott vald á honum. Ástæðan fyrir því er sú að vegna tilrauna með orðin og glimu við tunguna kemur óvenju oft upp óvænt merking í því sem Þórarinn setur saman. Það er ótvíræður styrkleiki, en krefst þess jafnífamt að sjálfsgagnrýni sé traust og vel virk. Til nánari skýringar má taka kvæðið: Dcegralenging Regnið tœtist á rúðuna á glerið i rúðunni á rúðuna úr glerinu stirðnar af skelfingu inn á milli og verður að sagógrjónum sem bylja á glerinu á rúðunni en mýkjast i súpunni við hituðum naglann og áttum súpuna Atum súpuna og hittum naglann á höfuðið Sitjum i súpunni ogfengum naglann i höfuðið Djúpur diskur grynnist grunnur diskur dýpkar ekki Heit súpa kólnar köld súpa hitnar ekki Veruleikinn ómálaður uppmálaður útmálaður gengur ekki upp ekkert frekar en kapallinn Mitt púsluspil er þúsund banabitar hvergi dansar ar nema i krossgátum tuttugu tœr i dimmum bröggum inniskóa þrá vorið Titill kvæðisins er að sjálfsögðu orðaleikur og útúr- snúningur á orðinu dægrastytting sem er heiti á þeirri skemmtun sem styttir daginn. Merking þessa nýyrðis bjargast fýrir hom vegna þess að í lok kvæðisins er sagt ffá tánum sem þrá vorið og það gefúr okkur kost á að skilja kvæðið þannig að ort sé um biðina effir lengri dög- um. Sjálft orðið sýnir hins vegar einkar vel hve oft Þórar- inn hættir sér út á hálan ís. Hefði kvæðið ekki endað á þessum lykli hefði legið beinast við að skilja orðið dægralenging sem andstæðu orðsins dægrastyttmg, þ.e.a.s. kvæði sem ort væri til þess að gera daginn lengri og leiðinlegri en hann var fýrir. Kvæðið byijar i gamalkunnri klisju um regn á níðu, en síðan er strax gefið í skyn að traustið á tungumálinu sé lítið og allsendis óvíst að regn merki regn og rúða þýði rúða. Áður en fýrstu vísu lýkur hefúr regnið breyst í haglél sem ljóðmælandanum finnst nærtækara að kalla sagógijón enda eru þau mikilvægari í heiminum innan við glerið. Frá sagógijónunum liggur leiðin í súpuna sem eins og allir vita hefúr fýlgt manneskjunni lengi og orðið snar þáttur í lífi okkar og þar af leiðandi tungutaki. Naglasúp- an góðkunna réttir skáldinu nagla til að smiða með og hitta á höfúðið og ffam að þessu er spuninn í kvæðinu ffábær, en í næstu vísu situr skáldið í súpunni. Línumar um djúpan disk sem grynnist og gmnnan disk sem dýpk- ar ekki em ekki nærri því eins markvissar og það sem á undan er komið. Skáldið hefði átt að súpa seyðið af að- ferð sinni og t.d. yrkja sig hér upp í fljúgandi disk eða segja okkur hvort hann geymir ljóð sitt á hörðum diski eða „diskútera” eitthvað um dýpt ljóðlistar og diska svo að nokkuð sé nefht. Tvær síðustu vísumar em hins vegar í lagi vegna þess að þar snýr ljóðmælandinn sér að niðurstöðunni og eðlilegt að formið taki breytingu. I fýrrihluta þessa Ijóðs má segja að fjallað sé um það hvemig merkingarleysið getur heltekið tungumálið. Sá boðskapur kemst til skila vegna þess að við erum, með fallegum spuna, leidd ffá sakleysislegum orðum og að þeim stöðum í tungumálinu þar sem merking þeirra hef- ur ýmist ffosið eða breyst í eitthvað annað. Þetta er aftur tengt við tíma sem er merkingarlaus vegna þess að vorið er ekki komið. Það er skemmtilegur lokapunktur að tæm- ar í inniskónum skuli vera tuttugu. Það bætir enn einni vídd inn í myndina. í heild má segja um þetta kvæði að í það vantar hvorki dirfsku né hugkvæmni. Hefði sjálfsgagnrýni verið meiri og höfúndur strikað út vísuna um grunna og djúpa diska hefði kvæðið hins vegar batnað vemlega. Auðvitað er langt ffá því að þessari bók hafi verið gerð skil með því sem hér er sagt um þetta eina ljóð, en það er alls ekki ffá- leitt dæmi um vinnubrögð Þórarins. Titillinn á Ijóðabók Þórarins: „Hin háfleyga mold- varpa“ er gott dæmi um það hvemig hann notar tungu- máíið til þess að nálgast andstæður sem em órökréttar en sannar. í fýrsta ljóði bókarinnar er nánari skýring á tilvist hinnar háfleygu moldvörpu. Þar segir að hún sé: „nýráð- ið einkennisdýr vitundarinnar". Við sem lesum þekkjum að sjálfsögðu þaú gömlu en síungu sannindi að mann- eskjan vill helst vera mitt á milli þess að svífa og hrapa. Heillast jafn ákaff af leiðinlegu öryggi og hættulegu ffelsi eða svo vísað sé til ljóðabókar Þórarins Eldjáms: Vill gera hvort tveggja að grafa sig niður og fljúga hátt. Slík sannindi eiga vel heima í skáldskap því hann er dótt- uríýrirtæki vemleikans. Þetta ágæta hugtak er tekið úr einu af kvæðum þessarar bókar: „Stabat Pater". kj 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.