Þjóðviljinn - 07.06.1991, Síða 17
Vagg-
tíðindi
Eftir viku kemur út sjö
laga plata frá NÝ DÖNSK.
Platan hefur að geyma tvö ný
lög og fimm gömul sem tekin
voru upp á tónleikum á Púls-
inum í vetur. Platan heitir
Kirsuber...
Hið árlega RikkRokk verð-
ur haldið laugardaginn 10. ág-
úst hjá Fellahelli. Hægt er að
skrá hljómsveitir frá og með
deginum í dag í Fellahelli. Sím-
inn er 73550...
Steinar og P.S. Músik eru að
leggja heiminn að fótum
sér...eða allavega Norðurlönd.
Nýlega var hér staddur samn-
ingsaðili ffá Sonet-hljómplötu-
fyrirtækinu sem er með þeim
stærstu á Norðurlöndum. Á
þessu ári verða gefriar út þijár
plötur, plötur Sálarinnar (sem
kalla sig Beaten Bishops á al-
þjóðamarkaði), Todmobile og
Point Blanc. Icebreakers nefh-
ist svo safnplata sem á að nota
til kynningar ytra. Á þessari
plötu (sem reyndar er aðeins
diskur og snælda) koma allir
helstu listamenn Steina fram og
syngja eigin lög með enskum
textum.
Hjólin eru farin að snúast
hjá Vinum Dóra. Platan „Blue
Ice“ sem blúskombóið tók upp
ásamt Chicago Bo og Jimmy
Dawkins kemur út í Bandaríkj-
unum 14. júní. Halldór, Guð-
mundur og Andrea eru á leið út
til að fylgja plötunni eftir á
hinni árlegu blús-hátíð sem
verður haldin í Chicago um
miðjan júní. Þar koma þau ffam
og ræða áffamhaldandi sam-
starf við Chicago-blúsara.
„Blue Ice“ kemur svo út hér-
lendis um mánaðamótin
júní/júlí. Vinir Dóra koma fram
á Púlsinum um helgina til að
hita sig upp fyrir Chicago-for-
ina. Ágúst Már söngvari kemur
ffam með sveitinni. Ágúst er
aðeins 19 ára gamall og þykir
ótrúlega efnilegur...
Aðrar uppákomur: Eftir
blús Vina Dóra á föstudags- og
laugardagskvöld tekur Trega-
sveitin við á sunnudagskvöldið.
Púlsinn býður svo upp á nýtt
band sem Hjörtur Howser
hljómsborðsleikari hefur sett
saman „Óttablandin virðing" á
þriðjudagskvöldið. Sniglaband-
ið rokkar á Tveim vinum um
helgina og hljómsveitin Teppz
leikur hipparokkslagara á
sunnudagskvöldið.
Annað líf Stjórnarinnar
Stjórnin og P.S. Músik, út-
gáfufyrirtæki Péturs Kristjáns-
sonar, héidu útgáfuparti á Ömmu
Lú í síðustu viku. Ný plata Stjórn-
arinnar „Tvö líf“ hljómaði á með-
an gestir sötruðu freyðivín og átu
sniglakruður. „Tvö h'P‘ er eins og
við var að búast full af grípandi
léttpoppi, heppilegu fyrir sveita-
böllin sem hljómsveitin þræðir í
allt sumar og langt fram á haust.
Platan hefur að geyma tíu lög og
aðeins tvö þeirra eru eftir meðlimi
sveitarinnar. Grétar semur „Láttu
þér líða vel“, poppaðan reagge-
smell og Jón Elvar Hafsteinsson gít-
arleikari á „Einhver annar“. Hinir
og þessir eiga lög og texta á plöt-
unni; Stefán og Eyfi, Valgeir, Karl
Örvarsson, Þorvaldur og Andrea,
Eirikur Hauksson og Friðrik Karls-
son hafa öll lagt Stjóminni lið og
þrjú lög eru samin af höfundum á
Norðurlöndum, titillagið „Allt sem
ég þrái“ og „Þessi augu“ sem er
þegar farið að bylja á útvarpshlust-
endum. Stjóminni vom boðin þessi
lög af samstarfsaðilum í Svíþjóð.
Lögin höfðu ekki áður komið út
nema „Þessi augu“ sem hafði verið
vikum saman í efstu sætum vin-
sældalista í Svíþjóð í flutningi Alix
Zandra. Sigga samdi textann í „Tvö
líf‘ og kemur á óvart með finum
popptexta. Nokkrum dögum eftir
útgáfupartíið hringdi Helgarvaggið
í Siggu. Það var mánudagskvöld og
Sigga nýkomin af sveitaballarúnti.
- Eruð þið ánœgð með nýju
plötuna?
,Já, alveg rosalega. Hún er
miklu betri en „Eitt lag enn“, miklu
meira í hana lagt. Óskar Páll Sveins-
son og Jon Kjell Seljeseth upptöku-
menn stóðu sig frábærlega."
- Hvar á að spila um Verslunar-
mannahelgina?
„Það er nú ekki komið á hreint
ennþá, en flestar aðrar helgar em
bókaðar. Það verður ekki mikið um
sumarfn."
— Eru einhverjar erlendar út-
gáfur komnar á hreint?
„Nei, ekki ennþá en það em við-
ræður í gangi. Við höfum verið að
taka upp lög á ensku.“
- Hvað tekur við hjá Stjóminni
í haust?
„Við fömm í ffí í haust og ég
veit ekki hvað tekur við. Það hefur
alltaf verið sólóplata í bígerð hjá
mér. Vonandi verður af því á næsta
ári.“
-Aað fara aftur í Euróvision?
„Ja, það er þrælgaman að taka
þátt í henni og maður myndi fara ef
það kæmi upp reglulega gott og týp-
ískt júró-lag. Maður nennir ekki að
fara út upp á það að lenda í sextánda
sæti.“
- Ég sá að þú hefur sidpt um út-
lit, ert orðin meira ,,sexý<",er verið
að höfða til eldra fólks núna?
„Já, ég fékk Dóm Einars til að
pæla í útlitinu með mér. Það má
kannski segja að við séum að reyna
að höfða til eldri unglinga. En á
sveitaböllunum nenni ég ekki að
dressa mig upp. Það er svo mikil
fyrirhöfn."
Fyrsta plata Stjómarinnar seld-
ist í um níu þúsund eintökum og er
enn að seljast. „Tvö líf‘ er þegar
komin langt í gullið og á ömgglega
eftir að ná þeirri fyrstu í sölu. Hún er
vönduð, grípandi og akkúrat mátu-
leg í bílinn þegar glímt verður við
þjóðveginn í sumar.
Nýju skór
Kristján Hreinsson og hljómsveitin
hans - Skáld á nýjum skóm. Geim-
steinn 1991.
Kristján Hreinsson er skáld götunnar. Eft-
ir fimmtán ára dútl með pennann og gítarinn
dregur hann upp þrettán lög úr skrifborðs-
skúffum árarma, tekur upp ásamt ffíðu föm-
neyti og gefur út. „Skáld á nýjum skóm“ heit-
ir gripurinn og kom út fyrir skömmu. Það er
ekki hægt að segja að hér sé um heilsteypt
ígmndað verk að ræða heldur er hér miklu
frekar gott yfirlit yfir skáldferil Kristjáns. Ef
maður ætlar að reyna að lýsa tónlist Kristjáns
er auðveldast að segja að hann sé einhvers
staðar á milli Megasar og Bjartmars. Þetta er
þó frekar ódýr lýsing því Kristján hefur upp á
margt frumlegt að bjóða.
Kristján semur lög og texta plötunnar,
syngur og ljær mörgum lögum skemmtilega
munnhörpu-áferð. Til aðstoðar hefur hann
Pétur Hjaltested sem sér um hljómborðsleik
og forritun, Tryggva Hubner á gítar og Pálma
Gunnarsson á bassa. Allt em þetta sjóaðir spil-
arar sem stuðla að vandaðri plötu. Hljómurinn
er að vísu dálítið niðursoðinn. Eg er þess ftill-
Kristján Hreinsson á yngri árum. viss að lifandi trommuleikur og minna hljóð-
skáldsins
gerflavæl myndi gera neistann í tónlist Krist-
jáns að báii. En þetta er smáatriði sem skáldið
segist ætla að hafa bakvið eyrað á næstu plötu.
Það em textamir sem rifa þessa plötu
langt upp fyrir miðjumoðið. Einum fárra
poppara tekst Kristjáni að búa til birtingar-
hæfa rímtexta. Stundum tryllist Kristján al-
gjörlega í riminu, eins og í tveim ffábæmm
„bull-lögum“ plötunnar, „Glasaböm" og
„Spriklandi á Grikklandi“ þar sem þessi
hringavitleysa kemur upp: „Já, ég var sprikl-
andi á Grikklandi, mcð vindverki hjá grind-
verki, ælandi á Snælandi, í námunda við
Amunda, þá kom Ágúst með strákúst.“ Oftast
hefur Kristján þó hemil á sér. Margir textar
plötunnar fjalla um utangarðslíf og sukk.
„Steingrímur bóndi“ er ljúfsár lýsing á ævi
drykkjuhjúa og „Portið“ dregur upp myndir af
fátækt og lífssýn þeirra sem fæddir em í stræt-
inu. „En utan við portið er röðullinn stóri og
rauði, hann reynir að sýna að líftð er taktfast-
ur dauði, og heimurinn sekkur í húmið.
Nýju skór skáldsins em vandaðir og engir
götóttir gúmmískór. Vonandi fær hann sér þó
aðra skó bráðlega, og þá kannski rokkskó því
mér segir svo hugur um að skáldið myndi taka
sig best út í þannig skófatnaði.
16. júní rokkhátíðin
Quireboys
Hljómsveitin kemur ffá Englandi og er
skipuð sömu sex-menningum og þegar hljóm-
sveitin spilaði hér með Whitesnake í september.
Spike syngur, Guy Bailey og Guy GrifTin spila
á gítara, Nigel Mogg á bassa, Rudi Richman á
trommur og Chris Johnstone á hljómborð.
Fyrsta plata hljómsveitarinnar „A bit of what
you fancy“ var unnin af Sharon Osboume eig-
inkonu Ozzy og kom út í janúar í fyrra. Platan
seldist í bílförmum og hljómsveitin var mjög
,)ieit“ þegar hún spilaði hér. Síðan þá hafa þeir
gefið út tónleikaplötuna „Around the world“,
ferðast um og spilað og slappað af í Los Angel-
es síðastliðna mánuði. Ekki er von á nýrri plötu
ffá hljómsveitinni fyrr en á næsta ári. Fyrir þá
sem sáu hljómsveitina hér í fyrra er óþarft að
rausa meir. Rokkið talar.
Bulletboys
,Jlokk og ról er ekki fúllkomið og við fór-
um ekki í rokk og ról bréfaskóla til að læra að
gera p!ötur,“ segir Marq Torien, söngvari
Byssukúludrengjanna. Ásamt honum eru í
sveitinni Mick Sweda gitarleikari, Lonnie Ven-
cent bassisti og trommarinn Jimmy D'Anda.
Hljómsveitin hefúr starfað saman síðan 1988
og geftð út tvær plötur, „Bulletboys“ 1988 og
„Freakshow" sem kom út í fyrra. I sveitinni fá
drengimir útrás fyrir sameiginlegan draum; að
koma hlustandanum í arrnan heim. Drengimir
byggja á ffæðum Led Zeppelin, Lynard Skyny-
ard, ZZ Top og Van Halen og er sama um alla
velgengni. „Við emm ekki að
gera út á peningana," segir
Torien, „við emm að spila fyr-
ir okkur sjálfa og aðdáendur
okkar. Það er ágætt ef við
fljúgum inn á útvarpsstöðv-
amar, ef ekki þá vitum við að
við höfúm verið trúir okkur
sjálfum." Marq Torien er einn
af fáum þungarokkurum sem em undir soul-
áhrifum í gegnum Motown-fyrirtækið. Þar gaf
hann út plötu sem söngvari hjá hljómsveitinni
Cagney and the dirty rats og vann með ekki
minni mönnum en Stevie Wonder, Smokie Ro-
binson og The Temptations. Þessi reynsla varð
til þess að nú spilar hann þungt rokk með soul-
áhrifúm í Bulletboys. Aðrir meðlimir sveitar-
innar koma úr ýmsum áttum, Mick Sweda seg-
ist vera eins og svampur sem drekkur í sig áhrif.
Hann segir að öll hljóð sem hann heyri hafi
áhrif á það hvemig hann spilar á gítar, jafnt bíl-
HELGARVAGG
slys sem flugeldasýningar. Lonnie Vencent
hætti í skóla 16 ára gamall til að elta uppi rokk-
drauminn og hefúr í gegnum tíðina unnið með
ýmsum, þ.á m.
cc Deville úr Poison. Þessi kunningsskapur
nægði til að hljómsveitin fékk inni á Kapla-
krikarokkinu. Yngsti meðlimurinn er trommar-
inn sem snemma barði sig uppúr fátækrahverf-
um L.A. Hann hefúr mjög fjölbreyttan tónlist-
arsmekk sem heyrist vel á því hvemig hann ber
settið með Bulletboys.
I næstu viku: Poison og Artch.
Umsjón:
Gunnar L.
Hjólmarsson
Föstudagur 7. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17
Mynd: Kristinn.