Þjóðviljinn - 07.06.1991, Page 18
Naisbitt í
besta heimi
allra heima
John Naisbitt heitir maður
sem von er á hingað um helg-
ina. Hann er mjög eftirsóttur
fyrirlesari um efni sem hann
hefur skrifað um bækur: um
„megatrends“ svonefnda, um
„stórstrauma“ í sögunni. En í
þeim bókum (þá síðustu Meg-
atrends 2000 hefur hann skrif-
að í samvinnu við konu sína
Patriciu Abudene) er dregið
saman margskonar efni til spá-
sagnar um það á hvaða leið við
erum, á hverju við megum eiga
von.
Nú skal það strax fram tekið
að vitaskuld er margt sennilegt og
reyndar augljóst af því sem Nais-
bitt heldur fram. Til dæmis að
taka úr bókinni síðustu: við eig-
um vafalaust von á hraðastri efna-
hagsþróun á Kyrrahafsströndinni,
við eigum vafalaust von á fleiri
konum í áhrifastöðum í ffamhaldi
af jafnréttishreyfíngu og mennt-
unarbyltingu meðal kvenna víða
um heim. Aðrir „stórstraumar“
eru svo vafasamari eða þá að þeir
fá skelfilega yfirborðslega túlkun.
Hvað er trúarieg
vakning?
Tökum tif dæmis þá hugmynd
Naisbitts að nú sé að hefjast
(reyndar þégar hafin) mikil
trúarleg vakning í heiminum. Það
getur svosem vel verið: en rök-
semdimar sem hann fer með eru
heldur Htilíjörlegar margar hveij-
ar. Hann leggur mesta áherslu á
að rekja það hve vel gangi að
„markaðssetja“ bæði alla þá súpu
úr kukli, stjömuspádómum, hug-
leiðslu, heilsurækt og hvaðeina
sem kallast „nýöldin“, sem og
allskonar nýjar kirkjur í Banda-
ríkjunum. Ekki síst þær sem
hræra saman vísindalegu yfir-
bragði, „neytendavinsemd"
(sem birtist m.a. í því að guðs-
þjónustan er sem best faiin í alls-
konar tómstundagamni öðm og
kirkjan líkist helst ekki kirkju) og
svo heittrúartilburðum. Það má
kalla þetta ýmsum nöfnum, en
hvers vegna „trúarvakningu“? Að
minnsta kosti hlýtur maður að
láta sér fátt um þá „vakningu"
fínnast sem kemur fram í því að
atvinnumenn í markaðssetningu
hafi á tilteknum tíma komið á fót
2000 nýjum kirkjum í Bandarikj-
unum með símhringingum. Hér,
eins og í svo mörgu öðm sam-
hengi, virðist Naisbitt síst af öllu
vera að tala um trúarbrögð eða þá
menningu (hann boðar menning-
arvakningu líka), heldur er hann
fyrst og fremst að tala um það
hvemig útsmogin sölutækni legg-
ur undir sig fleiri og fleiri svið
mannlífsins - og þá trúarlífið líka.
Aö selja bjartsýni
Annað er það sem hlýtur að
espa lesanda Megatrends 2000 til
andmæla, og það er hin auðvelda
bjartsýni bókarinnar. Naisbitt
segir á þá leið í formála að það
séu meira en nógir sem tala um
erfiðleikana og vandamálin, segja
vondar fféttir. „Okkar hlutverk er
annað,“ segir hann. Semsagt það,
að gera gott úr öllu. Gefa mönn-
um (ekki síst þeim sem eiga pen-
inga til að fjárfesta í einhveiju)
vítamínsprautu bjartsýninnar.
Ami Sigfússon, framkvæmda-
stjóri Stjómunarfélags íslands,
sem stendur að heimsókn Nais-
bitts hingað, hann lýsir þessu
hlutverki Naisbitts af hreinskilni í
grein sem hann birti fyrir
skömmu í Morgunblaðinu. En þar
segir Ami strax í fyrirsögn að Na-
isbitt fari með „Hugmyndir sem
skila arði“. Þar segir hann t.d. að
Naisbitt spái auknum hagvexti og
betra mannlífi og klykkir út um
þann „stórstraum“ með þessum
orðum: „Við megum ekki falla
flöt fyrir neikvæðni bölsýnis-
manna sem telja þessu öfúgt far-
ið“. (Naisbitt kemst reyndar mjög
svipað að orði sjálfúr i fyrsta
kafla bókarinnar.)
Dæmið er með öðrum orðum
sett upp á þá leið að sumir „selja“
vondar fféttir, en Naisbitt tekur að
sér að safna þeim góðu saman og
skjóta þeim á móti neikvæðinu.
Þessi rammi verður svo til þess að
lesanda finnst heldur en ekki
grunnt á „stórstraumum“ hjá Na-
isbitt. Blátt áfram vegna þess að
gagnrýnina vantar. Hún er ekki
höfð með nema rétt í títuprjón-
slíki. Öll tíðindi sem um er getið í
kafla um hvem „stórstraum“ em
túlkuð á hinn besta veg. Samræm-
ið ríkir. Andstæður þurrkast út í
framsókn til hins besta heims
allra heima.
Á menningar-
markaði
Af þessu em mörg dæmi. Til
dæmis að taka kaflinn um menn-
ingarframsóknina miklu sem
John Naisbitt sér allt í kringum
sig og ekki síst í Bandaríkjunum.
Hann sankar að sér tölum: aðsókn
að söfnum hefur aukist, aðsókn
að ópemm, sala bóka, fleiri vilja
fjárfesta í menningu en áður, fleiri
fyrirtæki en áður tengja sína
„ímynd“ við eitthvað menningar-
legt (og draga nokkuð úr íjá-
raustri sínum í homabolta og mg-
by).
Þetta er náttúrlega allt gott og
blessað. En þessi leikur með
nokkrar magntölur segir vita-
skuld næsta fátt um menningarlíf
til dæmis Bandaríkjanna. Þegar
Naisbitt talar um það fagnandi að
aldrei hafi jafnmargir miðar selst
á leiksýningar á Broadway og
1988- 89 - þá.hrekkur það upp úr
honum í leiðinni að helmingur
miðanna hafi selst á fimm söng-
leiki. En þama er komið að veiga-
miklu atriði í menningarlífi: viss-
ir geirar tútna út (það er enn auð-
veldara en áður að selja söngleiki
og ópemstjömur, m.a. vegna þess
að það er peningur og þar með
samfélagsvirðing í þeim bisness).
En aðrir hröma að sama skapi,
leikhúslíf verður t.d. bæði í
Bandaríkjunum og Bretlandi mun
einhæfara en áður vegna þess að
það er vaxandi krafa um að allt
„borgi sig“ og það gera helst ekki
nema söngleikir af vissri gerð.
Svo mætti lengi áffam halda. Það
liggur til dæmis ekki í augum
uppi að ástæða sé til að láta sem
lygilega hátt verð sem borgað er
fýrir málverk eftir Van Gogh á
uppboðum komi myndlistum til
góða eins og Naisabitt vill vera
láta: Slíkar uppákomur segja
varla annað en það, að það er
hægt að selja fyrir morð fjár
hvem þann sjaldhafnargrip sem
tengdur er frægri persónu sem
komin er i vissa sögulega fjar-
lægð, nógir peningar em að leita
sér að holdtekningu í slíku ævin-
týri. (A hvað skyldi annars vera
hægt að selja endajaxl úr Napóle-
ón ef fyndist?)
Enn eitt um menninguna: við
hvað er miðað? Þegar Naisbitt
gleðst yfir því að í Bandaríkjun-
um séu nú um 200 atvinnuleik-
hús, þá er það nú ekki meira en
svo að svarar til fjögurra leikhúsa
í Danmörku. Þætti víst fáum mik-
ið.
Upp upp minn
hagvöxtur
Hin ramma árátta að gera gott
úr öllu er einna skýmst þegar Na-
isbitt-hjónin ræða um væntanlega
grósku í efnahagslífi. Höfuðkenn-
ingin er að „hagvexti em reyndar
engin takmörk sett“. Þessi form-
úla er fengin með því að bemda á
að orkuneysla í Bandaríkjunum
hafi dregist saman og að iðnaður-
inn sé ekki eins hráefnafrekur og
áður (þetta á að stinga upp i þá
sem hafa áhyggjur af því hve ört
gengur á auðlindir jarðar). Og
síðan er bent á það að kaupglöð-
um neytendum sé að fjölga að
miklum mun í Suðaustur-Asíu, að
skattar séu að lækka (og þar með
meira svígrúm fyrir einstaklinga
til fjárfestinga og neyslu) og
fleira í þá vem.
Það er að sönnu minnst aðeins
á umverfisvemdarmál sem slík.
En þau em afgreidd með ótrúlega
léttúðugum hætti: vandamálin em
talin upp (eyðing skóga, spilling
andrúmslofts o.fl.) en um leið er
sagt: „Það er að skapast vaxandi
samstaða um að við verðum öll að
vinna saman að umhverfismál-
um.“ Og síðan er vitnað í Bush,
Gorbatsjov og ffú Thatcher til að
„sanna“ að leiðtogar heimsins séu
komnir í einskonar samkeppni
um að standa sig sem best í um-
hverfismálum.
Stórstraumur
sem vantar
Hér er sem fyrr allt gert auð-
velt í nafni bjartsýninnar. Raun-
sæi krefst þess hinsvegar að menn
taki eftir öðm: það er rétt að allir
leiðtogar heimsins og iðnaðarins
telja sig knúna til að vera „græn-
ir“ í tali. En mest af því er ódýr
varaþjónusta án skuldbindinga
um aðgerðir. Það em alltaf ein-
hveijir aðrir sem eiga að standa
sig í þeim málum. Þegar á heild-
ina er litið er Naisbitt að afneita
einmitt þeim „megatrend" þeim
stórstraumi sem er reyndar stærst-
ur á okkar tíma. En hann er, eins
og Stephan Schmidheiny, þekktur
svissneskur bisnessmaður með
umhverfisverndarsamvisku,
kemst að orði: spennan milli þró-
unar og umhverfisvemdar.
Minna er betra
Það er ekki að ástæðulausu að
svo er að orði komist. Eitt af því
sem mestu skiptir í okkar sam-
tíma er að menn átti sig á því að
sá hagvöxtur sem Naisbitt trúir á,
hann er falskur. Hann er að því
leyti falskur að ekki er með því
reiknað hvað hann kostar í rán-
yrkju og mengun. Það er um
„spennu“, andstæður að ræða,
milli þess skammtímavaxtar sem
Naisbitt talar um („nógar auðlind-
ir enn um skeið“) og þess, að þeg-
ar til lengri tíma er litið (lífs-
möguleikar næstu kynslóða) þá
fer best á því að við drögum úr
ffamleiðslu og neyslu á mörgum
sviðum. Andstæður eru þetta blátt
áffam vegna þess að ef fólk drægi
vemlega úr bílanotkun og margs-
konar sóun í efnaðri hluta heims,
þá mundi það um leið þýða eftia-
hagslegan aflurkipp: minna
mundi seljast af ýmislegum vam-
ingi og þjónustu. Þversögnin sem
er flestum nýr „stórstraumur“ er
sú, að „meira“ er ekki lengur það
sama og „betra“, heldur er upp
kominn sá sannleikur að „minna
er betra“.
(Mætti reyndar geta þess líka,
að ef trúarvakningin hans Nais-
bitts er meira en orðin tóm, þá
ætti hún einmitt að virka gegn
hagsveiflu upp á við: hún (t.d.
„nýöldin") mælir með einfaldara
lífi og spameytnara.)
Fríðurog
óskhyggja
Svona mætti lengi áffam
halda. Og þá alltaf í þá vem að í
boðskap Naisbitts er fyrst og síð-
ast gengið út frá því að þótt alls-
konar vandkvæði séu enn uppi, þá
séu andstæður sem óðast að leys-
ast og ganga upp í betri tilveru.
Til dæmis að taka finnst honum
að „gróska í efnahagslífi" og
fleiri „stórstraumar“ muni tryggja
frið í heiminum. „Allsstaðar era
menn að byrja að átta sig á því að
stríð em úrelt aðferð til að leysa
vandamál," segir hann á einum
stað. Á öðrum talar hann um að
„velferð og lýðræði" muni að lok-
um binda enda á öll svæðisbundin
átök. Þetta er rétt - ef vemleikinn
gerði sig líklegan til að hlýða
formúlunni. Það gerir hann hins-
vegar ekki, helvítið að tama. Eftir
að bók Naisbitts kom út var háð
stórstyrjöld um Kúveit. Og þegar
á bæði þann heimshluta og aðra er
litið, þá sjáum við ekki fyrir okk-
ur samfellda þróun til velferðar
og lýðræðis. Miklu heldur vax-
andi mun á ríkum og fátækum -
bæði innan samfélaga og svo mun
á ríkum og fátækum þjóðum.
Meðan efnahagur batnar í Suð-
austur-Asíu fara kjör fólks versn-
andi í Suður-Ameríku, Afriku og
víða í Asíu. Slíkt misvægi er ekki
efni í frið, heldur stríð. Góðvilj-
aðir menn hafa reyndar alltaf
haldið því ffam að stríð sé ekki
aðferð til að leysa vandamál. Það
hefúr ekki staðið á þeim, heldur á
þesskonar þróun mála sem gæti
breytt siðferðismati þeirra í vem-
leika.
HELGARPISTILL
Arni
Bergmann
18 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. júní 1991