Þjóðviljinn - 07.06.1991, Side 19
íslenski gambíturinn
Getið þið frætt mig eitthvað
um íslenska gambítinn? var eitt
sinn spurt í lesendadálki þess víð-
lesna skákblaðs New in chess.
Eitthvað vafðist fyrir blaðinu að
svara, en þó var kveðið upp úr
með það að íslenski gambíturinn
væri sennilega runninn uppúr
skandínavíska leiknum 1. e2 - e4
d7 2. exd5 Rf6 3. c4 og nú 3... e7
- e6. Gambíturinn er dálítið órök-
rökréttur því eftir 4,. dxe6 Bxe6 5.
d4 fær hvítur sterkt peðamiðborð
að því er virðist fyrir hreint ekki
neitt og peð í kaupbæti. Þessu er
öfúgt farið eftir 3... c6, sem er al-
þekktur leikur, því eftir 4. dxc6
Rxc6 hefúr svartur gott tangar-
hald á d4 - reitnum reitnum og því
greinilegar bætur fyrir peðið.
Haustið 1985 komst ég fyrst í
tæri við skandinavíska leikinn er
ég háði fjöltefli í íþróttahúsinu
við Strandgötu í Hafnarfirði. Einn
mótherjanna var úlpuklæddur og
mikil hetta huldi andlit hans og ég
kom honum því ekki alveg fyrir
mig. Byrjunin var sú sama og gef-
in var upp hér að framan og þegar
staða mín fór versnandi sá ég að
Hannes Hlífar Stefánsson leynd-
ist bak við úlpuna. Hann er að öll-
um líkindum upphafsmaðurinn;
það er ekki svo Iítið afrek að upp-
götva nýjan gambít og fá það
skjalfest á tímum, „þegar búið er
að yrkja allt,“ eins og eitt óinn-
blásið ljóðskáld komst að orði
endur fyrir löngu.
Svo var það nokkru síðar á al-
þjóðlegu móti í Dortmund i V-
Þýskalandi 1988 að ég settist and-
spænis v-þýska stórmeistaranum
Ralf Lau. Hann lék undireins 1.
e2 - e4, kveikti sér í sígarettunni
og blés stróknum beint í augu
mér. „Þú ætlar þó ekki að fara
reykja?“ spurði ég. „Sum mót eru
reyklaus og önnur ekki,“ svaraði
Lau og lét sér fátt um finnast.
„Allt í lagi vinur minn. Ef þú ætl-
ar að fara að reykja hér þá tefli ég
bara skandínavíska leikinn,“
sagði ég og lék 1. .. d7 - d5 og
vann létt. Þvi miður gaf Lau ekki
kost á íslenska gambítnum, því í
stað 3. c4 lék hann 3. d4, en tap-
aði, skákina tefldi hann eins og
dæmdur maður.
Enski stórmeistarinn Jonathan
Speelman er einn þeirra skák-
manna sem hafa auga fyrir þvi
óvenjulega. Síðla árs 1988 er
At-skákkeppnin Sovétríkin-
Heimurinn fór ffam í Barcelona á
Spáni og íslenski gambíturinn
ekki mörgum kunnur, beitti Spe-
elman honum í einni skáka sinna.
Hvor skákmanna hafði 25 mínút-
ur til að ljúka skákinni. Við skul-
um líta á árangurinn:
Andrei Sokolov - Jonathan
Speelman
Skandinavíski leikurinn -
Islenski gambíturinn
1. e4 d5
2. exd5 Rf6
3. c4 e6
4. dxe6 Bxe6
5. d4 Bb4t
6. Bd2 De7
7. Bxb4 8. Rd2 Dxb4t
(Annar möguleiki er 8. Dd2,
eftir 8. .. Rc6 9. Dxb4 Rxb4 á
hvítur í miklum erfiðleikum
vegna hótunarinnar 10. .. Rc2+.
Annar möguleiki er 8... De7 með
hóluninni 9. .. Bxc4.)
8. Rc6!
(Speelman er vel með á nót-
unum í íslenska gambítnum. Nú
getur hvítur leikið 9. d5, en eftir
9. .. O-O-O! er hvítur ekki öf-
undsverður af stöðu sinni t.d. 10.
dxc6 Re4 11. cxb7+ Kb8 12. RgO
Rxd2 13. Rxd2 Hhe8 14. Be2
Bxc4! og vinnur eða 10. dxe6 Re4
11. Rgf3 Re5! og vinnur.)
9. Rf3 0-0-0!
10. d5 Bg4
(Speelman er við sama hey-
garðshomið. Ef nú 11. dxc6 þá
11. .. Hhe8+ 12. Be2 Bxf3 13.
gxB Rh5 ásamt 14... Rf4.)
11. Be2 Bxf3
12. BxB Hhe8t
13. KH Rd4
(Byijun svarts hefúr heppnast
fúllkomlega og Sokolov var þeg-
ar orðinn tímanaumur.)
14. Dcl RxB
15. RxB He4
16. b3 Hde8
17. h3 Rh5
18. g3
a b c d e f g h
(Hvítur er að reyna að losa um
sig með 19. Kg2, en Speelman
gefúr engin grið.)
18... Rxg3t!
19. fxg3 He3
20. Rgl Dd6
(Svartur hefur þunga sókn
fyrir manninn og á hinum tak-
markaða tíma tekst Sokolov ekki
að leysa úr vandamálum stöðunn-
ar.)
21. Hh2 Hxg3
21. Db2 Dg6!
23. Kf2 Hee3!
(Hótar 24. .. Df5+. Hvítur á
ekki nema einn leik...)
24. Re2 HgOt
25. Kel Dglt
26. Kd2 Dxh2
27. Hel Df2
- og Sokolov gafst upp.
Glæsileg sýnikennsla í með-
höndlun íslenska gambítsins.
Helgi
Olafsson
FLUGMÁLASTJÓRN
Eg i I sstaðaf I u g völ I u r,
ný flugbraut
Forval verktaka
Flugmálastjórn mun viðhafa forval á bjóðendum til lok-
aðs útboðs í 5. verkáfanga Egilsstaðaflugvallar, þ.e.
efnisvinnslu í efra burðarlag og útlögn þess svo og efn-
isvinnslu, framleiðslu og útlögn malbiksslitlags á flug-
braut, tengibrautir, flughlað og axlir, alls um 165.000
ferm.
Eftirfarandi magntölur gefa til kynna stærð verksins:
Burðariag (mulið berg): 40.000 rúmm
Slitlag (malbik): 36.000 tonn
ídráttarrör 9 km
Áætluð verklok eru haustið 1992.
Þeir verktakar, sem áhuga kunna að hafa á að bjóða í
verkið, geta keypt forvalsgögn á Almennu verkfræði-
stofunni hf., Fellsmúla 26 (4. hæð), Reykjavík, og hjá
umdæmisstjóra Flugmálastjórnar, Egilsstöðum.
Verð kr. 1000,- per eintak.
Flugmálastjórn
Auglýsið í
Nýju Helgarblaði
Viðskiptaráðuneytið
Ritari
Laus er staða ritara (100% starf) í viðskiptaráðuneyt-
inu. Skilyrði er að viðkomandi hafi gott vald á íslensku,
ensku, dönsku og ritvinnslukerfinu Orðsnilld (wordper-
fect).
Umsóknir sendist viðskiptaráðuneytinu fyrir föstudag-
inn 14. þ.m. ásamt upplýsingum um menntun og lýrri
störf.
Viðskiptaráðuneytið
RAFRUN H.F.
Smiðjuvegi 11 E
Alhliða rafverktakaþjónusta
Allt efni til raflagna
Sími 641012
GLÓFAXIIIE
ÁRMÚLA42 108 REYKJAVlK SlMI: 3 42 36
Lekur hjá þér þakið?
Haíðu þá samband við mig og
ég stöðva lekann!
Upplýsingar í síma 91-670269
Vopna-
fjörður -
opinn fundur
Fundur verður með Hjör-
leifi Guttormssyni oc
Þuríði Backman í Aust-
urborg, Vopnafirði,
mánudagskvöldið 10.
júní kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Alþýöubandalagið
Höfn -
opinn fundur
Fundur verður með Hjör-
leifi Guttormssyni og
Einari Má Siguröarsyni í
Verkalýðshúsinu á Höfn
I Hornafirði föstudags-
kvöldið 7. júní kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Alþýðubandalagið
Hjörleifur
Þurlður
Hjörleifur
Einar Már
Miðstjórnarfundur
Miðstjóm Alþýðubandalagsins er boðuð til fundar á Selfossi
dagana 8.-9. júnl. Fundurinn hefst kl. 10.30 á laugardag og
stefnt er að því að Ijúka fundi um miöjan dag á sunnudag.
Rútuferöir eru frá Umferðarmiðstöðinni og fara bflar 6.50 og
9.30 á laugardagsmorgun. Nánari upplýsingar verða sendar
út I fundarboði.
Dagskrá:
Fundarsetning.
1. Kosningabaráttan - aðferðir og árangur.
2. Stjórnarskiptin - stjórnmálaviöhorfið.
3. Staða Alþýðubandalagsins - starfið framundan.
4. Skýrsla starfsháttanefndar og tillögur.
5. Önnur mál.
6. Afgreiðsla mála.
Stefnt er að þvl að fundi Ijúki ekki seinna en kl. 16.
Steingrímur J. Sigfússon
formaður miðstjórnar
AB Keflavík og Njarövíkum
Opið hús
Opið hús I Asbyrgi á laugardögum kl. 14.
Félagar og stuöningsmenn velkomnir I kaffi og rabb.
Stjórnin
Alþýöubandalagið í Reykjavík
Kosningahappdrætti
Dregið hefur verið I kosningahappdrætti G-listans I Reykjavlk.
Vinningsnúmerin voru innsigluð og verða birt fljótlega. -
Félagar og stuðningsmenn eru hvattir til að gera skil sem allra
fyrst.
Kosningastjórn G-listans.
Föstudagur 7. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19