Þjóðviljinn - 21.06.1991, Síða 2
Mannát í
kaffiskoti
Á laugardag birtist í Þjóð-
viljanum lítil frétt um sérkenni-
legan flutning myndlistarverka í
Menntamálaráðuneytinu. Þá var
hringt í ráðuneytið, sem sagði að
myndimar hefðu verið fluttar
vegna þess að þær hefðu verið á
mörkum þess að geta staðist og
hefðu blasað við öllum þar sem
þær héngu. I gær fórum við svo
á stúfana til þess að athuga þetta
mál nánar. Að vísu náðist ekki, í
þetta skiptið, í neinn sem hefxir
beinlínis með málið að gera en
eftir að hafa gengið leitandi um
ganga komum við upp á efstu
hæð. Þar hittum við elskulega
konu sem sagði okkur að því
miður gæti hún lítið um málið
sagt vegna þess hve nýbyijuð
hún væri í starfi sínu en sýndi
okkur þijár myndir sem miðað
við sýningarskrá eru sennilega
samstæðar og hluti úr mynda-
sögu sem heitir Nafnlaus, er eftir
Þórarinn Leifsson og birtist í
Pressunni.
Myndin hér að neðan er sú
eina þessara þriggja sem hugsan-
lega gæti fengið flnni frúr til að
þrífa ilmsöltin upp úr töskunni
og henni hefúr verið komið fyrir
í kafliskoti starfsmanna. -kj
Myndir: Kristinn
Skákmót
á Lækjartorgi
Hið árlega Útiskákmót á
Lækjartorgi verður haldið á vegum
Skáksambands Islands í dag. Þetta
er í tíunda sinn sem skákmót er
haldið undir berum himni á
torginu. Búist er við að um fjörtíu
fýrirtæki taki þátt í mótinu og
munu margir hörðustu skákjaxlar
landsins tefla fyri þeirra hönd.
Mótið hefst kl. 15.
HVEGLÖÐERVOR VINNANDI ÆSKA
Spá ekki í pólitík i grjótinu í Tjörninni
Þeir eru vænir hnullungamir
sem eiga fara í tjamargarðinn
milli nýja ráðhússins og Iðnó.
Þar vinna þeir í sumar félagamir
Ami Þór Jónsson, 17 ára og Ingvi
Már Pálsson, 19 ára við hin ýms-
ustu verkamannastörf. Þegar
þetta birtist hlýtur bros þeirra að
ná út að eyrum í öllu þessu enda-
lausa sólskini. Nýtt Helgarblað
ræddi við þá félaga fyrir tveimur
vikum og þá vom þeir ánægðir
með að vera í útivinnu - samt var
sólskinshrinan þá rétt byijuð.
Þeim líkar vinnan bara fínt,
einsog þeir orða það. Þetta er
svona allskonar dútlvinna, sagði
Ámi Þór. Verst fannst þeim að
skríða í skurðunum og undirbúa
holræsalagninguna í Vonarstræt-
inu - en því er líklega lokið
núna. Ámi Þór og Ingvi Már
vinna tíu tíma á dag og segja
kaupið viðunandi af því að
vinnutíminn er langur. Þeir byija
að vinna klukkan hálfátta á
morgnana og hópurinn saman-
stendur af tíu manns sem er skipt
í smærri vinnuhópa. Þeir ætla að
vera þama í norðurenda tjamar-
innar í alit sumar og horfa á ráð-
húsið í pásum.
Þetta er misjafnlega erfitt,
segja þeir, stundum erfitt og
stundum ekki. Hvorugur hefúr
verið í svona vinnu áður. Ami
var áður í unglingavinnu, bæjar-
vinnu og síðast í kirkjugörðun-
um. Þetta er nú miklu meiri
vinna, það er nú varla hægt að
kalla þetta vinnu þama í kirkju-
görðunum, sagði Ámi Þór.
Við spáum ekkert í pólitík,
sögðu þeir aðspurðir, en kannski
hugsum við meira um umhverfis-
mál en annað, bættu þeir við.
Þeir em heldur ekki frá því að
yngra fólk hugsi meira um um-
hverfismál en þeir sem eldri em.
Annars vom þeir hressir og
tilbúnir að setjast á hnullungana
svo Kristinn ljósmyndari gæti
smellt af þeim mynd. Gijótið
sem sést í óreiðu á myndinni er
hinsvegar núna orðið slétt og fellt
og líklegt að þeir Ámi Þór og
Ingvi Már séu orðnir þreknari
fyrir vikið.
-gpm
r
Leikritið vinsæla, Sigrún
Ástrós, er nú á leiðinni út á land í
annað sinn. Leikritið er eftir einn
af vinsælustu leikritahöfúndum
Breta, þýtt og staðfært af Þrándi
Thoroddsen.
Vinsældir Sigrúnar Ástrósar
em með ólíkindum ef litið er til
þess hve ódýr og lítil sýning er á
ferðinni. Það verður ekki hjá því
komist að álykta sem svo að það
sem uppá vantar í glæsilegum og
dýrum umbúðum utan um Sig-
rúnu hafl verið bætt upp með
innihaldi og heldur betur. Því ofl-
ar sem þessi leiksýning hefúr
komið á fjalimar, þeim mun
meiri hefur ásókn leikhúsgesta
orðið. Það er sá eini leikdómur
sem gildir þegar upp er staðið.
Dómur áhorfenda.
I fyrra var farið með leikritið
á tólf staði á landsbyggðinni. Það
er Margrét Helga Jóhannsdóttir
sem leikur Sigrúnu. Hanna Maria
Karlsdóttir er leikstjóri og Magn-
ús Guðmundsson sér um tækni-
leg atriði. Aðspurð sagði Sigrún
að áhorfendur á landsbyggðinni
væm ekkert öðm vísi en áhorf-
endur í Reykjavík. En áhorfendur
em náttúmlega mismunandi,
bætti hún við eins og til öryggis.
Margrét Helga tók það einn-
ig fram að ísskápurinn sem sést
hér á myndinni léki vemlega vel,
enda er það ekki á hveijum degi
sem ísskápur fær hlutverk í leik-
riti. Þegar hún var spurð að því
hvers vegna Sigrún Ástrós væri
svona vinsæl þá sagði hún að það
væri vegna þess hve skemmtilegt
leikritið væri. Sömu spumingu
svaraði leikstjórinn, Hanna María
Karlsdóttir á þann veg að Sigrún
Ástrós væri yndisleg manneskja
og snerti hjartað í öllum sem
sæju til hennar. Sigrún Ástrós fór
til Vestmannaeyja í gær, verður
sýnd á Akranesi á sunnudaginn
og heidur þaðan á Hellissand.
-kj
EINHVERSTADAR
VERÐA VONDIR
AÐ VERA
Fjandinn laus í kirkjunni.
(PressanJ
ÞETTA ER
MORGUNLJÓST
Hætt er við að kurteisisreglur
kynlífsins hafi á sér neikvæðan
blæ því eins og önnur kynlífsum-
ræða er það sem er talið ,jnark-
vert“ i eðli sínu frekar neikvætt
samanber frasann „engar firéttir -
góðar fréttir“.
(KyntífspistiH
Pressunnar)
HIN HLIÐIN
Á MÁLINU
Afar vont fýrir íslenskt gott
(Tímlnn)
ÞEIRRA ER
MÁTTURINN...
Útvarpsmenn hafa sannarlega
mikið vald. Þeir geta jafhvel sent
borgarana óvarða beint í kalda
norðangjólu og það í yndislegri
þjóðhátíðarsól.
(Fjölmlólapistin
MorgunblaösinsJ
L AN DBÚNADAR-
VANDINN
Mjög er bóndans mæða þung
en mest af dilkum vænum.
Helst ei mega hafa pung
hrútamir á bænum.
(BófaxiJ
BLEKKINGIN
ER ALGJÖR
Donna segir að það sé orðið
nokkuð algengt að kvikmyndaver
noti ekki líkama leikaranna, sem
leika í viðkomandi myndum, held-
ur fái lánaða aðra líkama og því
vita áhorfendur aldrei á hvem þeir
eru að horfa.
(TíminnJ
ÞAÐ ER MARGT
AÐVARAST
Það fer því ekki á milli mála að
það er leikur að eldi að stunda kyn-
mök án verja við ókunna sjarmöra
eða skvísur í sumarleyfinu.
(Nýtt líf)
RÁÐUNDIR RIFI
HVERJU
En hvað er þá til ráða fýrir
manneskju sem, í mesta sakleysi
lendir í ástarævintýri á sólarströnd
eða sundlaugarbarmi í sumar? Nú,
hún kaupir auðvitað vænan
skammt af smokkum og notar þá
jafn samviskusamlega og sólarol-
íuna.
(Sama grein
í Nýju lífíj
2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. júní 1991