Þjóðviljinn - 21.06.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.06.1991, Blaðsíða 4
Um hættur á Jónsmessunótt Þær Fjonka og Snorkstelpan tlndu nlu tegundir blóma áður en þær lögðu I hrollvekjandi Jónsmessugaldur I þeim tilgangi að komast aö þvl hverjum þær myndu giftast. En Jónsmessunótt getur verið hættuleg... Jónsmessunótt. Yfir orðinu hvflir dulúð, spenna sem erfitt er að skilgreina. Skrýtið reyndar, því langt er liðið síðan við kðstuðum trúnni á þessa undarlegu nótt. En minning- arnar um forna siði lifa. Og ef tii vill tengjum við Jónsmess- una fremur við minningar um bjartar sumarnætur yfirleitt, fremur en nokkuð annað. Kyrrðina, undarlega birtuna um hánótt að sumri. Ef til vill gönguferð með ástinni sinni heim af balli einhverntímann fyrir löngu. Til er þó fólk sem trúir á töfra Jónsmessunætur enn í dag. Und- arlegt fólk, segja sumir, sem leggur land undir fót til að dýrka ójarðnesk öfl undir Snæfellsjökli þar sem kraftamir eiga að vera mestir á jörðu einmitt þessa nótt. 1 Sögu daganna, þessari ómissandi uppflettibók hans Áma Bjömssonar þjóðháttafræð- ings, er að fmna margan fróðleik um Jónsmessu. Meðal annars það að í almanaki Guðbrands Þorlákssonar hét júní reyndar nóttleysumánuður. Og upphaf- lega er Jónsmessan merkistíð sem lengsti dagur ársins en vegna skekkju júlíanska tíma- talsins hafði hann færst til um nálægt þvi þrjá daga miðað við sólaráríð, þegar kirkjan afréð að fastsetja fæðingardaga Jesú Krists og Jóahnnesar skírara við sólstöður vetur og sumar. Því Jónsmessa, segir Ami, er kennd við Jóhannes skírara. Jón og Jó- hannes; sama nafn í tveimur út- gáfúm. Magnaðasta nóttin Jónsmessunóttin er ein af þeim fjórum nóttum ársins sem þykja hvað magnaðastar og mest trú er bundin við. Hinar em allar í skammdeginu: Nýársnótt, jóla- nótt og þrettándanótt. Sumt af þeim átrúnaði sem tengist þess- um nóttum er þó sameiginíegur öllum þessum nóttum, svo sem að kýr tali, selir fari úr hömum sínum, útisetur á krossgötum gefist vel og svo framvegis. Jónsmessutrúin tengist þó aðallega steinum og grösum og svo auðvitað dögginni sem fellur um nóttina. Hún á að hafa þá náttúm að ef menn velta sér upp úr henni um nóttina þá læknast þeir af hinum aðskiljanlegustu meinum. Og geta óskað sér um leið. Þessa mögnuðu nótt, aðfara- nótt 24. júní, átti helst að vera unnt að finna svokallaða náttúm- steina, þ.e. sérstaka lausnarsteina til hjálpar jóðsjúkum konum eða kúm, óskasteina, vamarstein gegn illu, lífsteina, sem græða hvert sár og hulinshjálmsstein. Ámi nefnir nokkra staði þar sem helst er að finna þessa steina: Drápuhlíðarfjall á Snæ- fellsnesi, Klakk milli Kolgrafar- fjarðar og Gmndarfjarðar, Kofra við Álftaíjörð í Isafjarðarsýslu nyrðri, Tindastól í Skagafirði og Baulu í Borgarfirði. (Það myndi kannski ekki saka að gá ef maður býr á annað borð í nágrenninu..) Óskasteinar og ástagrös Nokkrar grasategundir ku vera gott að tína á Jónsmessunótt og má þar á meðal nefna mjað- jurt til að vita hver hefur stolið frá manni. Um hana segir svo: „tak mjaðjurt sjálfa Jónsmessu- nótt um lágnættið, lát í munnlaug með Iireint vatn. Fljóti hún, þá er það kvenmaður, sökkvi hún, þá er það drengur. Skugginn sýnir þér, hver maðurinn er. Þar við skal hafa þennan formála: „Þjóf- ur, ég stefni þér heim aftur með þann stuld, sem þú stalst frá mér, með svo sterkri stefnu, sem Guð sjálfúr stefndi Djöflinum úr Pa- radís i Helvíti.“ Og hana nú. Fleiri góð grös nefnir Ami Bjömsson, til ödæmis fjögurra laufa smára sem á að ljúka upp hverri læsingu sem hann er bor- inn að. Draumagrasið hjálpar mönnum að dreyma það sem þeim er forvitni á. Brönugrasið á að taka með fjöru sjávar. Það átti að vekja losta og ástir milli karla og kvenna og stilla ósamlyndi hjóna ef þau svæfu á því. Hrollvekjandi Jóns- messugaldur Svíar eiga líka sínar sagnir um töfra Jónsmessunætur. Múm- ínálfamir hennar Tove Jansson lentu í heilmiklu ævintýri við slíkar galdratilraunir endur fyrir löngu og sýnir sagan að betra er að fara varlega á þessari mögn- uðu nótt: ,,“Ég kann einn ægilega hrollvekjandi Jónsmessugaldur,“ hvíslaði snorkstelpan. „En hann er óhugnanlegri en hægt er að lýsa með orðum.“ Snorkstelpan litaðist um. Svo beygði hún sig fram og hvíslaði beint í eyrað sem Fjonka teygði í áttina til hennar: „Fyrst á að ganga sjö hringi í kringum sjálf- an sig með lágu muldri og stappa í jörðina. Síðan er gengið aftur á bak að brunni og gægst ofan í hann. Og þá sést sá sem seinna giftist manni!“ „Hvemig eigum við að hífa hann upp?“ spurði Fjonka og réði sér ekki fyrir ákefð. „Uss, nei, þú sérð bara andlitið á hon- um í brunnvatninu,“ sagði Snorkstelpan. „Svona eins konar vofú hans, skilurðu. En nú byij- um við á að tína níu tegundir af blómum. Einn, tveir og þrir - og ef þú lætur eitt orð hrökkva þér af vömm, þá giftistu aldrei!“„ Og með það héldu þær Fjonka og snorkstelpan í leit að dularfúllum blómum. Og allt í einu komu þær auga á bmnninn: „Þær byrjuðu báðar að tauta og ganga i hringi og gættu þess vel að stappa fast í jörðina. Fimm sinnum, sex sinnum...sjö- undi hringurinn tók sinn tíma, vegna þes að nú vom þær orðnar yfirkomnar af ótta. En hafi mað- ur eitt sinn byrjað á Jónsmessu- galdri, má ekki undir nokkmm kringumstæðum hætta í miðju kafi, því þá getur hvað sem er komið fyrir. Þær gengu aftur á bak að brunninum með dynjandi hjart- slátt og staðnæmdust þar. Snork- stelpan tók í Ioppuna á Fjonku. Sólrákin í austri hafði breikkað, og reykurinn af Jónsmessu- brennunni var orðinn rauðleitur. Þær snem sér snöggt við og gægðust ofan í vatnið. Þær sáu sjálfar sig, þær sáu bmnnbarm- inn, og þær sáu morgunroðann á himninum. Þær biðu átekta skjálfandi á beinunum. Lengi. Þá skyndilega - nei, það er svo ægi- legt, að varla er mögulegt að segja frá því! - þá sáu þær stórt höfúð birtast í spegilmyndinni. Það var hemúlshöfuð! Bál- reiður og forljótur hemúll í ein- kennisbúningi lögregluþjóns!" Eins og aðdáendum múmín- álfanna ætti að vera kunnugt vora hemúlar afar óvinsælar per- sónur. Þama var kominn laganna vörður sem heimtaði skýringar á eldiviðnum í Jónsmessubrenn- unni. En veslings stelpumar gátu auðvitað ekki svarað því þær höfðu skuldbundið sig til að segja ekki aukatekið Orð. Af þessu má draga Iexíu um að best er að fara varlega við til- raunir til Jónsmessugaldra. Ef til vill er líka best að vita ekkert um hvað ffamtíðin ber í skauti sér... -vd. AFMÆLI Gunnar Ólafsson fyrrverandi skólastjóri 80 ára Einn af beztu samstarfsmönn- um mínum og vinum frá Nes- kaupstað, Gunnar Olafsson, fyrr- verandi skólastjóri er 80 ára í dag. Gunnar var skipaður skóla- stjóri bamaskólans í Neskaupstað árið 1946 og gegndi því starfi í 25 ár, eða til ársins 1971, en þá sögðu til sín lögskipuð aldurs- mörk. Það var sannkallaður happa- dagur Norðfirðinga, þegar Gunn- ar bættist í hóp okkar sem þá höfðum valist til nokkurrar for- ystu í málefnum bæjarbúa. Gunn- ar var ekki aðeins afbragðs skóla- stjóri, sem stjómaði skóla sínum, nemendum og kennumm af myndarskap. Hann var jafnframt kjörinn forystumaður á mörgum sviðum bæjarlífsins. Gunnar féll vel að liði okkar sósíalista sem einmitt um þetta leyti vomm að taka að okkur meirihlutastjóm í málefnum bæjarfélagsins. Enginn sem kynntist Gunnari Ólafssyni þurfti að efast um pólit- íska afstöðu hans. En þó að pólit- ískar sviptingar væm oft snarpar í Neskaupstað á þessum ámm, breytti það engum um vinsældir og viðurkenningu Gunnars Ólafs- sonar. Hann eignaðist vini í öllum stjómmálaflokkum og flestum at- vinnustéttum. Gunnar var viður- kenndur sem traustur og góður skólamaður, en einnig sem mikill ffamkvæmda- og starfsmaður í ýmsum góðum félagasamtökum. Gunnar var lengi einn af traustustu stuðningsmönnum Skógræktarfélags Neskaupstaðar. Mest munaði þó um hann á sviði íþróttamála. Hann vann oft mikið fyrir íþróttafélagið Þrótt og skrif- aði m.a. yfiriit um sögu félagsins. Gunnar hafði áður stundað skíða- kennslu, enda ágætis skíðamaður. Hann dreif skíðaíþróttina áfram á Norðfirði, smalaði saman ungum mönnum, fann gamalt og lítið notað pakkhús úti í bæ, reif það og flutti síðan inn á Oddsdal og þar reis fyrsti skíðaskálinn og þar var komið upp sæmilegri skíða- aðstöðu miðað við kröfur þeirra tíma. Gunnar Ólafsson var hug- myndasmiðurinn að skíðamið- stöð Austurlands í Oddsskarði. Hann var ekki aðeins tillögumað- urinn. Hann tók að sér fram- kvæmd málsins. Vann það þrek- virki að koma upp samtökum Norðfirðinga, Eskfírðinga og Reyðfirðinga um skíðamiðstöð- ina. Gunnar stjómaði auðvitað kaupum á öllum tækjum, lyftum og öðm slíku. Hann sá einnig um að leggja skíðaskálann í Odds- skarði og koma stöðinni þannig til lífs, að hún er nú Austfirðingum til sóma. Dæmið um skíðamiðstöðina er einkennandi fyrir Gunnar Ól- afsson. Hugmyndin var góð og undir hana gátu margir tekið. En meira þurfti en góða hugmynd. Það sem máli skipti var að hafa forystu um framkvæmdir. Þannig vann Gunnar Ólafsson að öllum málum. Hann var dugnaðarfork- ur, maður framkvæmda og vinnu. Það var gott að hafa Gunnar Ól- afssgn í sínu liði. Ég þekkti Gunnar áður en hann kom til Neskaupstaðar. Þá hafði Gunnar verið kennari á Fá- skrúðsfirði. Þar hafði hann tekið forystu fyrir ungum og ffarn- sæknum mönnum og var af öllum talinn afbragðs kennari. Á Fáskrúðsfirði leitaði ég oft til Gunnars og konu hans Ingi- bjargar Magnúsdóttur og gisti hjá þeim, þegar ég var á mínu pólit- iska rápi um Suður-Múlasýslu. Árið 1946 var mikið ár okkar félaganna í Neskaupstað. Þá kom Gunnar Ólafsson til liðs við okkur og varð skólastjóri í Neskaupstað. Það ár náðum við sósíalistar hreinum meirihluta í bæjarstjómarkosningum í bæn- um. Og það ár, vann ég eina mína stærstu kjördæmakosningu og felldi annan Framsóknarmanninn, sem talinn hafði verið ósigrandi. Þá var líka mikið um að vera í okkar bæjarmálum. Nýsköpunin enn á fullu. Tveir nýsköpunartog- arar væntanlegir og nokkrir nýir og stórir fiskibátar. Þá fómm við sósíalistar mikinn á Norðfirði. Þá skipti líka miklu máli að margir góðir menn stæðu að þeim verk- um sem vinna þurfti. Gunnar er einn af mínum góðu vinum og samstarfsmönnum frá þessum ár- um. Heimili Gunnars hefur jafnan staðið mér og mínum opið. Til Gunnars og Ingibjargar var gott að leita. Enn er Gunnar Ólafsson léttur í spori og ekki líkur áttræðum manni. Enn bregður hann sér á skauta með ungu fólki þegar þannig stendur á. Og enn geta skíðamenn séð hann á skiðum þegar vel gefur í BláQöllum. Um leið og ég þakka Gunnari og Ingi- björgu fyrir margar gamlar og góðar stundir, færi ég honum bestu ámaðaróskir okkar Fjólu í tilefni dagsins. Lúðvík Jósepsson 4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.