Þjóðviljinn - 21.06.1991, Qupperneq 9
„Hvers konar
þjóðfélag
er þetta?“
Hann er yfir áttræðu, lúinn eftir langa starfsævi. Hann vill komast á
hjúkrunarheimili ásamt 77 ára gamalli konu sinni sem er Alzheim-
ersjúklingur og getur ekki lengur bjargað sér sjálf. Hún hefur legið
á Landakotsspítala síðustu mánuði eftir að hafa lærbrotnað í tví-
gang á stuttum tíma. Hún getur ekki séð um líkamlegar þarfir sínar
lengur. En nú er sumarið komið. Lokanir á deildum skella á. Konan
er send heim í dag til gamla mannsins sem getur tæplega séð um
sjálfan sig, hvað þá sjúkling. Biðlistamir á hjúkrunarheimilin eru
langir, það er útilokað að fá pláss.
„Hvers konar þjóðfélag er það
sem býr þannig að öldruðum og
sjúkum?" spyr gamli maðurinn,
Agúst Vigfússon rithöfúndur og
fyrrum kennari í 40 ár. Hann er
reiður og bitur og lái honum hver
sem vill. Sonur þeirra hjóna býr
erlendis, dóttirin vinnur úti hálfan
dag en gætir eigin bamabama
hinn hluta dagsins. „Það er hægar
sagt en gert að leita til þeirra
endalaust,“ segir hann.
Agúst fær heimilisaðstoð og
mat sendan heim ffá félagsmið-
stöðinni Aflagranda virka daga,
en ekki um helgar. Þegar konan
kemur heim mun hún fá heima-
hjúkrun eftir því sem kostur er.
„En öryggið?" spyr Agúst og
hallar sér ffam á stafinn sinn.
,;Hvað ef eitthvað kæmi upp á?
Ég er ekki maður til að sinna sjúk-
lingi þó ég vilji allt fyrir konuna
mína gera eftir að hafa verið með
henni í hjónabandi í hálfa öld. Ég
er ekki einu sinni maður til að
vera einn. Þetta er glæpur og ekk-
ert annað.“
Eiginkona hans veiktist fyrir
sjö ámm. Það reyndist heilablæð-
ing. Hún náði sér furðanlega en
aldrei almennilega, segir Agúst.
Gleymska fór að ásækja hana og
hún mundi ekki algengustu verkin
sín.
„Svo datt hún niður rétt fyrir
nýárið og lærbrotnaði," segir
hann. „Hún var lögð inn á sjúkra-
.Öryggisleysið er verst.
Hvers vegna þarf að senda
fólk heim til að deyja á meðan
til eru peningar til að byggja
boltahallir og kúluhús fyrir
milljarða króna?"
Mynd: Þorfinnur.
hús, og það varð að svæfa hana
vegna aðgerðarinnar, en það þoldi
hún ekki. I þijá daga náðist ekki
samband við hana. Samt náði hún
sér það mikið að hún fór að staul-
ast um og þá var hún send heim.
En stuttu seinna datt hún aftur og
þá Iærbrotnaði hún á hinum fætin-
um. Nú man hún ekkert lengur.
Þetta er kallað Alzheimer. Hún
getur ekki farið á klósett án hjálp-
ar. Hún mun aldrei ná heilsu. Én
nú á að senda hana heim til mín.
Þeir játa það, læknamir, að það sé
ekkert vit í að senda svona mann-
eskju heim til öryrkja gamal-
mennis. En þeim er skipað að
rýmka til, losa deildina alveg.“
Hann segist þakklátur lækn-
um og starfsfólki öllu á Landakoti
og segist skilja aðstöðu þeirra. En
gamli maðurinn skilur ekki hvers
vegna þau hjónin geta ekki fengið
pláss á hjúkrunarheimili. „Það er
hægt að byggja hér milljarða hall-
ir um alla borg. Boltahallir, veit-
ingahús og annað þess háttar, en
það verður að senda fólk heim til
að deyja.“
-vd.
Sumarlokanir spítalanna skella á
„Hvers vegna?" spurði gamli maðurinn sem er að fá Alzheimer-
sjúka konu slna heim í dag af spítalanum. Svarið er einfalt en
þó ekki: Það vantar peninga en ef til vill vantar jafnmikið vilja
stjómvalda til að bæta hér úr. - „Ríkið hefur með lögunum um
verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga tekið yfir heilbrigðisþjónustuna
og þar með ábyrgðina. Það er ekki hægt að víkjast undan henni
lengur," segir Skúli G. Johnsen borgarlæknir.
Sumarlokanir voru skipulagð-
ar af Samvinnunefnd sjúkrahús-
anna. Hún lagði fram áætlun sína
um „fækkun“ rúma sumarið 1991
31. mai síðastliðinn. Samtals
fækkar yfir sumartímann um
3575 rúm, að meðaltali um 200
rúm hveija viku.
Verst er ástandið í júli og ág-
úst. Samtals verða 220-330 rúm
ekki í notkun á spítölunum þrem-
ur samanlagt á tímabilinu 1. júlí
til 24. ágúst.
Á ekki að vera á
spítala
„Síðastliðin tvö ár höfum við
rekið spítalann á 80% nýtingu.
Við höfúm þurft að draga saman,
bæði vegna þess að við þurfum að
halda okkur innan ramma fjárlaga
og auk þess vantar starfsfólk,“
segir Gunnar Már Hauksson
rekstrarstjóri á Landakoti. „Okkur
vantar a.m.k. í 20 stöður hjúkrun-
arÍTæðinga og án þess að ég geri
lítið úr því þá er það öllu verra
hvað íjárlögin setja okkur þröngar
skorður. Við erum að reyna að
nýta starfsfólk á deildunum betur
með því að færa fólk til og opna
annars staðar þegar við lokum
einni deild, en samt sem áður
verðum við að losa 29 rúm núna.
Þar af er hægt að koma þó nokkr-
um í rúm sem losna við útskriftir
annars staðar. Mikið af þessu
fólki á ekki heima á svona spítala,
heldur á hjúkrunarheimili. Þessir
þrír spítalar eru ekki ætlaðir lang-
legusjúklingum, heldur akútsjúk-
lingum sem þurfa lækningu. Við
neyðumst því til að útskrifa fólkið
áður en það er tilbúið, án þess að
nokkur staður sé til að taka við
því. Auðvitað brennur þetta öm-
urlega ástand heitt á okkur.
Satt að segja held ég að það
myndi gera mörgum pólitíkusin-
um gott að setjast hér við símann í
stutta stund og taka við hringing-
um fólks sem þarf pláss.
Auk þess sem okkur vantar
stöðugt starfsfólk þá fækkar alltaf
um sumartímann vegna sumarfria
og auk þess fara alltaf einhverjir
hjúkrunarffæðingar í vinnu út á
land á sumrin. Ef við gripum ekki
til þess ráðs að loka, yrði vinnu-
álagið á þeim sem eflir eru svo
slítandi að þær myndu hreinlega
gefast upp.“
Hundruð bíða eftir
hjúkrunarrýmum
Pétur Jónsson ffamkvæmda-
stjóri stjómunarsviðs Ríkisspítal-
anna tekur í sama streng og Gunn-
ar Már. Bamaspítali Landspítal-
ans lokar annarri af tveimur deild-
um í næstu viku fram í miðjan
júlí, en þá lokar sú seinni. „Sum-
arlokanir eru þó 40% minni núna
en í fyrrasumar,“ segir hann. „Við
höfúm fengið ádrátt ffá fjárveit-
inganefnd um aukafjárveitingu,
en það náðist ekki að afgreiða
hana fýrir sumarfrí þingmanna.
Ef hún fæst ekki þá verðum við að
gera einhverjar ráðstafanir í
haust.“
Biðlistar eflir hjúkmnarrým-
um eru langir, en erfitt er að fá
upplýsingar um nákvæmar tölur.
Það eitt er víst að hundmð bíða.
Árið 1982 var áætlað að 350
hjúkmnarrými þyrfti til viðbótar
til að sinna þörfinni strax og auk
þess yrði að bæta við 45-55 rúm-
um á ári næstu ár. Árið 1987
höfðu aðeins 120 rúm bæst við.
Spítalamir þrír, Landspítali,
Borgarspitali og Landakotsspítali
em ætlaðir til að sinna bráðasjúk-
lingum, þ.e. ekki langlegusjúk-
lingum sem þurfa hjúkmn ffemur
en lækningu. Með ámnum hafa
þeir reynt að fækka langlegusjúk-
lingum og álagið hefur að sama
skapi aukist á starfsfólk Heima-
hjúkrunar Heilsuvemdarstöðvar-
innar og heilsugæslustöðvanna
sem á næstu árum yfirtaka alveg
heimahjúkmn.
Vantar fólk í
heimahjúkrun
Marta Pálsdóttir starfandi
hjúkrunarforstjóri Heimahjúkrun-
ar Heilsuvemdarstöðvarinnar
segir engar sérstakar ráðstafanir
gerðar vegna sumarlokana sjúkra-
húsanna. „Við höfum ekki heim-
ildir fyrir fleiri stöðum. Þetta hef-
ur alltaf gengið einhvem veginn,
en fólk þarf að bíða lengur eftir
aðstoðinni. Við þyrflum auðvitað
að fá fteira starfsfólk til að mæta
þessu álagi. Ég er þegar með
margar beiðnir fyrir framan mig
og þær eiga eftir að verða miklu
fleiri. Við sinnum núna 160-
manns á morgunvakt og önnum
því, en þó það komi ekki nema
bara tvær beiðnir um aðstoð dag-
lega þá er það heilmikið. Það þarf
að púsla þessu öllu saman. Þetta
ástand lendir mjög mikið á að-
standendum þar sem þeir em til
staðar. Skörturinn á hjúkmnar-
rýmum er mikill og ég hugsa að
þó byggt yrði annað eins heimili
og Skjól, sem hefúr 90 pláss, þá
yrði það ekki lengi að fyllast.“
Sigrún Karlsdóttir er for-
stöðumaður heimaþjónustu öldr-
unarþjónustudeildar hjá Félags-
málastofnun Reykjavíkur. Þar
gegnir svipuðu máli og í Heima-
hjúkmn, en hún getur þess þó að
fengist hafi heimild til matarsend-
inga um helgar til þeirra sem em í
brýnustu þörfinni.
Skipulagsleysi
„Reyndar stóðum við í góðri
trú, eftir ráðstefnu sem haldin var
um þessi mál í fyrra, að ekki
kæmi til lokana á öldmnardeild-
um núna,“ segir Sigrún. „Það
virðist enginn tími til að skipu-
leggja útskriflimar þannig að
hægt sé að samræma úrræði
þeirra aðila sem taka við fólkinu.
Það segir sig sjálft að við getum
ekki komið til móts við þarfir
fólks sem þarf sólarhringsað-
hlynningu, nema að óvemlegu
leyti. Það hefur ekki reynt mikið á
það ennþá, en þessar ótimabæm
útskriftir sjúklinga koma á sama
tíma og fastráðnir starfsmenn
okkar fara í sumarleyfi og við er-
um með afleysingafólk í vinnu.
Þetta er því erfiðasti tíminn þegar
það eykst mest hlutfall þeirra sem
þurfa mesta aðstoð, jafnvel 4 tíma
á dag. Þessi hópur stækkar alltaf á
hveiju ári vegna þess að við emm
auðvitað enn að sinna fólki sem
var útskrifað á þennan hátt í fyrra
og hefúr ekki enn fengið hjúkrun-
ariými. Biðlistamir em langir og
hafa verið það síðastliðin eitt til
tvö ár.
Vandinn hér felst e.t.v. ekki í
stöðuheimildum, heldur ffemur
því að manna þær stöður sem við
höfum. Það er ekki borin næg
virðing fyrir þessum mikilvægu
umönnunarstörfum og það þarf að
hækka laun þessa fólks þannig að
einhver vilji vinna þau.“
Ríkiö á aö axla
ábyrgð sína
Skúli G. Johnsen borgarlækn-
ir segist taka undir þær skoðanir
að brýnast sé að Ijölga hjúkmnar-
rýmum hið fyrsta. „Þó það kann-
ski lafi að vera með sjúklinga
heima sem em það veikir að þeir
þurfa mikla aðhlynningu þá kost-
ar það óstjómlegt álag fyrir að-
standendur sem er langt umfram
það sem er leyfilegt að bjóða
fólki,“ segir hann.
„Sjúkrahúsin hafa minnkað
hlutdeild langlegusjúklinga síð-
ustu árin þannig að álagið á
heimahjúkrun eykst stöðugt. Þetta
hefúr m.a. gerst að Borgarspítal-
inn hefúr tekið hjúkmnarrými
sem var ætlað fyrir langlegusjúk-
linga undir akútsjúklinga.“
Skúli segir heimahjúkmnina
aðeins ætlaða fyrir fólk sem getur
verið heima með lítils háttar hjálp
og ekki aðra. „Þetta em tveir ólík-
ir hópar, þ.e. þeir sem geta verið
heima á þennan hátt og þeir sem
þurfa hjúkmnarrými.
Ég tel að helsta ástæðan fyrir
því hversu hægt gengur að koma
hjúkmnarheimilismálum í
Reykjavlk áffam sé sú að lengst af
hefúr það verið afar óljóst hver
ber ábyrgðina á þeim. Það hefur
hver vísað á annan um hvers
ábyrgð væri að gera áætlanir,
hveijir ættu að byggja. Nú er ríkið
komið með öll heilbrigðismálin á
sína könnu og ábyrgðina þar
með.“ -vd.
FJOLDI RÚMA.SEM EKKI VERÐA í NOTKUN [ VIKU HVERRI TÍMABILIÐ 29.APRÍL -1.SEPT.199
LANDSP. BORGARSP. LANDAK.SP. ALLS
SAMTALS SAMTALS SAMTALS SAMT.
29 APR-5 MAI 1 8 30 24 72
6-12 - 1 8 30 24 72
13-19 - 1 8 30 24 72
20 -26 - 1 8 30 24 72
27-2 JÚNI 1 8 30 24 72
3-9 - 1 8 77 24 11 9
10-16 - 1 8 95 24 137
17-23 - 39 95 24 158
24-30 - 67 95 66 228
1-7 JÚL 86 95 66 247
8-14 - 109 95 66 270
15-21 - 130 122 66 31 8
22- 28 - 130 122 66 31 8
29-4 ÁG 130 132 66 328
5-11 - • 128 132 66 326
12-18 - 109 132 66 307
19-25 - 86 105 66 257
26-1 SEPT 31 105 66 202
ALLS
SAMTALS SAMTALS SAMTALS SAMTALS
SAMTALS
RÚM-VIKUR 1171 1 552 852 3575
MEÐALTAL
RÚM Á TÍMAB. 65 86 47 199
SAMTALS
RÚM -ÁR 23 30 1 6 69
ATH. STYl T ER i HEILAR TÖ LUR.
Föstudagur 21. Júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9