Þjóðviljinn - 21.06.1991, Qupperneq 10
Hresst fólk á besta aldri I sundleikfimi i Höllinni. Þeir sem rækta llkama og sál þurfa ekki aö óttast elliárin. Sú æskudýrkun sem gegnsýrt hefur þjóö-
félög Vesturlanda og neikvæðni gagnvart ellinni virðist verá á undanhaldi. Mynd: Kristinn.
Ellismellir
Þú ungi fagri
elliher
Þjálfun hugans er ekki slður mikil-
væg en þjálfun llkamans.
Fæstir eiga lengur ömmu eins og þær tíðkuðust og maður las
um í gömlum barnabókum. Ömmur með síðar gráar fléttur sem
sátu ævinlega með prjóna og garn I kjöltunni þegar þær voru
heimsóttar í rjómapönsukaffi á sunnudögum. Ömmur eru á há-
hæluðum skóm með permanent og lit í gráu hárinu. Þær eru ung-
legri og hraustari en ömmurnar voru í gamla daga. Afar og ömm-
ur fara á sólarstrandir og búa í stórum einbýlishúsum.
Með batnandi Iífsskilyrðum á
tuttugustu öld: aukinni læknis-
þjónustu og nýjungum í lækna-
vísindum, betra fæði, minni þræl-
dómi og fleiru, hefur meðalaldur
Vesturlandabúa hækkað til muna.
Um miðja 19. öld var farið að
halla undan fæti á fertugsaldri, nú
á dögum er allt fimmtugum fært.
Sálffæðingar halda því fram
að fúllþroska fólk eigi eftir að fá
uppreisn æru á næstu árum. Að
mati margra þeirra munu ellilíf-
eyrisþegar í æ rikara mæli verða
sjáanlegir í samfélaginu. Þessi
hópur fer alls staðar stækkandi,
meira að segja markaðsspesjalist-
amir eru smám saman að upp-
götva þennan nýja hóp fómar-
lamba. „Woopies“ (Well off older
people) er nýtt tískuorð vestan-
hafs, sem útleggst rosknir í góð-
um efnum, samanber Uppar fyrir
nokkrum árum. Þeir sem komnir
eru yfir fimmtugt era yfirleitt þeir
efnamestu í þjóðfélaginu. Roskið
fólk hefúr skuldimar að baki, á
sparifé í banka og nægan tíma,
því að bömin era uppkomin og
flogin úr hreiðrinu. Fólk sem
starfar við ferðaþjónustu hefur
vafalaust tekið eftir mikilli fjölg-
un eldri ferðamanna hingað til
lands. Þeir sem era komnir á eldri
ár hafa tíma, peninga og frelsi
sem þeir yngri hafa ekki. Margir
vildu þó glaðir skipta á því og
góðri heilsu og hrakkuleysi æsku-
áranna.
Læknavísindin einblína um
þessar mundir mikið á öldrunar-
ferlið og leita skýringa á því. Þrátt
fyrir að það eigi fyrir okkur öllum
að liggja að eldast og grána í
vöngum er ellin enn sem komið er
„tabú“ einmitt meðal þeirra þjóða
sem lifa hvað lengst.
Vi6 munum öll,
viö munum öll...
Aldurlagi sinu
kviði engi maður
segir í Hugsvinnsmálum.
Öldran og dauði er óumflýjanleg-
ur hluti lifsins, þótt við reynum að
forðast að horfast í augu við þá
staðreynd. ÖIl þekkjum við mýtur
og sagnir af æskubranni, sem
menn böðuðu sig í og urðu ungir
Margir láta bugast í stríðinu við Elli kerlingu og láta skera burt augnpoka og strekkja húðina. (æskubundnum
þjóðfélögum Vesturlanda er ellin „tabú“.
10 SfÐA —ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. júní 1991