Þjóðviljinn - 21.06.1991, Side 11

Þjóðviljinn - 21.06.1991, Side 11
Föstudagur 21. júní 1991 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA11 Llfið mótar andlit okkar, og göm- ul, hrukkótt andlit eru ekki slður falleg og heillandi en hin sléttu og oft á tlðum karakterlausu andlit þeirra sem ungir eru. Hrukku- krem geta ekki unnið gegn eðli- legri öldmn manna, en það er þægilegra að trúa þvf en sætta sig við þá staðreynd að aldurinn sé að færast yfir. og sprækir á ný, og töfraseyð sem þeim er á honum bergði höndlað- ist eilíf æska. í goðsögunum segir frá eplunum sem gyðjan Iðunn gætti og goðin átu til að halda æskuþrótti sínum. Eins og Loki, gimumst við öll slík æskuepli. Læknar um víða veröld, sem rannsaka öldrunarferlið, eru ekki á einu máli um það hvers vegna frumum og líffærum hrömar með árunum og deyja að lokum. Þá greinir einnig á um í hvað miklum mæli við getum hægt á þessu ferli. Ekki alls fyrir löngu var sýndur í sjónvarpinu þáttur um aldraða sem juku þrótt sinn og afl með því að stunda líkamsrækt. Þjóðviljinn heimsótti fyrir skemmstu hressa og fjöruga eldri borgara í sundleikfimi, og vom þeir allir sammála um að líkams- ræktin héldi þeim ungum og hraustum. Fjari það heilsuæði ekki út sem gripið hefur landann á undanfömum árum, má því búast við enn unglegri og hressari gam- almennum eftir nokkrar kynslóð- ir. Nú em gömlu blómahippamir að reskjast, en hafa enn ekki lagt rafmagnsgítarinn og Stones- plöt- umar í minningarkistuna. Þeir em margir hveijir unglömb enn í dag án þess að vera á fortíðarþrár- trippi. Aldraftir allra landa, sameinist! íslenskar konur verða að meðaltali áttræðar. Þegar þær halda upp á fimmtugsafmælið eiga þær eftir um þijátíu ár ólifuð. Karlagreyin lifa eitthvað skemur, en þeir eiga einnig dágóðan skammt af góðum árum eftir þeg- ar sextugsaldri er náð. Um síðustu aldamót var meðalævilengd karl- anna fimmtíu ár. Mikið hefur breyst síðan. Nú segja menn mér að lífið byiji ekki fyrr en um fimmtugt. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að fæstum okkar þykir gaman að eldast. Við gleðjumst ekki yfir þroska okkar, virðugleik gráu háranna eða skallans. Allt er gert til að vinna gegn Móður náttúru. Andlitslyft- ing, augnpokar skomirburt, slöpp bijóst fyllt kvoðu og margir karl- ar hafa eytt miklu fé í alls kyns töfrakrem sem koma eiga í veg fyrir skalla. Okkur er bannað að eldast. Æskuþráin og æskuæðið afskræma eðlilega þróun og vek- ur vanmáttarkennd og óánægju hjá heilbrigðu fólki. Karlar eru þó sagðar eldast betur en kerlingam- ar og geta langt firam eftir aldri yngt upp... Konumar leggjast undir hnífinn til að reyna að spyma fótum við Elli kerlingu. Eitt best varðveitta leyndarmál í þjóðfélagi okkar er kynlíf rosk- inna. Fæstir geta einu sinni hugs- að sér ömmu og afa gera það. Það er hins vegar staðreynd að kyn- hvötin hverfur alls ekki með aldr- inum, þótt hún minnki aðeins, og fólk njótist kannski ekki jafhoft og áður. Ástin heldur fólki ungu, segja margir, og ófáir kunna sög- ur af ellilífeyrisþegum á níræðis- aldri sem urðu ástfangnir upp fyr- ir haus á elliheimilinu. Kossar og kjass em ekkert einkamál ung- linganna, þeir sem eldri em þarfn- ast þess jafnt og áður. Þar sem elliárin verða sífellt stærri partur af lífinu er kominn tími til að horfa á þann tíma jákvæðum aug- um, og heimur batnandi fer. Aldr- aðir em að verða sýnilegri og ak- tífari. Þeir hafa stofhað hags- munasamtök til að minna samfé- lagið á að þrátt fyrir það að þeir séu ekki lengur „nýtir þjóðfélags- þegnar“, eins og það er svo grimmilega orðað, þá hafa þeir á langri vinnuævi sinni unnið sér inn ýmis réttindi og taka ber tillit til þarfa þeirra, ekki síður en kvenna, bama og annarra, jninni- hlutahópa“... Oft gleymist að þeir sem em eldri og þroskaðri gætu haft ýmislegt til málanna að leggja. Þeir sem em komnir á eft- irlaunaaldur og hættir að vinna hafa tíma til að vinna að alls kyns málum sem þeir sem em enn að koma undir sig fótunum og prila upp metorðastigann em of upp- teknir til að sinna. Böm em, eins gamalt fólk, homrekur í þjóðfé- laginu. Víða á Vesturlöndum, m.a. í Þýskalandi hefur færst í vöxt að ellilífeyrisþegar sinni bamapössun og séu fengnir í skóla og á dagheimili til að fiæða böm um liðna tíma. Tveir hópar í íslensku þjóðfélagi em sagðir þurfa á dagvistun að halda: böm og gamalmenni. Það væri kannski ráð að „vista“ þessa hópa saman. Margir halda því ffam að aldr- aðir hafi aldrei áður í sögunni átt jafhmikla framtíð fyrir sér, aldrei verið jafnhraustir og rikir, en það er að sjálfsögðu aðeins hluti af öldmðum sem þeirra fon-éttinda nýtur. Ellin á sér sínar skugga- hliðar. Ástand í húsnæðismálum, hjúkrunar- og umönnunarmálum aldraðra em slæm á Islandi, eins og víðast hvar í hinum vestræna heimi. Þrátt fyrir það að því sé haldið ffam að stórfjölskyldan hafi haldið velli á Islandi em fáar fjölskyldur sem kæra sig um ömmu og afa inn á heimili sitt. Finna verður öldmðum pláss á elliheimi eða öðrum stofhunum. Við kærum okkur ekkert um að hrukkótt andlit þeirra minni okk- ur á forgengileika tilverunnar. Mikilvægt er að þeir sem komnir em á þriðja aldursstigið geri sér grein fyrir því, að enn er ekki öll nótt úti enn og ekki þýðir að sitja súr á svip með hendur í skauti og bíða endalokanna. Þá verður okkur hinum að lærast að umgangast aldraða með þeirri virðingu sem þeir eiga skilið. Það er „úti“ að eltast við æskuna, elli- árin em ekki síður sjarmerandi og spennandi tími en önnur ævi- skeið. „Gamlingjar“ em smám saman að koma út úr skúmaskot- um stofnananna og taka þátt í ið- andi þjóðlífinu fyrir utan. Hár aldur hefur engin áhrif á getu manna til að sinna sínum hugðar- efhum. Picasso og Chagall sköp- uðu ódauðleg listaverk þar til þeir vom allir. Á íslandi eigum við marga ffábæm listamenn sem komnir em af léttasta skeiði. Mar- ía Ásmundsdóttir var komin á tí- ræðisaldur þegar hún hélt sína fyrstu málverkasýningu fyrir nokkrum mánuðum. Tryggvi Em- ilsson gaf út skáldsögu fyrir síð- ustu jól og er ekkert unglamb lengur. Jóhann Jónsson íþrótta- kappi í Garði er kominn á niræð- isaldur og tekur þátt í fijáls- íþróttamótum víða um heim. Og þátttaka 1 slikum íþróttamótum fyrir aldraða eykst með ári hveiju. Vísindamenn telja einnig að hrömun hugarorku fólks með aldrinum sé stórlega ýkt. Hins vegar verða menn að halda heil- anum í þjálfun eins og öðrum líf- færum. Fram að þessu hefur þeirri staðreynd verið kyngt mótbára- laust að ellin hefði í för með sér kölkun og minnistap sem ekkert verði við gert. Þriðja æviskeiðið, eins og elliárin eru stundum köll- uð, er alls ekki jafn neikvætt og íbúar vestrænna rikja hafa til þessa talið sér trú um. Eftir þvi sem meðalaldur manna eykst og fjöldi þeirra sem aldraðir eru í hlutfalli við aðra aldurshópa í þjóðfélaginu hlýtur afstaða manna til þessa aldursskeiðs að verðajákvæðari. BE Upplýsingar i greinina voru m.a. fengnar að láni úr Geo 4.3.91 og Tðl- frœðihandbókinni frá árinu 1984. Lífslíkur hafa batnað svo á 20. öld að þriðjungi ævinnar er enn óvarið þegar sextugsaldri er náð - Hugleiðing um áhrif þess og ellina

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.