Þjóðviljinn - 21.06.1991, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.06.1991, Blaðsíða 13
...ég geri Lúftgítar!!!! Slaughter vöktu mikla lukku, hér eru þeir á leiðinni upp á svið Umsjón: Gunnar Hjálmarsson Tveir með písputta Eric Hawk bendir Allt í sleik Myndir: Grímur Atlason 12 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. júní 1991 16. júní rokk Ifcaplakriki slagsmálum. Múgurinn púaði þegar kynnir kynnti forfoll Poison en tók gleði sína á ný þegar kom í Ijós að hver hljómsveit ætlaði að lengja sína dagskrá. Aðstandendur tón- leikanna voru tryggðir íyrir svona óhöpp- um og fá því dágóðar summur í vasann fyr- ir að missa Poison. Við innganginn var gæslan með bakk- usþukl en einhvem veginn slapp gutlið inn. Olíklegustu aðferðir noru notaðar í smygl- ið. Sumir höfðu falið bokkur á vellinum nokkrum dögum fyrr, aðrir samstilltu úr sín og ferjuðu flöskur yfír hliðin og enn aðrir dulbjuggu djúsið. Menn sáust óvenju æstir með mjólkurfemu og aðrir rifú af sér gips og supu á. Margir bmgðu á það ráð að vakna óvenju snemma á sunnudagsmorgn- inum, skella í sig og mæta hífaðir á völlinn. Þetta vom líklega þeir sem fóm að hníga niður eins og flugur uppúr kaffileytinu. Fyrir ffaman sviðið hafði myndast hóp- ur eftirvæntingarfúllra rokkáhugamanna. Hópurinn fylgdist gaumgæfilega með öll- um hreyfingum á sviðinu og gaf ffá sér gleðiandvarp þegar sást glitta í einhvem síðhærðan. Halló Hafnarfjörður! ...Vá! Stuðið var byijað. Eiríkur Hauksson og norsku félag- amir í Artch hoppuðu inn á sviðið. Eiríkur steytti hnefann og æpti: Emði með!? Emði með!? Rock and roll here we go...jó! Þvag- an iðaði og tugir unglingahnefa tókust á loft og steyttust í átt að sviðinu eins og Hitlersæskan væri endurborin. Einstaka maður sleit sig ffá þvögunni, hljóp um völlinn í kasti, tók gítarsóló á loftgítar og hneig í grasið fagnandi eins og að hann hefði skorað mark í úrslitaleik. Bakkus - Apollon 1:0. 17.50 - Hér sé stuð! skyrtur, gallabuxur, klútur um hausinn og jaftivel blúndur eins og hlægilega hallæris- legur söngvari Bullet Boys skreytir sig með. Hann rekur upp gól; Iceland! You're fúcking good audience! Let me see your fúcking hands! Það er tíu metra röð á klósettið, tíu metra röð í símann, það er jafnvel tíu metra röð að komast út. Sólin glennir sig á heið- bláum himninum. Golan togar í Pepsí- fána. Rokkgamlingjamir Bubbi og Rúnar Júl em komnir á svið og viðra nýju plötuna framan í þungarokkæskuna. Margir em hrifnir en aðrir vilja bara erlenda gítar- sólóa. Smáböm sleikja frostpinna. Fermingar- stelpa ælir við hliðina. Slagsmál bijótast út hér og þar á svæðinu, smáróstur og drykkjuvitleysa sem annað hvort endar í blóði eða támm. Hörkulegir leðuijakka- gæjar með hauskúpuhúðflúr og koppafeiti í hárinu gantast með heimatilbúinn borða með nöfnum hljómsveitanna. Þeir hlaupa þvert og kmss um völlinn og tvístra gestum í allar áttir. 1 Q r /T- í búningsherbergjum JL y . w/ U goðanna Hér er svo mikið af sætum stelpum, svara allar hljómsveitimar slefandi þegar hin ófmmlega en nauðsynlega spuming: How do you like Iceland" ber á góma. Meðlimimir húka baksviðs í FH- setrinu með hlaðborð og kræsingar en öryggis- gæslan er ströng og vonglaðar íslenskar táningastúlkur verða ffá að hverfa. Þeim tekst þó að njóta samvista við goðin í gegnum glugga búningsherbergj- anna. 2 ^ 03_ ^est*r se^a s‘tt Blaðamaður fór á stúfana og spurði Ama, Baldur, Gísla, Ingó og Valla, vaskan hóp fimmtán ára pilta hvemig þeim fynd- ist. Þetta er æðislegt! samþykkja þeir og finnst alls ekkert dýrt inn. Þetta er vel þess virði og við höfúm unnið fyrir þessu hörð- um höndum. Næst segjast Ingigerður, Tóta, Maria og Svava vera bláedrú. Þær em allar fimmtán ára og finnst alveg frábærlega æð- islegt. Astandið á sumum er ferlegt, sam- þykkja þær, en alls ekki á öllum. Foreldrar þeirra styrktu þær til tónleikanna, þeim finnst dálítið dýrt inn og segja að Artch hafi verið lang bestir hingað til. O O - Hæ hó jibbí-jey ogjibbí-jó! Quireboys þöndu sig á sviðinu. Hvert bassatrommuslag olli hjartaáfalli. Sólin hefur horfið á bakvið tjaldið. Hnefar risu og hnigu við sviðið. AÍVegaleidd ferming- arböm ráfuðu um svæðið eins og uppvakn- ingar. Völlurinn var þakinn msli. Hér þarf aldeilis að taka til fyrir næsta leik. Quire- boys slúttuðu tónleikunum og fólk streymdi út. You really know how to have a good time, æpti Quireboys-söngvarinn i lokin. Víst er að flestir höfðu af þessum tónleik- um mikla skemmtun, en það er einnig á hreinu að fjallkonan hefúr glumið eins og loftbor í höfðinu á mörgu ungmenninu daginn eftir. Þessir þungarokkarar líta allir eins út, segir einhver og ég samþykki; sítt hár, speglasólgleraugu, leður, litskrúðugar Stopparðu ekki nálægt Kaplakrika? spurði strákur í leðurjakka og með leð- urpottlok ökumann Hafnarfjarðarrút- unnar þegar bíllinn lagði upp frá Lækj- argötu. Astrali í Hard Rock Café Reykjavík-jakka veifaði á næstu Ijósum, skjögraði aftur í og sagði hiya þegar strákurinn með pottlokið kastaði kveðju á hann. Á Hlemmi fylltist rútan af gjammandi gelgju, angandi af fjölritun- arspýra. Gólandi gaggópíur hlössuðust í öftustu sætin, sungu hvatningaróp fót- boltaliða, æptu og öskruðu. Ástralinn og pottlokið litu vongóðir og nudduðu hnú- ana. Á Kópavogshálsi jókst enn á gelgju- hlass rútunnar. Kópavogur lagði til prúða pilta sem leiddu frekjufmss öftustu sæt- anna hjá sér, héldu sér fast í stangimar og ræddu rokk. Jóhanna, ertu me me? hrópaði einhver þegar rútan gubbaði í Hafnarfjarð- arhraunið - Risarokktjaldið blasti við eins og tíbrá. 14.35 - Eru'ði með? Á vellinum, þar sem sparkfólk fær vanalega útrás, hafði nú æska landsins hrúgast i þeim einlæga ásetningi að skemmta sér. Það var hátíðarstemmning í loftinu. Sölutjöld seldu rokkborgara og pulsur og flestir höfðu skreytt sig bolum, derhúfúm og nærbuxum merktum rokk- goðunum sem hægt var að kaupa á upp- sprengdu verði í einum básnum. Allt er krökkt af ljósmyndurum, gæslufólki og síðast en ekki síst gestum, sem höfðu borg- að 5500 kr. fyrir herlegheitin. Fljótlega kvisaðist út að aðalnúmer kvöldsins, Poi- son, kæmist ekki til landsins. Af stuttu spjalli við Slaughter að dæma var aðal- ástæðan innbyrðisátök meðlima og nokkr- um dögum fyrr áttu tveir að hafa slasast í Séð yfir svæðið um kaffileitið Föstudagur 21. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SfÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.